Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1979 SigurðurE. Ingi- mundarson — sjó- maður—Minning Fæddur 21. ágúst 1895. Dáinn 12. apríl 1979. A morgun, mánudaginn 23. apríl, verður til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík Sigurð- ur Einar Ingimundarson, fyrrum togarasjómaður, lengst af til heimilis að Hringbraut 80 hér í bæ, en hann andaðist eftir skamma sjúkrahúsvist 12. arpíl síðastliðinn, en hafði annars heilsu fram til seinasta dags. Sigurður E. Ingimundarson var fæddur í Móum á Kjalarnesi, undir Esjunni, og voru foreldrar hans þau Sigríður Sigurðardóttir (1859—1940) og Ingimundur Pét- ursson (1874—1957), síðar fisk- verkunarmaður í Reykjavík. Þau giftust ekki, og aðeins þriggja ára fór Sigurður í fóstur til Jóns Guðmundssonar í Hausthúsum og síðari konu hans Sigríðar Þórðar- dóttur, Gíslasonar á Lambastöð- um á Seltjarnarnesi. Þar ólst Sigurður upp til ferm- ingaraldurs, hjá Jóni í Hausthús- um, stjúpa sínum, og Sigríði konu hans, en Jón í Hausthúsum var mikill dugnaðar og sæmdarmaður. Hann var auk annars einn af stofnendum Dagsbrúnar og Fram- farafélagsins, svonefnda. Þar ólst einnig upp Þóra Vigfús- dóttir, sem síðar varð kona Krist- íns E. Andréssonar, magisters og bókmenntafræðings, en Þóra, sem var tveim árum yngri en Sigurður, var tekin þangað í fóstur í reifum, og ólst þar upp uns hún fluttist til Danmerkur á sautjánda ári. Sigríður Sigurðardóttir, móðir Sigurðar, kom einnig í Hausthús og bjuggu þau á loftinu í Haust- húsum og skildu ekki upp frá því, meðan bæði lifðu. Hausthús hafa nú verið rifin, en + Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞORBERGUR KJARTANSSON, kaupmaður, Bollagötu 14, andaöist föstudaginn 20. apríl. Guðríður S. Kjartanaaon, Jóhann Gunnar Þorbergsaon, Kjartan O. Þorbergason. Eiginmaður minn og faðir minn HJÖRLEIFUR HJÖRLEIFSSON Háteigsvegi 34, Reykjavík andaöist í Reykjavík föstudaginn 20. aprtl s.l. Effa Georgsdóttir Guölaugur Hjörleifsson t Móöir okkar og amma, GUÐLAUG PÁLSDÓTTIR, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. apríl kl. 3. Eirný Sæmundsdóttir, Péll Sæmundsson, og börn. + Inniiegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFÍU SIGURJÓNSDÓTTUR, Kleppsvegi 26. Gunnlaugur Þórarinsson, Sigrún Þórarinsdóttir, Geir Þóróarson, Sigurjón Þórarinsson, Klara Benediktsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Móöir okkar og fósturmóöir, JÓHANNA FOSSBERG verður jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 24. aþríl kl. 3 e.h. Jóhanna Thorlaciua Helga Fossberg, Ragna Fossberg, Cyril Edward Hoblyn. + Útför fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURÐAR E. INGIMUNDARSONAR, sjómanns, Hríngbraut 80, verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 23. apríl kl. 2 e.h. Börn, tengdabörn og barnabörn. þau stóðu þar sem nú er Bakka- stígur, það er að segja það sem eftir kann af honum að vera, en þarna úti undir víkinni voru í byrjun aldarinnar mörg býli, er nú hafa verið rifin, seinast Nýlenda, sem nú hefur verið endurreist í Árbæ. Réttara mun þó að segja að Hausthús hafi staðið hjá Mýrar- holti, en Mýrarholt, Garðhús, Hausthús