Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.04.1979, Blaðsíða 32
alura' iftiptnlritafrfö Jflorgunblwíiib SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1979 Lákur á umbrotum og aur- bleyta á vegum seinka flutningi Jötuns norður í NOKKRAR vikur hefur staðið til að flytja borinn Jötun norður í Bjarnarflag, þar sem á að bora eina holu fyrir Kísiliðjuna. Af flutningnum hefur þó ekki enn orðið vegna óvissuástands á svæðinu og nú er svo komið að vegna aurbleytu á vegum verður borinn varla fluttur norður næstu vikurnar. í umbrotunum á Kröflusvæðinu í september 1977 eyðilögðust tvær af fimm holum Kísiliðjunnar í Bjarnar- flagi og síðan hefur ein hola að auki gengið úr skaftinu. Hefur Kísiliðjan því haft ónóga gufu að undanförnu, en úr því á að bæta í sumar með einni nýrri holu. Á sú hola að vera . sunnan vegarins austur undir rótum Námafjalls. Þar skammt frá er mikil sprunga og vegna yfirvofandi umbrota- ástands hefur að sögn ísleifs Jóns- sonar ekki verið talið vogandi að flytja borinn norður og setja hann upp á sprungubarminum. — Nú er allt að verða ófært vegna aurbleytu og því er erfitt að segja fyrir um hvenær farið verður af stað með borinn, sagði ísleifur. Líklegt er að borinn Jötunn verði geymdur fyrir norðan eftir að hann hefur lokið borun holunnar fyrir Kisiliðjuna, en hins vegar er ólíklegt að borað verði eftir gufu fyrir Kröfluvirkjun í sumar. Að sögn Vésteins Guðmundssonar framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar hófst dæling úr Mývatni í lok febrú- ar og hefur kísilgúrnum verið dælt í nýja þró, sem byggð var á síðasta ári. Tekur sú þró jafn mikið og þrær verksmiðjunnar, sem áður voru notaðar. Dælingin í vatninu hófst tveimur mánuðum fyrr í ár en venjulega og hefur gengið vel, að sögn Vésteins. Kona Korchnoi biður Fide um hjálp Alþjóöaskáksambandinu Fide hafa borizt tvö bréf frá Bellu Korchnoi, eiginkonu Viktors Korchnoi, þar sem hún biður sambandið að beita áhrif- um si'num til að hún fái að fara frá Sovétríkjunum ásamt syni þeirra hjóna. Friðrik Ólafsson forseti Fide sagði í samtali við Mbl., að nú væri verið að athuga með leiðir til aðstoðar Korchnoi-fjölskyldunni, en sem kunnugt er hefur Viktor Korchnoi einnig beðið Fide aðstoðar í þessu máli. I samtali, sem Mbl. átti ný- lega við Korchnoi, kom fram, að konu hans og syni hafði þá nýlega verið í þriðja skipti neitað um að mega flytjast úr landi. í bréfunum til Fide skýrir Bella Korchnoi ástæður þær, sem lágu að baki því að maður Bella Korchnoi hennar yfirgaf Sovétríkin og eru þær skýringar á sömu lund og Korchnoi sjálfur hefur gefið m.a. í samtölum við Mbl. Þá segir Bella Korchnoi, að hún og sonurinn sæti harðneskjulegri framkomu af hálfu yfirvalda og sé þeim nú ekki vært í landinu frekar en Viktor Korchnoi hafi verið, þegar hann tók þá ákvörð- un að setjast að á Vesturlönd- um. Sjá: „Að mörgu leyti um- fangsmeira starf en ég átti von á“. Samtal við Friðrik ólafsson, bls. 13. LjÓ8m. Jón P. AsgeirsHon. Ungar meyjar á Suðureyri við Súgandafjörð brosa mót sumri og sól. 12% fiskverðshækk- un og 6% gengissig — ef útgerðin verður látin bera olíuhækkunina að fullu EF GASOLÍA verður hækkuð um 50% og útgerðinni verður bætt hækkunin upp með fiskverðshækkun þarf hún að verða um 12%. Ef kostnaðarauki fiskvinnslunnar sem af hækkun fiskverðs hlýzt verður bættur með gengisbreytingu þarf gengissig að verða um 6%. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér eru þetta þær staðreyndir sem blasa við vegna óhjákvæmilegrar stórhækkunar gas- olíu. Ríkisstjórnin og sérfræðingar hennar vinna nú að því að finna lausn á þessum vanda. Komið hefur til tals að millifæra fjármuni til útgerðarinnar og þá hugsanlega hlut ríkisins í yfirvofandi benzínhækkun, sem kann að verða á bilinu 2—2,5 milljarðar króna á ári. Kostnaðar- auki útgerðarinnar vegna gasolíu- hækkunarinnar er hins vegar áætlaður 6 milljarðar á ári. Ef sú leið verður valin að millifæra fé til útgerðarinnar þarf fiskverðs- hækkunin ekki að verða jafn mikil og ella yrði ef útgerðin tæki á