Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 45 „Þú talar eins og Morgunblaðið". Húsmæðurnar íslensku sem þá voru í Moskvu sáu ekki það sem Steinn sá. Þeir sjá ekki bágindi almennings í ráðstjórnarríkjun- um, þessir rétttrúuðu og það vissi Kristinn Andrésson. í dag er líka matarskortur í Rússlandi og samt trúa sósíalistarnir á Vesturlönd- unum á samyrkjubúin. Hitler brenndi bókum og allir hneyksluðust en núna eru skáldin ýmist í fangabúðum eða á geð veikrahælum og allt það sem gefið er út eftir þá á Vesturlöndum það passa fjölmiðlarnir okkar að sé þagað í hel. Meira að segja heyrði ég í útvarpinu núna að Maxim Gorki hefði látist, en Stalín lét skjóta hann og þegar rauðu rithöf- undarnir á Vesturlöndum fréttu þetta þá gengu þeir margir af trúnni svo Stalín kenndi Jagoda um morðið og fékk rússneska þjóðin Bería í hans stað. Þetta er gott dæmi um sósíalismann og Nóbelsskáldið. Ég heyrði líka í útvarpinu á dögunum að einhverjir voru að gráta það að lognast hefði útaf tímarit sem hét Birtingur og kenndi sig við menningu. Þeirri menningu var svo þröngur stakkur skorinn að það gat ekki birt grein sem það var búið að biðja Agnar Þórðarson að skrifa um Rúss- landsferð sína. Við látum sósíalist- ana ráðsmennskast með fjölmiðl- ana okkar eins og þeir eigi þá sjálfir, kennararnir mega ráðs lesefninu í skólunum, styrkt er leikrit sem segist ekkert bjóða upp á nema sósíalískan áróður. Þetta er vörðurinn sem við höldum um frelsi okkar. Hvað getum við lengi lifað frjálsu siðmenningarlífi hér? Húsmóðir. • Um fyrningar og áburðargjöf Páll Bergþórsson veðurfræðing- ur hélt fund með vísindamönnum í sjónvarpinu nú á dögunum. Var þar mikið talað um harðæri, hafís og góðæri. Fannst mér mest bera á þeim sannindum sem svo til hver maður hefur gert sér grein fyrir í aldaraðir, þ.e. að hafís fylgja oftast vorharðindi og grasleysi. Því var ég ekki lítið hissa þegar veðurfræðingurinn ráðlagði bænd- um eindregið að safna ekki fyrn- ingum heldur bera á aukið ábutð- armagn þegar illa voraði. Já, mikil eru nú þau vísindi. Alltaf hef ég heyrt að þeir sem voru grónir í fyrningum, eins og það var orðað, voru bústólpar og þar með máttarstólpar þeirra sem í heyþörf voru þegar harðindi gengu yfir. Einhvers staðar hef ég séð á prenti að 20 ára gamalt hey hafi verið efnagreint og það hafi haldið svo til fullu gildi. Það var aðeins eitt efni sem var horfið. Þetta hey sem ég var að tala um var þakið með torfi. Ég er orðinn talsvert fullorðinn maður og hef oft gefið gömul hey og gefist vel, en þau þurfa í upphafi að vera í góðu ástandi og í góðri geymslu. Þá er það áburðurinn sem mað- urinn sagði að við skyldum nota í auknum mæli er harðindi bæri að höndum. Veðurfræðingurinn hlýt- ur að hafa kynnst kalárunum í kringum 1970 með öðrum hætti en ég því að víða var svo hér, og ég býst við að það hafi verið svo víðar, að gróður var gjörsamlega steindauður, og það kom svo til ekki neitt upp úr jörðinni fyrr en eftir 2—3 ár. Á þannig jörð þýðir ekki að bera. Það var svo sem reynt en án teljandi árangurs. Nei, SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Múnchen í V-Þýzkalandi í marz kom þessi stða upp í skák þeirra Steans, Englandi, og Liebs, V-Þýzkalandi, sem hafði svart og átti leik. Lieb hefur tveim peðum minna, en sá sér nú færi á að jafna metin. 44.... Hxf2+!, 45. Kxf2 - Dd2+, 46. Kf3 - Ddl+, 47. Kg2 - Dd2+, 48. Kgl - Dc2+, 49. Kh2 - Dxb2+, 50. Dg2 - Dxh8, 51. g4+ — Kg6 og keppendur sömdu um jafntefli í 67. leik. þegar svona árar kemur sér ekkert betur fyrir bóndann en að eiga nógar og góðar fyrningar. Þarna er þó veðurfræðingurinn sammála krötunum. Ég er orðínn svolítið leiður á þessu sífellda bændastagli. Alltaf er verið að tala um að það þurfi að fækka þeim, þó yrðu líklega sumir fegn- astir ef þeim yrði hreinlega „stút- að“. Hvað segðu kratarnir ef við bændur færum að skipta okkur að því hvar verkamenn ættu að vinna. Þegar þeir eru kannski búnir að koma sér vel fyrir á einum stað og leggja mikið fé í það. Þá segðum við sem svo: „Þið megið ekki vera þarna, þið verðið að fara út í sveit eða eitthvað annað." Þetta er nú það sem verið er að fara fram á að við gerum og getur það naumast kallast frelsi. Um offramleiðslu er að ræða, því er ekki að neita, en það eru bara fleiri en bændur, og það kannski helm- ingi fleiri, sem njóta góðs af búskapnum. Ég kann ráð við þess- um erfiðleikum. Fellið niður þessi útflutningsgjöld að einhverju eða öllu leyti og færið þau til þeirra sem alltaf eru að vola um lélega afkomu og látið okkur „bænda- garmana" vera í friði. Rögnvaldur Steinsson. • Leiðréttingar Vakin skal athygli á að í „Lítils- háttar aðfinnslum" Velvakanda (19.4) hafa tvö orð sem standa ofarlega brenglast þannig, að u er bætt inn í þar sem það auðvitað ekki átti að vera. Síðar í aðfinnslunum er aftur á móti staf sleppt úr orði, en hver hann átti að vera, skýrist, þegar Velvakandi segir að prentvilla hafi verið á ferð. Og bið ég blaðamann Morgunblaðsins afsökunar á, að hafa dregið hann í sama dilk og hina mörgu sem ég hefi leyft mér að gagnrýna. M.J. Velvakandi biður M.J. afsökun- ar á þessum leiðu mistökum. HÖGNI HREKKVÍSI *wa/a/ f&ck HAm* bVA&rw "robv"!" Dansaði eJcfn úhsMúu urinn éld\na Félagsheimili HREYFILS í kvöld kl. 9—2. (Gengið inn frá Grensásvegi.) Fjórir félagar leika Aðgöngumiðar í síma 85520 eftir kl. 8. HOTCL XA«A SÚLNASALUR Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar söngkona Þuríður Sigurðardóttir Boröapantanir í síma 20221 eftir kl._4. Gestum er vinsamlega bent á aö áskilinn er réttur til aö ráöstafa fráteknum boröum eftir kl. 20.30. Dansað í kvöld til kl. 2. Opið í kvöld Opið í kvöld Opið i kvöld Vcitinga og fundahalda Unglingadansleikur Aldurstakmark 16—21 árs. Meiri háttar rokk og diskódansleikur í veitingahúsinu Ártúni, Vagnhöföa 21. Hljómsveitin Geimsteinn sér um stuöið. Loksins dansleikur fyrir Reykvíska ungiinga í Reykjavík. Strætóleiðin númer 10. Nóg aö ske, æöi, vanir menn. Villt geim í vikulok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.