Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsíngar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstrœti 6, sími 10100. Aöalstrœti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Traust og samræmd stefna í efnahagsmálum Ríkisstjórnarflokkarnir hefjast ekki í hæðir undir merki þeirrar skattpíningarstefnu, sem hér hefur ekki riðið við einteyming upp á síðkastið. Jafnvel Þjóðviljinn er farinn að tala um, að í lýðræðisríkjum á Vesturlöndum sé að verða sveifla frá ríkisbákni vinstri sinna yfir í frjáls- hyggju. í merkri grein sinni hér í blaðinu sl.fimmtudag um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins bendir Jónas H. Haralz á það í framhjáhlaupi, að marxisminn sæti ekki gagnrýni vegna þess, að hann sé yfir 100 ára gamall, heldur vegna þess m.a. að hann „hefur reynzt ófrjó kenning, sem ekki hefur tekið þroska og vexti. Aðdráttarafl marxismans, sem enn hefur um stundarsakir villt nýrri kynslóð mennta- manna sýn, er ekki fræðilegt gildi hans, heldur sá tilfinningaþungi sem að baki honum býr og það yfirbragð einfalds og rökrétts heildarskipulags, sem hann ber“. Jónas H. Haralz bendir ennfremur á, að hin nýja stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum sé að því leyti í samræmi við stefnu viðreisnaráranna, „að hún leggur áherzlu annars vegar á frjálshyggju og markaðsbú- skap, en hins vegar á trausta og samræmda stefnu í efnahagsmálum. Á síðara atriðið er ekki lögð minni áherzla en hið fyrra". Hann segir ennfremur, að markaðs- búskapur geti ekki þróazt nema við heilbrigð skilyrði „og það er einmitt hlutverk ríkisins að reyna að sjá til þess, að þau skilyrði séu til staðar. Ágreiningur er því ekki um það, hvort ríkið eigi mikilvægu hlutverki að gegna eða ekki, heldur um það, hvert hlutverkið eigi að vera. Á ríkið að einbeita sér að því að búa atvinnulífinu og almenningi yfirleitt heilbrigð starfsskilyrði, þar sem markaðs- búskapurinn getur þróazt og einstaklingar og fyrirtæki eru frjáls að því að taka sínar eigin ákvarðanir; eða á ríkið að reyna að koma í stað markaðarins og sölsa undir sig sem mest af ákvörðunum um framleiðslu og neyzlu í sem flestum greinum? Það er um þetta sem menn greinir á“. Og ennfremur: „Menn hafa ekki viljað halda áfram á braut vaxandi ríkisstarfsemi og ríkisafskipta. Þvert á móti hafa menn viljað feta sig til baka til betra efnahagslegs jafnvægis, heilbrigðari markaðsbúskapar og takmarkaðri starfsemi ríkisins ...“ Jónas Haralz segir að lokum, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyrstur íslenzkra stjórnmálaflokka brugðizt af- dráttarlaust við nýjum viðhorfum og vandamálum. Hann leggi megináherzlu á að virkja atorku og framtak einstaklingsins á grundvelli heilbrigðs markaðsbúskapar. En hann vilji fela ríkinu þau verkefni, sem það eitt sé fært um að sinna, en losa það við verkefni, sem það ræður ekki við. Hann vill leita nýrra leiða til að inna af hendi margvíslega þjónustu. „í þessu efni byggir flokkurinn á traustum grunni upphaflegrar stefnu sinnar, en tekur jafnframt tillit til nýrra viðhorfa. Það er trú þeirra, sem að mótun þessarar stefnu hafa staðið, að hún muni ekki eiga sér minni hljómgrunn en stefna flokksins hefur oft áður gert“. Morgunblaðið vill benda sérstaklega á þessi atriði í ræðu Jónasar H. Haralz og taka undir málefnaleg rök hans fyrir því, hvernig bregðast eigi við hinum nýju viðhorfum. Stefna Sjálfstæðisflokksins er í raun og veru óhjákvæmi- legt svar við öfugþróun. Hún er krafa um skipulega herferð gegn Kerfinu. Hún er hugsjón þeirra, sem trúa því að einstaklingurinn eigi að vera í öndvegi; að ríkið sé til fyrir þegnana — en ekki öfugt. — UMRÆÐUR um öryggis- mál íslands verður að hef ja upp á rökrænan grundvöll en ekki láta tilfinningarnar ráða ferðinni, sagði Einar Ágústsson, alþingismaður, á fundi Varðbergs s.l. laug- ardag. Fjallaði hann þar um störf þeirrar nefndar, sem skipuð hefur verið sam- kvæmt samstarfsyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar til arsvæða Atlantshafsbanda- lagsins. Þá minnti hann á, að 1. maí fengju Grænlendingar heimastjórn. Taldi hann þróun mála geta orðið þá, að Islendingar, Færeyingar og Grænlendingar tækju hönd- um saman undir forystu Islendinga við vernd fiski- miða