Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 15 Jóhann Hjálmarsson skrifar um leiklist í Vín Pólskur gagnrýnandi sem ég hitti í Vín sagði að leikhúslífið þar væri fimmtíu árum á eftir tímanum. Ef til vill er það svo samanborið við þá grósku sem frést hefur af í pólsku leikhúsi, en engu að síður má hafa gagn og gaman af ýmsu því sem leikhúsin í Vín bjóða upp á^ þessa dagana. Ég skal að vísu viðurkenna að sýning Burgtheater á Emilia Galotti eftir Gotthold Ephraim Lessing er ekki líkleg til að halda mönnum vakandi. Sýning- in getur leitt hugann að því hvort takmark sumra leikhúsa sé að vera heppilegur svefnstað- ur fyrir áhorfendur. Emilia Galotti er heldur þunglamalegt verk þótt á sínum tíma hafi Lessing verið brautryðjandi klassískrar hefðar, einn af upp- hafsmönnum þess húmanisma sem ekki hefur fallið í gildi. Lessing var átjándu aldar mað- ur og vakti ekki síst athygli fyrir leikgagnrýni sína sem átti þátt í að víkja til hliðar smekk sem ættaður var frá Frakklandi. Hann var aðdáandi Spinoza eins og margir þýskir hugsuðir. Sýningu Burgtheater stjórn- aði Adolf Dresen. Til þess að skilja þetta verk þarf maður eflaust að vera betur að sér í þýskri menningarsögu og tungu en undirritaður. En ætli Emilia Galotti sé ekki dæmigert verk fyrir hið liðna, sýnir okkur svo að ekki verður um villst að leikhúsið hefur breyst frá því að leggja aðaláherslu á hið talaða orð. Líf sviðsins þokar flestu öðru burt um sinn. Annað leikrit sem verið er að leika í Burgtheater er Purpurstaub eða Purpuraryk eftir Irann Sean O’Casey (1884—1964). Þetta verk vafð að ákaflega lifandi sýningu undir stjórn Hellmuth Matiasek og með leikurum eins og Romuald Pekny, Wolfgang Húbsch, Lotte Ledl, Lena Stolze og Siegmund Giesecke í aðalhlutvórkum. Purpuraryk samdi O’Casey á stríðsárunum og með það eitt í Alfred Böhm í hlutverki sínu í Chicago. Jean-Paul Sartre Mozart Sean 0‘Casey huga er verkið merkilegt fyrir þann absúrdisma, leikrænu fjar- stæðu sem einkennir það. Verk- ið gerist í hálfhruninni kirkju. Þangað er stefnt fulltrúum verkalýðs og yfirstétta og þeir látnir eigast við uns kirkjan hrynur. Hinn gamli heimur gerviverðmæta verður að víkja fyrir átökum tímans. Hvað tek- ur við veit enginn, en áhorfand- inn sér purpuraryk fortíðarinn- ar þyrlast upp. I verkum sínum leggur Sean O’Casey áherslu á að lýsa lífi alþýðustéttanna, gerist málsvari þeirra. Hann var sjálfur runninn úr þeim jarðvegi og þekkti verkalýðinn af eigin raun. í Purpurarykinu til dæmis er ekki fjarri lagi að hann gæli um of við verkalýðinn á kostnað hinna sem stundum verða að skrípum, umfram allt hlægilegir í kappi sínu við að hlúa að gömlum verðmætum, halda við úreltum siðum. En O’Casey gætir þess að gera ekki boðskap sinn of nakinn. Hann er maður húmors og gleði. Með þessari sýningu hefur Burgtheater tekist að rækja skyldu framsækins leikhúss, skipað Sean O’Casey í það sam- hengi leiklistarsögunnar þar sem hann á heima. Vín er borg Mozarts. Það er því ekki úr vegi að bregða sér í Staatsoper og sjá Cosí fan tutta eftir Lorenzo da Ponte með tónlist Mozarts. Hljómsveitar- stjóri er Reinhard Schwartz, leikstjóri Otto Schenk, leik- myndir og búningar verk Júrgen Rose. Hlutverk eru í höndum Lilian Sukis, Trudaliese Schmidt, Hermanns Prey, Peter Schreier, Renate Holm og Gott- fried Horniks. Cosí fan tutta er yndisleg og gáskafull ópera eins og þeir vita sem til þekkja. Hér var hún flutt og leikin af þokka sem aðeins mikil æfing og kunnátta skapar. Þótt efnisþráður óperunnar sé léttvægur eins og í fleiri verkum af líku tagi er tónlistin það sem hrífur hugann, kætir lundina. Meðal gesta þetta kvöld voru Margrét