Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 + Hjartkær dóttir mín og móöir okkar, HALLDÓRA JENSDÓTTIR, Melabraut 2, er látin, Guörún Halldórsdóttir, Sjöfn Friöriksdóttir, Jens Friöriksson. + Eiginmaður minn, ÓSKAR ÞÓRDARSON, frá Firði, andaöist aö heimili sínu, Suöurvör 3, Grindavík, fimmtudaginn 19. apríl. Jarðarförin auglýst síöar. Fyrir hönd aöstandenda, Kristín Þorsteinsdóttir. + Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaöir, SVEINN SÆMUNDSSON, fyrrv. yfirlögreglubjónn Tjarnargötu 10 B andaöist á Landspítalanum 19. þ.m. Elín Geira Óladóttir Óli Haukur Sveinsson Margrét Stefánsdóttir Sæmundur Örn Sveinsson Dögg Björgvinsdóttir Valborg Sveinsdóttir Eiöur Bergmann + Móöir okkar og tengdamóöir JÓHANNA ÓLAFÍA SIGUROARDÓTTIR, Engjaseli 11, lést í Landspítalanum aö morgni 19. apríl Ingibjörg EyÞórsdóttir, Svava EyÞórsdóttir, Margrót Eypórsdóttir, Eíríkur Garöar Gíslason. + Systir okkar, DAGBJÖRT EYJÓLFSDÓTTIR, Borgartúni 33, Reykjavík, andaöist aö heimili sínu 19. þ.m. Óskar Eyjólfsson, Halldóra Eyjólfsdóttir. + Minningarathöfn um bróöur minn SIGURÐ GUÐJÓNSSON verzlunarskólakennara Austurbrún 6 verður í Dómkirkjunni kl. 10.30 f.h. í dag laugardag. Jarösett veröur aö Stóradal undir Eyjafjöllum kl. 3 s.d. í dag laugardag. Stefanía Guöjónsdóttir. + Viö þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og útför HREINS ÞORMARS Guö blessi ykkur öll Hulda Þormar Ottó Þormar Hanna Þormar Hreínn Þormar + Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og veikindi ÞORBJARNAR INDRIÐASONAR bifreiöastjóra. Sérstakar þakkir til feröafélaga hans í Kanaríeyjaferöinni. Viöar Þorbjörnsson Björn Heimir Viöarsson systkini hins látna Svanhvít Siguröardóttir + Alúöar þakkir sendum við öllum sem vottuðu okkur samúð og vinarhug við andlát og jaröarför ELÍNBORGAR ASDÍSAR ÁRNADÓTTUR Skagaveg 7, Skagaströnd Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarliði á kvennadeild Landspítalans deild 5 C. Ingvar Jónsson Jón Ingi Ingvarsson Laufey Ingimundardóttir Árni Björn Ingvarsson Guðrún Guömundsdóttir Elínborg Ása Ingvarsdóttir Guöjón Einarsson og barnabörn. Hilmir Bjarnason stýrimaður - Minning Fæddur 6. desember 1949. Dáinn 6. aprfl 1979. Hilmir Bjarnason var fæddur í Reykjavík hinn 6. desember 1949, elsti sonur hjónanna Aðalbjargar Guðmundsdóttur og Bjarna Sig- Urðssonar háskólakennara, fyrrum prests á Mosfelli. Hilmir var alinn upp á góðu heimili í ástúð og umhyggju góðra foreldra og fjög- urra systkina og syrgja þau nú ástfólginn son og bróður. Hugur Hilmis mun í upphafi hafa staðið til langskólanáms. Vissulega hefðu sú braut átt að vera honum auðfarin, því hvorki skorti hann gáfur né dug, en atvikin höguðu því svo, að hann hvarf frá námi, er hann var í menntaskóla. Fyrir allmörgum árum lauk hann námi í fyrsta bekk stýrimannaskólans og á síðast liðnu hausti settist hann í annan bekk og hugðist ljúka fiskimanns- prófi á þessu vori, en fór aftur til sjós áður en af því várð. Sú staðreynd, að Hilmi auðnaðist ekki að ganga menntaveginn, mun í fyrstu hafa valdið honum miklum vonbrigðum og raun. Samt held ég, að hann hafi síðar ekki harmað þau örlög, að lífsleið hans skyldi liggja á vit hafs og vinda og sjómennska verða ævistarf hans, enda margir kunnir sjómenn í báðum ættum hans. Hafið hefur sinn dularheim, sem engum opnast nema þeim, sem kemst í snertingu við þungan æðaslátt þess. Óendan- leiki þess og ógn eru öfl, sem geta kallað það bezta