Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1979 13 Að mörgu leyti um- fangsmeira starf en ég átti von á segir Friðrik Ólafsson i samtali við Mbl. um reynslu sína af forsetaembætti Fide „Alþjóðaskáksambandið getur út af fyrir sig litlu ráðið um það, hverjum þeir, sem einkaskákmót halda, bjóða eða bjóða ekki. En það er ekki þar með sagt að Fide eigi að sitja aðgerðarlaust hjá í málum, sem rísa kunna út af mótshaldi einkaaðila. Ég hef fullan hug á að allar hliðar þessa Korchnoi-máls verði kannaðar og í ljósi málavaxta,“ sagði Friðrik ólafsson forseti Alþjóðaskáksam- bandsins í samtali við Mbl. á sumardaginn fyrsta, en þá hafði honum borizt ósk, undirrituð af 50 keppendum á skákmótinu í Lone Pine, um að hann beitti sér fyrir þvf, að útilokun skákmanna frá mótum viðgangist ekki og að sovézka skáksambandið hætti slíkum aðgerðum f garð Viktors Korchnoi. Friðrik sagðist búast við að f jallað yrði um þetta mál á aðalþingi Fide í Puerto Rico á þessu sumri. Undir bréfið til Friðriks hafa skrifað 16 stórmeistarar og 34 aðrir keppendur á Lone Pine. Bréfinu fylgir greinargerð vestur-þýzka stórmeistarans Pachman, þar sem hann rekur málavexti ítarlega, en þeir hafa birzt í Mbl. í samtölum blaðsins við Pachman og Korchnoi. Loks fylgir með skjal, þar sem Korchnoi veitir Pachman fulltingi sem fulltrúi sinn. — Hvað líður málaferlum Korchnoi gegn Fide? „Þau málaferli eru alveg sérstakt mál og með öllu óskyld öðrum málum. Það skyldi enginn líta svo á að þeirra vegna sé Fide eitthvað í nöp við Korchnoi og síður reiðubúið til að beita sér í öðrum hans málum. Þessi málaferli vegna framkvæmdar einvígisins í Baguio City hafa farið hægt af stað. Nú er til úrlausnar hjá dómstólnum, hvort Fidé geti verið aðili að máli, en lögfræðingur sambandsins hefur óskað frávísunar á þeim grundvelli að Fide geti ekki verið slíkur aðili. Mér þykir hins vegar líklegt, að Fide verði talið hafa status sem aðili að máli. Mér er kunnugt um að þetta mál er einstakt, allavega eru engin fordæmi þess í Hollandi, og báðum lögfræðingunum, sem að því vinna og eru þekktir í heimalandi sínu, þykir þetta mikill hvalreki á sínar fjörur, vegna óvenjulegra málsaðstæðna. Ef svo fer sem horfir að dómstóllinn telur sig geta fjallað um málið, þá býst ég við að málaferlin taki langan tíma og gæti jafnvel verið kominn nýr heimsmeistari í skák áður en þeim lýkur. Fide er búið að afgreiða málið fyrir sitt leyti þannig, að einvíginu sé lokið og Karpov heimsmeistari, þannig að þessi málaferli hafa engin áhrif á einstaka þætti þeirrar heimsmeistarakeppni, sem nú fer í hönd“. — En hvað líður nýjum reglum fyrir heimsmeistaraeinvígi? „Nú er að störfum nefnd, sem á að gera tillögur um breytingar á þeim reglum. I þessari nefnd sitja auk mín; Campomanes og Bakker, framkvæmda- stjóri Fide, enski stórmeistarinn Keene og fulltrúi Karpovs í nefndinni er Baturinsky. Ég er einmitt nú á förutn til Hollands, þar sem við ætlum að halda fund í þessari nefnd. Ég býst við, að flestum sé ljóst, að það má gera reglurnar um heimsmeistaraeinvígi betur úr garði. Það sýna ýmis atvik, sem áttu sér stað í Baguio City. En auðvitað er aldrei hægt að gera lög þannig úr garði, að ekki sé hægt að finna á þeim einhverja smugu, ef menn hafa til þess fullan vilja. Ýmsar breytingartillögur eru þegar komnar fram frá Keene og Baturinsky, en Kénne var einmitt fulltrúi og aðstoðarmaður Korchnois í Baguio City. Við munum ræða þessar tillögur á fundinum nú og ég á von á því, að dr. Euwe fyrrverandi forseta Fide verði boðið að sitja fundi okkar, því hann geymir mikla reynslu í sínu pokahorni." — í hvaða átt ganga þessar breytingar? „Eins