Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 15 Ragna á Laugabóli og Reykjanesskóli Nokkrar athugasemdir vegna grein- ar í Morgunblaðinu 5. apríl sl. annað að hugsa en að gjalda íbúum þessara staða einhverja rauða belgi fyrir gráa. Mðr er vel kunnugt, að sjómenn á Vestfjörð- um kæra sig ekki um að sitja yfir hlut Sunnlendinga eða Suður- nesjamanna. Það eina sem þeir ætlast til er að fá að nota kunn- áttu sína og hæfni til þess að bjarga sér og sínum og draga björg í bú til jafns við aðra. Ef nauðsynlegt er talið að tak- marka veiðar á þorski, þá stendur ekki á Vestfirðingum að bera sinn hluta þeirrar byrðar, enda hefur ríflegur baggi verið lagður á þeirra bök. En einhver hemja verður að vera á tilætlunarseminni. Það er ekki réttlátt, að á sama tíma og vestfirskir togaramenn og verka- fólk í landi taka á sig jafnstórfellt tekjutap og ætlast er til, þá skuli aðrir, sem eiga ýmsa aðra úrkösti beinlínis ætlast til þess, að þeir geti bætt sinn hlut í þorskveiðun- um og lagt kostnaðinn af því ofan á þær klyfjar, sem fyrir eru. Slíkt væri að hlaða órétti ofan á mis- rétti og þannig tilraunir er af- farasælast að láta eiga sig, ef menn vilja þá ekki kasta björg þeim samkomulagsvilja, sem ríkja verður um svo viðkvæm mál. Pæri svo gæti verið að mönnum þætti verr af stað farið en heima setið. Að hreykja sér yfir áfalli annarra Eins og ég áðan sagði fólst í þeim auknu friðunaraðgerðum í þorskveiðum, sem ráðherra boðaði fyrr í vetur, fyrst og fremst stóraukinn niðurskurður á afla- möguleikum togaranna, sem ekki aðeins leiðir til mikillar tekjurýrn- unar togarasjómanna heldur ekki síður til fjárhagslegs áfalls fyrir lágtekjufólk í landi — verkafólk í fiskiðnaði. Þá sáu hagsmunahópar sumir hverjir sunnan og suð-vest- anlands, sem engu var þá ætlað að fórna, ástæðu til þess að gera ályktanir þar sem sérstakri ánægju var lýst með aðgerðirnar. Eg varð var við, að mönnum í mínu kjördæmi og víðar þótti, sem í þessum samþykktum gætti þó nokkrar meinfýsi: Loksins fenguð þið það, sem þið þurftuð; lands- byggðalýður! Mörgum kunningjum mínum meðal sjómanna og fisk- verkafólks á Vestfjörðum sárnaði þessi meinfýsistónn. „Hvaða ánægju finna sjómenn og útvegs- menn á Suðurnesjum í því bók- staflega að velta því á tungu sér hvernig kreppt er að starfsbræðr- um þeirra annars staðar?", spurði mig vestfirskur skipstjóri. Vonandi hefur þetta aðeins ver- ið misskilningur. Ánægjan með aðgerðirnar hafi ekki stafað af því gegn hverjum þær beindust heldur af einlægum verndunar- og friðun- aráhuga. En hvernig stendur þá á því, að þeir hinir sömu aðilar, sem fundu hjá sér sérstaka hvöt fyrir þremur vikum síðan til þess að hrósa þeirri fiskveiðistefnu að reyna að halda þorskveiðum innan marka 280—290 þús. tonna á árinu 1979, ætla nú bókstaflega af göfl- unum að ganga? Síðustu aðgerð- irnar eru ekki annað en rökrétt framhald af fyrri stefnumótun. Eða á að skilja fagnaðarsam- þykktirnar frá því fyrir páska svo, að þar hafi menn ekki verið að fagna friðunarstefnunni heldur því, að togaramenn á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum væru nú ærlega teknir í karphúsið um leið og menn sjálfir slyppu, sem samþykktirnar gerðu? Hver er skýringin? Þótt vera megi, að togaramönn- um og landverkafólki vestan, norð- an og austan hafi sárnað sá meinfýsistónn, sem því þykir um of gæta í afstöðu sumra hér syðra í fiskveiðimálum á ég ekki von á því, að þetta fólk svari nú í sömu mynt. Ég á ekki von á því, að það taki sig nú til og geri samþykktir þar sem það opinberlega eða undir rós hlakki yfir skertum afkomumögu- leikum annarra. Enda er það illt verk a ala á slíkri úlfúð og telja það bæta eitthvað sinn hlut að geta glaðst yfir óförum annarra. Sá skammvinni fengur, sem' menn e.t.v. kunna að gera sér vonir um að fá með