Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 Sigurður Guðjóns- son kennari In memoriam: Fæddur 10. marz 1891. Dáinn 11. apríl 1979. Sigurður lést á Landakots- spítala hátt á 88. aldursári eftir nokkra vanheilsu, sjúkrahúsvist hans var ekki löng, sjóndepra og hár aldur, háðu honum lengi, andlegum þrótti hélt hann að mestu til hinstu stundar. Með Sigurði er genginn sérstaeður per- sónuleiki, sem lét sig varða heill og hamingju þjóðar okkar. Sigurður var kominn á miðjan aldur þegar ég kynntist honum, er ég giftist systurdóttur hans. Var fljótt góður vinskapur á milli okkar. Hann var mjög einarður maður með fjölþætt áhugaefni. Að vísu var hann máski talinn ein- strengislegur, en við frékari kynni, tel ég að sá eiginleiki hans, hafi mátt teljast jákvæður, þegar nánar var athugað. Mér fannst alltaf leika um hann ferskur and- blær. Hann var þjóðernissinni, í þess orðs bestu merkingu, og skoðaði mjög mál út frá þeim sjónarhól. Um langt árabil kenndi Sigurð- ur sögu og landafræði fyrst í Flensborgarskólanum og síðar í Verzlunarskóla Islands. Var hann í daglegu lífi sínu mjög mótaður af þessum kennslugreinum sínum, þannig tengdi hann liðna atburði íslandssögunnar við líðandi stund, þó án þess að nútíminn væri dæmdur að ósekju. Hann var gæddur sterkri skaphöfn, svo sem ættmenn hans, hvar drengskapur og ærlegheit voru í fyrirrúmi. Sigurður var einstaklega sam- viskusamur kennari og gekkst mjög upp í kennarahlutverki sínu. Þannig segir einn nemenda hans í skólablaði Verslunarskólans um veru sína þar: „Það var farið upp á sunnudagsmorgnum í gönguferðir hist og her, með Sigurð sem fararstjóra, og á ég margar skemmtilegar myndir frá þessum ferðum, þegar maður hugsar um svona lagað núna, þá veit maður ekki hvað kennarar myndu gera í dag , hvort þeir myndu gera þetta án greiðslu. Þarna var ekkert verið að tala um það, þetta var bara ánægjan fyrir hann, og ekki síst fyrir okkur líka að fá að fara í þessar ferðir". Þannig hygg ég að margir nem- endur hans muni hann, sem fræð- andi og áhugasaman um landsins gagn og nauðsynjar, um að meta landið og hlúa að því. Sjálfur á ég margar mjög góðar endurminn- ingar frá ferðum sem við fórum saman, m.a. austur undir Eyja- fjöll, hvar hann hafði verið í sveit sem ungur, á myndarlegu sveitar- heimili Stórumörk. Talaði hann með einstökum hlýhug og virðingu um bóndann Sæmund Einarsson, en Sæmundur bjó stórbúi á Stóru- mörk um langt árabil. Þessar ferðir undir Fjöllin voru fyrir mig einstaklega ánægjulegar, því ég hafði einnig verið þarna í sveitinni mörg sumur sem dreng- ur. Alla bæi þekkti hann á leiðinni austur eins og búendur þeirra um tugi ára. Þegar komið var að Markarfljóti, var eins og opnaðist fyrir honum nýr heimur, nú var hann kominn á æskustöðvarnar, þar sem hann sagðist hafa orðið fyrir hugarfarsbreytingu, sem endast mundi honum æfina alla. Hér var hann kominn á söguslóðir Njálu, sem hann kunni spjaldanna á milli og veitti nú samferðamann- inum ótrúlegan fróðleik með ívafi úr ljóðum Jónasar. Frásagnar- hæfileika hafði hann góða og fór ekki hjá því að hver sá sem heyrði hann, hrifist með af áhuga hans og kunnattu allri á þessu sviði. Þó hann væri þannig mikill og ein- lægur „Fjallamaður", þá var hann fyrst og fremst góður Islendingur. Eins og kom fram í ummælum nemenda hans frá Verzlunar- skólanum, þá veit ég að fyrir ýmiskonar kennslu og ferðaleið- sögn, hafði hann ekki arðsemis- sjónarmið í huga, þar kom til brennandi áhugi fyrir