Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 1
40 SIÐUR MEÐ 4 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 91. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Yfirhershöfðingi íranshers myrtur Teheran, 23. aprfl. AP. Reuter. MOHAMMAD Vali Gharani, sem verið hefur æðsti yfirmaður íranshers síðan Khomeini komst til valda, var í dag skotinn niður við heimili sitt í Teheran, aí óþekktum skotmanni sem komst und- an. Gharani lézt skömmu síðar á sjúkrahúsi. Ekki íýstu nein samtök ábyrgð morðsins á hendur sér, en fréttaskýrendur telja líklegast að Gharani hafi annað tveggja orðið fórnarlamb vinstri sinna, sem ætíð hafa talið hann vera of vinveittan Banda- ríkjamönnum, eða þá Kúrda sem mjög hafa gagnrýnt hann fyrir harð- neskjulega framgöngu her- „Dýrt er drottr ins orðið" New York, 23. aprfl - AP HAFT var eftir John Weitz, einum helzta tízkufrömuði Bandaríkjanna að búizt væri við því, að bandarískir karl- menn myndu á þessu ári eyða sem nemur 144 milljörðum íslenzkra króna í ýmiss konar efni til að „lykta" betur. Sala á slíkum efnum hefur aukizt úr 22 milljörðum ís- lenzkra króna árið 1963 í 129 milljarða króna á s.l. ári. Amin vill fá keypt vopn í írak Nairóhi. 23. aprfl. AP. HAFT VAR eftir arabískum diplómötum í Nairóbi í Kenya í dag, að Idi Amin fyrrverandi þjóðhöfðingi Úgandamanna hefði brugðið sér í „innkaupaferð" til íraks um helgina. Þar mun Amin hafa reynt að fá keypt vopn í þeim tilgangi að snúa til TJganda á ný, ásamt stuðningsmönnum sínum Ekki hafa þessar fréttir fengist staðfestar í írak, en írakar hafa til þessa verið Amin mjög hliðhollir og þykir sérfræðingum því ekkj ósennilegt að þeir verði við beiðni hans. Allt var með kyrrum kjörum í Uganda um helgina og virtist svo sem allir hermenn hliðhollir Amin hefðu komist úr landi áður en nýju stjórnarherrarnir tóku formlega við fyrir tveimur vikum. Þrátt fyrir rólegt ástand í landinu eru vandamálin sem nýja stjórnin í Kampala á við að etja gífurleg. Segja má að efnahagslíf landsins sé í rúst og má í því sambandi nefna, að verðbólga var þar í landi yfir 700% á síðasta ári. Gharani yfirhershöfðingi íranska hersins. manna gegn uppreisnar- mönnum Kúrda í bænum Sanandaj í síðasta mánuði. Gharani var skipaður æðsti maður hersins 12. febrúar s.l. af Mehdi Bazargan forsætisráðherra og hlaut þá þegar blessun Khomeinis. Hann sætti síðar gíf- urlegri gagnrýni þegar til upp- reisnar Kúrda kom í Sanandaj og hann sendi herflokka með þyrlum sem skutu á mannfjöldann úr lofti. Átök blossuðu enn á ný út í Kúrdahéruðum írans seinni hluta dags í gær þegar fréttist um lát Gharanis og höfðu þá þegar all- nokkrir látið lífið. Þá bárust enn frekari fréttir af aftökum byltingadómstóla víðs vegar um landið. í dag voru níu menn teknir af lífi, þar af tveir prestar, lögreglumenn og hermenn eftir að byltingardómstóll hafði fundið þá seka um landráð í stjórnartíð keisarans. Hafa þá alls 155 manns verið teknir af lífi frá því að Khomeini komst til valda, þar á meðal 28 herforingjar. „Járnfrúin" Margaret Thatcher. Kosningabaráttan í Bretlandi: Minnkandi fylgi ,, járnfrúarinnar " London, 23. aprfl. AP. Reuter. ÍHALDSMENN