og Bakkarnir tveir, Austur og Vestur Bakki hafi staðið í þyrpingu; vestar voru svo Ána- naust og eitthvað fleira. Þarna bjuggu útvegsmenn. Menn sem áttu báta. Þeir unnu verkamannavinnu, höfðu mikla og þykka kálgarða líka stakkstæði og þeir verkuðu fisk. Þeir stunduðu rauðmagaveiðar á vorin og ein- hverjar þorskveiðar líka. Höfðu net og fóru með lóðir. Börnin byrjuðu snemma að taka til hendinni, voru vakin klukkan sex á morgnana í þurrki til að breiða fisk, en þá voru mikil sólskin, og sögðu þau Sigurður og Þóra mér síðar að þau hafi þá oft beðið fyrir regni, til að þurfa ekki út á reitina næsta dag, en bæn- heyrslur voru fátíðar. Ekki stundaði Jón í Hausthús- um samt neina sérstaka barna- þrælkun, allir sem vettlingi gátu valdið urðu að vinna, líka börnin þegar þau höfðu þrek til. Um kjör þessa fólks verður lítið sagt hér, en Jón í Hausthúsum hafði talsverð umsvif, vann í lóðsmerkjum, auk annars og að- stoðaði hafnsögumenn, en vann lengst fyrir Copeland, athafna- mann, er hafði mikil umsvif fyrir og um aldamótin hér á landi, eða öllu heldur fyrir verkstjóra hans Pétur Hansson, er var kunnur maður í sinni tíð. Jón í Hausthúsum átti bát, en bátar gengu úr Ólafsvör, Kríu- kletti og úr Bökkunum, en lending- ar og varir voru margar utanfrá Granda og að Selsvör. Þegar þetta gerðist, voru hafn- argarðar Reykjavíkurhafnar ókomnir. Landróðrar og hrog- nkelsaveiði var stunduð úr brim- lendingum, skútur stóðu á kambi, eða lágu fyrir akkerum í vari af Örfyrirsey og skerjagarðinum út af Akurey. Þarna, vestast í Vesturbænum, voru rökkrin djúp, sumarnætur fegurri en gerist og gengur og landið ósnortið í Örfyrirsey, og þeir höfðu sjávargötu skamma. í þessu umhverfi ólst Sigurður Ingimundarson upp til fermingar- aldurs, en bjó eftir það á ýmsum stöðum í Vesturbænum ásamt móður sinni, en svo fóru þau aftur í Hausthús og bjuggu þar í mörg ár. Ekki naut Sigurður mikillar skólagöngu í nútímalegum skiln- ingi, þótt umgengni við ráðvant fólk og útróðrarmenn, og -það atvinnulíf er heimilunum fylgdi, hafi reynst haldgott veganesti, ekki síður en fræðin gera. Hann gekk í barnaskóla og einn vetur var hann í kvölddeild við Verslun- arskólann, og taldi það hafa aukið þekkingu sína og verið sér til mikils þroska, enda einbeitti hann sér við námið. Þá mun hann um þetta leyti hafa verið búðarmaður hjá Brydeverzlun um skeið. Sigurður Ingimundarson ólst því upp við sjó og fisk. Fyrstu árin vann hann mest fyrir Copeland, ásamt stjúpa sínum, meðal annars við laxveiðar í Kjós á sumrum, en svo við útgerð Copelands þar á milli, en fyrst mun Sigurður hafa farið til sjós á togara árið 1913, en þar var þá skipstjóri Hafsteinn Bergþórsson, síðar framkvæmda- stjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavík- ur. Eftir það var teningunum kastað og togarasjómennskan varð hans ævistarf. í þá daga var atvinnulíf með öðrum hætti en það er nú. Þá voru það forréttindi að vera í plássi á togara, því valinn maður var í hverju rúmi, aðrir urðu að leita annað um vinnu, en frá þessu er ekki sagt til þess að ofmeta einn eða neinn, né vanmeta, heldur til að minna á að baráttan um brauð- ið