hlutverkinu og hans þjóðlegi grunnur, sem alltaf sat í fyrirrúmi. Sigurður dvaldi lengi í Danmörku við nám og síðar kennslu. Var hann hrifinn af landinu við sundin, og mlnn- ingarnar frá þessum árum voru honum dýrmætar og ferskar, enda voru Lýðháskólar þá í miklum metum í Danmörku. Þegar hann kom heim frá dvöl sinni þar, í lok fyrra stríðs, var hann mjög heill- aður af Lýðháskólahugmyndinni og flutti marga fyrirlestra um það efni. Hann var alla tíð mjög hrifinn af Skógarskóla, sem hon- um virtist samrýmast hugmynd- um sínum, og mun hann hafa ánafnað þeim skóla bókasafn sitt, sem er vandað vel, og ber hugar- efnum hans gott vitni. Þessar minningar set ég nú á blað, um vin minn Sigurð Guðjóns- son kennara, vegna þeirra áhrifa, sem mér fannst ég verða fyrir frá honum. Allt voru það jákvæðir þættir frá hans hálfu. Hann sótt- ist ekki eftir ríkdæmi en þroskaðist með sjálfum sér, í honum brann eldur, sem hélt honum ferskum til hinstu stundar. Hann lét sér ekki mikið varða daglegt amstur og dýrkaði ekki Mammon. Hann hafði byggt undir sig traustan stöpul. A þessum fasta grunni haggaðist hann ekki, en fylgdist þó vel með öllum daglegum málum. Einnig bar hann mjög fyrir brjósti heill og ham- ingju fjölskyldu sinnar og gaf hverjum sem til hans leitaði góð ráð. Nú við fráfall hans, er systir hans, frú Stefanía Guðjónsdóttir, ekkja Lárusar Jóhannessonar hæstaréttardómara, ein á lífi þeirra fjögurra systkina. Henni votta ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigurður verður jarðsettur frá Stóradalskirkju undir Vestur-Eyjafjöllum, þar mun hann hvíla í skjóli fjallanna sem honum þótti svo vænt um. Góður maður er genginn, Guð blessi minningu hans. Aðalsteinn Jóhannsson. Hinzta kveðjan! Islenzk verzlunarstétt kveður í dag sinn sterka bandamann. Sig- urður Guðjónsson kenndi við Verzlunarskóla Islands í rösk þrjátíu ár. Hann elskaði landið og trúði á æskuna. Sigurður hafði karlmennsku til að standa með hjarta sínu þrátt fyrir skipbrot í heimsstyrjöld. Þess vegna gekk hann hnarreistur sinn æviveg þótt flestir-samferðamenn veldu skugg- ann. Hlýtt viðmót þessa góða manns lifir bjart á meðal gamalla læri- sveinav Ásgeir Ilannes Eiriksson. Laugardaginn fyrir páska, 14. apríl s.l., andaðist á Landakots- spítala í hárri elli sómamaður, sem mörgum var að góðu kunnur, Sigurður Guðjónsáon kennari, 88 ára að aldri. Sigurður Guðjónsson varð sam- ferðamönnum sínum á lífsleiðinni minnisstæður, bæði nemendum og öðrum, ekki sízt fyrir hinn brenn- andi áhuga á velferðarmálum þjóðarinnar, bæði í veraldlegum og andlegum efnum. Hann var gagntekinn bjartsýni og eldmóði aldamótakynslóðarinnar. Sigurður var fæddur 10. marz 1891 á Kalmanstjörn í Höfnum. Um tvítugt fór hann utan til Danmerkur og hóf nám við lýðhá- skólann í Askov. Þar mun Sigurð- ur hafa hlotið veganesti, sem hann bjó að æ síðan. í tíð Sigurðar í Askov var skólanum stjórnað af víðkunnum og víðsýnum mennta- frömuðum, sem vildu hlynna að þjóðlegum menningarverðmætum. Varð það líka ríkur þáttur í kennslustarfi Sigurðar síðar að glæða virðingu nemenda fyrir andlegum fjársjóðum íslenzku þjóðarinnar og fyrir afreksmönn- um hennar fyrr og síðar. Þegar heim kom, hóf Sigurður að kenna við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Og við þann skóla kenndi hann frá 1919—1930. Árið 1930 byrjaði Sigurður að kenna við Verzlunarskóla Islands og þar kenndi hann óslitið til ársins 1966. Kennslugreinar Sigurðar voru danska, landafræði