Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 Tvær umsóknir um Nj ar ðví kurpr estakall Runninn er út umsóknar- frestur um 7 prestaköll sem auglýst voru fyrir nokkru síðan. Umsóknir hafa aðeins borizt um eitt prestakallanna, Njarðvíkur- prestakall. og voru umsækjendur tveir: Sr. Þorvaldur Karl Helga- son æskulýðsfulltrúi þjóðkirkj- unnar og sr. Gylfi Bjarnason sóknarprestur f Bjarnarnesprestakalli. Þau prestaköll, sem umsóknir bárust ekki um, eru Árnespresta- kall, Bíldudalsprestakall, Sauðlauksdalsprestakall, Staðar- prestakall, annað prestsembættið í Vestmannaeyjum og Þingeyrar- prestakall. Þá hafa verið auglýst laus eftirfarandi prestaköll með umsóknarfresti til 15. maí, en þeim þjóna nú settir prestar: Miklabæjarprestakall, Raufar- hafnarprestakall, Reykhólapresta- kall, Reykholtsprestakall og Seyðisfjarðarprestakall. Bensínhækkunin: Stjóm FÍB skorar á stjóm- ina að mæta erlendum hækk- unum með lækkun skatta STJÓRN Félags íslenzkra bifreiða- eigenda samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sfnum miðvikudag- inn 18. aprfl s.l. og hefur sent hana til Ólafs Jóhannessonar forsætis- ráðherra: Stjórn Félags íslenzkra Bifreiða- eigenda skorar á stjórnvöld að halda hækkunum á eldsneyti bifreiða í lágmarki, enda er það viðurkennt að eldsneytishækkanir flutningatækja er stór verðbólguvaldur hér á landi. Full ástæða er til að benda á, að nálægt helmingur þessara umbeðnu hækkunar mun ekki mæta erlendri verðhækkun eða gengissigi heldur renna í ríkissjóð sem auknar tolla- tekjur og söluskattstekjur. Slíkt hið sama hefur gerst við fyrri hækkanir benzíns að nálægt helmingur hækkunarinnar hefur runnið til ríkis- sjóðs. Einnig er ástæða til að benda á enn einu sinni, að 59.22 krónur af verði hvers benzínlítra rennur sem sér- skattur til Vegasjóðs, en síðan er þessi sérskattur aukinn með sölu- skatti um krónur 11.85. Þannig hefur ríkið um árabil innheimt söluskatt af skattlagningu sinni, rétt á sama hátt og fjármálaráðuneytið drýgði tekjur sínar á komandi sumri með því að bæta söluskatti ofan á tekjuskatt. Stjórn F.I.B. er ljóst að erlendar verðhækkanir verða ekki umflúnar, en telur þess að þær komi fram í hækkuðu útsöluverði, ef ríkisvaldið vill aðeins láta af þeim leiða sið að grípa erlendar olíuhækkanir fegins hendi sem forsendu til öflunar auk- inna toll og skatttekna. Stjórn F.I.B. skorar þess vegna á ríkisstjórnina að heimila ekki þessa umbeðnu hækkun, heldur mæta þessum erlendu verðhækkunum með því að lækka skattlagninguna. Gunnar örn listmálari (t.h.) og Sigurgeir Sigurjónsson Ijósmyndari opna f dag sýningu á verkum sfnum f FÍM-salnum að Laugarnesvegi 112 í Reykjavfk. Gunnar Örn sýnir 20 málverk en hann hefur haldið 9 einkasýningar og tekið þátt f samsýningum hérlendis og erlendis. Sigurgeir sýnir 40 Ijósmyndir teknar f Danmörku, Grænlandi og portrettmyndir, en hann stundaði nám í Svíþjóð og hefur unnið við ljósmyndun f 17 ár. Rekur hann nú auglýsingamyndastofu. Sýningin er opin kl. 14 - 22 og lýkur 6. maí. Ljósm. Emilía. Úthlutun barnabókaverðlauna Rvíkurborgar: Berjabítur og Leikhús- morðið beztu bækumar Borgarráð afhenti í gær verðlaun fyrir bestu frum- sömdu og þýddu barnabókina sem gefin var út hér á landi á síðastliðnu ári. Páll H. Jóns- son hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu bókina, Berjabít- ur en Þórarinn Eldjárn hlaut verðlaun fyrir þýðinguna á Leikhúsmorðinu eftir Sven Wernström. Verðlaunaafhendingin fór fram í Höfða að viðstöddum gestum Sigurjón Pétursson forseti bæjar- stjórnar bauð gesti velkomna en Jenna Jónsdóttir rithöfundur gerði grein fyrir verðlaunahöfun- um en auk hennar voru í dóm- nefnd Helga Möller og Teitur Þórleifsson. Páll H. Jónsson er fæddur árið 1908 og er næst elstur verðlaunahafa en þetta var í sjöunda skipti sem þessi verðlaun eru afhent. Þórarinn Eldjárn er hins vegar sá yngsti sem hlýtur þessi verðlaun en hann er fæddur árið 1949. Páll hefur sent frá sér tvær ljóöabækur en stærsta rit- verk hans er „Úr Djúpadal að Arnarhóli" — ævi og athafnasaga Hallgríms Kristinssonar. Þórarinn Eldjárn hefur einnig sent frá sér tvær ljóðabækur. Þórarinn er nú búsettur í Stokk- . Tveir nemenda Fossvogsskóla við eitt verkefnanna sem á sýningunni verða. Ljósm. EmiUa. Sérstök barnaársverkefni á nemendasýningu í Fossvogsskóla FOSSVOGSSKÓLI hefur sýningu á vinnu nemenda í dag, laugar- daginn. 