Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRIL 1979 39 ánægður og fullur af glettni. Síð- ustu orð mín við hann voru þau, hvort ég ætti ekki að reyna að útvega honum skipsrúm á skipi því, sem ég er nú á, en það gerði ég alltaf, er við hittumst en vorum ekki á sama skipi. Svo mikils mat ég hann, að engan vildi ég frekar hafa að skipsfélaga. Það síðasta sem vitað er um Hilmi er, að hann kom um borð í togbátinn Ólaf Gísla, en þar var hann stýrimaður. Hafði hann þar fataskipti, en hefur sennilega fall- ið í sjóinn og drukknað á leið frá borði. Lík hans fannst síðan á föstudaginn langa á þeim sama degi og hann hélt fyrst á hafið 11 árum áður. Og þá er það spurningin, hvers vegna? Það er eðlilegt að gamalt og þreytt fólk fái hvíld, þegar kvöldar, en þegar ungt fólk í blóma lífsins með alla framtíðina fyrir sér er kallað burt svo skyndilega, er hlutur sem mér hefur alltaf fundist erfitt að fá svar við. Utför Hilmis verður gerð í dag frá æskustöðvum hans að Mosfelli, en sá staður var honum áreiðan- lega kærastur hér á jörðu. Helgi Helgason. „Svo örstutt er hil milli blíiu og éls. og brugéÍNt itetur lánið frá morxni til kvelds." (MJoeh) Hinn 6. þ.m. féll glæsilegt ung- menni og náfrændi mannsins míns og barna minna, Hilmir Bjarnason stýrimaður, í sjóinn milli skips og bryggju og drukknaði. Er að hon- um mikill mannskaði bæði fyrir fjölskyldu hans svo og fyrir þjóð- ina alla. Hilmir heitinn fæddist í Reykja- vík hinn 6. desember 1949 og var elstur fimm barna hjónanna Aðal- bjargar Guðmundsdóttur og séra Bjarna Sigurðssonar sem lengst þjónaði Mosfellsprestakalli en er nú lektor við Háskóla íslands. Fjölskyldan fluttist að Mosfelli er Hilmir var barn að aldri og átti hann þar sín bernsku og æskuár í faðmi unaðslegrar náttúru. Mörg spor átti ég um hlaðvarpann á Mosfelli er við heimsóttum frænd- fólkið þar og líður mér seint úr minni þau óteljandi blóm, strá og jurtir er fyrir augun bar í brekk- - um og hlíðum Mosfellssveitar. Hilmir heitinn var ljóðrænn, listfengur, vel ritfær og hafði göfuga hugsun. Á barnsaldri undi hann sér vel úti í náttúrunni í leik að legg og skel, með systkinum sínum og dýrunum á búinu. Hann var ólatur og jafnan reiðubúinn að taka til hendinni við sveitastörfin okkur vantaði orð var næstum óbrigðult að Björg gat fyllt í skörðin, við fundum fljótt hversu fróð hún var og vel lesin. Mér finnst Reyðarfjörður hafa misst mikið. Hún setti svip á bæinn. Stór og mikil í sjón og raun. Fólk úr öllum stéttum hefur sótt hana heim, sjómenn, verka- menn, sölumenn, skemmtikraftar o.fl. Við alla gat hún talað, all- staðar var hún heima, fylgdist með þjóðmálum fram á það síð- asta. Það eru ekki margir dagar síðsn hún spurði, hvort ísinn væri farinn frá landinu. Björg hafði alla tíð verið fremur heilsuhraust. Við heimsóttum hana í júlí í fyrra og þá átti hún von á vinnuflokki í fæði í nokkra daga. Hún lauk því verki, en daginn eftir að þeir fóru, veiktist hún skyndilega og var flutt á sjúkrahúsið í Neskaupstað, þar sem hún gekk undir stóran upp- skurð. Sjúkdómurinn reyndist alvarlegur, en Björg ætlaði ekki að láta bugast fyrr en í fulla hnefana. Hún dreif sig suður í Hveragerði og ætlaði að safna kröftum þar, en þeir