Danadrottning og Hin- rik prins. Þau voru í opinberri heimsókn í Austurríki. Það var ekkert sem mælti á móti því að tveir leikgagnrýnendur frá Is- landi risu úr sætum ásamt öðrum til heiðurs þessum hjón- um, fulltrúum lands sem lengi var í nánari tengslum við okkur en önnur lönd. Mér virtust þau hjón vera hin ánægðustu á svipinn eins og aðrir gestir. Mozart var gleðigjafi þessa kvölds. Frá Staatsoper lá leiðin til Theater an der Wien. Þar er verið að sýna söngleikinn Chicago eftir Fred Ebb og Bob Fossa. Tónlist er eftir John Kander, söngtextar eftir Fred Ebb. Leikstjóri er Helmut Bau- mann. Þessum söngleik er ætlað að lýsa lífinu í Chicago 1942, snýst um morð, svik og spillingu eins og vinsælt er orðið í söng- leikjum. Verkið er vel leikið og sviðsett, einkum er gaman að kynnast leik Alfreds Böhm, en það skilur lítið eftir. Fyrst og fremst er hér verið að dekra við almennan smekk þar sem mann- leg niðurlæging er gerð að gróðavegi. Algjör andstaða þessa verks og kannski það athyglisverðasta sem nú er sýnt í Vín er Óperetta eftir Pólverjann Witold Gombrowicz (1904—1969). Verk- ið er leikið í Wolkstheater, leikstjóri er Bernd Palme, leik- myndir gerðar af Rolf Langen- fass, hljómsveitarstjóri Walter Heidrich. Gombrowicz var mik- ill nýjungamaður eins og Yv- onne vitnar um. I Óperettu skopast hann miskunnarlaust af valdsmönnum allra tíma, en boðar komu hinnar nýju mann- eskju í lokin. Karl og kona dansa nakin, svipt öllu ytra prjáli á rústum gamla heimsins, keisara og kirkjuherra og hug- myndafræði aldarinnar er af- hjúpuð með vopnum háðfugls- ins. Á sviðinu er alltaf eitthvað að gerast. Það iðar af lífi. Gombrowicz sýnir okkur hvern- ig fólk er háð umhverfi sínu, hvernig maðurinn er sífellt að taka á sig nýjar myndir í sam- ræmi við breytta tíma, en er þó alltaf samur og jafn þótt skipt sé um svið. Óperetta er verk sem ekki er laust við beiskju, en það er andsvar mikils skálds og leikhúss^ianns við samtíð sem hafði lítið annað til málanna að leggja en að brjóta niður og verða nýrri vitfirringu að bráð. Ekki er nauðsynlegt að sjá Óperettu í mórölsku íjósi til að njóta hennar. Gæði verksins eru ekki síst leikræns eðlis. Leikhúslifið í Vín hefur yfir- bragð fornrar frægðar jafnt í verkefnavali og glæsileik leik- húsanna sjálfra. Það er þó ekki sanngjarnt að fullyrða að þar sé ekkert að gerast. Aftur á móti virðist Vín reiðubúin að taka við verkum sem slegið hafa í gegn annars staðar. I Volkstheater sem er leikhús alþýðunnar er einnig verið að sýna Flekkaðar hendur eftir Jean-Paul Sartra. Því verki kynntumst við Islend- ingar fyrir löngu. Efni þess höfðar til okkar enn í dag. Það er samið af höfundi sem hefur verið ófeiminn við að taka af- stöðu til deilumála samtímans, skipta um skoðun ef honum hefur sýnst svo. Það skyldum við hafa í huga að þótt Sartra hafi jafnan haldið sig á vinstri væng átti hann þó til hugrekki til að brjóta til mergjar skoðan- ir eða öllu heldur gerðir félaga sinna. Að tilgangurinn helgi meðalið hefur ekki verið honum að skapi. Það hlýtur að vera eitt af hlutverkum rithöfundar að sjá lengra en hugmyndafræð- ingarnir, skilja hina mannlegu þætti baráttunnar. Það ættu jafnvel andstæðingar Sartre að kunna að meta. Annað er ein- földun sem leiðir til blindu. Og af henni höfum við nóg. Úr rústum hrunins heims JJll UJliiI Brottför 11. maí. 20 daga ferö fyrir hagstætt verö. Góöir greiösluskilmálar. kaupmannahöfn (húsgagnasýning) Brottför 2. maí. 6 daga ferö á mjög hag- Auövitaö meö stæöu veröi. Feröamiðstöðinni. m Ferðamiðstöðin hf. ' l *-^ ' Aðalstræti 9 — Símar 1125S - 12940

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.