fram í hverjum manni, en það væri sama, hvar Hilmir hefði gengið að verki, alls staðar hefðu mannkostir hans komið í ljós. Ég minnist hér á hafið, þegar ég minnist þessa góða drengs, því að þar urðu okkar fyrstu fundir á föstudaginn langa fyrir 11 árum síðan. Hilmir réðst þá á b/v Uranus, þar sem ég var skipverji. Mig óraði eflaust ekki fyrir því þá, að hér ætti ég eftir að kynnast manni, sem skar sig úr fjöldanum, sakir óvenjulegs persónuleika og mannkosta. Þessir fyrstu dagar Hilmis um borð í Úranusi, en hann var þá aðeins 17 ára og þetta hans fyrsta fjóferð, verða mér ávallt minnisstæðir. Veðrið var rysjótt og Hilmir nær dauða en lífi af sjóveiki. samt mætti hann til allrar vinnu, reif sig upp með þessum dæmalausa dugnaði, ósér- hlífni og hörku við sjálfan sig, þessum þáttum sem voru svo ríkir í fari hans. Eins og áður segir var Hilmir 17 ára þegar við kynnt- umst, en ég rúmum 20 árum eldri. Þrátt fyrir þennan aldursmun, eða e.t.v. vegna hans, tókust fljótt með okkur góð kynni, sem fljótt þróuð- ust í gagnkvæma vináttu og traust. Upp frá þessu urðum við starfsfélagar á ýmsum togurum, svo sem Uranusi, Marzinum, Þor- móði goða og síðast Ingólfi Arnar- syni, ávallt með Sverri Erlends- syni skipstjóra, en hann mat Hilmi sérstaklega mikils og taldi hann ávallt einn af sínum allra beztu mönnum. Fyrir nokkrum dögum hitti ég annan togaraskipstjóra, en Hilmir hafði í vetur farið eina veiðiferð með honum, og sagði hann að af öllum öðrum ólöstuðum hefði Hilmir verið langduglegasti mað- urinn um borð. Svipaða sögu veit ég að allir, sem Hilmir hefur verið með, bera honum, enda var hann mjög eftirsóttur í skipsrúm. Eftir að Hilmir hafði lokið 1. bekk í stýrimannaskólanum var hann öðru hverju á bátum og þá alltaf stýrimaður og um tíma sigldi hann á erlendum skipum til að víkka sjóndeildarhringinn. Einn var sá þáttur í fari Hilmis fyrir utan dugnað, sem enginn sem með honum var til sjós komst hjá að veita athygli, en það var hið sérstaka jafnaðargeð hans. Í öll þau ár sem við vorum saman minnist ég þess ekki, að hann segði styggðaryrði við nokkurn mann, ekki einu sinni ljótt orð þótt á ýmsu gengi, og vita þó allir sem á togurum hafa verið að þar er ekki alltaf venja að ávarpa hvern ann- an með orðunum „elsku vinur“. Hilmir var mjög bókhneigður og las mikið. í fórum hans sáust ekki þær afþreyingarbókmenntir, sem fylla alla klefa um borð í togurum. í svipinn minnist ég bóka Kiljans, Góða dátans Sveiks, bókinni um manninn og hafiið að ógleymdu Nýja testamentinu, sem ég held að alltaf hafi verið undir kodda hans, enda var hann einlægur trúmaður og það í bestu merkingu þess orðs, þótt ég sé ef til vill ekki rétti maðurinn til þess að dæma um það. Naut ég oft góðs af bók- menntasmekk Hilmis, því alltaf Hinzta kveðja: HALLDÓRA BJÖRG EINARSDÓTTIR í dag verður til moldar borin heiðurskonan Halldóra Björg Einarsdóttir, Ártúni, Reyðarfirði. Björg eins og hún var ávallt kölluð fæddist að Tóarseli í Breið- dal hinn 11. marz 1897 og var því nýorðin 82ja ára er hún lézt. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Sigurðardóttir frá Snæhvammi í Breiðdal og Einar Halldórsson frá Haugum í Skriðdal. Björg var ein af þrem systrum er upp komust, en þrjá litla drengi misstu foreldrar hennar kornunga. + Eiginmaöur minn, faöir, fóst- urfaðir, bróöir, tengdafaöir og afi, RÖGNVALDUR BERGMANN AMUNDASON, bóndi, Katrínarstöóum, áöur Vatnahverfi viö Blönduós, lést í Landakotsspítalanum 15. apríl, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudag- inn 24. apríl kl. 15. Fyrir mína hönd og ættingjð, Sigrún Jónsdóttir. Þórunn og Einar tóku að sér daggamlan fósturson, Vilberg Pétursson, hann var lengst af sjómaður og dvelst nú á Hrafnistu hér í bæ. Systur Bjargar eru báðar látnar, Sigríður árið 1971 en Guðný á síðasta ári, þær bjuggu eins og Björg allan sinn búskap á Reyðarfirði. Fljótlega eftir fermingu fór Björg að heiman að vinna fyrir sér, sem vinnukona og síðar ráðs- kona í verbúðum og hjá vega- vinnuflokkum. Kringum 1930 kynntist Björg manni sínum, Jóni Þorgrímssyni, en hann var verkstjóri við vega- gerð og hún matráðskona. Jón var ekkjumaður og átti einn son. Þu giftust fjótlega og hófu búskap á Reyðarfirði, keyptu húsið Ártún af Oddi Bjarnasyni og breyttu því þannig að þau gætu haft greiða- sölu og var oft margt um manninn hjá þeim, sérstaklega á haustin í sláturtíðinni. Mjög fljótlega fór að bera á sjóndepru hjá Jóni, þá var eins gott að húsfreyjan stæði sig, það voru ekki örorkubætur á þeim árum. Björg lét þetta ekki á sig fá, Stækkaði gistihúsið, svo hún gæti ein séð þeim farborða, en Jón missti fljótt sjónina alveg og gat vorum við klefafélagar, ef við gátum komið því við, og ávallt vaktarfélagar, ef ég fékk einhverju þar um ráðið. Hilmir hafði óvenju næma og viðkvæma lund og eins og oft vill verða um þannig gerða menn átti hann sínar erfiðu stundir, þjáðist stundum af svartsýni og þung- lyndi. Leitaði hann þá stundum á náðir Bakkusar konungs en þó aldrei svo að það tefði hann frá vinnu eða honum brygðist sú kurteisi og hæverska, sem honum var í blóð borin. Oft sagði hann mér að besta lækningin við þess- um erfiðleikum hans væri vinna og aftur vinna, enda dró hann hvergi af sér þegar út í þá sálma var komið. Ekki þjáðist Hilmir af streitu þeirri, sem fylgir lífsgæðakapp- hlaupi nútímans. Taldi auðsöfnun lítt eftirsóknarverða, enda þótt hann aðhylltist engar öreigaskoð- anir í stjórnmálum, eða væri neinn „bohem" í eðli sínu, enda erfitt að heimfæra það orð upp á mann sem gerir sjómennsku á fiskiskipum að ævistarfi sínu. Þó keypti hann húseign fyrir nokkrum árum en seldi hana aftur von bráðar að ég held til þess að aðstoða bróður sinn fjárhagslega. Taldi Hilmir það hinn mesta hégóma að safna slíkum hlutum. I fáum orðum sagt, getur varla hrekklausari og dagfarsprúðari mann en Hilmir var. Hver maður varð ríkari af kynnúm sínum við hann og tel ég mér það ómetanlegt að hafa notið þeirrar reynslu. Síðast hitti ég Hilmi af tilviljun niðri á Lækjartorgi fyrir rúmum þrem vikum, sennilega síðasti maður, sem við hann talaði í þessu lífi. Var hann þá brosandi og ekki sótt vinnu utan heimilisins lengur. Hann andaðist árið 1962. Þeim varð ekki barna auðið. Það var líf og fjör á Reyðarfirði á síldarárunum góðu, verksmiðja reist og margir þurftu að fá fæði í Ártúni, hún lét sér ekkert um muna að leggja nótt við dag. Blessaðir drengirnir hennar urðu að fá heitan mat, og unnið var á vöktum allan sólarhringinn. Við hjónin kynntumst þessari ágætu vinkonu okkar haustið 1962, við ætluðum að gista hjá ekki í tvær nætur, en forlögin höguðu því á annan veg, snjóþyngsli ollu því að við komust ekki frá Reyðarfirði fyrr en eftir 3 vikur. Við lifðum þarna eins og blómi í eggi og dekraði hún við okkur eins og værum við hennar eigin börn. Við spiluðum, réðum krossgátur og ef

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.