vildu ekki koma aftur og nú var maðurinn með ljáinn sterkari en þessi sterka kona. Eftir erfiðan vetur lokaði hún augunum fyrir fullt og allt hinn 13. þ.m. Stór ættingja- og vinahópur mun fylgja Björgu síðasta spölinn og ég veit að hún fær hlýjar móttökur í sínu nýja gistihúsi. Svo sem maðurinn sáir mun hann og uppskera. Hvíli í friði kær vin- kona. Erla Wigelund. er hann eltist, ég tala nú ekki um þegar heyskapurinn var í fullum gangi og þá var ekki ónýtt fyrir börnin að fá að leika sér og veltast um í heyinu. Ómetanlegt var það fyrir hann að fá að þroskast og vaxa upp á slíku heimili sem hann átti hjá foreldrum sínum. Að loknu landsprófi stundaði Hilmir nám við menntaskóla. En hugurinn hneigðist til sjó- mennsku. Hafði hann lokið minna stýrimannsprófi og stefndi að því að taka hið meira stýrimannspróf. Var hann harðduglegur sjómaður og einstaklega verklaginn. Hilmir heitinn var hár piltur og glæsilegur, dökkhærður og óvenju fagureygur. Það var sem skæru augun hans vörpuðu sólskinsgeisl- um og vökul voru þau við stjórn skipsins sem hann var stýrimaður á. Góður skipstjóri hefði hann orðið hefði honum enst aldur. En tíma hans var lokið okkar á meðal. Er séra Bjarni varð lektor við Háskólann fluttist fjölskyldan að Hlíðarveg 46 í Kópavogi og hafði Hilmir þar heimili með foreldrum sínum. Er við nú kveðjum Hilmi, í blóma Iífsins, þökkum við honum af alhug allar samverustundirnar og óskum honum velfarnaðar á nýjum slóðum. Fjölskylda mín og ég vottum foreldrum hans og systkinum innilega samúð. Guð blessi hann. Hólmfríður Bjarnadóttir. „Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eijfi geti syrt eins sviplega og nú, og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ (M. Joch.) Er lífið harður leikur, sem háður er á orrustuvelli tilverunnar og endar óhjákvæmilega með dauða og tortímingu? Eða er hið jarðneska líf aðeins hluti af ein- hverri langri ferð, sem enginn fær séð fyrir endann á, ekki einu sinni í dauða sínum? Slíkar spurningar vöknuðu með mér, þegar ég frétti um hvarf og dauða Hilmis Bjarnasonar, bróður „fóstbróður" míns og nágranna. Var Hilmir einn þeirra manna, sem lífið reyndist grimmur and- stæðingur eða var hann of við- kvæmur fyrir þennan heim? Því er erfitt að svara, en að minnsta kosti hlýtur það að lýsa andstæð- um lífsins, að hafið, sem reyndist Hilmi traustasti akurinn í bar- áttunni fyrir lífsbrauði og sálar- jafnvægi, varð hans bani. Hver er tilgangurinn? Slíkum harmleikum er alls ekki hægt að svara með staðhæfingunni um, að öllu sé lokið með jarðneskum dauða. Væri svo, hvers eiga þá syrgjendur að gjalda? Hvert ættu þeir, sem sæju enga von, að leita? Ef það flokkast undir að teljast tækifærissinni að trúa á líf eftir dauða, þá held ég að þar sé rétt tækifæri að grípa. Ég þekkti Hilmi frá því við vorum smá-pjakkar. Þó kynntist ég honum ekki náið fyrr en fimm seinustu árin. Áður en hin nánu kynni hófust, þótti mér hann ætíð dulur og þögull, en síðar sá ég í honum stórkostlegan húmorista, sem velti mjög fyrir sér lífinu og tilverunni. Og þótt gleðin virtist honum oft utan seilingar, svo að hann sýndist jafnvel svartsýnn, þá fann ég greinilega hjá honum trú á lífið og jákvæðan skilning hans á því. Og