Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. APRIL 1979 16 pltrgm Utgefandi ttttfafetíÞ hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 3000.00 kr. ó mánuöi innanlands. i lausasölu 150 kr. eintakió. Sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu Skattastefna sveitar- stjórna á höfuðborgar- svæðinu fellur í mjög mis- munandi farvegi. A sl. ári, er sjálfstæðismenn réðu ferð um álagningu gjalda í höfuðborginni, voru fast- eignagjöld af íbúðarhús- næði, 0,42% af fasteigna- mati, sem þýddi 20% afslátt frá leyfilegri álagningu. Síðan kemur stefnumótun nýs vinstri meirihluta. Þrátt fyrir 42% hækkun fasteignamats milli áranna 1978 og 1979 hækkar hinn nýi meirihluti álagningu í 0,5% þessi tvöfalda hækkun gjalds og gjaldstofns þýðir 68,6% hækkun á fasteigna- gjöldum heimila í höfuð- borginni. Hækkunin á at- vinnuhúsnæði var enn meiri — eða 110,8%, sem var aðeins ein atlaga af mörg- um að atvinnuöryggi í Reykjavík. I sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu, sem sjálf- stæðismenn hafá meiri- hluta í, Garðabæ, Seltjarn- arnesi og Mosfellssveit, eru fasteignagjöld áfram 0,375 — 0,4%, sem þýðir veru- legra lægri fasteignagjöld en í Reykjavík og Kópavogi. Svipaðan samanburð má gera á útsvörum. Vinstri meirihlutar halda fast við 10% álag á útsvör, þ.e. 11% álagningu, en sjálfstæðis- menn fara vægar í sakir. Hinn nýi vinstri meirihluti í Reykjavík gerir jafnvel gæl- ur við tólfta prósentustigið í útsvarsálagningu og hugði á sérstakt sorphirðugjald, sem að vísu var fellt með atkvæðum sjálfstæðis- manna í borgarstjórn og annars borgarfulltrúa Al- þýðuflokksins. Þessi skatta- gleði vinstri manna hefur þegar skapað verulegan að- stöðumun í búsetu hér á höfuðborgarsvæðinu, eftir því, hvort sjálfstæðismenn eða vinstri menn ráða ferð. Vinstri meirihlutar í sveitarstjórnum feta því troðna slóð vinstri ríkis- stjórnar í harðari atlögu með launaumslögum vinn- andi fólks í landinu. Þessi aukna skattheimta rýrir að sjálfsögðu ráðstöfunarfé heimila og einstaklinga, sem halda eftir minni og minni hluta af aflafé sínu. Nýtt skattþrep vinstri stjórnar afturvirkni skatta, hækkun vörugjalds, hækk- un verðjöfnunargjalds á raforku og hækkun skatt- heimtu um bensínverð eru allt efnishlutar í þeirri „ryksugu" vinstri stjórnar- innar, sem beint er í launa- umslög almennings í land- inu. Samhliða er vegið að at- vinnuvegum þjóðarinnar í þeim mæli, að rekstrarör- yggi þeirra er teflt í tví- sýnu. Nýir skattar á borð við nýbyggingargjald hafa þegar valdið verulegum samdrætti í byggingariðn- aði. Auknar byrðar á at- vinnuvegi í nýjum hækkuð- um sköttum núv. ríkis- stjórnar eru taldar 6000 m.kr. á þessu ári. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík bætti síðan ofan á þá þagga 1400 m.kr. í nýrri skattlagn- Eðlilegt er að Reykvík- ingar spyrji sig nú, eftir nokkurn reynslutíma af vinstri meirihluta í borgar- stjórn, hvort eitthvað hafi breytzt til hins betra í borg- armálum. Hefur dagheimil- um og leikskólum fjölgað? Hefur unga fólkið fengið betri aðstöðu til íþrótta eða tómstundaiðju? Hefur eitt- hvað verið gert, umfram það sem sjálfstæðismenn höfðu stofnað til, í málefn- um aldraðra eða annarra, sem minna mega sín í þjóð- félaginu? Naumast er hægt að svara þessum spurning- um játandi, þegar þess er gætt, að jafnvel fulltrúar meirihlutans í æskulýðs- og félagsmálaráðum borgar- innar mótmæltu harðlega naumum fjárveitingum til þessara málaflokka við gerð fyrstu fjárhagsáætlunar hins nýja borgarstjórnar- meirihluta. ingu. Slíkt var framlag vinstri stefnunnar í borgar- stjórn og ríkisstjórn til at- vinnuöryggis í landinu. En Reykvíkingar