Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 13 Sigurgeir Sigurðsson bœjarstjóri: Vordagar Landsfundur er æðsta valdið. Eru f lokkadrættir óæskilegir? „Hart í bak“ hjá Framsókn. Enn um lýðræði. sem almenningur fær að skipa sér í flokka og kjósa sér foringja. Þessar fylkingar eru gjarnan kenndar við ýmsa hags- munahópa, sem viðkomandi foringjaefni er talið fulltrúi fyrir eða hópurinn telur sig geta vænst stuðnings af. Ég hef lýst þeirri skoðun minni áður að flokkur, sem hefur einkennis- orðin „stétt með stétt“ verði að varast slíka flokkun framar öllu ef stefna hans á að höfða til landsmanna almennt. En hver er þá vandinn? Jú, vandinn er viðkvæmni. Við erum of persónubundin þegar rætt er um ástæður fyrir sigrum eða ósigrum og þar liggur vandi okkar grafinn. Fyrirtæki, sem rekið væri á svipuðum grundvelli væri löngu farið á hausinn og svo getur líka farið fyrir flokkum ef áfram er látið reka. „Hart íbak“ Miðað við þær yfirlýsingar er hafðar voru eftir hinum nýkjörna formanni Fram- sóknarflokksins um það leyti sem núverandi stjórn var mynduð má búast við skarpri vinstri beygju í stefnu flokksins þegar áhrifa hans fer að gæta. Segja má að Ólafur hafi verið búinn að ganga þannig frá flokknum að lítt fýsilegt þætti að setjast þar undir stýri. Eina lífsvon Framsóknar nú er að ná aftur til sín sveitafylgi því sem Alþýðubandalagið vann í síð- Flokksþing Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins verður haldinn í byrjun næsta mánaðar og ríkir að vonum nokkur eftirvænting meðal almennra flokksmanna um árangur. Landsfundur er að þessu sinni haldinn við óvenjulegar aðstæður, sem vafalaust koma til með að setja svip sinn á þessa aðalsamkomu okkar sjálfstæðis- manna. Fylgishrun í síðustu kosningum er alvarlegt áfall fyrir forystu flokksins, sem því miður hefur ekki brugðist við með þeim hætti, sem gera verður kröfu um. Flokkurinn hefur látið reka síðan hann fór úr stjórn en að vísu hirt upp dágóðan hóp flóttamanna frá sökkvandi fleygi vinstri stjórnar en skip- stjóri og stýrimaður hafa ekki ennþá náð að marka stefnu. Hópar innan flokksins hafa unnið vel að undanförnu og skilað góðum gögnum í hendur miðstjórnar varðandi komandi ár og nægir þar að benda á ágæta fundi um skóla, efnahags, og landbúnaðarmál, sem haldnir hafa verið svo og nýlega ráð- stefna um langtímastefnu. Landsfundarfulltrúar munu á næstu dögum fá send gögn um efni landsfundar og hafa því óvenju góðan tíma til undir- búnings. Landsfundur er viðamikil samkoma — of stór til að geta komið allra skoðunum á fram- færi, þess vegna er nauðsynlegt að fulltrúar kynni sér vel útsend gögn og velji sér vinnuhóp á landsfundi í samræmi við áhugamál sín. Flokkadrættir? Skipting manna í fylkingar eftir stefnum eða mönnum er ekkert nýtt fyrirbæri á Islandi né í öðrum lýðræðislöndum þar ustu kosningum eða gefast upp ella. Draumsýn „hægri arrns" flokksins um hina „ábyrgu miðju" sem þeir nefna svo hefur ekki fallið kjósendum í geð. Hinir nýju árgangar kjósenda, sem nú eru að taka völdin vilja ákveðnar stefnur, sem þeir geta vegið og metið en gefa lítið fyrir flokka sem selja sig hæstbjóð- endum til beggja hliða. Á þessum hliðarsporum gæti Al- þýðuflokkurinn ennfremur hrasað. Hræðsla eða lýðræði? Hvort flokka á núverandi vinnulöggjöf undir atkvæða- hræðslu eða lýðræði, verður verkefni framtíðarinnar en eitt er víst að okkar fámenna þjóð- félag og fábreytta atvinnulíf þolir ekki slíka hræðslu eða slíkt lýðræði til lengdar. Mjög einkennilegt ástand hefur um árabil ríkt innan verkalýðshreyfingarinnar — eins konar samtrygging — sem enginn vill eða þorir að rjúfa. Verkalýðsfélögum er nær því „úthlutað" til einstakra stjórn- málaflokka, sem síðan virðast hafa þar öll ráð í hendi sér án teljandi mótstöðu (yfirieitt sjálfkjörið). Vonandi er að unga fólkið. sem hristi upp flokkskerfið í síðustu kosningum láti ekki þar við sitja heldur hristi dug- lega upp í verkalýðsfélögunum og krefjist þar lýðræðis. 2. tbl. 4. árgungur K A U P f A X T A R Cildii frú og med 1. jitní 1978 Kauptaxtar eru aA þo'.-'ti sinni gefnir úl með öðrum hætti en verið hefur. Hver taxti er nrenlaðttr á tvennan hátt. Með feitu letri og grönnu letri. Fvrri línan. fcitn lctrið er kaup cins og það ætti að vcra samkvætnl samningum frá 22. júnf ’ 977. Næsta lt;ia. grannu letrið, er kaup samkvæmt bráðabirgðalögum ríkisstiórnarinnar. Dagvinna í þeim taxta eru laun með hálfum verðbiStum að vjðbættum svoköll- uðum verðbótaviðauka. Yfirvinna er þar reiknuð samkvæmt lögunum með hálfum verðbótum. Með þessum hætti sést greinilega munurinn á samningshundnum launum o.g launum samkvæmt lögum SAMNINGUR VERKAKVENNAFÉI.AGSINS FRAMSOKNAR vlð VlnniivellendasBmband fvlanda, VbunMndlammbnnd S.f.S, RlkisstjAro fslnnds, Fílag kvlkmrndabAsdelsnidB, MAðtrikhöslð, Inndsbanka fslands, Seðbbmta talandb, SamvInnubankann, AlþýðoMkikann, Búnaðaitaanka fabauta, Kðpavogskanpslað, Reykþrvlkurborg og Siaw g|ðf FRETTABREF VERKAKVENNAFÉLAGSINS €Sflæflfl®m Hin nýja kynslóö fiá General Motors. Amerískur lúxusbíll, sem eyóir aðeins um 10 lítrum á 100 km.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.