alltaf bjó hann yfir styrkri von. Ég votta foreldrum hans, systk- inum og öðrum aðstandendum mína fyllstu samúð. borkell Jóelsson. Birgir Bernódusson — Minningarorð Fæddur 4. aprfl 1946. Dáinn 1. marz 1979. Það er stutt á milli lífs og dauða. Farnir voru í einni svipan vinur minn og kunningjar, þegar vélbát- urinn Ver frá Vestmannaeyjum fórst á heimleið úr róðri hinn 1. marz síðastliðinn. En svona verða endalokin allt of oft; útverðir og máttarstólpar þjóðfélagsins verða oftast fyrir byltunni. Á þeim mæðir mest, og gangur forlaganna verður ekki umflúinn. Vinur minn, Birgir Bernódusson stýrimaður, var meðal þeirra sem fórust. Stuttu fyrir slysið höfðum við talast við í síma, eins og við gerðum oft. Var hann þá sem endranær fullur af trú til lífsins og tilverunnar, og enginn lognmolla varðandi fram- tíðina. Og lái mér enginn, að þegar ég frétti lát hans nokkrum dögum seinna, tók það mig langa stund að átta mig á þeirri hörmulegu stað- reynd, að hann og félagarnir hefðu farið sína hinstu för. Mig langar með fáeinum línum að minnast vinar míns, vitandi fyrir víst, að langorð skrif hefðu verið honum mjög á móti skapi. Segja má, að Birgir hafi byrjað sinn lífsbarning ungur. Á við- kvæmum aldri missti hann föður sinn. En átti stóran systkinahóp og sérstaka móður, með stórt hjarta og bjarta skapgerð. Hann fór ungur að stunda sjó- mennsku, og ætíð á aflasælum skipum. Verklaginn var hann og útsjónarsamur, og dugmikill eð afbrigðum. Greindur vel og orð- gætinn, samfara ættlægri bjart- sýni og góðu lundarfari. Birgir sá fljótt fram á hvaða ævistarf biði hans, og gerði sér vel grein fyrir því, að það yrði að vera metnaði hans samboðið. Hann lauk prófi við Stýrimannaskólann í Vest- mannaeyjum árið 1972, og eftir það var strikið sett í eitt skiptið fyrir öll. Sem stýrimaður og skip- stjóri á fengsælum fiskiskipum var hann uns yfir lauk. Árið 1975 urðu þáttaskil í lífi hans. Þá kvæntist Birgir eftirlifandi konu sinni, Theodóru Þórarinsdóttur, og eignuðust þau eitt barn, dóttirina Rakel. Bjuggu þau sér nýtt og notalegt heimili í Eyjum, eins og títt er um ungt fólk sem að trúir á framtíðina og ber hamingjuna í brjóstum sér. En allt hefur sitt upphaf og sinn endir. Eftir lifir hjá ungu mæðgunum ljúf minning um góðan eiginmann og föður, sem kallaður var frá þeim allt of fljótt. Megi guð styrkja þær í þeirra miklu sorg, svo og móður hans og systkini. Því fylgir alltaf tregablandinn söknuður að sjá á eftir góðum vini. En ljúfar og góðar minningar og vissa um endurfundi, gera róður- inn léttari. Vinur. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Séra Garðar Þorsteinsson Mig langar til þess áð kveðja mág minn með nokkrum orðum, frá mér og börnum mínum. Hann reyndist okkur gannur vinur og bestur þegar á reyndi. Þar sem það tilheyrði hans ævistarfi að færa litlu börnin í skírninni til Jesú, stóð hann einnig nærri á kveðju- stundum innan fjölskyldu minnar, sem við minnumst með þakklæti. Öll sín prestverk gerði hann fallega, var aldrei að flýta sér. Það var þessi örugga, fasta framkoma, sem var svo trausU vekjandi bæði í tali og tónum. Mér eru minnisstæðir þeir dagar er þau hjónin dvöldu hjá okkur í Grundarfirði, hve Garðar var barnslega glaður