Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 23 Portisch enn efstur Montreal, 20. aprfl. AP. ÚRSLIT í 7. umferð alþjóðaskák- mótsins í Montreal urðu þau að Karpov og Tal gerðu jafntefli í 13 leikjum, Portisch og Kavalek gerðu sömuleiðis jafntefli og einnig Spassky og Húbner. Skákir Ljúbojevic og Hort og Larsens og Timmans fóru í bið. Timman hefur peð yfir gegn Larsen og Ljúbojevic er talinn hafa betri stöðu gegn Hort. Að sjö umferðum loknum er Portisch enn efstur í mótinu með 5 vinninga, en Karpov og Tal hafa báðir 4,5 vinninga. Ljubojevic hefur 4 vinninga og biðskák, en Spassky 3, Hort og Timman 2,5 og biðskák, Kavalek 1,5 og biðskák en lestina rekur Bent Larsen með hálfan vinning og biðskák. Tefldar verða tvöföld umferð í mótinu og teflir hver þátttakandi því 18 skákir. Stefan Heym í ferðabann Austur-Berlín, 20. apr. Reuter. STEFAN Heym, einn fremsti rit- höfundur Austur-Þjóðverja sagði í dag að honum hefði verið bann- að að ferðast til Vesturlanda og sams konar ferðatakmarkanir hefðu verið settar á ýmsa fleiri rithöfunda. sem hefðu verið gagn- rýnir á ríkisstjórnina. Heym var í bandaríska hernum í síðari heimsstyrjöldinni og honum hafði verið boðið að flytja fyrir- lestur í V-Þýzkalandi um starf sitt á stríðsárunum. Heym sagði fréttamönnum að talsmaður Aust- ur-þýzka rithöfundasambandsins hefði skýrt honum frá því að vegabréfsáritunarbeiðni hans Elton John til Sovét London, 20. apr. Ap. Reuter. BREZKI rokksöngvarinn Elton John mun halda átta hljóm- leika í Moskvu og Leningrad í næsta mánuði að því er umboðsmaður hans sagði frá í dag en meiri háttar samninga- viðræður hafa staðið yfir varðandi hljómleikaferð hans til Sovétríkjanna og hafa meðal annars tekið þátt í þeim fulltrúar frá brezka utanríkis- ráðuneytinu og hafa þeir farið með sovézku nefndarmönnun- um sem komu til Bretlands þessara erinda á fjölda hljóm- leika hjá Elton. Elton John mun m.a. spila fjórum sinnum í Oktyabrskysal Bloshoileikhússins sem tekur 3500 áhorfendur. Brezki poppsöngvarinn Cliff Richard kom fram í Sovétríkjunum á sl. ári en sovézk stjórnvöld hafa neitað fjölda beiðna frá þekktum listaniönnum sem hafa viljað koma að skemmta, þar á meðal er bandaríska söngkonan Joan Baez. hefði verið neitað. Fram til þessa hefur Heym fengið að reisa til Vesturlanda að vild. Hann nefndi Erick Loest, Rolf Schneider og Klaus Pocher og sagði að þau væru í sömu súpunni, en öll fjögur hafa orðið að sæta því nýlega að rit- skoðarar útgáfufyrirtækja þeirra í A-Þýzkalandi hafa látið hafna útgáfu síðustu verka þeirra. Lík manna sem hermenn Idi Amins drápu áður en þeir flúðu frá Kampala í kjallara svokallaðrar ríkisrannsóknarstofnunar. Rogers Morton látinn Washinííton. 20. aprfl. Reuter. ROGERS Morton, fyrrum innan- ríkis- og viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna lézt í gær að heimili.sínu í Maryland. Hann var 64 ára að aldri. Morton gegndi ráðherra- embættum í forsetatíð Nixons og Fords, var innanríkisráðherra á árunum 1971—75 og síðan viðskiptaráðherra í u.þ.b. ár. Áður var hann fulltrúardeildarþing- maður fyrir Marylandfylki og for- maður landsnefndar republikana- flokksins. Morton var fulltrúi Baiidaríkja- stjórnar á 1100 ára afmæli ís- landsbyggðar árið 1974 og var einn þeirra, sem ávarp fluttu á'þjóð- hátíðinni á Þingvöllum við það tækifæri. Carter til S-Kóreu Washington, 20. apr. AP. Reuter. JIMMY Carter, forseti Banda- ríkjanna ætlar að fara í heim- sókn til Suður-Kóreu í lok júní- mánaðar til að kanna með eigin augum ástand öryggismála á þessu svæði. Hann kemur til Kóreu frá Tókíó þar sem hann situr sjö þjóða efnahagsfund. Samvinna Ira og Norðmanna umfiskogoKu? Frá fríttaritara Mbl. í Ósló. NORÐMENN hafa nú fengið aukið svigrúm til að hugleiða hvort selja skuli olíu til ísraels eftir að varaforseti