Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1979 HERUR OPNAÐ ÞAR SEM ÁÐUR VAR HÁRGREIÐSLUSTOFA ÁSLAUGAR ÓLAFSDÖTTUR HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÖSP Miklubraut 1 SÍMI 24596 RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR HJÖRDÍS STURLAUGSDÓTTIR. ViðskiptaÞing Verzlunarráðs íslands 1979 um GJALDEYRIS- OG UTANRÍKISVIÐSKIPTI Sigurður Þráinn Ámi Steingrímur Þorvarður Þorsteinn Þingsetning “Hjalti Geir Kristjánsson, formaöur Verzlunarráös íslands setur þingiö. Erindi Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiöa hf. Gjaldeyrisviöskipti: Þýöing frjálsrar gjaldeyrisverzlunar fyrir viöskiptalífiö. Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Hildu hf. Útflutningsverzlun: Öflug útflutningsstarfsemi er undirstaöa efnahagslegrar uppbygg- ingar. Árni Gestsson, forstjóri Glóbus hf. Innflutningsverzlun: Hversu mikið gæti heildverzlunin bætt lífskjör þjóðarinnar? Hádegisverður í Víkingasal Steingrímur Hermannsson, landbúnaöarráöherra, formaöur Framsóknarflokksins, ávarpar þingiö. Tillögur um breytt lög um gjaldeyris- og utanríkisviðskipti Þorvarður Elíasson geröir grein fyrir tillögum laganefndar þingsins. Laganefnd situr fyrir svörum. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson S.H. Ólafur Haraldsson, Fálkinn hf. Pétur Eiríksson, Álafoss hf. Steinn Lárusson, Úrval hf. Þorvarður Elíasson V.í. Hópumræöur og kaffi 1. Frjáls gjaldeyrisviöskipti og gengisskráning. 2. Fjármögnun utanríkisviðskipta, erlendar lántökur og fjármagns- flutningur. 3. Skipulag inn- og útflutnings og verkaskiptin milli inn- og útflytjenda, innlendrar framleiöslu og vörudreifingar. 4. Fríverzlunarsamningar. Skattviöræöur og þáttur utanríkisvið- skipta í þjóöarbúskapnum. 5. Gjaldfrestur á aöflutningsgjöldum og tollamál. 6. Samvinna og sérhæfing í utanríkisviöskiptum: Bankar, farmflytjendur, flutningamiðlun tryggingarfélög, inn- og útflutningur, innlend framleiðsla og vörudreiging. 7. Þjónusta Verzlunarráösins viö utanríkisviöskipti. Allir umræöuhópar ræöa einnig tillögur um ný lög um gjaldeyris- og utanríkisviöskipti auk sérverkefnis. Almennar umræður Tillögur laganefndar, niöurstööur umræöuhóps. almennar umræö- ur og ályktanir. Móttaka aö Þverá aö loknu þingi. Þingforseti: Þorsteinn Magnússon, forstjóri V.S.Í. Tilkynniö þátttöku í síma 11555. Þriðjudagur 24. apríl 1979 kl. 10.10.—18.00. Hótel Loftleiðir — Kristalsalur. Þinggögn veröa afhent á skrifstofu V.í. mánudaginn 23. apríl og tekiö á móti greiðslu. Kostnaöur kr. 15.000. veitingar innifaldar. Þetta geróist 23. apríl 1975 — Fyrstu víetnömsku flóttamennirnir koma tii Banda- ríkjanna. 1974 — Rabin tilnefndur eftir- maður Goldu Meir. 1972 — Geimfararnir Young og Duke ferðast 9.5 „km á fjalli á tunglinu. 1969 — Fyrsta hnattsiglingin án viðkomu (Robin Knox-John- ston; 312 dagar). 1968 — Samningur um björgun geimfara sem nauðienda undir- ritaður. 1945 — Bandamenn taka Boiogna á Ítalíu. 1944 — Landganga Banda- manna á Nýju Guineu. 1941 — Brottflutningur Breta frá Grikklandi hefst. 1930 — Lundúna-flotasaming- urinn staðfestur. 1918 — Orrustan við Zeebrugge hefst. 1915 — Þjóðverjar beita eitur- gasi í fyrsta skipti á vesturvíg- stöðvunum. 1898 — Fyrstu skotunum hleypt af í stríði Spánverja og Banda- ríkjamanna: bandariska herskipið „Nashville" tekur spænskt kaupfar út af Key West, Fiorida. 1822 — Tyrkneski flotinn tekur grísku eyna Chios og fremur fjöldamorð á kristnum íbúum eða selur þá í ánauð. 1821 — Gríski patríarkinn í Konstantínópel veginn og tyrk- nesk ógnarstjórn hefst eftir óeirðir í Morea og fjöldamorð Grikkja á Tyrkjum. 