er hann kom úr veiðiferð úr ám og smálækjum. Þótt veiðin væri stundum lítil varstu hugfanginn af fegurð náttúrunnar, ánægjan geislaði af honum. Minntist hann þessara daga nær hvert skipti er ég kom til þeirra hjóna, og í haust á tíma- mótum í lífi mínu er hann talaði til mín, þakkaðir enn þessa daga af hlýju og innileik. Þeir muna sem það heyrðu. En nú er komið að mér að þakka að leiðarlokum, þakka tryggðina og hlýjuna og síðast en ekki síst hvað Garðar var manninum mín- um tryggur vinur. Seinast er við hittumst sagði Garðar að það hefði verið gott að hlægja með Ásgeiri. Ég veit að þeir eiga eftir að hittast og gleðjast saman í friðsælu umhverfi, — kannski við lítinn Hólalæk, — og rifja upp hið liðna. Um leið og ég votta systur minni og börnum þeirra dýpstu samúð, frá mér og börnum mínum, bið ég Guð og góða anda að fylgja Garðari heim. Meira að starfa Guðs um geim. Elísabet Helgadóttir. Það er víst að straumur tímans líður áfram og myndar daga og ár. Við mannanna börn berumst með honum án þess að fá rönd við reist og fyrr en varir er æfin öll. Kallið er komið. Enginn getur breytt sínu skapadægri. Við verðum að sjá á eftir ættingjum, vinum og samferða- mönnum er þeir hverfa yfir landa- mæri lífs og dauða og því eldri sem við verðum, því fleiri skörð verða í röðum vinahópsins, sem verða aldrei aftur fyllt. Að kvöldi laugardags fyrir páska var hringt til mín og mér tilkynnt lát svila míns, séra Garðars Þorsteinssonar, fyrrver- andi prófasts. Mig setti hljóðan og hugurinn bar mig langt aftur í tímann um áratugaraðir. Vorið 1922 höfðum við Guðmundur Gíslason, síðar læknir, ákveðið að fara á hjólum austur að Eyrarbakka að hitta ættingja og vini. I hópinn bættist svo Garðar Þorsteinsson, frændi Guðmundar. Þetta voru mín fyrstu kynni af Garðari. Eftir þetta ferðalag skildust leiðir okkar í mörg ár, en forlögin höguðu því svo til að Garðar kvæntist mágkonu minni, Sveinbjörgu Helgadóttur. Eftir það helst mikil og góð vinátta milli fjölskyldna okkar þar til yfir lauk. Á þessarri stundu, þegar mig langar að minnast séra Garðars með nokkrum orðum, er mér mikill vandi á höndum, því hugur- inn er svo barmafullur af góðum, ógieymanlegum minningum, að erfitt er að velja eða hafna úr því, sem leitar á hugann. Ég vil gjarna minnast prest- verka hans innan fjölskyldunnar. Þau voru öll unnin af slíkri prýði að unun var að vera þar þátttak- andi. Sama hvort um skírn, fermingu, giftingu eða greftrun var að ræða. Fyrir nokkru átti ég samtal við fyrrverandi prest, sem staddur var í Hafnarfjarðarkirkju þegar séra Garðar var settur í embætti þar, og sagði hann það ógleymanlega athöfn og ungi presturinn hafi með sinni fögru rödd tónað sig inn í hjörtu allra er á hlýddu. Það sem ég dáði svila minn Garðar mest fyrir, var það hvað hann lifði lífinu lifandi. Hann stundaði kennslu við Flensborgar- skólann um árabil. Var virkur þátttakandi í karlakórum og söng þar oft einsöng og eru mörg lög til á plötum frá þessum tíma og munu þær geyrrva rödd hans um ókomin ár. Utan sinna embættisverka átti séra Garðar mörg áhugamál. Hann ferðaðist mikið bæði innan- lands og utan. Laxveiðar stundaði hann af kappi í fríum sínum og var þá kona hans Sveinbjörg í fylgd með honum. Þá hafði hann mikinn áhuga fyrir blómum og sérlega fyrir trjárækt og var hann í þeim störfum dyggilega studdur af konu sinni. Það þarf ekki annað en að koma í garð þeirra hjóna að Brekkugötu 18 í Hafnarfirði, til þess að sannfærast um að þar hafa samhept hjón lagt hönd að verki og unnið mikið og gott starf. Þessar fáu línur sem ég festi á blað eru aðeins brotabrot af þeim fjölda minninga, sem innifyrir búa í fylgsnum hugans, en ég læt hér staðar numið. