Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR wgmi&kútíb 90. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Samningar hafa náðst um SALT Washington, 21. aprfl. Reuter. BANDARÍKIN og Sovétríkin von- ast tii að Ijúka gerð nýs samnings um takmörkun kjarnorkuvígbúnað- arins (SALT) í næstu viku og boða til leiðtogafundar um miðjan næsta mánuð. Samningurinn verður lagð- ur fyrir öldungadeildina 1. júní og þá má búast við hörðum umræðum. Plest er vitað um efni samnings- ins, en leiðtogafundurinn verður líklega ekki haldinn í Bandaríkjun- um vegna heilsufars Leonid Brezhn- evs forseta. Líklega verður fundur- inn haldinn í Evrópu þar sem Brezhnev vill helzt ferðast með járnbrautum. Því má gera ráð fyrir, að leiðtoga- fundurinn verði haldinn í hlutlausri höfuðborg eins og Helsinki eða Genf. Samningurinn mun kveða á um að samningsaðilar ráði í mesta lagi yfir 2.250 eldflaugum sem draga heims- álfa á milli, langfleygum sprengju- flugvélum og kafbátaflaugum. Þar með yrðu Rússar að eyða um 150 slíkum vopnum, en Bandaríkjamenn gætu fjölgað sínum í umrætt há- mark. Hvorum tveggja yrði gert að gera engar nútímabreytingar á kjarnorkuvopnaforða sínum. Sadat ef nir tíl kosninga Kaíri). 21. aprfl, Reuter BÚIST er við að Anwar Sadat Egyptalandsforseti rjúfi þing í dag til undirbúnings almennum kosn- ingum eftir að þjóðin hafði nær einróma lýst yfir stuðningi við friðarsamningana við ísrael og samþykkt ákveðnar stjórnarskrár- breytingar. Talið er að Sadat muni í dag einnig tilkynna hvenær kosningarn- ar skuli fara fram og þykir sennilegt að það verði í júní. Þetta verða fyrstu kosningar sem haldnar eru í landinu síðan 1950 undir fjölflokka- skipulagi. Núverandi stjórnmála- flokkar voru settir á stofn eftir kosningarnar Í976 og er talið að fleiri muni spretta upp áður en kosningarnar fara í hönd. Líbýsk innrás íChad Parfs, 21. aprfl. Reuter. FORSETINN í Mið-Afríkuríkinu Chad, Goukoni Oueddei, sakaði í dag Líbýumenn um innrás og skoraði á þjóðina að hervæðast þótt Líbýustjórn segði, að enginn fótur væri fyrir því að hún hefði hafið innrás í landið. Frolinat-frelsisfylking Oueddeis naut stuðnings Líbýumanna þegar hann komst til valda fyrir einum mánuði eftir nokkrar byltingar og valdatogstreitu norðanmanna sem eru múhameðskir og sunnan- manna sem eru kristnir, en síðan hefur Oueddei forseti snúizt gegn líbýskum stuðningsmönnum sín- um og sakað þá um að ala á sundrungu í Chad. Stórfelldir bardagar geisa sam- kvæmt góðum heimildum 500 km innan við landamæri Chad þótt ekki hafi fengizt staðfest að Líbýu- menn séu viðriðnir bardagana. Útvarpið í höfuðborginni Ndjamena segir, að líka geisi bardagar í austurhluta Chad ná- lægt súdönsku landamærunum. Samkvæmt heimildum Kaíró- blaðsins Al-Ahram mun Sadat sjá til þess að þrjátíu af þrjú hundruö og sextíu sætum á þingi komi í hlut kvenna. Bændur og verkamenn fá um helming. Larsen sigraði Spassky Montreal, 21. aprfl, AP. DANSKI skákmaðurinn Bent Larsen mátaði Boris Spassky fyrriun heimsmeistara á skák- mótinu mikla í Montreal í dag og var það fyrsta vinnings- skák Larsens á mótinu. Sér- fræðingar segja að Larsen hafi tekið frumkvæðið í byrj- un skákarinnar og að Spassky hafi aldrei fengið rönd við reist. Þrátt fyrir sigurinn á Spassky er Larsen enn í neðsta sæti á mótinu. Ungverski skákmaðurinn Lajos Portisch leiðir enn mótið, en hann hefur hlotið 5'/2 vinning úr átta umferðum. Sovézku skákmennirnir Karpov og Tal eru í öðru sæti með 4V2 vinning og eiga þeir báðir biðskák óteflda. Það er allur munurinn að haía eitthvað að narta íog þá ekki