sig alla hækkunina. Ríkisstjórnin mun ræða þetta mál á fundi sínum á þriðjudaginn og er fastlega gert ráð fyrir því að nýtt verð á benzíni og olíum taki gildi í næstu viku. Skráð gasolíuverð í Rotterdam er nú 265 dollarar tonnið og er það svipað verð og olían, sem nú er í sölu og hið nýja verð miðast við, var Réttíndi á Reykjaneshrygg til umræðu á hafréttarráðstefnunni íslendingar ræða við Rússa „ÍSLENZKA sendinefndin í Genf hefur brugðist hart við tilraunum til að útiloka land- grunnsréttindi utan 200 mílna umhverfis neðansjávarhryggi,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, er Mbl. ræddi við hann í Genf í gærmorgun. „í rússnesku tillöguna, sem nú miðar á ný að því að takmarka landgrunnsréttindin við 100 mílur utan 200 mílna efnahags- lögsögunnar, hefur verið bætt setningu, sem fyrirbyggir út- færslu við neðansjávarhryggi. Hans G. Andcrsen mótmælti því harðlega að slik regla gæti tekið til Reykjaneshryggjarins, sem væri eðlilegt framhald íslands. Hann hefur si'ðan rætt málið við Rússa og er von um að þeir fallist á þá breytingar- tillögu fslenzku sendinefndar- innar, að rcglan taki einungis til djúpsjávarhryggja, eða eitt- hvert annað orðalag, sem tryggir rétt okkar á Reykjanes- hrygg og taki jafnframt til Kolbeinseyjarhryggjarins.“ Eyjólfur Konráð sagði, að Rússar hefðu í fyrradag lagt formlega fram tillögu sína um takmörkun hafsbotnsréttinda utan efnahagslögsögunnar. Hafa þeir á ný horfið að 100 mílna takmörkun í stað 150 mílna og vilja undanskilja bryggi. „I mótmælum formanns ís- lenzku sendinefndarinnar í ræðu í sjöttu samninganefnd, sem öll ríki eiga aðild að, kom fram, að Island væri jarðfræði- lega hluti Atlantshafshryggjar- ins og Reykjaneshryggurinn því fullkomið dæmi um „eðlilega framlengingu Islands," sagði Eyjólfur Konráð. „Væri hér um sérstætt tilvik að ræða, sem taka yrði tillit til. Dýpið á Reykjaneshrygg minnkaði síðan til suðurs og annaðhvort mætti miða við 100 mílna fjarlægð eða 2500 metra dýptarlínu á þessu svæði til að takmarka rétt ís- lendinga til suðurs. Þar að auki væri mótsögn í tillögunni, eins og hún nú er að því er varðar aðstæður við ísland. Fulltrúar fjöldamargra ríkja lýsa skoðunum sínum í þessum umræðum og meðal annars benti fulltrúi Breta á, að rök íslenzka fulltrúans yrði að skoða án þess þó að nefna hver sett hefði þau fram. Fulltrúi Nýja-Sjálands tók í sama streng.“ I næstu viku skýrist hver munu verða afdrif þessarar til- lögu, en að sögn Eyjólfs treysta íslenzku fulltrúarnir því að tak- ast muni að gæta réttindanna úti af Reykjanesi. „Fyrst er reynt að fá Rússa til að breyta tillögu sinni. Takist það ekki verður að leita annarra úr- ræða,“ sagði Eyjólfur Konráð. Sjá: Viðtöl við Færey- inga um réttindi sunn- an íslands. Bls. 2. keypt á í febrúar s.l. Verðið fór hæst í 352,50 dollara í febrúar en lækkaði niður í 235 dollara um miðjan marz. Verðið hefur aftur á móti hækkað að nýju og óttast menn að sú hækkun sem nú þarf að ákveða verði varan- leg og ekki komi til lækkunar á ný. Féll niður nm ís og beið björg- unar í um hálftíma FJÖJtUTÍU og fjögurra ára gam- all maður, Hallur Sæmundsson, Fagrabæ Grenivík, íéll niður um lagnaðarís á Eyjafirði fyrir skömmu. Ilalli tókst ekki að bjarga sér upp af sjálfsdáðum og leið um hálf klukkustund þar til fólk sá hvernig komið var og kom Halli til bjargar. í samtali við Mbl. vildi Hallur sem minnst úr þessum atburði gera. Sagðist hann hafa verið á gangi á lagnaðarís „hér rétt fram- an við“, þegar ísinn lét skyndilega undan og Hallur féll í sjóinn. Kvaðst hann í fyrstu hafa reynt að komast upp á ísinn aftur, en skörin alltaf látið undan honum. Hefði hann þá hætt þeim tilraun- um, haldið í ísinn og beðið björg- unar, þar sem hann taldi ólíklegt að langur tími liði þar til fólk sæi, hvernig komið væri. Sagði Hallur ekki fjarri lagi, að hann hefði beðið í vökinni í um hálfa klukkustund þar til hjálp kom, en ekki sagði hann að sér hefði orðið meint af volkinu, þótt kalt hefði verið í sjónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.