Bandarikj- anna, Walter Mondale, tók af öll tvímæli um að Bandaríkjamenn myndu ekki þvinga þá til að gera skuldhindingar við Israel í þessu efni. Hafa Norðmenn sjálfir sagt svo frá að framieiðsla þeirra sjálfra hrökkvi ekki til að selja ísraelum olíu í náinni framtíð. Margt bendir hins vegar til að Norðmenn og írar kunni að taka upp samvinnu í olíu- og fiskveiðimálum. Norðmönnum þykir ljóst að Arabalönd, sem mótfallin eru friðarsamningum Egypta og ísra- elsmanna, myndu bregðast hart við tækju Norðmenn upp á því að selja hinum síðarnefndu olíu. Gæti svo farið að norska fyrirtækið Hydro og Norconsult yrði látið hætta starfsemi í Arabalöndum og myndu Norðmenn verða af við- skiptasamningum að andvirði meira en hundrað og nítíu milljarða íslenzkra króna af þeim sökum. Nýlega barst Norðmönnum tilboð frá írsku ríkisstjórninni að þeir fengju að njóta fríðinda innan tvö hundruð mílna fiskveiðilög- sögu íra ásamt því að írar myndu kaupa norska iðnaðarframleiðslu. Samningarnir munu enn sem komið er vera á byrjunarstigi. Þetta gerðist 21. apríl 1977 — Bhutto tekur sér aukin völd í Pakistan og fyrirskipar herlög í þremur borgum. 1975 — Thieu forseti segir af sér í Suður-Víetnam og fordæm- ir Bandaríkin. 1973 — Öryggisráðið fordæmir ísrael fyrir árás á Líbanon. 1972 — Geimfararnir í Apollo 16 kanna hálendi á tunglinu. 1970 — Kambódía biður um bandaríska hernaðaraðstoð. 1909 — Átök lögreglu og and- ófsmanna í Londonderry á Norður-írlandi. 1967 r- Herinn tekur völdin i Grikklandi. 1966 — Læknar í Houston, Tex- as, framkvæma fyrstu hjarta- ígræðsluna. 1961 — Uppreisn í Alsír undir forystu Challe hershöfðingja. 1954 — Liðsauki sendur til Indókína til varnar Dien Bien Phu. y 1928 — Frumvarp Aristide Briand í Frakklandi um bann við stríði. 1914 — Bandaríkjamenn setja Mexíkönum úrslitakosti og taka tollhúsið í Vera Cruz. 1898 — Bandaríkin viðurkenna sjálfstæði Kúbu. 1839 — Tyrkir gera innrás í Sýrland til varnar gegn Mehmet Ali. 1836 — Orrustan um San Jacinto: fullveldi Texas tryggt með ósigri Mexíkana. 1500 — Pedro Alvarez Cabral finnur Brazilíu sem hann helgar Portúgal. 06753 f.Kr. — Romulus stofnset- ur Róm. Afmæli. John Law, skozkur hagfræðingur (1671—1729) — Charlotte Bronté, brezk skáld- kona (1816—1855) — Hippolyte Taine, franskur rithöfundur (1828-1893) - Elísabet II af Englandi (1926----) — Anthony Quinn, bandarískur leikari (1915---). Andlát. Hinrik VII Englandskonungur 1509 — Jean Racine, leikritahöfundur 1699 — Eugen prins af Savoy, hermað- ur, 1736 — Keynes lávarður, hagfræðingur, 1946. Innlent. „Vædderen" kemur með Flateyjarbók og Konungs- bók Eddu kvæða 1971 — Brezki togarinn „Caesar" strandar við Arnarnes 1971 — íslenzkir námsmenn taka sendiráðið í Stokkhólmi 1970 — Frumvarp um lausn flugmannaverkfalls 1965 — Heklugosi lýkur 1948 — Hoppe skipaður stiftamtmaður 1841 — Bréf Jóns biskups Ara- sonar til íbúa Skálholtsbiskups- dæmis 1548. Orð dagsins. Öllum harm- leikjum lýkur með dauða; öllum gamanleikjum með hjónabandi — Byron lávarður (enskt skáld 1788-1824). Veður víða um heim Akureyri 5 alskýjað Amsterdam 10 rigning Apena vantar Berlín 15 skýjaó Brussei 9 rigning Chicago 19 skýjað Frankfurt 12 skýjað Genf 15 sól Helsinki 2 bjart Hong Kong 23 skýjaö Jerúsalem 23 skýjað Kaupmannah. 6 rigning Kairó 33 skýjað Las Palmas 21 léttskýjaö Lissabon 22 sól London 15 heiðskírt Los Angeles 21 heiðskírt Madrid 15 bjart Miami 26 bjart Montreai 12 sól Majorka 16 skýjað Maiaga 19 heiðskírt Moskva 1 skýjað Nýja Delhi 38 bjart New York 18 bjart Ósló 4 skýjaö París 14 rigning Reykjavík 3 skýjað Rómaborg 15 skýjað San Francisco 15 bjart Stokkhólmur 8 skýjað Teheran 23 skýjað Tel Aviv 24 skýjað Tókíó 12 rigning Toronto 15 sól Vancouver 13 sól Vínarborg 12 skýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.