var hörð og örðug um þessa daga. Frá 1913 var Sigurður með Hafsteini Bergþórssyni í sjö ár, en fór síðan á togarann Otur, en þar var hann í 17 ár með Nikulási heitnum Jónssuni, hinum merka skipstjóra, sem hafði Faxabugt að sérgrein og fiskaði oft þegar aðrir fengu lítið. Seinast réð hann sig á togara árið 1947, á nýsköpunartogarann Helgafell, en þar var hann 12 ár með Þórði Hjörleifssyni, en þá var Helgafellið selt norður. Sigurður vann öll algeng störf togarasjómanns, en lengst af var hann bræðslumaður, sem var vandasamt verk, því í þá daga áttu hásetar og öll skipshöfnin mikið undir lifrinni og lýsinu, að þar væri samviskusamlega staðið að verki. Þegar búið var að selja Helga- fellið, var lægð í togaraútgerð, og pláss ekki á lausu í svipinn. Bar Sigurður sig þá í land fyrir fullt og fast, og réð hann sig til starfa hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, sem þá var að taka til starfa, og þar vann hann við skýrslugerð og álestra í 17 ár, uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, þá 74 ára að aldri. Nokkur mannlýsing virðist manni fólgin í starfsævi Sigurðar E. Ingimundarsonar. Hann er lengi á hverjum stað, lyndir við samferðamennina og yfirboðara sína. Hann fór ekki aftur á sjó, þótt beðinn væri og til hans leitað með það. Um það leyti sem Sigurður stundaði verslunarnámið, kynntist hann lífsförunauti sínum, Lovísu Árnadóttur Blöndal. Þau giftu sig 17. nóvember árið 1917. Lovísa var fædd á Vestdals- eyri við Seyðisfjörð 21. desember árið 1897, og voru foreldrar hennar þau hjónin Árni Pálsson sjómaður og Kristín Hallgrímsdóttir. Lovísa + Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö viö fráfall litla drengsins okkar, ÓLAFS MARELS Guö blessi ykkur öll. María V. Ólafsdóttir, Ólafur Már Sigurðsson, Hildur Ólafsdóttir, Hlín Nielsen, Ólafur M. Ólafsson, Jóhanna Magnúsdóttir, Siguróur Magnússon og aörir vandamenn. + Við þökkum hjartanlega öllum vinum okkar á islandi fyrir okkur auösýnda samúö viö fráfall eiginmanns míns og sonar okkar, KARLS ERIKS HULTGRUN, sem andaöist í Thailandi 28. marz. Jaröarförin hefur farið fram. Kristín Brynjólfsdóttír Hultgrun, Birgti og Erik Hultgrun, Gautaborg. + Eiginmaöur minn, faðir okkar og bróöir, GUDMUNDUR KRISTJÁNSSON, Vatnaholti 2, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 24. apríl kl 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Valdís Brandsdóttír, Margrát Guðmundsdóttir, Brandur St. Guðmundsson, Lilja Kristjánsdóttir. + • Móöir okkar, tengdamóöir og amma, JÓHANNA K. HALLGRÍMSDÓTTIR, Garöastræti 47, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 24. apríl kl. 10.30. Anna Lísa Einarsdóttir, Jón Sandholt, Hrafn Einarsson, Signý Halldórsdóttir, Matthías B. Einarsson, Málfríður Þorsteinsdóttir, Margrát S. Einarsdóttir, Atli Pálsson, og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö við útför fööur okkar, tengdafööur og afa, ÞÓRÐAR STEFÁNSSONAR, trá Hrauk, Þykkvabæ. Stefán Þóröarson, Ingi Þórðarson, Kristin Óskarsdóttír, Sigrún Ósk Ingadóttir, Kristján Sigurösson, Vilborg Kristjánsdóttir, og Aöalheiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.