við lönd sín. Mundi öryggismálanefndin huga að þessu. Áhugi erlendis á störf- um öryggismálanefndar — fær skrifstofu og rædur sér starfsfólk að gera úttekt á öryggis- málum landsins, en Einar er formaður nefndarinnar. í ræðu Einars kom fram, að hann hefði fyrir hönd nefndarinnar skrifað eftir- farandi aðilum og óskað samstarfs við þá í störfum nefndarinnar: sænsku utan- ríkismálastofnuninni, norsku utanríkismálastofn- uninni, dönsku utanríkis- málastofnuninni, sænsku friðarrannsóknastofnuninni (SIPRI), Alþjóðaherfræði- stofnuninni í London (IISS) og stofnun í London, sem helgar sig rannsóknum á árekstrum milli þjóða og skoðanahópa (Institute for the Study of Conflict). Sagði hann, að allir þessir aðilar hefðu tekið málaleitan nefndarinnar vel og heitið hvers kyns aðstoð við störf hennar. Einar sagði, að leit- að yrði til fleiri aðila og nefndi þar Atlantshafsband- alagið og Varsjárbandalagið. Auk þess væru uppi áform um að snúa sér til þýskra, franskra og kanadískra að- ila. Taldi Einar mikinn áhuga erlendis á störfum nefndarinnar. Um verkefni nefndarinnar sagði hann, að þau væru ekki fastmótuð fyrir utan starfs- lýsingu í samstarfsyfirlýs- ingunni. í ráði væri að nefndin fengi fastan sama- stað og réði til sín starfslið, en í fjárlögum 1979 væri ríkisstjórninni heimilað að láta fé renna til starfs nefndarinnar, án þess að þar væri tilgreind ákveðin upp- hæð. í ráði væri að afla erlendra rita, sem ástæða þætti til að þyða og gefa út í nafni nefndarinnar. Efnt yrði til viðræðna við inn- lenda og erlenda aðila og farið í kynnisferðir. I máli Einars kom fram sú skoðun, að eðlilegt væri, að viðræðurnar um samdrátt herafla í Mið-Evrópu (MBFR) yrðu ekki takmark- aðar einungis við það svæði heldur næðu einnig til jað- Hann lagði á það áherslu, að nefndin ætti ekki að annast framkvæmd utan- ríkisstefnunnar heldur auð- velda þeim aðilum, sem við það fást, ríkisstjórn og Al- þingi, að gegna störfum sín- um. Sagðist hann vona, að starf nefndarinnar gæti stuðlað að því, að hér á landi yrði komið á fót fastskipaðri stofnun til rannsókna á utanríkismálum. Að loknu máli sínu svaraði Einar Ágústsson fyrirspurn- um fundarmanna. Þar kom fram, að ekki væri í ráði, að nefndin fjallaði sérstaklega um stöðu varnarliðsins. Nefndin hefði ekki gert áætl- un um kostnað við störf sín á þessu ári en líklega yrði ráðinn til starfa á vegum hennar maður menntaður í félagsvísindum og vélritari. Frá því að öryggismála- nefndin var skipuð í byrjun febrúar, en í henni eiga sæti tveir fulltrúar frá hverjum þingflokki, hefur hún aðeins haldið einn fund. Félagslegar ástædur fyrir fóstureydingu of léttvægar segir Sigmund Jóhannsson — Kveikjan að þessari mynd varð til eftir sjónvarpsþátt þar sem verið var að rseða fóstur- eyðingar í tilefni frumvarps Þorvalds Garðars Kristjánssonar um að takmarka meira fóstur- eyðingar en nú er gert, sagði Sigmund Jóhannsson í Vest- mannaeyjum f samtali við Mbl. er hann var spurður um tilurð myndar hans í dagbók Mbl. sl. sunnudag. —Mér fannst koma fram í þessum þætti það annarlega sjónarmið að konan sjálf ætti eingöngu að ráða því hvenær fóstureyðing mætti eiga sér stað t.d. vegna félagslegra ástæðna. Það passar mér ekki að eignast barn núna, þá læt ég bara eyða fóstrinu, hugsa margir og sækja um fóstureyðingu með félagslegar aðstæður í huga. Það er kaldrana- legt á þessari öld allra getnaðar- varná að slíkt þurfi að koma fyrir. Við getum ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd að fóstur er líf og með fóstureyðingu er því eytt. Þetta finnst mér því ákaflega ljótt og erfitt vandamál ef við getum ekki tekið á móti börnum lengur. Ég viðurkenni ve.l að fóstureyð- ingu getur þurft að framkvæma af læknisfræðilegum ástæðum, en þá finnst mér líka að það eigi að vera aðalástæða fóstureyðingar, ásamt öðrum undantekningartilfellum en ekki félagslegar ástæður, fólk skýtur sér á bak við þær ef það treystir sér ekki til að ala upp börnin eða hver veit hvaða ástæð- ur fólk kann að finna sér. Ég er sammála þingmanninum um að finna verður aðrar lausnir, mér finnst félagslegar ástæður fyrir fóstureyðingu eingöngu vera of léttvægar ástæður, sagði Sigmund Jóhannsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.