Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1979 25 missti föður sinn barnung, en hann drukknaði og heimilið leyst- ist upp. Var henni komið í fóstur er hún var aðeins fimm ára gömul til Halldóru og Magnúsar Blöndals (1862—1927). Magnús var sonur Gunnlaugs Blöndals, sýslumanns og konu hans Sigríðar, sem var dóttir Sveinbjörns Egilssonar rektors. Halldóra Blöndal kona Magnúsar, var dóttir Lárusar Thorarensens í Hofi í Hörgárdal. Magnús hafði umsvif á Akureyri, en fluttist til Reykjavíkur árið 1908 og gerðist ritstjóri. Lovísa var falleg og elskuleg kona, mikil húsmóðir og myndar- leg í alla staði, og eignuðust þau Sigurður átta börn, sem öll eru á lífi nema eitt. Þau eru: Halldóra gift Stefáni Jónssyni veggfóðrara, Reykjavík. Sigríður Kristín, gift Magnúsi Jónssyni, eftirlitsmanni hjá SVR, Ragnheið- ur Lára, gift Trausta Friðberts- syni, fv. kaupfélagsstjóra, Jón Magnús, kaupfélagsstjóri í Mos- fellssveit, kvæntur Lilju Sigur- jónsdóttur, Þrúður, gift Guðmundi Bergssyni, bónda í Ölvesi, Sigurð- ur Einar (dó 8 mánaða), Sigurður Árni prentari, Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Þórhallsdóttur, Harald- ur, yfirverkfræðingur hjá Land- ssímanum, kvæntur Alexíu Gísla- dóttur. Lovísa lést árið 1973, 75 ára gömul. Frá þeim hjónum eru nú komn- ar miklar ættir og munu afkom- endur þeirra vera milli 70 og 80. Þau Sigurður og Lovísa bjuggu fyrstu búskaparár sín í Hausthús- um, en fluttust síðan í Verka- mannabústaðina að Hringbraut 80, en þeir voru tilbúnir árið 1932 og þóttu þá með því besta er gerðist í íbúðarhúsnæði alþýðu- manna. Var jafnvel um það skrifað í blöðin, að þar væru baðherbergi og rafmagnseldavélar í íbúðum verkamanna, en slík þægindi þóttu í öfugum takti við tímann, en þá var kreppa á íslandi. Þarna bjó einnig fjölskylda mín, dyr stóðu andspænis í 25 ár, eða svo. Ekki fann fólk þá til þrengsla eins og núna og þröngt hefur bekkurinn verið setinn þar sem 11 manns voru í heimili í þrem herbergjum og eldhúsi. Aldrei varð ég þrengsla samt var; yfir heimili Lovísu og Sigurð- ar var einhver sjaldgæfur þokki alla tíð, og sú allsherjarregla er lyftir í siðum og umgengisháttum. Þetta voru miklir tímar. Ég minnist nú æskudaganna. Þá voru mikil sólskin á sumrum og fiskbreiður um alla mela. Sjómenn komu og fóru. Stríðið skall á. Ég get minnst orða séra Bjarna Jóns- sonar dómkirkjuprests, sem hann sagði einu sinni við mig, en hann ólst upp á næsta bæ við Sigurð, í Mýrarholti: — Nei ég hef ekki verið á sjó, en ég hefi séð þá, séð rauðbörkuð seglin bera við himin og hvítar jómfrúr í reiðanum. Séð þa hverfa í djúpið. I Verkamannabústöðunum bjó fjöldi togarasjómanna, við börnin sáum þá fara stórstíga til skips með sjópokann á öxlinni, og við höfðum miklar áhyggjur. Skipin voru sprengd í stríðinu, okkar menn fórust sumir, aðrir lifðu af stríðið og þegar menn komu heim heilir á húfi, fylltust hjörtu okkar fögnuði. Líka höfðum við áhyggjur þegar stormurinn geisaði og söng í staurum og línum. Þá sáum við fyrir okkur drekkhlaðin skip, ljós- laus í stríði við allt í senn, vitfirrt haf og veröld, sem ekki var lengur með réttu ráði. En svo kom aftur betri tíð og miklir tímar, og lífið gekk sinn vanagang. Börnin í húsinu fluttust burt til að fara eitthvað annað til að vera til, og seinast urðu þau ein eftir. Hún fór 1973 og hann núna sex árum síðar. Sigurður var með glæsilegri mönnum á æskudögum, og hann entist vel. ’ Að lýsa gömlum sjómönnum, seinustu árum þeirra, er oft örð- ugt. Sverrir Haraldsson listmálari segir í bók, að gamlir sjómenn í Vestmannaeyjum hafi minnt sig á guðspjallamenn. Þetta er að sumu leyti rétt, að minnsta kosti á það við þá er hverfa sáttir við lífið, verða í þeim skilningi börn aftur, að við þeim blasir framtíð. Þá menn kveður maður glaður. og þakkar þeim langa samfylgd; árn- ar þeim heilla í seinustu ferðina, þegar maður sér segl þeirra hverfa við hafsins brún. Við fjölskylda mín, móðir og systkini söknum vina, og tíma er koma aldrei aftur. Jónas Guðmundsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför móður minnar, tengdamóöur og ömmu, SIGURLAUGAR AUÐUNSDÓTTIR, sAusturgötu 7, Hafnarfiröi. Agla Bjarnadóttir, Örn Agnarsson, Bjarni og Agnar Helgi. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför GUÐMUNDÍNU SIGURRÓSAR GUÐMUNDSDÓTTUR, fri Sauðeyjum. Börn, fósturbörn, tengdabörn og fjölskyldur peirra. t Hjartanlega þökkum viö öllum nær og fjær er vottuöu okkur samúö og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móöur, tengdamóöur og ömmu’, INGUNNAR JÓNSDÓTTUR, Melgeröi 9. Bjarni S. Bjarnason, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar og móöur okkar, ÖNNU SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR Otrateig 10, sem lézt þann 14. apríl sl. veröur gerö frá Fossvogskirkju miövikudaginn 25. apríl kl. 13.30. _ .. Sveinbjörn Egilsson, Guöný Sveinbjörnsdóttir, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir. nyju super sokkabuxurnar sem falla eins og flís viö rass. Ekkert hefur nokkru »inni gert fótum yöar betra en L’eggs. L’EGQS REGULAR sokkabuxur teygjast einstaklega vel á alle vegu. Þær teygjast á tvo vegu f einu til ab samlagast sérhverri hreyfingu meé ágastum. Engar tetlingar á öklum lengur. Engir pokar á hnjám. L’egga talla fagurlega aö fótum yðar. FLEIRI ÓTRÚLEGAR TEGUNDIR. L’EGGS CONTROL TOP fellur vel aó maga og j lærum og eykur á baegindi. Batra útlit og Þó engin . pvingun. í L'eggs-stöndunum. Þid fáið 4 geröirnar L’EGGS KNEE HIGHS. Sórlega breitt sokkaband eykur basgindi dag og nótt. Ekkart barfa aó binda, en sokkarhir hafdast uppi. L'EGGS SHEER ENERGY úr sérlegs teygjanlegu garni friskar upp víó hvert fótmál. Virkar eins og daglegt nudd og veitir silkimjúkan stuóning. L'eggs á allsr tagundir af sokkabuxum fyrir yóur. Fieat í flestum góóum verzlunum. IHIfUB’S. oQtnerióka" Tunguhálsl 11, R. Síml 82700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.