Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1979 7 Sumar heilsaði að þessu sinni meö blíðum blæ eftir óvenju langan og kaldan vetur. Og nú er okkur vor í huga, sigur lífs yfir dauða, sigur sólar yfir vetrarmyrkum og kulda. Fyrir einni viku héldum við heilaga upp- risuhátíð andans, lausnar hans úr fjötrum líkamans jarðneska. Upprisa nátt- úrunnar er okkur nú í huga. Við lítum um öxl yfir langnætti og dimma daga og horfum fagnandi sumarlofgjörð í kirkjum landsins né lesa hana af sálmabókinni: „Ég vona að margir finni „guðsorö“ í upp- hafserindinu: Kom heitur til mín, hjarta blærinn blíði. Kom blessaður í dá- semd þinnar prýði. Kom, lífsins engill nýr og náðarfagur í nafni Drottins, fyrsti sumardagur.“ Og síðast, næst þessari dásamlegu lýs- ingu af vorleysingunni sem ímynd Guðs gæzku og máttar, kemur þetta: „Kom tii að lífga, fjörga, gleðja, fæða og frelsa, leysa, hugga, sefa, græða. í brosi þínu brotnar dauðans Vigur, í blíðu þinni kyssir trúna sigur". Hér lýkur séra. Matthías sínu máli um sumarkomuna. Sumarkoman fram til vorlangra daga og Ijósra nátta. íslenzk vorfegurö er framundan, fyrstu vor- merkin eru aö stinga upp kolli við húsveggina. Þau hraða sér eins og þeim finnist biðin orðin löng eftir blíöu vori. Grasa- mergðin sem blundaö hefur venju fremur lengi í freðinni mold, átti í svefninum vordraum, sem nú er að rætast, draum um ævintýri, sem nú fer aö verða að veruleika. Trúarmagnið í sálu séra Matthíasar gerir þaö að verkum, að ekkert skáldanna heilsar sumr- inu með öðrum eins fagnaðarhita og hann. Og sá fögnuöur rennur eftir einum farvegi meö lofgerö til Guðs fyrir dýrðlega gjöf. Hann sér Guðshöndina tjalda grænu grund og dal. Hann sér Guðshöndina festa gullblóm á hið græna tjald. Hann sér hönd Guðs leggja Ijóm- andi silfurbönd um brekku og hlíð, þar sem vorlækir finna sér farveg. Hvergi í Ijóðagerö séra Matthíasar kemur fram þessi samruni gleðinnar yfir sumarkomunni og gleðinnar yfir Guðs dýrð eins og í hinum dásam- lega sumarkomusálmi hans: „Kom heitur til mín hjarta blærinn blíði“, og vegna þess að mig brestur myndgnótt, mál og trú á við séra Matthías til aö fagna sumri ætla ég að bregöa vana og gefa honum rúm fyrir sumar- hugvekju og það því frem- ur sem þessi sumarlof- gjörö hans var rekin ásamt ýmsum perlum hans öðrum úr nýju sálmabókinni, svo að nú fær fólk ekki lengur að syngja þessa miklu Þá heilsar skáldiö vorgyöjunni, sem vitjar barnanna, sem stynja enn við erfiði vetrarins en eiga nú loks sína lausn- arstund: „Vorgyðja Ijúf í Ijóssins hlýju sölum, þú lífs vors líf í þessum skuggadölum, öll skepnan stynur enn við harðar hríðir og hljóðar eftir lausnar- stund um síöir“. Síðan lýsir séra Matthías þeirri trúar- skáldlegu sannfæringu sinni, aö allt sé þetta lifandi, töfrandi vorlíf þrungið guðsandanum sjálfum, hvert blóm, hvert fræ sé glatt og fætt af neista frá Guði: „Þú komst frá lífsins háa helgidómi, en hollvin áttu í hverju minnsta blómi, í hverju foldarfræi byggir andi, sem fæddur var á ódauöleikans landi“. Hjátrú! mun einhver hrópa, en gerir ekki þessi skáldlega og trúarlega innsýn tilveruna og þó einkum sumarkomuna yndislegri og færir grös, blómajurtir og okkur jarð- arbörn Guði sjálfum og hans „háa helgidómi" nær? Veröur ekki þessi jörö — einkum á vorin — sem gaf þér