1796 — Napoleon sigrar her Piedmonts við Mondovi. Afmæli. Isabella, drottning af Kastilíu og Aragon (1451—1504) — Henry Fielding, enskur rit- höfundur (1707-1754) - Immanuel Kant, þýzkur heim- spekingur (1724—1754) — Madame de Staél, franskur rit- höfundur (1766-1817) - Yehudi Menhuin, bandarískur fiðluleikari (1916 ) — Kathleen Ferrier, ensk söngkona (1912—1953) — Nikolai Lenín, rússneskur stjórnmálaleiðtogi (1870—1924). Andlát. Edouard Lalo, tón- skáld, 1892 — Francois Duvalier, stjórnmálaleiðtogi, 1971. Innlent. Fiskveiðilandhelgin færð út í fjórar mílur fyrir Norðurlandi 1950 — Breyt- ingatiliaga íslands á hafréttar- ráðstefnunni 1960 — Vígður Jón Helgason biskup 1917 — Heit Sigurðar lögmanns 1692 — f. Jón Ófeigsson 1881 — Snorri Hjartarson 1906 — dr. Finnur Guðmundsson 1909 — d. Friðrik Á. Brekkan 1958. Orð dagsins. Lygi: það sem þú trúir ekki — H. Jackson, enskur höfundur (1874-1948). Þetta geroLst 24. apríl 1952 — Olíuleiðslan frá Kirkuk til Banias fullgerð. 1945 — Her Bandamanna sækir að Pófljóti. 1924 — Wembley-sýningin opn- uð. 1918 — Orrustunni víð Zee- brugge lýkur. 1860 — Landkönnuðurinn John Stuart keipur til miðju Ástralíu. 1848 — Orrustan um Slésvík. 1926 — Tyrkir taka Misso- longhi. 1795 — Warren Hastings sýkn- aður af ákæru um landráð. Afmæli. William Shakespeare, enskur leikritahöfundur (1564—1616) — Anson lávarður, enskur landkönnuður (1697-1762) - J.M.W. Turner, enskur listmálari (1775—1851) — James Buchanan, bandarísk- ur stjórnmálaleiðtogi (1791-1868) - J.A. Froude, enskur sagnfræðingur (1818—1894) — Max Planck, þýzkur eðlisfræðingur (1858-1947) - Sergei Prokof- iev, rdssneskt tónskáld (1891-1953). Andlát. William Shakespeare, leikritahöfundur, 1616 — Miguel de Cervantes, rithöfundur, 1616 — William Wordsworth, skáld, 1850 — Elizabeth Schumann, söngkona, 1952. Innlent. Brjánsbardagi 1015 — d. Jón biskup Ögmundsson 1121 — Jónsmessa lögtekin 1200 — Vígður Páll biskup Jónsson 1195 — d. Sveinn Pálsson 1840 — f. Halldór Laxness 1902 — d. sira Friðrik Eggerz 1894 — „Ægir“ tekur „Lord Montgomery" vestur af Vestmannaeyjum 1959 — Halldór Laxness heiðurs- doktor við Háskóla íslands 1972. Orð dagsins. Sendiherra er heiðarlegur maður sem er send- ur til útlanda til að ljúga landi sínu til hagsbóta — Henry Wotton, enskur stjórnarerind- reki (1568—1639). Alþjóðleg samkeppni meðal bama og unglinga um skipulag húsa og borga í framtídinni RANNSÓKNARSTOFNUN létt- bygginga við Háskólann í Stutt- gart og Institut flir Auslands- beziehungen í Stuttgart í Vest- ur-Þýskalandi standa fyrir alþjóð- legri samkeppni fyrir öil börn og unglinga um hvernig hús og borgir framtfðarinnar eigi að verða svo að mennirnir geti búið, unnið og lifað í samræmi við náttúrulegt um- hverfi sitt. Lausnum skal skila fyrir 10. ágúst 1979 til IL UniversitSt Stuttgart, Pfaffen- waldring 14, 7000 Stuttgart 80 West Germany, og skulu þær vera í formi teikninga 30x42 að utanmáli með skýringum á ensku, þýsku, frönsku eða spænsku. Allir þeir sem fæddir eru á tíma- bilinu 10.8. 1961 til 10.8. 1970 hafa rétt til þátttöku í samkeppninni. Lausnirnar má bæði vinna af einstaklingum og hópum. Verðlaun verða sérstaklega veitt tveimur aldurshópum, þ.e. 9—13 ára og 14—18 ára þátttakendum. Verðlaun hvers hóps verða: Ein fyrstu verð- laun 103.800 ísl. kr., ein önnur verðlaun 69.200, þrenn þriðju verð- laun 51.900, fern fjórðu verðlaun 43.250 og átta fimmtu verðlaun 17.300. Verðlaunaupphæðin er því samtals 1.280.000 ísl. kr. en dóm- nefndin áskilur sér rétt til þess að deila verðlaunaupphæðinni á annan hátt. Allir þátttakendur fá staðfest- ingarskjal um þátttöku sína. Auk þess er áætlað að halda sýningu á öllum innsendum lausnum. Niður- stöður samkeppninnar verða kunn- gerðar 15. september 1979. ÁTTRÆÐ verður þriðjudaginn 24. apríl Guðrún Magnúsdóttir frá Keldudal, Hólmagrund 11, Sauðár- króki. Hún var gift Páli Sigurðs- syni sem lézt 1967. Guðrún verður að heiman á afmælisdaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.