Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 19 porjjunWníiií) I 11 I I I II — IIDrðttlrl Slakur árangur á NM unglinga Ekki var um neina stjörnuframmistöðu að ræða hjá íslenska unglingalandsliðinu sem tók þátt í Norðurlandamóti unglinga- landsliða í Danmörku um helgina. Islendingar höfnuðu í fjórða sæti af 5 mögulegum og unnu aðeins einn leik í mótinu og hann mjög naumlega, gegn Finnum, sem aldrei hafa verið stórlaxar í handbolta. Danir urðu Norðurlandameistarar, unnu Svía 15—14 í úrslitaleik. Margir voru þó á því að sænska liðið hefði verið það sterkasta í keppninni. íslendingarnir léku sinn besta leik gegn Dönum, en það dugði ekki til sigurs. íslensku piltarnir höfðu góða forystu í hálfleik, en misstu hana niður þegar á leið og töpuðu með einu marki, '14 — 15. Síðan kom hálfgerður rassskellur gegn Svíum, 15 — 21, þá naumur sigur gegn Finnum 24—23. Þar með höfðu íslendingar tryggt sér rétt til að leika um þriðja sætið í mótinu. Norðmenn voru mótherjarnir. ísland steinlá, 14—18, því 4. sætið. Hinir knáu piltar úr Breiðabliki í Kópavogi, en þeir stóðu sig mjög vel í Drengjahlaupi Ármanns. í fremri röð eru hlauparar úr yngri flokki og í aftari röð hlauparar í eldri flokki. Brennir aldrei af • Svona þjálfa þeir mark- verðina í Vestur-Þýzkalandi og jafnvel víðar. Ekki þó á íslandi. Tæki þetta sem á myndinni sést, er rafknúið og getur skot- ið eins ört og aðstoðarmaður- inn til hliðar óskar eftir, því að hann hefur alla stjórn á því. Það þykir einn aðalkosturinn við maskínu þessa, að hún brennir aldrei af og leyslr því leikmenn af hólmi í æfingu þessari. Þá geta aðstoðarmennirnir ráðið hve fast kassinn skýtur og hvert. Svo sem sjá má af myndinni, þarf markvorðurinn að hafa sig allan við til að verja þrumufleyga vélarinnar, sem geta orðið allt að 10 á einni mfnútu. Seldu Tarantini BIRMINGHAM, eitt af falllið- unum í fyrstu deild í Englandi, seldi í gærkvöldi argentínska landsliðsmanninn Alberto Tar- antini til argentínska félagsins Talleres de Cordoba fyrir um 250.000 sterlingspund, sem er svipuð upphæð og félagið keypti hann á fyrir ári sfðan. • Yngsti atvinnumaður okkar í knattspyrnu, Arnór Guðjohnssen. stendur sig mjög vel með liði sínu Lokeren, sem er nú í þriðja sæti í 1. deildinni í Belgíu. Um helgina skoraði Arnór 1 mark í stórsigri Lokerens er þcir lögðu La Louviere að velli 7—0. Arnór átti stóran þátt íþremur öðrum mörkum. Nú standa yfir samningaviðræður milli Arnórs og Lokeren. Á myndinni hér fyrir ofan er Arnór íyrir miðju við öllu húinn. Sjá opnu. ÞRÖTTUR og Víkingur gerðu jafntefli í Reykjavíkurmótinu í fótbolta á Melavellinum í gær- kvöldi, bæði liðin skoruðu eitt mark. Staðan í hálfleik var 1—0 Víkingi í vil. Gunnar Örn Kristjánsson skoraði mjög glæsilega fyrir Víking á 15. mínútu leiksins og voru Víkingar heldur skárri aðilinn í fyrri hálfleik. Dæmið snerist rækilega við í síðari hálfleik og hefðu Þróttarar þá getað unnið af færin hefðu verið nýtt. Egill Steindórsson skoraði mark Þróttar og stein- svaí þá Diðrik markvörður. Ilugi Harðarson. HLAUPARAR úr Breiðabliki í Kópavogi urðu mjög sigursælir í Drengjahlaupi Ármanns sem háð var f Laugardalnum f Reykjavík á sunnudag. í eldri flokki hlaupsins átti Breiða- blik þrjá fyrstu menn og í yngri flokki urðu Breiðabliks- menn í tveimur fyrstu sætum. Af þessum sökum var sveita- keppnin ekki mjög spennandi, Breiðabliksmenn sigruðu auð- veldlega og urðu engin félög til að ógna veldi þcirra. Það er greinilegt að rúss- neski þjálfarinn Michail Bobrov hefur unnið gott starf, cn hann hefur nú starfað f rúmt ár í Kópavogi. Er hann mjög drffandi og hvetjandi og setur hann skemmtilegan svip á flest mót með hvatningar- ópum sínum. Úrslitin í Drengjahlaupi Ár- manns urðu annars sem hér segir: Eldri flokkur: mín. 1. Lúðvík Björgvinss. UBK 6:51.4 2. Jóhann Sveinss. UBK 6:59.6 3. Heiðar Heiðarss. UBK 7:20.5 4. Sævar Leifss. FH 7:30.1 5. Einar Sigurðsson UBK 6. Jón Jónsson Aftureld. 7. Agnar Steinarsson ÍR. 8. Guðmundur Hartvigss. FH 9. Ingi Erlendsson UBK 10. Magnús Guðgeirsson UBK. 3ja manna sveit: 1. UBK 6 stig; 2. UBK b sveit 15 st. 5 manna sveit: UBK 15 stig. Yngri flokkur mín 1. Björn Sveinbj. UBK 5:15.9 2. Arnþór Sigurðss. UBK 5:18.0 3. Gylfi Þ. Þóriss. FH 5:26.4 4. Hreinn Hrafnkelss. UBK 5:31.7 5. Reynir B. Björnss. UBK 6. Gunnar Beinteinss. FH 7. Trausti Antonsson FH 8. Vinggó Þ. Þórisson FH 9. Kristján Guðbjörnss. UBK 10. Ómar Hólm Sigurðss. FH 11. Jón B. Björnss. UBK 12. Óttar Hrafnkelss. UBK 13. Ásberg Magnúss. FH 14. Þórir Eggertss. Þrótti 3ja manna sveit: 1. UBK 7 stig; 2. FH 16 stig; 3. UBK b-sveit 25 stig; 4. FH b-sveit 31 stig. 5 manna sveit: 1. UBK 21 stig; 2. FH 34 stig. Breiðabliksmenn sigur- sælir í Drengjahlaupinu Hugi fékk gull ÍSLENDINGAR urðu í neðsta sæti í stigakcppni Kalottkeppn- innar í sundi sem fram fór í Noregi um helgina. Eins og kunnugt er, stendur Kal- ott-keppnin milli norðurhéraða Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og nú íslands. Þrátt fyrir hve heildarstigafjöldi var lítill, áttu íslendingar einn gullverð- Iaunahafa, Iluga Harðarson, sem vann 200 metra baksundið á 2:18,7 mfnútum. Hugi setti einnig nýtt piltamet í 800 metra skriðsundi, synti á 9:09,1 mfnútu. Brynjólfur Bjarnason gerði Jafntefli Íiað einnig gott, hann setti nýtt slandsmet í 800 metra skrið- sundi og varð þar í öðru sæti, hann synti á 8:48,7 mfnútum. Brynjólfur varð einnig annar í 200 metra flugsundi á 2:19,5 og þriðji f 400 metra skriðsundi á 4:16,8. Þá varð Ingi Þ. Jónsson í þriðja sæti í 200 metra flug- sundi, synti á 2:19,6 mfnútum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.