guð, kaldari, snauöari ef þú átt ekk- ert af þessari trú, þessari „Dultrú"? „Þú kemur, fjalliö klökknar, tárin renna. Sjá klakatindinn roðna, glúðna, brenna. Kom Drottni lík í makt og miklu veldi, með merkið sveipað guð- dóms tign og eldi“. Hvern boöskap bera þér hin þögulu guösbörn, sem nú eru aö berjast við að koma kolli upp úr klakanum en brosá við þér innan skamms í fullri fegurð? „Gefiö gaum að liljum vallarins", sagði Kristur. Sömu speki og hann las í blómabrekkum Galíleu eigum viö aö geta lesið í íslenzkri blágresislaut eða fagurri fífilbrekku. Og víkjum nú loks stuttu máli að öðrum vor- gróðri í hinum mikla garði mannlífsins, æsk- unni, börnunum, sem þetta ár skal helgað. Séra Matthías trúöi því, að „í hverju foldarfræi byggi andi, sem fæddur var á ódauöleikans landi“. Slíkri lotningu gat minnsta liljan á jöröinni eða ein veikbyggð sóley fyllt huga skáldsins. Um smæstu blómin á akri mannlífsins, börnin, kenndi Kristur, að yfir hverju einasta þeirra vekti engill Guðs meö vakandi auga á breytni fullorðinna viö börnin. Gefið gaum liljum vallarins, látiö þær flytja ykkur guðspjall sitt um Guö. Gefið gaum vor- gróðrinum í mannlífinu, börnunum, þeim veiku jurtum í garðinum, sem þér er trúað fyrir. Stund- aðu vorverkin í garöin- um þeim með varúö og trúmennsku, með trú og kærleika. Gleðilegt sumar. Leiðrétting: Nokkur línubrengl höfðu orðið viö prentun síðustu páskahugvekju minnar í blaðinu. Eg treysti les- endum, sem á því hafa hug, að leiðrétta sjálfir. J.A. Góö sérhæð — gott hverfi Til sölu viö Skaftahlíð 1. hæð ca. 150 fm. Sér inngangur. Forstofu herbergi, sér hiti. Bílskúr. Nýtt verksmiðjugler í gluggum. Upplýsingar í síma 26808. Byggingarfélag verkamanna Reykjavík Til sölu þriggja herbergja íbúð í 2. byggingar- flokki við Meðalholt. Félagsmenn skili umsóknum sínum til skrifstofu félagsins að Stórholti 16 fyrir kl. 12 á hádegi mánudaginn 30. apríl n.k. Félagsstjórnin. Hafnarfjörður Höfum til sölu mjog vandaða og rúmgóða 4ra—5 herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi við Breiðvang. Innréttingar í sérflokki, þvottahús og búr innaf eldhúsi. Bílskúr. Lögmannsskrifstofa Ingvars Björnssonar hdl. og Péturs Kjerúlf hdl. Strandgötu 21 Hafnarfirði símar 53590 og 52680 Ljosheimar 4ra herb. íbúð Höfum í einkasölu 4ra herb. íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi við Ljósheima. íbúðin er til sýnis í dag milli kl. 4 og 6. Nánari uppl. gefur Eignaval s.f. símar 85650 og 85740 heimasími 71551. Til sölu iðnaðarhúsnæði í Skeifunni Heildarstærð ca, 1140 ferm. (jarðhæð). Möguleikar eru á aö skipta því í tvo hluta 500 og 640 ferm. Inngangar eru tveir. Húsnæöið er allt til sölu sem heild eða tvískipt. Skipti koma einnig til greina á minna húsnæði. Allar upplýsingar á skrifstofunni. Hús og Eignir, Bankastræti 6, sími 28611. Lúðvík Gizurason hrl. Kvöld- og helgarsími 17677. 44904 44904 Seltjarnarnes Til sölu lóð viö Baugsnes. Allar nánari uppl. á skrifstofunni. Verð tilboð. ■■ 0RKIN Hamraborg 7. Sími 44904. Lögm. Sigurður Helgason. Opið 1—5 Höfum til sölu mjög góöa 3ja herb. 85 fm kjallaraíbúð í Drápuhlíð. Sér ingangur og sér hiti. Góö sameign. Hagkvæm lán áhvílandi. Getur losnaö 1. júlí n.k. EIGNANAUST Laugavegi 96 (við Stjörnubíó) Sími 2 95 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.