Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1979 25 Áfengissalan: Heildarsalan fyrstu þrjá mánuði árs- ins tæpir 3,3 millj. kr. IIEILDARSALA áfengis fyrstu þrjá mánuði ársins 1979 nam kr. 3.291.009.694 og var hún á sama tíma í fyrra kr. 2.308.891.473. Söluaukning milli ára er 42,5% en í frétt frá Áfengisvarnarráði segir, að um nokkra hækkun áfengis hafi orðið að ræða og hafi t.d. brennivín hækkað um tæp 48%. Á einstökum útsölustöðum var salan þannig, að í Reykjavík var selt fyrir rúma 2,4 milljarða króna, á Akureyri fyrir tæpar 358 milljónir, tæpar 114 m. kr. á Isafirði og í Vestmannaeyjum fyrir tæpar 90 milljónir. Á sama tíma í fyrra var salan í Reykjavík tæpir 1,7 milljarðar, á Akureyri 252 milljónir, 79 milljónir á ísa- firði og rúmar 68 milljónir í Vestmannaeyjum. Mótmæla lé- legum sjón- varpsskil- yrðum á Snæ- fellsnesi Ólafgvfk, 23. aprfl. EFTIRFARÁNDI mótmæli undir- rituðu hátt á annað hundrað sjónvarpseigenda á Ólafsvík og sendu samgöngumálaráðherra, yfirverkfræðingi hjá Pósti og síma, tæknideild Sjónvarpsins og innheimtumanni afnotagjalda á Snæfellsnesi: „Við undirrituð, sjónvarpseig- endur í Ólafsvík, lýsum megnustu óánægju með það ástand sem hér ríkir í sjónvarpsmálum og viðgerð- arþjónustu á endurvarpsstöðvum, en hún virðist vera mjög slæleg. Munum við skoða hug okkar áður en afnotagjöld verða greidd, ef ekki úr rætist og leita réttar okkar ef með þarf.“ Á Hellissandi og Rifi hafa staðið yfir sams konar undirskriftir. — Helgi. Landssamtök Klúbbanna Oruggur akstur: Ingjaldur ísaks- son heiðraður fyrir frábærstörf SJÖUNDA fulltrúafur.di Lands- samtaka Klúbbanna Öruggur akstur var haldinn nú nýverið. Fundinum lauk með stjórnarkjöri fyrir næstu tvö árin. í stjórn voru allir endurkjörnir, nema einn, er nú var kosinn í stað Ingjalds ísakssonar, sem setið hefur í stjórninni frá upphafi, en baðst undan endurkjöri. Kjörnir voru: Hörður Valdimarsson aðstoðarfor- stöðumaður, Akurholti v/Gunn- arsholt, formaður, Friðjón Guð- röðarson sýslumaður, Höfn, vara- formaður. Aðrir í stjórn: Krist- mundur J. Sigurðsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn, Reykjavík, Sig- urður Ágústsson vegaverkstjóri, Stykkishólmi, og Gísli Björnsson lögreglufulltrúi, Reykjavík. í vara- stjórn voru endurkjörin: Jónína Jónsdóttir frá Gemlufalli og Her- mann Björnsson póstfulltrúi, ísa- firði. Ingjaldur Isaksson bifreiða- stjóri úr Kópavogi var heiðraður fyrir frábær störf í þágu klúbb- anna frá upphafi 1965. Húsið á sléttunni Börn eru mismunandi við- kvæm. Systkini geta einnig verið ólík í þessu tilliti. Það sem eitt barn þolir vel, þolir annað al)s ekki. Sum börn lifa mest í „raunveruleikanum" og þola því illa dúkkuleiki og ævintýraleiki. Önnur leika sér mest í ímyndun- arleikjum, eru gjarnan í „öðrum heimi" o.s.frv. Þegar börn horfa á sjónvarp, eru það mismunandi atvik, sem hafa áhrif á þau. Flestir foreldr- ar, sem horfa á sjónvarp með börnum sínum, hafa tekið eftir því, að spurningar þeirra í sam- bandi við ýmsa þætti eru mjög ólíkar. Það er ágæt regla for- eldra að horfa á sjónvarp með börnum sínum, ekki sfst meðan þau eru ung. Ræða við þau um það, sem gerist, það, sem kann að hafa áhrif á þau, heyra hvernig þeim lfkar, hvað þeim mislíkar o.s.frv. Það styrkir ekki aðeins sambandið milli