og saga. Gerði hann þeim öllum góð skil. Einkum mun mörgum nemendum hans minnisstætt, er hann var að lýsa sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þá færðist hann allur í aukana. Bar hann þó djúpa virðingu fyrir dönsku þjóðinni og menningu hennar, en þegar um sjálfstæði Islands var að tefla, kom enginn afsláttur til greina. Sigurður var mikill útivistar- maður og tamdi sér holla lifnaðar- hætti í hvívetna. Hann var því tengdur landinu traustum bönd- um. En mest unni hann þó Eyja- fjallasveit, því að þar ólst hann upp, enda var föðurkyn hans úr Rangárþingi. Voru ýmsar myndir og minning- Minning: Fædd 5. ágúst 1892. Dáin 17. febr. 1979. Guð komi sjálfur nú með náð, nú sjái Guð mitt etni og ráð, nú er már, Jesús, þðrf á þér, þér hef ég treyst f heimi hér. Þetta vers úr Passíusálmunum, læt ég vera inngangsorð að minn- ingum um tengdamóður mína Ágústínu Ingibjörgu Kristjáns- dóttur en á Passíusálmunum hafði hún mikið dálæti alla ævi, og höfundi þeirra Hallgrími Péturs- syni. Ágústína var fædd í Magnúsar- búð í Bjarneyjum 5. ág. 1892, dóttir hjónanna Kristjáns Eyjólfs- sonar og Helgu Jónsdóttur sem þar voru í húsmennsku. Sex ára gömul missti hún föður sinn sem drukknaði á leið úr Stykkishólmi 22. jan. 1898. Upp frá því dvelst hún með móður sinni, meðan hún dvaldist í Bjarneyjum og síðan flyst hún með henni til Hellis- sands, þar sem Helga gerist ráðs- kona hjá Jónasi Jónassyni frá Öxney, um 30 ára bil og þar er Ágústína til fullorðins ára hjá móður sinni. Hinn 15. des. 1918 giftist Ágúst- ína Hermanni Hermannssyni frá Eyrarsveit. Voru þau Hermann og Ágústína því búin að vera í hjóna- bandi í rúm 60 ár. Þau eignuðust 6 börn, sem öll eru á lífi, 5 dætur og einn son. Þau eru: Veronika, gift Lúðvík Albertssyni, búa á Hellis- sandi; Kristbjörg, gift Guðmundi Ó. Bæringssyni, búa í Stykkis- hólmi; Arnbjörg, giftist Magnúsi Kristjánssyni sem nú er látinn, býr í Ólafsvík; Kristín, gift Sæmundi Bæringssyni, búa í Reykjavík; Helga, gift Sævari Friðþjófssyni, búa í Rifi; og Her- mann ógiftur, býr nú með föður sínum í Garði. Ágústína átti 5 systkini, 2 systur og 3 bræður, sem öll eru látin nema Stefanía sem nú dvelur á Sólvangi í Hafnarfirði, í hárri elli. Ágústína og Hermann byrjuðu búskap í Miðhúsum, enda kennd við þau, og áttu þar heima alla tíð, þar til Hermann sonur þeirra keypti húsið Garð; þar hafa þau búið síðan. Eins og áður segir áttu þau sex börn, 5 dætur sem allar giftust og áttu börn, og munu nú barnabörn Ágústínu vera 29 og barnabarnabörn 54. Má það teljast mikið barnalán, og með eindæm- um að þau hjón hafa engan misst af sínum stóra afkomendahópi, allt er þetta dugnaðar- og myndar- fólk sem hefur komið sér vel ar þessara æskuára undir Eyja- fjöllum óafmáanlega greyptar í minni hans, t.a.m. brúðkaupsveizla ein þar í sveitinni. Þá frásögn og ýmsar fleiri hefði átt að hljóðrita og varðveita komandi kynslóðum til fróðleiks og skemmtunar. Sigurður var einkar kurteis í framkomu og þægilegur í viðmóti. Var hann hrókur alls fagnaðar ef því var að skiptá. Munu gamlir samkennarar Sigurður lengi minn- ast ýmissa góðra samverustunda, ekki sízt þeirra þegar Þorsteinn bókari Bjarnason var líka við- staddur. Þegar Sigurður hætti kennslu árið 1966, átti hann að baki 47 ára kennsluferil, þar af 36 ár við Verzlunarskóla Islands. Þó að Sigurður kvæntist aldrei og eign- aðist ekki afkomendur, má segja, að hann hafi átt miklu barnaláni að fagna. Hann unni nemendum sínum sem væru