Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 Þjóðhagslega hagkvæm frjáls atvinnustarÉsemi EINS og svo oft áður hefur Ragnar^ Halldórsson for- stjóri ísals ritað gagn- merka hugvekju í Jrétta- bréf fyrirtækisins, Ísal-tíð- indi. Grein sína kallar Ragnar „Þjóðhagslega hagkvæm frjáls atvinnu- starfsemi“, og fjallar hann þar m.a. um hversu nauð- synlegt er að arðsemis- sjónarmiðið verði viður- kennt á öllum sviðum efna- hagslífsins. Er greinin birt hér í heild með leyfi höfundar. „Mikið er rætt hér á Islandi um efnahagsmál, verðbólgu og kjara- mál, en oft virðist á skorta, að menn geri sér nægiiega grein fyrir samhengi því, sem óhjákvæmilega er í hlutunum. Við getum ekki breytt einni forsendu, án þess að hún hafi áhrif á aðra þætti efna- hagslífsins. Það væri því ekki úr vegi að kynna sér sjónarmið, sem nýlega voru sett fram í erlendu blaði um það, hverjar séu forsendur frjáls markaðskerfis og hvers vegna hagnaður sé nauð- synlegur í fyrirtækjarekstri. Hvoru tveggja er skýrt hér á eftir: Forsendur frjáls markaðskerfis 1. Svo sem augljóst má teljast er trygging áframhaldandi velmegunar og atvinnuöryggis eitt aðaláhugamál almennings. Velmegun byggist á tekjuöflun, félagslegu öryggi og viðunandi þjónustu hins opinbera. 2. Einkaframtakið er undirstaða velmegunar og þar með atvinnu- öryggis. Styrkleiki þess er fyrst og fremst fólginn í aðlögunarhæfni, sem er bráðnauðsynleg í alþjóða- samkeppni, ásamt vilja til verð- mætasköpunar. 3. Frumskilyrði fyrir atvinnu- reksturinn, sem sér almenningi fyrir vörum og þjónustu, er nægi- leg og heilbrigö fjármögnun. í því sambandi er til ráðstöfunar: Einkafjármagn, rekstrarafgangur fyrirtækja og lánsfé. 4. Til að tryggja tilveru fyrirtækja þarf nægilega fjármögnun úr eigin rekstri og fjárframlög einkaaðila. Eigendur einkafjármagnsins bera áhættu, sem tengd er öllum rekstri. Lánsfé má hins vegar nota að takmörkuðu leyti til þess að fjármagna rekstur og fjár- festingar. Hlutfall milli eiginfjár og lánsfjár er ákvarðandi fyrir fjárhagsstöðu fyrirtækja. Til þess að framtíð fyrirtækja sé tryggð, er nauðsynlegt að þau geti sjálf með eigin fjárstreymi (afskriftum og hagnaði) fjármagnað fjárfestingar vegna rannsókna og þróunar, eflingar sölustarfs, endurnýjunar framleiðslutækja o.s.frv. 5. Hagnaður til myndunar eigin- fjár er nauðsynlegur fjár- mögnunarþáttur. Arðgreiðslur til hluthafa eru forsenda þess að unnt sé að afla frekara áhættufjár- magns. Sá hluti hagnaðar, sem haldið er eftir, er notaður ásamt lánsfé til umhverfisverndar, bættra vinnuskilyrða, hag- Ragnar Halldórsson forstjóri ræðingar o.s.frv. og verkar jafn- framt til aukinnar eiginfjár- myndunar. 6. Möguleikar til hagnaðar og eigin fjármögnunar eru að miklu leyti háðir fyrirtækjunum sjálfum, svo og markaði, umhverfi og inn- lendum aðstæðum til atvinnu- rekstrar. Sérstaklega þýðingu fyrir iðnrekstur hefur launastefn- an, þjóðfélagskerfið, ríkisumsvif og ríkisfjármál. 7. Nægilegt fjárstreymi og hagnaðarvon eru frumskilyrði þess, að fyrirtæki séu fús að leggja út í nýjar fjárfestingar, sem er mikilvægt, ef tryggja á atvinnu, því að fjárfestingar eru forsenda áframhaldandi samkeppnishæfni fyrirtækjanna. Jafnframt hafa nýjar fjárfestingar í för með sér kaup á fjárfestingarvörum, annar iðnaður framleiðir. 