Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 3 Ók á ljósastaur á ofsahraða og stórslasaðist FÓLKSBIFREIÐ ók á ofsahraða á ljósastaur við brýrnar yfir Nýbýla- veg í Kópavogi um tvöíeytið aðfar- arnótt sumardagsins fyrsta. Öku- maður, tvítugur að aldri, var einn í bílnum og stórslasaðist hann. Mestu áverkarnir voru á fótum og urðu læknar að taka af annan fótinn rétt fyrir ofan ökkla. Nokkru áður en slysið varð höfðu lögreglumenn í Reykjavík veitt bif- reiðinni athygli við veitingastaðinn Klúbbinn og hugðust þeir hafa tal af Taugaveikis- sjúklingurinn er á batavegi ÍSLENDINGUR er var á ferð í Indlandi fyrir nokkru veiktist þar af taugaveiki. Var hann staddur í Bombay, en óskaði eftir að komast til íslands til að leggj- ast á sjúkrahús þar og var hann lagður á Landspítalann. Var hon- um hjálpað til landsins og hafði hann m.a. komið inn á heimili áður en hann fór á spítalann. Kona á því heimili veiktist siðan, en útilokað er að þar sé um taugaveikistilfelli að ræða að sögn lækna á Landspitalanum. þar sem smitun hennar tekur a.m.k. viku. Sjúklingurinn hefur legið í um hálfan mánuð á Landspítalanum og var fljótlega eftir innlögn hans greind taugaveiki, sem að sögn lækna getur komið upp ef neytt er mengaðra matvæla, t.d. illa soð- inna. Hafin var lyfjameðferð og hefur sjúklingnum farið vel fram síðan, en gert er ráð fyrir að hann verði í einangrun í viku enn. ökumanninum. Hann hvarf hins vegar af staðnum á ofsahraða og ók suður Kringlumýrarbraut. Lög- reglumenn fylgdu manninum eftir en hann stakk þá af, enda var hraðinn á bifreiðinni vel yfir 100 km miðað við klukkustund. Svo virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni þegar hún kom að brún- um og ók hún beint á ljósastaurinn, sem er mjög sver og sterklegut, og kubbaðist hann í sundur. Maðurinn var fastklemmdur í flakinu en lögreglumönnum tókst að ná honum úr því mjög fljótlega. Maðurinn var fluttur á Borgarspítaann, þar sem hann gekk undir mikla aðgerð. Er hann mikið meiddur á fótum og víðar. Maðurinn varð 21 árs gamall í gær. Bifreiðin er gjörónýt talin og sömuleiðis hinn dýri ljósabúnaður sem hún ók niður og er tjónið því mikið, Sovézkt beitiskip. Sovézki flotinn œfir áNorður-A tlantshafí SOVÉTRÍKIN héldu uppi meiri háttar flotaæfingum á Noró- ur-Atlantshafi og íslandshafi frá miðjum marz og fram í apríl að því er segir í frétt frá varnarliðinu. í þessum æfing- um var megináherzlan lögð á hernað gegn kafbátum en einn- ig voru æfðar aðrar tegundir sjóhernaðar. í frétt varnarliðs- ins segir að þessar æfingar hafi verið með svipuðu sniði og fyrri voræfingar Rússa á þess- um slóðum en þátttakan borið vitni um áframhaldandi efl- ingu sovézka flotans. Mbl. ósk- aði eftir myndum af æfingun- um. en fékk þau svör hjá varnarliðinu að það ætti engar slíkar myndir. í frétt varnarliðsins segir að frá 14. marz hafi að minnsta kosti 24 sovézk herskip, þar á meðal tvö flugmóðurskip af Kiev-gerð, kafbátar, þar af nokkrir kjarnorkuknúnir, ásamt eftirlits- og árásarflugvélum komið til þessara árlegu æfinga frá Miðjarðarhafs-, Norðurhafs- og Svartahafsflota Sovétríkj- anna. Þá hafa nokkur nýjustu her- skip Sovétmanna verið að æfingum vestur af Afríku þar á meðal nýjasta flugmóðurskip þeirra, Minsk, beitiskip af Kara-gerð, og skip sem flytur landgöngusveitir. Þessi skip eru talin til Kyrrahafsflota Sovét- ríkjanna, sem hefur bækistöð í Vladivostok. Aurbleyta — og þungatak- markanir á flestum vegum — SEGJA má að nú sé hið venjulega vorástand að færast yíir vegina, með tilheyrandi aur- bleytu og þungatakmörkunum, sagði Hjörleifur ólafsson vega- eftirlitsmaður í samtali við Mbl. Kvað hann nú hafa verið auglýst- ar þungatakmarkanir á nær öllum vegum, víðast takmarkað við 7 tonna þunga, en 5 tonn á einstaka vegi t.d. Vestfjarðavegi. Hjörleifur sagði að jeppafært væri til ísafjarðar, en leiðin um Þorskafjarðarheiði er enn lokuð vegna snjóa. Þá hafa vatnavextir í Blöndu lokað veginum í Langadal, en fært er um Reykjabraut sunnan Svínavatns. Héraðsvötn hafa einnig flætt yfir bakka sína og lokað Norðurlandsveginum í Ljón stórslasar unga konu í Sædýrasafninu UNG kona liggur á Borgarspítalanum stórslösuð á hægri handlegg eftir tennur og klær Ijónynjunnar í Sædýrasafninu. Var í fyrstu óttast að konan, sem er 32 ára gömul, missti handlegginn en læknum tókst að gera að sárum hennar, sem voru um 20 talsins. Ilins vegar er mikil hætta á því að eitrun komi í sárin eins og ætíð þegar fólk er bitið af villtum dýrum. Skagafirði, en fært er um Hegranes