og landsmenn allir eru reynsl- unni ríkari. — Og skoðana- kannanir, sem fram hafa farið, sýna, að menn hafa dregið rétta lærdóma af þessari reynslu. Hins vegar fékk SÍS að gera tilboð í tilteknu útboði borgarinnar, eftir að út- boðsfrestur var útrunninn og tilboð annarra voru kunngjörð. Þar kom siðgæði hins nýja meirihluta í ljós. Það kom og í ljós við póli- tíska ráðningu nýs skrif- stofustjóra hjá borginni, þar sem gengið var fram hjá umsækjendum úr hópi borgarstarfsmanna. Kjarvalsstaðadeilan minnir og á sérstæð vinnubrögð Alþýðubandalagsins, sem mestu ræður í borgarstjórn- armeirihlutanum. Aðförin að útideild talar sínu máli. Já, það er eðlilegt að spurt sé: hvað hefur breytzt til batnaðar hjá hinum nýja borgarstjórnarmeirihluta? En þótt leitað sé með log- andi ljósi finnst það eitt, sem vísar til hinnar verri áttar. Hvað hefur breytzt til hins betra í Reykjavík? Heimsókn, sem stadfestir gód samskipti Það er rétt, sem Mondale varafor- seti Bandaríkjanna, sagði í ræðu, sem hann flutti, meðan hann dvaldist hér á landi, að Islending- ar og Bandaríkjamenn ættu ekki við nein vandamál að stríða í samskiptum sínum. En það er jafn rétt, sem Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra benti á í sinni ræðu, að vandasamt er fyrir báða aðila að hafa erlent herlið í landi. En forsætisráðherra bætti við, að af fenginni reynslu teldi hann æskilegt, að Bandaríkjamenn legðu til liðsaflann í varnarstöðinni. Slík hafa samskipti landanna verið frá því Islendingar óskuðu eftir því í júlí 1941, að bandarískt herlið kæmi hingað í miðri styrjöld og tryggði öryggi lands- ins, en þá var herverndar- samningurinn milli ríkjanna gerð- ur, eins og kunnugt er. Síðan hafa Islendingar haft náið samstarf við lýðræðisþjóðirnar á Vesturlöndum og tryggt öryggi sitt með aðild að Atlantshafsbandalaginu og dvöl varnarliðs hér á landi. Engum skyldi til hugar koma að aðild íslands að Atlantshafsbandalag- inu sé fyrir aðra en okkur sjálfa. Þannig er dvöl varnarliðsins hér þáttur í þeirri viðleitni okkar að tryggja öryggi landsins og sjálf- stæði á viðsjárverðum tímum. Við erum ekki í varnarsamstarfi lýð- ræðisríkjanna, Atlantshafsbanda- laginu, vegna annarra þjóða og höfum ekki heldur leyft varnarlið- inu að dveljast hér á landi vegna Bandaríkjanna, heldur sjálfra okkar vegna og í því skyni að treysta öryggi okkar eigin lands. Að vísu hafði það mikið að segja, þegar við gerðumst aðilar að Atlantshafsbandalaginu, að grannþjóðir okkar, Norðmenn og Danir, tóku þátt í þessu varnar- starfi lýðræðisríkjanna og mun það á sínum tíma hafa ráðið úrslitum um afstöðu einhverra Islendinga. Og enginn vafi er á því, að það hefur gert okkur auðveld- ara að vera í þessum samtökum, fyrst við á annað borð töldum, að hlutleysi tryggði með engum hætti sjálfstæði landsins og öryggi, eins og raun varð á í heimsstyrjöldinni síðustu. Reynslan kenndi okkur að við urðum að tryggja öryggi okkar með öðrum hætti en hlutleysi og af þeim ástæðum höfum við tekið þátt í þessu varnarsamstarfi lýðræðisríkjanna, sem nú er 30 ára gamalt og hefur allan þann tíma tryggt frelsi og frið í þeim löndum, sem eiga aðild að Atlantshafs- bandalaginu, á sama tíma og kommúnistar hafa lagt undir sig hvert ríkið á fætur öðru í öðrum heimshlutum, s.s. Afríku og Asíu- löndum. Hárrétt mat Eysteins Jónssonar í tilefni af 30 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins fluttu fjölmiðlar frásagnir og skoðanir ýmissa þeirra, er þátt tóku í því að móta stefnu Islands fyrir 30 árum og samþykktu fyrir hönd flokka sinna aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu. Gunnar Thoroddsen minntist á aðdragandann að