Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 11 400 plötueintök með viðtölum við Þorberg HRÍM h.f. hefur endurútgefið 400 eintök af hljómplötunni Þórbergur Þórðarson — æskuminningar. sem hefur að geyma viðtöl Gylfa Gíslasonar við Þórberg og Steinþór Þórðarsyni. svo og upplestur úr bókum Þórbergs og söng hans sjálfs. Hljómplatan er endurútgefin í tilefni af 90 ára afmæli Þór- bergs, sem var 12. marz sl. Vegna samninga við fyrri útgef- endur verður þetta síðasta út- gáfa plötunnar, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Á plötunni koma ennfremur fram leikararnir Baldvin Halldórsson, Karl Guðmunds- son og Guðrún Alfreðsdóttir, svo og Örn Bjarnason, sem leikur á gítar. Þórbergur Þórðarson Vestfirðir: Margir stefna á ut- hafsrækju í sumar Rækjuvertíð á Vestfjörðum lauk í endaðan marz, en þá voru rækuvéiðar stöðvaðar á þremur veiðisvæðum þar, sem rækjuveið- ar hafa verið_ stundaðar í vetur, Arnarfirði, ísafjarðardjúpi og Húnaflóa. Veiðar voru leyfðar í Ilúnaflóa frá og með 14. nóvem- ber í haust. en í Arnarfirði og ísafjarðardjúpi voru veiðar ekki ieyfðar fyrr en eftir áramót. Er þetta því að líkindum stytzta rækjuvertíð á þessum slóðum siðan rækjuveiðar hófust hér á 4. áratugnum. Sextíu bátar stunduðu þessar veiðar í vetur, og er nú vandséð, hver verður framtíð þessara út- gerðar, sem hefir verið snar þáttur í atvinnulífi margra byggðarlaga á Vestfjörðum um árabil. Nokkrir stærri bátarnir eru þegar farnir á skelfiskveiðar, en flestir munu lítið aðhafast, þar til handfæra- veiðar hefjast. Ljóst er, að þátt- taka í úthafsrækjuveiðum mun aukast verulega á komandi sumri og munu verksmiðjurnar því margar taka til starfa á ný, þegar þær veiðar hefjast. I marz bárust á land 622 lestir af rækju, 111 lestir á Bíldudal, 318 lestir við Isafjarðardjúp og 193 lestir við Steingrímsfjörð. Alls hafa þá borist á land 2.607 lestir af rækju frá áramótum, en afli Stein- grímsfjarðarbáta fyrir áramót var 244 lestir. Er rækjuaflinn á haust- og vetrarvertíðinni því 2.891 lest, en var 4.289 lestir á vertíðinni í fyrra. Aflinn skiptist þannig eftir veiðisvæðum: Arnarf jörður 353 lestir ( 520 lestir) 8 bátar ( 6 bátar) ísafjarðardjúp 1.628 lestir (2.764 lestir) 40 bátar (40 bátar) Steingrímsfjörður 910 lestir (1-005 lestir) 12 hátar (10 bátar) 2.891 lest (4.289 lestir) 60 bátar (56 bátar) Tölurnar innan sviga eru frá árinu áður. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU Passíukórinn syngur m.a. á Tónlistardögum á Akureyri. Þrennir tónleikar á Tón- listardögum á Akureyri ÞAÐ ER orðin venja á Akureyri að efnt sé til tónlistarhátíðar á hverju vori. Tónlistardagar hefjast að þessu sinni föstudaginn 27. apríl og standa til sunnudagsins 29. sama mánaðar. Sinfóníuhljómsveit íslands ríður á vaðið með tónleikum í íþróttaskemmunni að kvöldi 27. apríl kl. 8.30. Verkefni hljóm- sveitarinnar að þessu sinni eru: Konsert op. 6 nr. 1 eftir Hándel, Exultate jubilate eftir Mozart og Sinfónía nr. 4 eftir Mahler. Stjórn- andi hljómsveitarinnar er Hollendingurinn Hubert Soudant. Hann er ekki með öllu ókunnugur á Akureyri því hann stjórnaði hljómsveitinni á Tónlistardögum 1977. Soudant er ungur maður, fæddur árið 1946, en hefur eigi að síður stjórnað frægum hljóm- sveitum víða um heim, hlotið Allt fyrir Maríu á Vopnafirði Vopnafirði 23. aprfl. — Leikfélag Vopnafjarðar frumsýndi á sunnudagskvöldið leikritið „Allt fyrir Maríu“ fyrir fullu húsi og við góðar undirtektir áhorfenda. Leikendur eru sjö talsins, en leik- stjóri er Magnús Guðmundsson frá Neskaupstað. Auk sýninga á Vopna- firði er ráðgert að sýna leikritið á Borgarfirði, Norðfirði, Þórshöfn og Raufarhöfn. Leikfálagið á Vopnafirði var endurvakið fyrir fáum árum og hefur síðan haldið uppi nokkurri leiklistarstarfsemi, en leikritið „Allt fyrir Maríu" er fjórða verkefnið síðan það var endurreist. —Fréttaritari. Fyrirlestur málaástand MIÐVIKUDAGINN 25. apríl mun landshöfðingi Dana á Færeyjum flytja fyrirlestur fyrir almenning f boði lagadeildar Háskóla (s- lands. Landshöfðinginn, Leif Groth, hefur gegnt starfi sem æðsti fulltrúi Danmerkur á Fær- eyjum (Rigsombudsman) síðan 1972. mikið lof fyrir og unnið til ýmissa verðlauna. Einsöngvari á þessum tónleikum er Siegelinde Kahmann óperusöngkona. Laugardaginn 28. apríl verða hljómleikar í Akureyrarkirkju kl. 17. Þar koma fram þær Manuela Wiesler, flautuleikari og Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Á efnisskrá þeirra eru verk eftir Joh. J. Quantz, Egil Hovland, Atla Heimi Sveinsson, Joh. Seb. Bach, Leif Þórarinsson, Áke Hermanson og G. Fr. Hándel. Þær Manuela og Helga fluttu þessa efnisskrá á tónleikum í Kaupmannahöfn í nóvember 1978. Luku gagnrýnendur í Danmörku miklu lofsorði á verkefnavalið og túlkun þeirra. Tónlistardögum lýkur í íþrótta- skemmunni sunnudaginn 29. apríl með flutningi á Árstíðunum eftir Josep Hayden. Árstíðirnar eru oratoríum fyrir einsöngvara, kór og hljóm sveit. Passíukórinn á Akureyri hefur æft þetta mikla verk á liðnum vetri. 60 manns syngja nú í Passíukórnum og hafa aldrei verið fleiri. Einsöngvarar eru þrír, þau Ólöf K. Harðardóttir sópran, Jón Þorsteinsson tenór og Halldór Vilhelmsson bassi. 36 hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands aðstoða við flutninginn. Stjórnandi er Roar Kvam en hann hefur stjórnað Passíukórnum frá stofnun hans árið 1972. um stjóm- í Færeyjum Fyrirlesturinn mun fjalla um heimastjórn og stjórnmálástandið í Færeyjum og jafnframt um hugsanlegar breytingar á ríkis- réttarstöðu Færeyja. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans og hefst kl. 5.15 e.h. Hvað langar yfebur helst í.„. Á áriru veröa dregnir úr 11 toppvinningar tii íbúöa- eöa húseignarkaupa að verömæti 7,5 milljónir, 10 milljónir og 25 milljónir króna. Auk þess fullbúinn sumarbústaöur, bílar, utanferöir og húsbúnaöarvinningar. Sala á lausum miöum og endurnýjun flokksmiða og ársmiöa stendur yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.