Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1979 Jónas Pétursson, fyrrv. alþingismaður: „S jálfstæði er betraenkjöt” Þessi setning, sem Halldór Laxness leggur Bjarti í Sumarhús- um í munn í Sjálfstæðu fólki, hefir orðið mér ákaflega hugstæð nú um skeið. Svo hugstæð að aðra betri kann ég ekki í svipinn til að segja í stuttu, hnitmiðuðu máli það, sem mér býr í brjósti nætur og daga þegar umhverfið, lífið í landi okkar leitár sterkast á hugann um þessar mundir, segir betur en annað orðaval þáð, sem ég hefi verið að berjast við í 10—15 ár að festa í huga samferðafólksins hér austanlands og í strjálbýlinu — fyrst og fremst í raforkumálum — en um leið þá lífsskoðun, sem í þessu felst. Sú lífsskoðun mótar mína afstöðu, mínar hugmyndir á öllum sviðum. I eftirfarandi köflum varpa ég fram hugleiðingum mínum, af- stöðu til ýmissa mála og mynda sem svífa fyrir sjónum, vegna umræðu á nútímanum eða vegna lærdóma, sem lífið hefir fært mér, og áhugamála, sem varað hafa frá blautu barnsbeini. Til þess að þreyta minna þá, sem forvitnast vilja um skoðanir mínar, set ég millifyrirsagnir á kaflana. Búskaparmál Ég er bóndi yzt sem innst. Hefi aldrei verið annað og verð aldrei annað. Margt hefir mér sárnað í fari bænda nú um skeið. Mínar hugmyndir eru sjálfsagt íhalds- samar — í þessu efni sem öðrum. Hvert er gildi búskapar? Matvælaframleiðslan svara marg- ir og auðvitað er sá þáttur stór — var stærstur á meðan lífsbaráttan var um matinn og klæði og húsa- skjól. En fleira er og stærra en fyrr — á síðustu tímum! Að byggja landið allt, að ala upp hraust og dugmikið fólk, sem vex upp í samskiptum við náttúruna í önn hins daglega við búskap. Fólk, sem fær þjóðareinkennin inn í sig með mat og drykk, með sólskini og regni, hreggi og hríð við umgengni við skepnur, við vöxt gróðurs á túni og úthaga — við undafífil, vallhumal og holtasóley, að ógleymdum smáranum, sem fyllir vitin angan í hlýjum sumr- um. Þetta hefir alla tíð verið mikilvægt hlutverk búskapar að ala upp fólk. Og sannarlega hafa íslenzkar sveitir skilað íslenzku þjóðfélagi stórum hlut og stærst- um í því fólki, þorra þess í blóma lífsins, er flutzt hefir í þéttbýlið. Bernskuárin, uppeldið, framlag sveitanna til þéttbýlisins, — þjóð- félagslega mikilvægasta þjóðar- gjöfin! Sem tölvuspekingarnir fást ekki um! Og þegar þetta fólk eldist, er farið að þylja raunartöl- ur um svo margt gamalt fólk í Reykjavík. Fjöldi þessa fólks hefir flutt þangað á starfsaldri. Hvað er mikilvægara að skapa lífvænleg byggðarlög en starfandi fólk? I búskap er lífsmeiður þjóðanna fólginn! Ovíða meir en einmitt á Islandi. Með því er Island allt byggt. Með því eru tryggð tengsl þjoðar og lands, sem með engu öðru móti nást með sama hætti. Alið upp fólk með þjóðareinkenn- um, sem hvíslast um allt þjóðlíf! Og framleidd matVSeli af gróðri jarðar og gæðum moldar, sem var grundvöllur lífs í landinu langar aldir. Slík var fæðuöflunin. En bændastéttin verður að skilja og tileinka sér þetta margþætta lífs- svið. En í allri umræðu hefir matvælaframleiðslan svo að segja ein skipt máli um skeið. í upphafi Viðreisnar kom 10% útflutningstryggingin í fram- leiðsluráðslögin. Eitt skynsamleg- asta ákvæði laga. I senn hvatning og aðhald. Öll árin síðan hefir bændastéttinni væntanlega verið ljóst að aukin framleiðsla fram yfir það mark þýddi verðlækkun — þýddi það að svonefndu grund- vallarverði yrði ekki náð. Fyrir meir en 10 árum var mörgum orðið ljóst að í þá átt stefndi. Einkum vegna þess að innflutt kjarnfóður var á of lágu verði. Sú framsýni var þá til hjá allmörgum að leggja gjald á innflutt kjarnfóður, sem notað yrði til hagstýringar.