Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.04.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979 8 nýliðar á Kalott DAGANA 21. og 22. apnl n.k. mun íslenzka landsliðið í sundi taka þátt í Kalott-keppni í sundi, sem að þessu sinni verður haldin í BODÖ í Noregi. Er þetta í fyrsta sinn sem ísland tekur þátt í þessari keppni, sem þð hefur farið fram nokkur undanfarin ár. Á mótinu er keppt í 20 einstaklingsgreinum og 4 boðsundum. í fyrra urðu úrslit stigakeppni mótsins eftirfarandi: Noregur 270 stig Finnland 237 stig Svíþjóð 225 stig Eins og kunnugt er eru það norðurhéruð ofangreindra landa sem taka þátt í þessari keppni. Landsliðsnefnd Sundsambands íslands hefur valið eftirtalið sundfólk í landsliðið sem keppa mun f Kalott-keppninni: Brynjólfur Björnsson Ármanni 2 landskeppnir. Halldór Kristensen Ármanni nýliði. Hugi Harðarson Selfossi 1 landskeppni. Ingi Þ. Jónsson Akranesi nýliði. Ingólfur Gissurarson Akranesi nýliði. Sigmar Björnsson Keflavík nýliði. Anna Gunnarsdóttir Ægi nýliði Margrét Sigurðardóttir Breiðablik nýliði Ólöf Sigurðardóttir Selfossi 2 landskeppnir Sonja Hreiðarsdóttir Ægi 4 landskeppnir. Sólveig Sverrisdóttir Óðni, Ak. nýliði. Þóranna Héðinsdóttir Ægi 1 landskeppni. Elín Unnarsdóttir Ægi nýliði. Þjálfari: Guðmundur Harðarson. Liðstjóri: Þórður Gunnarsson. Þess ber að geta að tveir af okkar bestu sundmönnum, þeir Bjarni Björnsson, Ægi og Hafliði Halldórsson* Ægi, geta ekki tekið þátt í þessari ferð vegna prófa. Liðið mun halda af stað til Noregs föstudaginn 20. apríl og koma heim aftur mánudaginn 23. apríl. Keppnin stendur í tvo daga, hefst á laugardag kl. 14.30 að staðartíma, en á sunnudag kl. 11.00. Landsliðið hefur verið í æfingabúðum í Reykjaví yfir páskana og æft tvisvar á dag til undirbúings keppninni. 0 Al Uerter heíur glæsilegan stíl, og nýtir hann til hins ýtrasta í köstum sínum. 43 ára ætlar hann nú að stefna að sínum fimmtu gullverðlaunum í kringlukasti á Olympíuleikum. Oerter er ekki af baki dottinn BANDARÍSKI kringlukastarinn AI Oerter, sem varð ólympíumeistari í grein sinni árin 1956, 1960,1964 og 1968, er alls ekki af baki dottinn, því á frjálsíþróttamóti í bænum Mountainside í New Jersey-fylki um helgina kastaði hann kringlunni 67,00 metra sem er hans langhezti árangur. Oerter átti áður bezt 64,77 metra, eða svipað og íslandsmet Erlends Valdimarssonar ÍR, en þeim árangri náði Oerter á Ólympiuleikunum í Mexíkó 1968. Á1 Oerter er nú 43 ára. Bann lýsti því yfir þegar hann hóf á ný keppni fyrir t.eimur árum að hann stefndi ótrauður á sín fimmtu gullverðlaun f kringlukasti á ólympíuleikum. Heimsmetið f kringiukasti á austur-þýzki íþróttamaðurinn Wolf- gang Schmidt, en það er 71,14 metrar, sett á sl. sumri. Fyrrverandi heimsmethafi, Bandarikjamaðurinn Mac Wilkins kastaði lengra, en aðeins út fyrir kastgeira, á frjálsíþróttamóti í Reykjavík í fyrra. Wilkins hefur nýlega sótzt eftir þvf að verða meðal keppenda á Reykjavíkurleikunum í frjálsfþróttum í sumar. 