slíkum aðförum, er illur fengur — og illur fengur illa forgengur. Nú er ráð, að menn spari heit- ingarnar og stóryrði, leggi til hliðar öfund og illgirni en reyni að koma sér saman um réttláta og friðsamlega lausn á þeim vanda, sem skiptir sköpum um afkomu þjóðarinnar — hagnýtingu fiski- miðanna, sem er mikilvægasta auðlind landsins. AUGI.YSINCASIMINN ER: 22480 / JH*r0unl»I«biö Frá þvi grunnskólapróf voru tekin upp fyrir tveim árum hefur skólinn ekki verið fullsetinn. Munar mest um það að gagn- fræðadeildin var felld niður og jafnframt hefur börnum á skóla- skyldualdri fækkað til muna í héraði. Flestir hinna héraðs- skólanna hafa svipaða sögu að segja. Hér eru ekki framhaldsdeildir og verður því meginþorri nemenda í 9. bekk en 7. og 8. bekkur skyldunáms er í flestum skólahér- uðum. Ragna telur að ef nemendur sæki skóla utan héraðs sé það merki þess að heimaskólar þéirra séu lélegir. Hér í skóla eru nemendur víða að af landinu, oft þeir sömu ár eftir ár, og engum dettur í hug að það sé vegna þess að skólar í þeirra heimahéruðum séu lélegir. Ragna talar um háa brottrekstrartíðni í skólanum. Níu nemendur hafa hætt námi af ýmsum ástæðum á skólaárinu, einn nemandi var sendur heim í tíu daga en einum nemanda hefur verið vikið úr skóla, og þessi nemandi er sonur Rögnu. Það er alltaf neyðarúrræði að vísa nemanda úr skóla en til þess verður þó, því miður, einstaka sinnum að grípa. Hegðunarvand- kvæði drengsins hófust ekki í vetur eins og Rögnu er vel kunnugt um. Oftar en einu sinni sýndi hann kennara áreitni og ógnandi fram- komu en sá atburður, er varð til að binda enda á veru hans hér, var sá Aðstaða Ferðamiðstöðvarinnar í Miðbæjarmarkaðnum var nýlega endurbætt. Hefur miðstöðin nú aðsetur á báðum hæðum hússins. að hann kastaði blautum gólfklút í höfuð kennara. Þegar kennari vildi fá drenginn tii viðtals við mig kastaði drengurinn honum upp við vegg og spurði hvort hann gæti sannað nokkuð. I þeim orðum fólst ekki afsökunarbeiðni né bera þau vott um að um óviljaverk hafi verið að ræða. Þegar ákvörðun var tekin um að víkja drengnum, sem var í 9. bekk og því ekki í skyldu- námi, úr skóla, lá fyrir að honum j stóð til boða skólavist á Núpi og fór hann þangað. ! Þegar eldri sonur Rögnu slasaðist fyrir 8 árum var ekki um aðra leið að ræða þann dag til Isafjarðar en með Djúpbátnum. Með aukatíma handa honum er það að segja að þá hefur hann fengið í lestímum eins og aðrir, en tveir kennarar eru tvo tíma á dag við að aðstoða nemendur við heimanám og hjálpa þeim er af einhverjum ástæðum hafa dregist aftur úr í námi. Ásökunum um mesbeitingu valds og ofsóknir kennara á hendur nemendum vísa ég á bug sem fjarstæðu, einnig því að hér þrífist ekki venjulegt mannlíf og að skólinn skili ekki af sér góðum mannsefnum. Kristmundur Hannesson skólastjóri. Efna til tveggja Kínaferða í sumar KÍNVERSK-ÍSLENZKA menn- ingarfélagið efnir í ár til tveggja ferða til Kína og stendur fyrri ferðin yfir í um mánuð. en hin síðari í rúmar 2 vikur. Lagt verður af stað í fyrri ferðina 23. júní og farið með lest frá Kaup- mannahöfn til Moskvu eftir flug frá Reykjavík. en gist verður í Moskvu í eina nótt. Þaðan verður haldið með lest til Peking og komið þangað 2. júlí. í Kína verður aðallega ferðast um norð- anvert landið og komið til Shang- hai. Seinni ferðin verður frá 23. september til 8. október og verður þá flogið til Peking um Moskvu og dvalið i Kína í tvær vikur. Verður m.a. ferðast til Shanghai, Kanton og Hangchow. Verð ferðanna er frá kr. 620 búsund. Bílasýnirig. fl98® €Bfl<siflB®nÐ Hin nýja kynslóð frá General Motors. Kynnt samtímis í Evrópu og Ameríku, hér Ármúla 3. Fimmtudaginn 19.apríl til sunnudagsins 22.apríl. nrví^i allo rl^nanci trl 1Í1-1P7 @ VÉLADEILD SAMBANDSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.