Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 11 Fréttaljósmyndarar hafa stofnað með sér samtök og er það ekki vonum fyrr, því að eðlilegra þætti undirrit- uðum að hér væru gerendur fremur að halda upp á ein- hver tímamót en að kynna nústofnuð samtök. Þeir eru sem sé með myndarlega ljósmyndasýningu í sýningarsölum Norræna hússins þessa dagana og stendur hún yfir til mið- vikudagskvölds. Hér er vel af stað farið því að mjög er vandað til kynningarinnar, hefur t.d. verið gefin út vegleg sýningarskrá og láta þar m.a. þrír ritstjórar dag- blaða höfuðborgarinnnar ljós sitt skína um styrk og stöðu fréttaljósmyndar- innar. Öllum mælist þeim vel þótt ekki þurfi maður að vera þeim að öllu leyti sam- mála. Gildi fréttaljósmyndár- innar er sannarlega ótví- rætt en það þarf ekki endi- lega að rýra gildi annarra atriða í samsetningu dag- blaðs. Hér er um marg- slungin atriði að ræða, sem auðveldléga mætti rita langt mál um en ég tel nægilegt að vísa til þess, að ekki gleyma að hér var einnig lengi um afturför að ræða frá því sem áður var, að maður tali nú ekki um misþyrmingu. Dagblöð voru ósjaldan skemmtilega myndræn í gamla daga og ríkulega skreytt teikningum, þá má einnig varpa fram þeirri spurningu, hvernig þeim hefi verið innanbrjóts er rituðu og lýstu handritin gömlu ef þeir hefðu mátt sjá þau í steindauðum bókmáls- útgáfum seinni tíma? Það er mikill munur á því, að lesa listavel myndskreytt fornrit því að þar nýtur textinn sín betur og kemur réttar til skila samkvæmt uppruna- legri hugmynd. Það er ekkert spursmal um hvort eigi að myndskreyta forn- sögurnar heldur verður það að gerast af okkar bestu listamönnum ef við eigum að rækta rétt arfleifð for- feðranna. Ennþá eru öllu fleiri ólæsir á ljósmyndir en texta og við megum ekki taka misþyrmingu mánna á fjölmiðli sem sjónvarpi sem mælistiku á sjónræn atriði eða sjónlist almennt. Þá má einnig benda á að upp- B|aml*tfur B|aml»lfa»on Emllta B|ðrg B|öm»dót1lr \ | Kri»t|án E. Elnarsson Lelfur R6gnvald»»on Tryggvl Þormóðsson Ragnar Th. Slgurðsson Svelnn Þormóðsson Ragnar Axelsson F-* * v Vllhjálmsson Hatrin Káradóttlr Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON sýningu sinni og er þá nær- tækast að nefna Listahátíð. Það hafa verið teknar stór- snjallar myndir af listavið- burðum sem hefðu átt erindi á þessa sýningu að mínu mati. Hér eru þó til undan- tekningar svo sem hin skemmtilega mynd af Örlygi Sigurðssyni á sýningu sinni að Kjarvals- stöðum sl. haust og af Önnu Moffó (Emilía Björg Björns- dóttir). Það ber nokkuð á því að vægi atriða hafi forgang en þó ekki alltaf því að hér eru einnig myndir sem hafa lítið sem ekkert fréttagildi og enn aðrar sem vafi leikur á að eigi erindi á sýningu fréttaljósmyndara. Hér mætti ætla að gæði mynda Sýning fréttaljósmyndara það hefur ekki úrslita- þýðingu að hýði ávaxtar sé fagurt, — safann má ekki vanta! Rétt er, að mynd getur sagt .jafn mikið og jafnvel meira en nokkur texti en í mörgum tilvikum má snúa þessu við í þá veru, að texti getur verið svo sérstæður að ljósmynd yrði einungis til skaða og jafnvel rangtúlkunar hans. Þetta þarf þannig að haldast í hendur líkt og á gullöld ritaðs máls er bæði lýsing og texti féllu saman í órofa heild, prýddu hvort annað og juku þannig á áhrifamátt og kynngi framsetningar- innar. — Þegar talað er um framför í lýsingu dagblaða og ritaðs máls almennjt má setning (layout) dagblaða er mjög myndrænt atriði og að ein ljósmynd í snjallri uppsetningu getur haft meiri áhrif á lesandann en margar stórar. Hér er óvönduð vinnubrögð og subbuskapur atriði, sem eru ekki síður meiðandi fyrir þá er hér eru viðkvæmir fyrir en óvönduð meðferð á rituðu máli. .. Látum þennan inngang nægja en hér var drepið á mál er vert væri að krufin yrðu nánar og gerð fyllri skil, en nú er mál að víkja að ljósmyndasýningunni sjálfri. — Það eru rúmir tveir tugir fréttaljósmyndara er standa að baki þessari sýningu og er í yfirgnæfandi meirihluta um ungt fólk að ræða, sumt kornungt. Samt er margt af þessu unga fólki þegar orðið v<el þekkt þótt það sé aðeins öðrum hvorum megin við tvítugt. Rétt sprottin grön í faginu ef svo má að orði komast. Hér hefur fullkomnun ljósmyndatækninnar mikið að segja og þetta unga fólk hefur sannarlega framtíð- ina og tækifærin fyrir sér. Af hinum eldri og reyndari eru flestir mættir til leiks en hér vantar þó tilfinnan- lega Ólaf K. Magnússon, en framhjá hans merka hlut verður ekki gengið er að því kemur trúlega, að saga fréttaljósmyndunar hér- lendis verður skráð. Þetta er fyrir margt hressileg sýning og mikið um ágætavel teknar myndir — ýmsir hafa sannarlega verið rétt staðsettir á rétt- um augnablikum. Dæmi er hér mynd Gunnars Andrés- sonar af gjörningi Helga Hóseassonar, er hann hraustlega skvetti skyri á ráðamenn þjóðarinnar. Annars er hér í hæsta máta vafasamt að nefna nöfn ein- stakra ljósmyndara því að allir eiga ágætar myndir og það yrði langt lesmál og þreytandi lesning að telja þá alla upp sem sanngjarn- ast væri. Telji fréttaljós- myndarar fagið listgrein, sem það getur orðið í mörgum tilvikum er undar- legt hve þeir rækta hér listviðburði lítið á þessari og fréttagildi eigi að fara saman. Uppsetning sýningarinn- ar er ekki fagmannlega af hendi leyst og er það helsti ókostur hennar, er of flatneskjuleg og eintóna. Þá eru textar undir myndum ekki alltaf nægilega aðgengilegir og missa stundum marks, jafnvel í þá veru að skaði er að. Fréttaljósmyndarar mega vel við una með þessa frum- raun sína þrátt fyrir nokkra hnökra, sem auðveldlega hefði mátt komast hjá — fólk stímar á sýninguna og virðist njóta hennar vel. Framtakið ber að þakka og vonandi verður hér um ár- vissan viðburð að ræða í framtíðinni. €fln©'Cfn,®fl<sfl €Sflafln®m Hin nýja kynslóó frá General Motors. MeÓ fmmhjóladrifi og þverstæóri vél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.