21. aprfl, og á morgun, sunnudaginn 22. aprfl, kl. 13.30 — 18 báða dagana. Sýnd verður almenn vinna nemenda auka sérstakra barnaársverk- efna. Einnig verða sýningar úr hand- og myndmenntadeild. í leikfimisa! verða leiksýningar þar sem leiknir verða þættir úr námsefni nemenda. Sýningasvæð- ið eru stofur og það svæði sem börnin vinna á og er vinna eldri nemenda og 6 ára f aðalskólanum en yngri nemenda f lausum stof- um. Efni barnaársins er barnið sjálft og það umhverfi sem það vex í. Fjallað var um þetta efni bæði hvað snertir íslensk börn og börn í öðrum löndum. Löndin voru valin með tilliti til ólíkra uppeldis- og umhverfisaðstæðna. 6 ára 3 skip seldu í Bretlandi nemendur unnu með líkamann, 7 ára .með fjölskylduna og heimilið, 8 og 9 ára með Fossvoginn og nánasta umhverfi, 10 ára með umhverfi íslenskra barna fyrr og nú, 11 ára með umhverfi barna á líkum stöðum í Evrópu og 12 ára með sýnishorn frá öðrum heims- álfum. Ókeypis er á sýningarnar en tekið verður við framlögum í sundlaugarsjóð sem stjórn for- eldra- og kennarafélagsins hefur ákveðið að stofna við skólann. Hafsteinn Baldvinsson hrl., Halldór Ámundason stjórnarmaður í Stálvík hf., Hans Lindberg stjórnarmaður í Stálvík hf., Jón Sveinsson forstj. Stálvíkur hf., Björgvin Guðmundsson form. útgerðarráðs B.Ú.R. og Vigfús Aðalsteinsson framkv.stj. B.tJ.R. í frétt frá B.Ú.R. og Stálvík segir að smíði þe'ssa togara hjá Stálvík marki tímamót í stefnu B.Ú.R. í togarasmíði þar sem fyrir tækið hefur látið smíða 12 togara erlendis, sá 13. sé nú í smíðum í Portúgal og þessi hinn 14. sé nú smíðaður innanlands. Segir einnig í fréttinni að smíðin hafi þýðingu fyrir atvinnumál í borginni þar sem um 70 manns taki beinan þátt í henni auk ýmissa þjónustuaðila. ÞRJÚ fslenzk fiskiskip scldu afla í Bretlandi á fimmtudaginn og var meðalverð aflans 284 til 375 krónur fyrir kflóið. Ársæll Sigurðsson seldi 97,9 tonn fyrir 28,5 milljónir króna, meðalverð 291 króna. Stálvík seldi 127,4 tonn fyrir 47,8 milljónir, meðalverð 375 krónur. Loks seldi Sæborg 47,8 milljónir, meðalverð 375 krónur. Loks seldi Sæborg 47,4 tonn fyrir 13,5 milljónir, meðal- verð 284 krónur kílóið. Stálvík smíðar togara fyrir BÚR UNDIRRITAÐIR hafa verið og var hann samþykkur í borgar- samningar milli Stálvíkur hf og ráði hinn 14. aprfl sl. Umsamið Bæjarútgerðar Reykjavíkur um verð er kr. 1.929 milljónir og smíði á nýjum Stálvíkurtogara, verður smíði skipsins hafin í haust og væntanlega lokið í ársbyrjun 1981. en samningur þessi er háður samþykki Fisk- veiðasjóðs. Ólöf Eldjárn, Sigurjón Pétursson, Fanney Sigtryggsdóttir kona Páls og Páll H. Jónsson eftir verðlaunaafhendinguna í gær. Ljósm. Emilía. hólmi og var hann ekki viðstaddur Er Jenna hafði lokið máli sínu verðlaunaafhendinguna en systir afhenti Sigurjón verðlaunin og hans, Ólöf, veitti verðlaunum Páll þakkaði þau fyrir hönd viðtöku fyrir hans hönd. verðlaunahafa. Togarinn hefur verið hannaður af íslenzkum tæknifræðingum undir stjórn Sigurðar Ingvars- sonar skipatæknifræðings og hefur verið tekið tillit til þeirra atriða einkum að skipið henti við íslenzkar aðstæður, að skipslagið leiði til olíusparnaðar og betri hönnunar í heild er leitt gæti til vinnusparnaðar og betri rekstrar- afkomu útgerðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.