8. Alþjóðleg samkeppni og tækni- þróun leiðir til myndunar stór- fyrirtækja, sem gjarnan taka þátt í margvíslegum atvinnurekstri til þess að dreifa áhættu og auðvelda fjármögnun. Ókostum við stór og flókin fyrirtæki er reynt að mæta með bættum stjórnunaraðferðum: Upplýsingastreymi, ákvarðana- töku í samvinnu við starfsmenn og fráhvarfi frá miðstýringu. 9. Markaðskerfi í efnahagsmálum hæfir bezt vestrænu þjóðskipulagi. Það einkennist af hóflegum afskiptum og skattheimtu hins opinbera, sem stuðlar aftur að einkaframtaki, sparnaði og myndun áhættufjármagns, af jafnvægi milli félagslegs öryggis og eigin ábyrgðar, af frjálsum samningsrétti og verndun eignar- réttar. Það stuðlar að stöðugleika gjaldmiðilsins, hefur að markmiði sem minnst ríkisafskipti og hefur komið á samkeppnisreglum. 10. Fyrirtækin hafa mikilvægum hlutverkum að gegna í þjóðfélag- inu. Þau eru fyrst og fremst að tryggja eigin tilveru og þar með atvinnu, og í öðru lagi að bera sinn hlut af sameiginlegum byrðum þjóðfélagsins. Svo sem sjá má, er rauði þráður- inn í því sem að ofan er sagt, að hagnaður sé nauðsynlegur í at- vinnurekstri, og er því ekki úr vegi að velta fyrir sér, hvers vegna er hagnaður nauðsynlegur. Hvers vegna er hagnaður nauðsynlegur? Vegna þess, að aðeins fyrirtæki, sem hagnast, getur staðið á eigin fótum og haldið sjálfstæði sínu. Að ná hagnaði er því spurning um líf eða dauða fyrirtækisins. — Vegna þess , að aðeins fyrir- tæki, sem hagnast, getur tryggt atvinnuöryggi, skapað ný atvinnu- tækifæri og staðið undir bættum lífskjörum. — Vegna þess, að blómstrandi atvinnulíf er forsenda þess, að hægt sé að viðhalda og endurbæta þá félagslegu þjónustu, sem við njótu'm nú, bæði á vegum hins opinbera og einkaaðila. — Vegna þess, að hið opinbera þarf skatta af tekjum fyrirtækja til þess að gera því kleift að standa undir verkefnum, sem á því hvíla. — Vegna þess, að menn fjár- festa aðeins, þegar von er á hagnaði, en stöðugra fjárfestinga er hins vegar þörf, svo að náð verði sífellt bættum framleiðsluaðferð- um. — Vegna þess, að aðeins fyrir- tæki, sem hagnast, hafa fjármagn aflögu til rannsókna og þróunar nýrra og betri framleiðsluvara. Sumum kann ef til vill að finnast, að hér að ofan hafi verið gert of mikið úr nauðsyn hagnaðar og öðrum forsendum blómlegs efnahagslífs og atvinnulífs, en þá er einmitt komið að kjarna máls- ins: Hvers vegna höfum við hér á Islandi haft svona mikla verðbólgu undanfarið? Svarið er, að við höfum eytt meiru en við höfum aflað. Við höfum viljað halda uppi óarðbærum atvinnurekstri með útflutningsbótum og styrkjum, og við höfum viljað halda uppi meiri opinberum umsvifum en eðlileg skattheimta hefur leyft. Afleiðingin hefur verð seðla- prentun og óhóflegar erlendar lántökur til eyðslu, en hvort tveggja kemur fram í því verð- bólgustigi, sem við nú eigum við að glíma. Er ekki kominn tími til, að við reynum að átta okkur á eigin takmörkunum og eðlilegu sam- hengi hlutanna?" FARÞEGATEKJUR EFTIR