hafa enn nokkuð forskot á Verka- mannaflokkinn í Bretlandi samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum þar í landi. Munurinn á fylgi Óttast um frekari aðgerðir ísraela Beirut, Tel Aviv, 23. aprfl. - AP ÍSRAELSMENN héldu í dag áfram árásum sínum á búðir skæruliða í Líbanon annan daginn í röð, í hefndarskyni fyrir árás palestínskra hryðjuverka- manna á ísrael s.l. laugar- dag, þegar fjórir ísraels- menn féllu, að því er fréttir frá Beirut hermdu í dag. Ekki bárust neinar frétt- ir af mannfalli í þessum árásum, sem af sérfræðing- um eru taldir óvenjukraft- litlar miðað við aðstæður. í þau skipti sem palestínskir hryðjuverkamenn hafa herjað á ísrael hafa ísraelsmenn ætíð svarað af mikilli hörku og eiga menn því ennþá von á frekari aðgerðum af þeirra hálfu. Gífurlegur mannfjöldi var við útfarir þeirra er féllu í árásum hryðjuverkamannanna á laugar- dag, þar á meðal Menachem Begin sem var við útför Danny nokkurs Haram og tveggja ungra dætra hans sem féllu í árásunum. — Ezer Weissmann varnarmálaráðherra Israels sem frestaði för sinni til Kairó vegna atburðanna var svo viðstaddur útför fjórða fórnar- lambsins, sem var lögregíumaður. Vegna atburðanna hafa komið fram mjög sterkar raddir í ísrael um að lögum um hryðjuverka- menn verði breytt í þá veru að heimilt verði að taka þá umsvifa- laust af lífi, hvort sem þeir verði einhverjum að bana eður ei. flokkanna minnkar þó stöðugt og er nú kominn niður í 9%, en var 10% um miðja síðustu viku Samkvæmt skoðanakönnuninni fengju íhaldsmenn 49% greiddra atkvæða, Verkamannaflokkurinn 40% og frjálslyndir um 8%. Þessar niðurstöður benda til þess, að allt að fjórar milljónir kjósenda hafi á fyrstu tveimur vikum kosninga- baráttunnar skipt um skoðun og ef sama þróun yrði fram að kosning- um 3. maí gæti sá fjöldi verið kominn í sex milljónir manna. Talið er að íhaldsmenn undir forystu „Járnfrúarinnar" Margaret Thatcher verði að fá a.m.k. 3% atkvæða fram yfir Verkamannaflokkinn til að geta myndað starfhæfa stjórn. — Þá segir í síðustu fréttum að aldrei hafi annar eins fjöldi stjórnmála- manna boðið sig fram til kosninga í Bretlandi, en í dag höfðu um 3000 þegar tilkynnt framboð sitt. í kosningunum verður kosið um 635 þingsæti. Hermönnum frá Tanzaníu fagnað í Jinja, næst stærstu borg Úganda, á laugardag, en Jinja var síðasta vígi Amíns og stuðningsmanna hans í Úganda. símamynd ap. Kastrup flugvöllur stækkaður Kauptnannahöfn, 23. aprfl. Reuter. TILKYNNT var í Kaup- mannahöf n í dag að Dan- ir hefðu lagt allar hug- myndir um byggingu nýs alþjóðaflugvallar á Amagereyju við borgina á hilluna og þess í stað yrði fljótlega hafist handa við verulega stækkun Kastrupflug- vallar, sem nú annar engan veginn þeirri flugumferð sem um hann fer. Ákvörðun þessi þykir mikill sigur fyrir náttúruverndun- armenn sem hafa barist harðri baráttu 9.1, fjögur ár fyrir því að ekki yrði byggður flugvöilur á eynni, en á henni er griðland mikils fjölda fugla. Að mati sérfræðinga er nauðsynlegt að fá aukið svig- rúm fyrir allt að 50% meiri flugumferð um Kaupmanna- höfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.