Ég vildi fá það í gildi til að byggja upp graskögglaverksmiðjur í landinu. Innlenda kjarnfóðurframleiðslu úr grasi. Við hefðum aldrei þurft annað en ríflegt gjald á innflutt kjarnfóður, notað fyrst og fremst í að byggja upp graskögglaverk- smiðjur (sem hafa reynzt andvana fæddar af því að undirstöðuna, fjármagnið, vantaði). og í aðra hagstýringu búskaparins eftir því sem viðhorf gáfu tilefni. Ég held að það hefði nægt til að fyrir- byggja þá lítt viðkunnanlegu stöðu, sem uppi hefir verið um skeið og fyrirbyggja talsvert af þeirri skothríð sem tölvubissness- lýðurinn hefir sáldrað yfir bænda- stéttina um nokkur ár. Mér hefir sárnað það mest að þetta tölvu- bissnesshugarfar er farið að festa rætur í bændastéttinni sjálfri. í minni vitund er bændastéttin kjöl- festa þjóða, ekki síður hér — sem stendur af sér storma og sveiflur, tekur tízkunni með varúð, svo ekki sé meira sagt. Verðbólgu- hugarfarið nam fyrst land við ströndina, læddist síðan um sveit- ir, inn til dala. Það er þetta, sem hefir sett bændurna í aðstöðu dagsins, framar öllu öðru. Þá skorti íhaldssemi — aðalsmerki búskapar til að vera það jafn- vægisafl í þjóðfélaginu, sem búskapur á að vera. I þættinum í útvarpinu: Morgunpósturinn, var nýlega vitn- að í ummæli Björns á Löngumýri, þar sem hann segir að hár kjarn- fóðurskattur lagi framleiðslumál- in í búvörunni á stuttum tíma. Þetta gladdi mig. Björn á Löngu- mýri met ég mikils eftir kynni okkar á þingmannsárunum, fyrir miklum skarpleik og íhaldssamt búvit. Og raunar hefir tæpast að hafa þá yfirskrift þessa máls, sem yfir pistlunum stendur og geta Björns að engu í þessu máli. Aðgerðarleysi Alþingis er að verða óþolandi. Og naumlega hefði ég trúað að tillögur um skömmtun á kjarnfóðri myndu koma frá sjálfstætt hugsandi bændum. Og kvótakerfi. Er asklokið að verða allsráðandi? Andstaðan við kjarn- fóðurgjald er bændum til skamm- ar og út yfir tekur með tillögur um skömmtun. Kjarnfóðurgjaldið í lög! íslenzkur búskapur á að nýta gæði landsins, bóndinn að búa að sínu með sem minnstum aðföng- um. Bændur gefa aldrei Grímsey fyrir vináttu konungs. Verzla ekki með sjálfstæði sitt fyrir ódýrt kjarnfóður! í stuttu máli: Sjálf- stæði er betra en kjöt! Orkumál Orkumálin hafa ýtt við mér við undanfarnar umræður. Aust- firðingar eru enn komnir í orku- svelti — og er það ekki annað en hlutur, sem hlaut að ske. Þar sem mikill meirihluti þeirra kaus að eiga hlut sinn í þessu sem flestu öðru undir tölvubissnesssjónar- miðum valdastofnana við Faxa- flóa. Austfirðingum væri nú hollt að rifja upp viðtökur þær, sem frumvarp mitt um Austurlands- virkjun hlaut hjá þeim á sínum tíma. Þannig dróst nokkur ár að virkja Lagarfoss og enn hefir ekkert gerzt í framkvæmdum nýs orkuvers, þrátt fyrir margar samþykktir, áskoranir, viðtöl full- trúa við orkumálakónga og prinsa. í fjögur ár a.m.k. hefur verið barizt fyrir virkjun í Fljótsdal. Menn héldu að hún væri að nálg- ast og endurvakin ein útilegu- mannasaga heilan vetur á Grenis- öldu. En nú hefir heill andskota- hópur, með Orkustofnun og tölvu- spekinga í öllum áttum lagst á móti með auknum þunga! Ekkert annað en það, sem ég hefi verið að reyna að koma mönnum hér á Austurlandi í skilning um í mörg ár! Ef Austfirðingar — já, strjál- býlisfólkið hvar sem er ekki tekur sér valdið í flestum sínum málum, með orði og ábyrgð, þá skammta tölvuspekingarnir skít úr hnefa! Það er löngu kunnugt, að ég hefi viljað leysa Rafmagnsveitur ríkis- ins upp í landshlutafyrirtæki. Vestfirðingar riðu á vaðið og tókst að koma Orkubúi Vestfjarða á fót. Auðvitað fylgja því erfiðleikar, já einmitt það, sem þarf að vera til að þjálfa það fólk, sem landið byggir og ætlar að byggja til að vera hæft í lífsbaráttu, sem aldrei endar nema með sigri. Af því að atorkan, þjálfuð af reynslu, elfd í dagsins og lífsins önn hlýtur að halda velli og sigra! Ljóst er mér að Orkubú Vestfjarða á erfiðasta baráttu að heyja. Austfirðingar hafa tvímælalaust betri stöðu með slíkt fyrirtæki á Austurlandi. Þar sker úr um hinir ágætu og miklu orkuöflunarkostir sem hér eru — og auðvitað er það orkan, beizluð til þjönustu, sem ieg|flr til verð- mætið, sem tryggir efnalegan grunn að dreifingu orkunnar. Af því spretta alhliða framfarir í lífi strjálbýlisfólksins — atorka og sjálfstæði. Meira um orkubúskap Alþýðuhandalagið vill koma á fót Islandsviíkjun. Þessu héldu þeir fram áíewWmiálaráðstefnu á Hallormsstað 9.