síst þegar ókunnugar manneskjur byrja allt í einu að smella a/ manni myndum. — Ljósm: Emilía. Síaukin hryðjuverk ó yndisúrr æði Amins Kakainena, Nairóbf, Kinoni, 21. aprfl, Reuter - AP. ÚGANDÍSKIR flóttamenn sem náðu til Kenýa í dag sögðu, að hermenn hliðhollir Idi Amin hefðu 1 síðustu viku myrt allt að 1.000 óbreytta borgara í austurhluta Uganda. Auk þess hefðu þeir rænt og ruplað 1 stórum stíl og nauðgað öllum konum sem orðið hefðu á vegi þeirra. Flóttamennirnir sögðu, að ódæðis- verk hermanna Amins hefðu aukist mjög upp á síðkastið og hefðu t.d. umi 700 karlar, konur og börn á Bukedi- og Budama-svæðunum verið myrt frá því um síðustu helgi. Hermennirnir heyra flestir til Kakwa-kynþættinum, sem býr í norðurhluta Uganda, en af þeim ættbálki er Amin sjálfur. Einn flóttamanna sagði við fréttamenn: „Þeir virðast ákveðnir í að halda áfram morðum sínum þar til þá þrýtur byssukúlur. Þeir vita að þeir hafa tapað styrjöldinni." Herir Tanzaníumanna og uppreisnarmanna hafa nú helming Uganda á valdi sínu, en leifar af her og leynilögreglu Amins láta enn til Mondale í Hollandi Haag, 21. aprfl, AP-Reuter. WALTER Mondale varaforseti Bandaríkjanna kom í morgun f opinberá heimsókn til Hollands, síðasta landsins sem hann kemur tií í þfssari 12-daga ferð sinni til Evrópu. Mondale kom frá Helsinki en þar átti hann m.a. viðræður við Uhro Kekkonen forseta og Kalevi Sorsa forsætisráðherra. Áður hafði Mondale haft viðdvöl á íslandi, Noregi, Danmörku og Svípjóð. Heimsókn Mondales til Hollands er talin bera vott um vaxandi sam- skipti landanna tveggja á stjórn- málasviðinu. Háttsettir Bandaríkja- menn hafa ekki verið gestir í Hol- landi, ef undanskilin er heimsókn Henrys Kissingers þáverandi utan- ríkisráðherra árið 1976. Þar á undan kom Lyndon Johnson þáverandi varaforseti árið 1963. Við komuna til HoIIands sagði Mondale blaðamönnum, að hann píundi einkum ræða hagsmunamál NATO við hollenzka ráðamenn, en einnig önnur mikilvæg alþjóðamál. Talið er að endurnýjun vopnabúnað- ar NATO-herja í Evrópu verði mikil- vægt mál í viðræðunum. Einkum leggja Bandaríkjamenn áherzlu á að nýjum og fullkomnum kjarnorku- vopnum verði í auknum mæli komið fyrir í Evrópulöndum. Málið er víða hápólitískt, en nú þegar hafa Vest- ur-Þjóðverjar lýst sig reiðubúna til að taka við vopnum af þessu tagi, með því skilyrði þó að önnur NATO-ríki í Evrópu geri slíkt hið sama. sín taka í austur- og norðurhluta landins. Innrásarherirnir ná þó nýj- um svæðum jafnt og þétt undir sig, en erfiðir birgðaflutningar draga mjög úr yfirferð þeirra. Flóttamenn hafa hvatt innrásarherina til að flýta töku alls landsins vegna hryðjuverka sveita Amins. Talið er að Amin hafist við í Jinja fyrir norðaustan Kampala, en allt er þó á huldu í þeim efnum. Hermenn hans hafa komið sér fyrir með skriðdreka, brynvarða vagna og önnur þungavopn við Owen-orkuver- ið við Jinja, en um stíflu orkuversins liggur vegurinn til Jinja. í Owen-orkuverinu er framleidd öll raforka Uganda og um 15 af hundraði ^þeirrar raforku sem Kenýabúar nota. Tanzaníuher skýrði frá því í morgun, að búist væri við því að Jinja félli í hendur „frelsisherjun- um" um helgina. Beðið er með eftirvæntingu frétta af afdrifum orkuversins, því taki herir Amins upp á því að eyðileggja það mun efnahagur Uganda bíða mikið tjón. Diplómatar í Kenýa sögðu í dag, að stjórnvöld í Nairóbí myndu að öllum líkindum senda aftur til Uganda embættismenn Amins sem flúið hafa til Kenýa að undanförnu. Meðal þeirra er brezkur ráðgjafi Amins, majór Bob Astles.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.