stofn- un Atlantshafsbandalagsins og aðild okkar að því og drap á, hversu haldlítil hlutleysisstefnan hefði verið. Og Eystéinn Jónsson sagði skýrt og skorinort, að Islend- ingar hefðu fyrr eða síðar þurft að taka ákvörðun um það, hvort þeir stæðu með kommúnistaríkjunum eða vildu hafa samstarf um öryggis- og sjálfstæðismál við önnur lýðræðisríki. Hann var ekki í nokkrum vafa um, að við ís- lendingar hefðum stigið rétt spor, þegar við tókum af skarið og lýstum yfir, að við vildum eiga samstöðu með öðrum lýðræðisríkj- um, m.a. með aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Það kom í raun og veru fram ný og merkileg sögu- skoðun í því, sem Eysteinn Jóns- son sagði í fjölmiðlum um þetta efni, bæði það sem fyrr er á minnzt og einnig — og ekki síður — þegar hann benti á, að það hefði getað leitt til illdeilna og erfiðleika fyrir ísland, ef það hefði haldið hlutleysisstefnu sinni og orðið bitbein stórveldanna, eins og hann komst að orði. Þessi skoðun Eysteins Jónssonar er hárrétt. Hún er áminning til okkar allra um að standa vörð um frelsi okkar og sjálfstæði með aðild að Atlants- hafsbandalaginu og nægilegum vörnum hér á landi til að unnt sé að bægja hættunni frá. Hún er ekki sízt aðvörun til þeirrar stjórnar, sem nú situr að völdum á Islandi undir forystu framsóknar- manna, en þeir hafa öðrum fremur þurft á því að halda að vera á það minntir, hversu mikilvæg trygging aðild okkar að Atlantshafsbanda- laginu er lítilli og vopnlausri þjóð eins og okkur. Samstaða lýðræðis- flokkanna Nú hafa tveir af forystumönnum Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson og Ólafur Jóhannesson, minnt okkur rækilega á það, hvor með sínum hætti, hversu nauðsyn- legt er aó standa vörð um sjálf- stæði Islands á þann hátt, sem gert hefur verið. Og í forystugrein Tímans 8. júlí 1978 s.l. var sagt, að „úrslit tveggja síðustu þingkosn- inga benda til, að meirihluti þjóðr arinnar telji ekki annað óhætt en að hafa hér bandarískt varnarlið...“ Allir vita um afstöðu Sjálf- stæðisflokksins og hve ríka áherzlu hann leggur á varnarsam- starf vestrænna þjóða. Varaforseti Bandaríkjanna óskaði sérstaklega eftir að fá að hitta formann flokksins, Geir Hallgrímsson að máli, enda hefur Sjálfstæðisflokk- urinn haft fórystu um stefnu- mörkun í utanríkismálum og lagt mesta áherzlu allra íslenzkra stjórnmálaflokka á þá farsælu utanríkis- og öryggisstefnu, sem fylgt hefur verið. Þá er ekki síður kunnugt um ákveðna afstöðu Alþýðuflokksins til varnarmála, en þau heyra nú undir utanríkis- ráðherra hans og er ekki annað að sjá en treysta megi því, að Bene- dikt Gröndal, formaður Alþýðu- flokksins, framfylgi ákveðið þeirri stefnu, sem hefur orðið íslenzku þjóðinni til frelsis og farsældar, þ.e. þeirri stefnu sem mörkuð var meðan Stefán Jóhann Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins var for- sætisráðherra, en Bjarni Bene- diktsson, síðar forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi störfum utanríkisráðherra. Þessir menn, auk Ólafs Thors, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, og Eysteins Jónssonár, eins skeleggasta forystumanns Framsóknarflokks- ins, áttu mestan þátt í því að íslenzk stjórnvöld sýndu þann kjark og það áræði, sem með þurfti til þess að tryggja öryggi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar á hættulegum og viðsjárverðum tímum. Þeir eiga allir þakkir skilið fyrir ákveðni sína og stefnumót- andi forystu. Lýðræðisflokkarnir hafa borið gæfu til Jiess að standa saman að vörnum Islands og vonandi verður svo áfram. En þess skulu menn minnast — og þá ekki sízt Banda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.