—10. júní 1977. Og töldu með því stefnt að jöfnu raforkuverði um allt land! Ég sagði við Helga Seljan: Dettu þér í hug að forréttindahópurinn, sem búinn er að koma sér fyrir í Landsvirkjun láti eitthvað af sín- um hagsmunum til strjálbýlis- fólksins? Ég fékk reyndar ekki svar. Nú er vinstri stjórnin að bagsa við þetta mál. Þá segir Birgir Isleifur að Reykvíkingar þurfi að gæts hagsmuna sinna. Hann telur það fjarstæðu að ein mesta auðlind íslands, vatns- og hitaorkan styðji með arði sínum Kröfluvirkjun. Kröfluævintýrið! Hvað er Kröfluævintýrið? Fyrsta stórfellda viðleitnin að beizla orku jarðhitans til raforkuframleiðslu. Það er oft hægt að vera vitur eftir á. En hvenær átti að byrja? Átti að horfa nokkra áratugi enn á gufumekkina úr iðrum jarðar — státa aðeins af auðlindunum — eða leggja til atlögu og ná tökum á verðmætunum! Það hefir ýmislegt óvænt gerzt. Ekkert var og er sjálfsagðara en einmitt það, að kostnaðurinn af Kröflu hvílir á þeim, sem innlendrar orku njóta — beint eða óbeint. Auðlinda- skattur af okkar mestu auðlindum, bæði vatns- og hitaorku. Ólíkt eðlilegra og hyggilegra en verðjöfnunargjald. Ef Kröfluævin- týrið hefði nú snúið öfugt — ævintýri — fremur notað í þjóð- sögum um stórhöpp og velgengni — hefði þá e.t.v. verið annað hljóð í strokknum? Ýmsir viljað hag- nýta sér Kröfluævintýrið! Stjórnmál og tölva Ég hefi fylgzt ögn með þingmál- um — hitti stundum á að hlusta á útvarp á þingfréttatíma — auk þess sem blöðin flytja, þótt fátt eitt verði lesið. Sunnlendingar berjast fyrir brú á Ölfusá við Óseyri. Á það mál var drepið í þingfréttum ekki alls fyrir löngu. Þá rifjaðist upp fyrir mér að á beinni línu í útvarpinu, þar sem Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins var spurður, varpaði einhver fyrirspyrjandi, Sunnlendingur að ég tel þeirri spurningu fram, hver væri afstaða Geirs til brúarmálsins við Óseyri. Ég man svarið. Geir svaraði að hann vildi láta gera hagkvæmnis- útreikninga á þessari brú áður en afstaða væri tekin. Þá rifjaðist annað upp, að einhvers staðar sá ég eða heyrði — í blaði eða útvarpi fyrir skömmu, spurningu eitthvað á þessa leið: Verður tölva forsætis- ráðherra kring um árið tvö þúsund? Morgunblaðið sagði einhvern tíma fyrir skömmu, að mannslíf væru ekki metin til peninga. Ekki man ég hvort það var í tilefni leitar að týndum mönnum á landi eða sjó. Rétt er að minna á þetta oftar. Og ekki sízt að minna á það í þjóðmálaumræðu yfirleitt. Ekki sízt nú í þeirri auknu fjölmiðlun, sem nú dynur yfir þjóðina og dreggjar þess djöfulsmáls eru að sitra inn í þjóðarvitund, sem kappsamlega hefir verið ílutt í síðdegisblöðum t.d.! Tölvubissness! Kjöt er betra en sjálfstæði! Ég er ákveðinn stuðningsmaður Ölfusár- brúar við Óseyri — hún er lífs- fylling skynsamlegs vits þeirra, sem sjá sýnir í umhverfinu — og lyfta augum undan asklokinu! Þórshafnarævintýri! Á borðinu hjá mér hefir lengi legið lítill blár miði. Ég hefi oft hlustað með öðru eyra á forustu- greinar dagblaða, þótt ég væri að sýsla við ýmsa pappíra. — einkenni þess mislukkaða lífs- gæðaþjóðfélags, sem orðin er plága. Einkenni, sem askloks- himininn sveipast yfir! 21. nóvember sl. hlustaði ég. Þá var forystugrein Vísis um of há fjárlög og lýst nauðsyn á þeim meirihluta á Alþingi, sem þyrði að skera niður og dæmi var nefnt: Sem ekki styður Þórshafnarævin- týrið! Sem sagt: Óhöppin með togara þeirra á Þórshöfn norður kom einna fyrst í hug leiðara- höfundar Vísis sem dæmi um orsakir of hátrá fjárlaga. Það fór eldur um æðar mínar. Sama hugarfarið, sama blindan enn — eins og sama blað auglýsti áður með skrifum um þangmjölsverk- smiðjuna á Reykhólum! Sagan af flugunni í tunnunni alltaf að gerast — hjónin sem fundu söku- dólginn, sem tæmdi smjörtunnuna yfir þeim, og þá varð til þetta orðtak sem síðan lifir: Neyttu á meðan á nefinu stendur! Hvers vegna ekki að öll sagan gerist enn? Meira síðar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.