þeir hans skilget- in börn. Þeir voru líka ræktarsam- ir við hann og sýndu þess vott við ýmis tækifæri. Á sínum tíma gáfu þeir t.a.m. Verzlunarskóla íslands rismynd úr eir af Sigurði. Þá mynd gerði Ríkarður Jónsson. Sigurði Guðjónssyni fylgja að leiðarlokum hlýjar kveðjur og þakkir Verzlunarskóla íslands, samstarfsmanna hans þar og nem- enda fyrir giftudrjúgt starf og góð kynni. Blessuð sé minning hans. Jón Gfslason. áfram í lífinu og vel metnir þegnar í þjóðfélaginu. Ævi Ágústínu, var eins og ann- arra sjómannskvenna á þessum árum, fábreytt og tilbreytingalítil. Lífsbaráttan var hörð og erfið og fóru konurnar ekki varhluta af því. Afkoma fólks í sjávarþorpun- um var undir því komin hvað særinn var gjöfull á afla og gæftir. Önnur atvinna var stopul. Húsmóðirin varð því að vera nýtin og sparsöm og það var Ágústína í fyllsta máta, að nýta það sem heimilunum áskotnaðist var talinn mikill kostur, hvort sem það voru föt eða annað, engu var kastað meðan nokkurt gagn var að. Ágústína stundaði lítilsháttar vinnu við fiskþurrkun á sumrin meðan bóndi hennar stundaði sjó, á skútum yfir sumarið. Eftir að þau fluttu í Garð batnaði aðstaða húsmóðurinnar mikið með auknu og betra húsnæði en þrifnaðurinn var sá sami og í Miðhúsum, alls staðar strokið og hreint, því Ágústína var með afbrigðum þrifin og reglusöm húsmóðir enda var heimilið henn- ar vettvangur alla ævi meðan heilsan leyfði. Vinum sínum var Ágústína trú °K trygg en hún var fáskiptin og ekki allra, vönduð var hún til orðs og æðis og vildi í engu vamm sitt vita, okkur tengdasonunum var hún sem kærleiksrík móðir. Ágústína dvaldi á sjúkrahúsi Stykkishólms frá því í sept. 1976, síðustu mánuðina var hún alveg blind og líf hennar dvala kennt, vissi lítið um lífið í kringum sig það var því náð og miskunn er hún fékk hina langþráðu hvíld. Allir ástvinir nær og fjær, ætt- ingjar og vinir, biðja Guð að blessa minningu hennar. Lúðvfk Albertsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg heyri andstæðar skoðanir á því, hvflík áhrif það, sem snýst um saurlífi og klám, hefur á mannlega hegðun. Sumir sálfræðingar (og ef til vill sumir þeir, sem sitja í hæstarétti) telja, að þessi mál ráði engu um breytni manna. Hver er yðar skoðun? Biblían leggur áherzlu á, hversu miklu máli skipti, á hverju sál okkar og hugur nærist. Hún segir: „Allt, sem er satt, allt, sem er sómasamlegt, allt, sem er rétt, allt, sem er hreint... hugfestið það“ (Fil. 4,8). Það er hollt að hugsa um það, sem er gott, og á hinn bóginn óhollt að hugsa um það, sem er vont. Pamela Johnson reit bókina „On Iniquity". Þar er bent á, að sakborningar í frægu morðmáli í Englandi fyrir nokkrum árum hafi verið undir miklum áhrifum klámrita enda alteknir í þá veru. Ungur vígamaður í landi okkar rakti glæpahneigð sína til sjónvarps, annar til teiknimyndabóka um glæpi. Því kennir Biblían okkur, og raunar lífið sjálft, að mikið veltur á því, hvers konar andlegs fóðurs við neytum. Biblían talar um, að maðurinn sé það, sem hann hugsar í hjarta sínu. Þetta leggur mikla ábyrgð á herðar rithöfundum, myndlistarmönnum, ritstjórum, útgefendum og öðr- um, er vinna að skapandi list og framleiðslu. Biblían segir, að enginn lifi sjálfum sér. Öll erum við háð hvert öðru á þessari eyju í alheiminum, sem heitir Jörð, og við verðum að láta okkur skiljast, að það, sem við gerum, hugsum og segjum, hefur áhrif á annað fólk. Ágústína Ingibjörg Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.