Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 41 fclk í fréttum + ÞINGMANNANEFND í Bandaríkjunum er nú að kanna möguleika á því að sett verði á stoín sérstök nefnd til að fjalla um málefni hnefaleikaíþróttarinnar. Þingmannanefnd þessi hefur kallað ýmsa fyrir sig til skrafs og ráðagerða. — Meðal þeirra er fyrrum hnefaleikakappinn Floyd Patterson (lengst til hægri með krepptan hnefa) Hann er hér ásamt tveimur þingmönnum úr þessari nefnd, er hann mætti á fundi þingnefndarinnar. + BROSANDI: Drottningin og Ólympíumeistarinn. Fyrir skömmu var brezka skautakapp- anum og Ólympíumeistaranum John Curry haldið veglegt hóí á Wembleyleikvanginum í London í tilefni af iþróttaafreki hans á skautaísnum. — Elizabeth Breta- drottning var þar meðal gesta. — Við þetta tækifæri heiðraði hún Curry og afhenti honum verð- launagullpening. Er myndin tekin er drottningin afhenti honum pen- inginn og sagði: Hamingjuóskir, John. + BLAÐAFREGNIR herma að nú hafi brezki poppsöngvarinn Rod Stewart tekið ákvörðun sína vestur í Los Angeles. Þar hafði hann sem sé ákveðið að sigla nú ekki lengur sinn eiginn sjó. Heldur að kvænast. Hér er myndin sem tekin var af honum „með stefnumarkandi hárgreiðslu“ við brúðkaupsathöfnina, ásamt brúði sinni, sem heitir Alana, og var áður gift kvikmyndaleikaranum George Hamilton. Líka hafði Rod tekizt að vekja athygli með því að vera með lúxus skæruliðahálsklút um hálsinn. En brúðurin fyrir höfuðbúnað sinn alsettan lifandi hvítum blómum og um hálsinn bar hún dýrindis hálsmen alsett demöntum og perlum. Norges Eksportrád Norska útflutningsráðið efnir til kynningar á framleiðsluvörum eftir- greindra norskra framleiðenda á hrein- lætistækjum að Hótel Sögu 24. og 25. apríl kl. 10—12 og 16—19 báöa dagana: Intra VVS-lndustier A/S: Hreinlætistæki úr ryðfríu stáli. Kristiansands Jerstoperi A/S: Frárennsliskerfi úr steypujárni. MA-kerfið. Lyng Industrier A/S: Blöndunartæki og kranar. Norsk Hammerverk A/S: Eldslökkvibúnaður. Kynningin er einkum aetluð áhugaaðilum innan byggingaiðnaðarins. ' Við kynnum nýjar snyrtivörur frá PIERRE ROBERT: -iatx ian Breytt Naturelle Hárlína 3 tegundir af shampoo og hárnæringu. Nýr lagningarvökvi tv.pð HENNAEXTRAKT sem gefui- hárinu aukna mýkt og glans FÁST í SÉRVERSLUNUM. UMKfy . , Cr-y-merióKCl " Tunguhálsi 11, sími 82700. Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 14.00—16.00. Er þar tekiö á móti hvers konar fyrirsþurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 21. apríl verða til viðtals Elín Pálmadóttir og Valgarð Briem. Elín er í fræösluráði og umhverfismálaráði. Valgarð er í stjórn Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar. VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.