MÓRKUÐUM 1978 BAHAMAFLUG 16,9 __, INNANLANDSFLUG 6.3 EVROPUFLUG 20,5 j N -ATLANTSHAFS- FLUG 56.3 Farþega- og fragttekjur FRAGTTEKJUR EFTIR MORKUOUM 1978 INNANLANDSFLUG 12,1 N-ATLANTSHAFS- FLUG 64,3 EVRÓPUFLUG 23,6 eftir mörkuðum 1978 AÐ undanförnu hafa farið fram all miklar umræður um það mikla rekstrartap sem varð hjá Flugleiðum á síðasta ári eða um þrír milljarðar. Minna hefur verið fjallað um ýmsar aðrar upplýsingar sem fram koma í greinargóðri ársskýrslu stjórnar Flugleiða til hluthafa og er því meiningin að fjalla um nokkra þeirra hér mönnum til fróðleiks. Alls fluttu vélar félagsins 787 þúsund farþega á síðasta ári og hafði fjöldi þeirra vaxið um 3,2% frá 1977. Farþegaaukningin á árinu 1978 varð mest í Norður-Atlants- hafsfluginu eða 14,7%. Sætanýting varð að meðaltali 76,1% bezt á Norður-Atlantshafsleiðinni 79% og verst í Evrópuflugi og innanlands- flugi eða 64%. Heildartekjur félags- ins námu á árinu 1978 tæpum 28 milljörðum þar af um 25 í formi flutningatekna. Skiptingu fiutn- ingatekna má sjá á meðfylgjandi myndum. Athyglisvert er að miðað við höfðatölu er hlutdeild N-Atlantshafsflugsins 35% en sé miðað við farþegatekjur er hlutdeild þessarar leiðar rúmlega 56%. Rekstrargjöld námu um 25 milljörð- um kr. en auk þess námu t.d. vaxtagjöld og gengistap tæpum 2,4 milljörðum kr. Hagnaður ársins 1978 nam um 370 milljónum kr. á móti 13 millj. 1977, og skýringarinn- ar að leita í tjónabótum umfram bókfært verð eignar. Afskriftir námu um 649 milljónum kr. eða um 6% af stofni sem nam samtals um 10,6 milljörðum kr. í ársskýrslunni kemur m.a. fram að fjöldi hluthafa hafi aukist um 1145 á árinu og var í árslok samtals 3303. Á öðrum stað kemur fram að innborgað hlutafé á árinu hafi numið tæpri 101 milljón kr. Starfsmannafjöldi var 1773 bæði heima og erlendis og nam launa- kostnaður tæpum 8,7 milljörðum kr. og hafði hækkað um 60% frá 1977. I ársskýrslunni er að finna ýmis konar upplýsingar um fyrirtæki sem tengjast Flugleiðum bæði beint og óbeint. I skýringum með rekstrar- yfirliti kemur m.a. fram að rekstr- artekjur Hótels Loftleiða hafi num- ið um 131 millj. kr. umfram gjöld eða um 12% af tekjunum. Sambæri- legt hlutfall bílaleigunnar nam hins vegar um 50%. Kanaríferðirnar leiddu aftur á móti til taps upp á um níu milljónir króna. Rekstrarþróun einstakra dóttur- og hlutdeildarfyr- irtækja Flugleiða var nokkuð misjöfn á árinu. Þannig nam t.d. velta Air Bahama um 6 milljörðum ísl.kr. og hagnaður nam um 140 millj.kr. Tap varð hins vegar bæði af rekstri Hótel Esju og Arnarflugs. Ferðaskrifstofan Urval jók tekjur sínar um 84% milli áranna 1977 og 1978 og varð hagnaður af rekstri hennar. Ekki tókst þó ferða- skrifstofunni að skila mestri aukn- ingu þessara fyrirtækja, það gerði Flugfélag Norðurlands, en hjá því varð aukningin 108% og heildartekj- ur ársins urðu 210 milljónir kr. Svo virðist sem landsbyggðin telji það jákvætt að eiga samstarf við Flug- leiðir, sem aðeins á um 35% í Flugfélagi Norðurlands, því félagið hefur lagt fram 5 milljónir kr. í kaup á hlutabréfum í Hótel ísa- fjörður, að ósk heimamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.