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér, hvort þær sálir sem fara til æðri heima á stórhátíðum eigi dýrðlegri heim- komu en aðrar sálir. Mér finnst það ekki óhugsanlegt, vegna þess að milljónir manna eru þá opnari fyrir andlegum málum, sem sést á kirkjusókn fólks og bænahaldi, og í samstilltum hug fjöldans býr mikill kraftur. Að endingu vil ég óska Garðari góðrar ferðar og heimkomu til lands eilífðarinnar. Megi hann svífa á vængjum söngsins yfir landamæri lífs og dauða, að fót- skör frelsarans og gerast leiðsögu- maður í ríki kærleikans þar sem Friðarins Guð ræður ríkjum. Hafi hann þökk fyrir allt. Svein- björgu mágkonu minni, börnunum og öllum öðrum vinum og ættingjum, sendi ég mína innileg- ustu samúðarkveðju. Theodór Gíslason. Með því fyrsta sem mér barst til eyrna er ég kom heim frá stuttri dvöl í fjarlægu landi að kveldi hins 17. apríl var að vinur minn og fyrrverandi sóknarprestur séra Garðar Þorsteinsson hefði kvatt þennan heim laugardaginn 14. apríl í Landspítalanum. Ég hafði komið til hans á spítalann nokkr- um dögum áður en ég fór, og var þetta því í síðasta samveru'stund okkar í þessum heimi. Við séra Garðar höfum þekkst frá því að hann kom til Hafnar- fjarðar árið 1932, þá ungur glæsi- legur prestur og söngvari, enda söng hann sig inn sem prestur í mikilli samkeppni við aðra merka klerka er voru í framboði við þessar prestkosningar, sem voru taldar mjög harðar. Séra Garðar var gleðinnar maður, en jafnframt alvörunnar maður og vildi öllum gott gjöra. Hann var frábær sálu- sorgari og tók mikinn þátt í sorg sóknarbarna sinna og jafnframt gleði. Það atvikaðist þannig aö við störfuðum saman í mörg ár í ýmsum félögum í bænum, því séra Garðar var mjög félagslyndur. Við ýmsar umbætur á kirkjunni lét hann mjög til sín taka. Á þessum 45 ára tímabili er hann þjónaði Hafnarfjarðarkirkju voru miklar endurbætur gerðar á kirkjunni, meðal annrs var sett þá fullkomn- asta pípuorgel landsins, einnig var á sínum tíma eða 1964 á 50 ára afmæli kirkjunnar sett upp stundaklukka í turninn og einnig eru komnir steindir gluggar í alla kirkjuna. Að öllum þessum fram- kvæmdum vann séra Garðar með mikilli gleði. Ég vil fyrir hönd sóknarnefndar Hafnarfjarðar- kirkju færa honum að leiðarlokum þakkir fyrir hans miklu störf í þágu safnaðarins. Öll sín embætt- isstörf vann hann með mikilli prýði, svo sem skírnir, fermingar, hjónavígslur og kveðjuathafnir, svo orð var á haft. Prófastur var hann frá 1954 í Kjalarnesprófasts- dæmi og því embætti gegndi hann einnig með miklum sóma. Ég sendi frú Sveinbjörgu og öðrum aðstandendum samúðar- kveðjur frá mér og minni fjöl- skyldu og bið guð að blessa þau í sorg þeirra. Stefán G. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.