og nokkuð er tekið að sjatna þar. Brú tók af veginum í Dalsmynni, í fyrradag, en vonast er til að hún komist í gagnið aftur eftir helgina þar sem Vaðlaheiðar- vegur er illfær vegna bleytu. Ekki hafa Möðrudalsöræfi enn verið opnuð, en Hjörleifur sagði að stefnt væri að því eftir helgina og þá yrði orðið snjólaust á öllum hringveginum, en færðin eigi að síður erfið fyrir fólksbíla og litla bíla mjög víða öxulþungi og víðast takmarkaður eins og fyrr sagði. Sveinn Sœmundsson fyrrv. yfírlögregluþjónn er látinn Umrædd koma kom ásamt vin- konu sinni í Sædýrasafnið á fimmtudagskvöldið og gerðist at- burðurinn um klukkan 20,25 um kvöldið. Voru konurnar að skoða ljónin tvö, sem eru til sýnis í Sædýrasafninu, þegar önnur þeirra smeygði sér skyndilega yfir varnargirðingar fyrir framan búr- ið og stakk hægri hendinni inn um rimla búrsins, en milli þeirra eru 7 sentimetrar. Mun það hafa verið ætlun konunnar að strjúka og klappa ljóninu en það spratt þá á fætur og beit fast í höndina og dró handlegginn inn fyrir rimlana alveg upp að öxl. Konan reyndi ákaft að losa handlegginn en ljónið sleppti honum ekki heldur beit bara fastar og læsti klónum í handlegginn. Vinkona konunnar kom nú til hjálpar en gat ekki losað handlegginn að heldur. Hljóp hún þá til varðmanns í safninu og kom hann að vöru spori og tókst þeim þremur í sameiningu að losa handlegg konunnar úr klóm og kjafti ljónsins. Var handleggurinn stórskaddaður og hafði konan misst talsvert blóð. Tókst varð- manninum að stöðva blóðrennslið en konan var flutt í skyndingu á Borgarspítalann, þar sem aðgerð varð gerð á handleggnum. Konan mun hafa verið undir áhrifum áfengis að því að talið er, þegar atburður þessi varð. Einar Ágústsson ræðir um Oryggis- málanefndina á fundi hjáVarðbergi Varðberg, félag ungra áhuga manna um vestræna samvinnu, heldur hádegisfund laugardaginn 21. apríl í Snorrabæ í Austur- bæjarbíóshúsinu. Fundurinn hefst kl. 12.15. Á fundinum mun Einar Ágústs- son, alþingismaður, tala um hina nýju og umtöluðu Öryggismála- nefnd, skýra frá störfum hennar og markmiðum, en Einar er for- maður hennar. Hann mun svara fyrirspurnum fundargesta að er- indi loknu. — Fundurinn er ætlað- ur félagsmönnum í Varðbergi og SVS og gestum þeirra. SVEINN Sæmundsson fyrrverandi yfirlögreglu- þjónn Rannsóknarlög- reglunnar í Reykjavík lézt á Landspítalanum aðfarar- nótt s.l. fimmtudags 78 ára að aldri. Sveinn fæddist 12. ágúst árið 1900 á Lágafelli í Austur-Landeyj- um, Rangárvallasýslu, og voru foreldrar hans Sæmundur Ólafs- son bóndi þar og kona hans, Guðrún Sveinsdóttir. Sveinn stundaði sjómennsku og sveita- störf fram undir þrítugt en 1. janúar 1930 var hann ráðinn lög- regluþjónn í Reykjavík. Vann hann einkum að rannsóknum mála og þegar rannsóknarlögreglan var stofnuð varð hann fyrsti yfirlög- regluþjónn hennar 7. júlí 1938. Því starfi gegndi Sveinn uns hann lét af störfum fvrir aldurssakir árið 1968 eða í rétt 30 ár. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Elín G. Óladóttir frá Höfða á Völlum. Frá Rauða r Krossi Islands VEGNA misritunar í aug- lýsingu í Morgunblaðinu á Sumardeginum fyrsta um aðalfund Reykjavíkurdeildar R.K.Í. skal það tekið fram, að aðalfundur Reykjavíkurdeild- arinnar verður að þessu sinni, eins og venjulega, í maí lok. Hinsvegar er aðalfundur Kvennadeildar Reykjavíkur- deildar n.k. mánudag, eins og fram kemur í auglýsingu í Morgunblaðinu. Þjóðverjar í hrakning- um á Hornströndum HJÁLPARSVEIT skáta á ísafirði og fulltrúar úr Hjálparsveit Slysavarnafélagsins þar voru kallaðir út kl. 7 í gærmorgun til að hef ja leit að tveimur þjóðverjum er voru á ferð um Hornstrandir. Höfðu mennirnir'ætlað að koma í Lónafjörð á fimmtudagskvöld og beðið um að þar yrði til staðar bátur til að flytja þá til ísafjarðar. Þegar mennirnir voru svo ekki komnir fram snemma í gærmorgun var látið vita og hjálparsveitirnar kallaðar út. Ekki varð þó úr að leita'þyrfti Lónafjörð. Mennirnir voru að sögn mannanna því nokkru eftir að hjálparbeiðnin barst, þegar hjálp- arsveitirnar voru komnar hálfa leið yfir ísafjarðardjúp áleiðis í Jökulfirði, sást til ferða mannanna frá vitanum í Látravík. Voru þeir komnir í vitann um hádegisbilið og höfðu þá villst og ekki náð í vitavarðar vel búnir og varð ekki meint af töfinni, en áttaviti þeirra hafði bilað. Veður var einnig slæmt þoka og síðar snjókoma og ráðgerðu þeir að dveljast í Horn- bjargsvita þar til veður batnaði og þá myndu þeir fá bát til að sækja sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.