0 Svavar Karlsen tekur við verðlaunum sfnum íStapanum. en næsti maður til hægri við hann er Sigurður Hauksson sem varð annar í sama flokki. Svavar sigraði SVAVAR Karlsen sigraði örugg- lega f 80 kg flokknum og þar fyrir ofan á júdómóti UMFK sem fram fór f Stapanum um páskana. Sigraði Svavar heimamanninn Sigurð Hauksson f úrslitaglfmu f flokknum. Þriðji varð Kolbeinn Gfslason Ármanni. Þetta er fyrsta mót UMFK en framvegis er áætlað að mót þetta fari fram árlega. Það var nú haldið í tilefni af 50 ára afmæli UMFK og var keppt um einhver veglegustu verðlaun sem um getur í júdó- mótum hérlendis. Auk 80 kg flokksins var keppt í tveimur öðrum flokkum. í 68—80 kg flokknum sigraði ómar Sig- urðsson UMFK, annar varð Gunnar Guðmundsson UMFK og þriðji Daði Daðason, UMFK, eða alger einokun UMFK í flokki þessum. Þetta dreifðist meira í þriðja flokknum. 68 kg og léttari. Grindvfkingurinn Jóhannes Har- aldsson sigraði, heimamaðurinn Kristinn Bjarnason varð annar og Ármenningurinn Kristinn Hjaltalfn varð þriðji. — KB- Jón færði Val sigur VALUR sigraði KR í Reykja- vfkurmótinu f knattspyrnu á Melavellinum sumardaginn fyrsta. Aðstæður voru skelfilegar og leiðindaveður bætti ekki úr skák. Þar sem ekki var ökladjúp drulla á vellinum lá við að ferðast yrði f gúmbátum. Þegar slfkt blasir við velta menn því fyrir sér hvort nokkuð vit sé f þessum vormótum, menn meiða sig bara á mölinni og hafa lftið gaman af. Jón Einarsson skoraði eina mark leiksins fyrir Val f sfðari hálfleik, en sanngjörnustu úrslitin hefðu verið jafntefli. KR-ingar sóttu undan golunni í fyrri hálfleik og þó að lítið hafi verið um æsileg atvik við mörkin, voru það KR-ingar sem áttu flest þeirra fáu færa sem buðust. Þannig brenndi Guðmundur Jóhannsson af úr góðu færi, Vil- helm Fredriksen hitti ekki boltann í góðu færi og skot frá Sverri Herbertssyni var bjargað í horn. Undir lok hálfleiksins áttu Vals- menn fáeinar sóknarlotur og úr einni slíkri skoraði Jón Einarsson sigurmarkið. Var vel að verki staðið hjá Jóni, en rangstöðuþefur var þó á sveimi og línuvörður flaggaði á fleygiferð án þess að dómarinn virti hann viðlits. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn, en lítið sem ekkert um afgerandi færi. Skoraði því hvorugt liðið meira. Harka var umtalsverð und- ir lokin og var þá Hörður Hilmars- son bókaður fyrir að færa Sigurð Pétursson á kaf í drullulón. Tveir KR-ingar fengu einnig gult spjald. — O — O — O — Furðulegur þríhyrningur , Á golfmóti nokkru í Buderim í Ástralíu gerðist fyrir skömmu óvæntur athurður. Golfleikari nokkur að nafni Noel Staatz var þá, ásamt félögum sinum, að koma að fjórðu holu vallarins, þegar hann fékk tveggja punda ufsa í höfuðið. Vankaðist Staatz við höggið sem var umtalsvert. Þeir félagar litu þá til himins og sáu þá hvar gjóður nokkur, arnartegund og fiskiæta mikil, sveimaði og bar sig ekki vel. Lðgðu þeir félagar saman tvo og tvo og fengu út að örninn hefði misst ufsann í höfuðið á Staatz og hafði sennilega verið um óvilja- verk að ræða. Atvik þetta átti sér þó stað 4,5 kílómetra frá sjónum. 0 Mynd þessi er frá verðlaunaafhendingu fyrir skíðamót framhaldsskólanna og sýnir margt af þeim keppendum sem þátt tóku og til verðlauna unnu. a 'A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.