og reglurnar eru nú, eru ýms atriði of laus í reipunum og því þarf að ganga betur frá ýmsum hnútum, þannig að hlutirnir fari ekki úr böndunum aftur. Ég nefni sem dæmi, að mótshaldarar eru nú tiltölulega varnarlausir gagnvart því að annar keppenda setji fram hótanir um að hverfa frá einvíginu og á sama hátt snýr þetta að skákmönnunum sjálfum, rétti þeirra gagnvart þeim, sem einvígið halda, en skákmenn eru einnig varnarlausir gagnvart því að mótshaldarar kippi að sér hendinni í miðjum klíðum. Þessar gloppur í lögunum stafa fyrst og fremst af því hversu þessi einvígi eru raunverulega nýtilkomin. Eftir einvígið á íslandi 1972 voru ýmsar lagfæringar gerðar á lögiyium en síðari reynsla sýnir, að þær voru ónógar. Hins vegar hafa allar kringumstæður síðustu tveggja einvígja verið mjög óvenjulegar, þannig að eðlilegt má telja að reglurnar þurfi endurskoðunar við, því erfitt er að sjá öll tilvik fyrir. En þess er ef til vill aftur á móti ekki að vænta, að öll heimsmeistaraeinvígi framtíðarinnar verði með þessum hætti.“ — Hvað segir þú um embætti forseta Fide eftir um hálfs árs setu í þvf? Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart? „Þetta er nú að vísu ekki langur reynslutími. En að mörgu leyti er starfið umfangsmeira, en ég átti von á. Þessi stofnun teygir anga sína víða. Það er með Fide eins og önnur samtök, að ekki þykir allt jafn fréttnæmt, sem þar er á ferðinni. En þau verkefni, sem ekki þykja ýkja fréttnæm út á við, eru nokkuð drjúg. Og svo eru mörg vandamál, sem þarf að leysa, og öll frávik eru í valdi forsetans milli þinga. Það er ógjörningur í svona samtali að fara að tíunda öll þessi verkefni. Hins vegar langar mig að nefna það, að ég er nú meðal annars að athuga með það að Fide fái aðild að Unesco, menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, eða einhver tengsl við þá stofnun." — En hvað með „hcimavígstöðvarnar?" Nú sagðir þú á sínum tíma. að ein ástæða þess að þú gæfir kost á þér tii forsetaembættis Fide, væru vonir um að það gæti orðið íslenzku skáklífi til gagns. „Þessi sjónarmið mín hafa að sjálfsögðu ekkert breytzt. Mér var það ofarlega í huga að með þessu gæti ég orðið íslenzkri skákhreyfingu að liði, í stuttu máli sagt; stuðlað að vexti hennar og viðgangi. Ég tek þó skýrt fram, að ekki er um það að ræða að draga taum eins ákveðins skáksambands. En sú staðreynd, að Fide hefur aðsetur sitt hér á landi, gefur íslenzkri skákhreyfingu margvíslega möguleika til eflingar og endurskipulagningar á starfsemi sinni í ljósi nýrra viðhorfa. Þetta liggur svo í augum uppi, að ekki þarf að tíunda það frekar. Af ýmsum ástæðum hefur þó lítið á það reynt, að þessir möguleikar væru nýttir.“ — Hvers vegna? — „Hér hefur verið ríkjandi algert sambandsleysi milli Fide og fyrirsvarsmanna skáksambandsins. Má nærri geta, að þetta ástand er ekki til þess fallið að auka veg íslenzkrar skákmenntar. Þrátt fyrir þetta er þó ekki annað að sjá en að ýmsir telji þetta ástand viðunandi og kjósi að það haldist óbreytt enn um sinn. Eg tel aftur á móti brýna nauðsyn bera til þess að hér verði breyting á til að góð samvinna geti tekizt með Fide og íslenzkri skákhreyfingu svo nýta megi alla möguleika, sem nú hafa skapazt, íslenzku skáklífi til framdráttar." - f j Sábestifrá JAPAN Frá 1. maí veróur P. Stefánsson hf. meö einkaumboð á íslandi fyrir Mitsubishi Motor Corporation í Japan. Þá bjóöum viö hinn frábæra GALANT SIGMA sem farió hefur sigurför um heiminn, vegna framúrskarandi gæöa og öryggis. Verð kr. 4.185.000.- Miðað viö gengisskráningu 12.3.1979 Fyrsta sending til afgreiðslu í maí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.