foreldra og barna, það eykur snarlega við orðaforða barn- anna og skilning þeirra á við- fangsefninu, og kennir þeim cinnig að láta ekki sffellt mata sig á hverju sem er, án nokk- urrar gagnrýni. Sum börn spyrja og láta til- finningar sínar í ljósi strax meðan þau eru að horfa og fylgjast með, önnur sitja og hugsa. Á sunnudögum hefur sjón- varpið sýnt þætti, sem notið hafa mikilla vinsælda hjá al- menningi, enda ber þar margt skemmtilegt og eðlilegt á góma bæði í samskiptum manna og dýra. Enginn í fjölskyldunni er fullkominn, ekkert ofurmenni, allir gera einhver mistök, lífið er aldrei „bara leikur" og „skemmtilegheit". Fyrir skömmu heyrði ég um litla stúlku, sem horfði á þáttinn með foreldrum sínum. Þvotta- björninn í myndinni var orðinn mikill vinur barnanna. En dag einn beit hann Láru í hendina og skömmu síðar var haldið, að þvottabjörninn væri með hundaæði. Lítið kom fram hjá litlu hnát- unni um daginn, en um ellefu leytið um kvöldið vaknar hún af værum blundi og tekur að nudda á sér hendina. „Hann beit mig, mamma. Hann beit mig,“ kjökr- aði hún. E.t.v. hefði verið einfalt að segja: „Það er enginn hér, sem getur bitið. Þetta er tóm ímynd- un. Þig er bara að dreyma" Egget ekki sofið Erfitt aö sofa og sofna En rrfoðir hennar svaraði ekki á þennan hátt. Hún bað hana um að leyfa sér að sjá og finna. Nuddaði á henni hendina, leyfði henni að finna, að hún var hjá henni og ætlaði að reyna að hjálpa henni. Og oftast er það miklu huggunarríkara en að segja þeim: „Haltu áfram að sofa.“ Vertu ekki með þessa vitleysu," o.s.frv. Því að stundum virðist okkur svo, að börnin séu að segja tóma vitleysu. Þau sjá skugga undir rúmi, dýr inni í skápum, kol- krabba fyrir utan gluggann o.þ.u.l. Stundum getur þetta gengið svo langt, að börn geta ekki sofið eða sofnað fyrir ein- hverju, sem þau sjá, heyra eða finna, og gangi það þannig í langan tíma, er sjálfsagt að leita til sérfróðra manna, sem gætu veitt okkur hjálp og lið. Oft er það þó þannig, að hræðsla barna, ótti og öryggisleysi koma og fara á ólíkum tímum, stund- um eftir veikindi, stundum vegna þreytu eða svefnleysis, og stundum vitum við alls ekki hvers vegna. Dulin merking spurninga og oröa Atta ára stúlka gat ekki sofn- að. Eftir langa stund sagði hún við föður sinn: „Er hættulegt að borða leir?“ „Stundum." „Getur maður orðið mikið veikur?" hélt hún áfram. „Ef við borðum mikið — annars fer það eitthvað eftir tegund leirsins líka.“ „Svona leir, eins og ég var að leika mér með?“ „Já, hann getur verið svolítið hættulegur“ (Hér datt föðurnum í hug, að stúlkan hefði e.t.v. borðað e-ð af leirn- um, en hefði ekki þorað að segja frá því. Hann vildi ekki rjúka upp með æðibunugangi, til þess að skelfa hana ekki um of). Litla stúlkan spurði áfram: „Getur maður dáið. — Er hægt að skera mann upp?“ „Ég veit það ekki alveg. En heldurðu, að þú hafi borðað pínulítið af leirnum?" spurði hann varlega. „Nei, en hundurinn okkar náði í eina kúlu og át hana.“ Svo þagnaði hún og beið eftir svari. Hún gat ekki sofnað. Hún var hrædd um að hundurinn gæti eftir ÞÓRI S. GUÐBERGSSON dáið. Faðirinn reyndu því að ' milda málin og róa dóttur sína með því að segja, að hundar þyldu oft meira en menn. Senni- lega mundi hundurinn kúka kúlunni næsta dag. En næsta dag var litla stúlkan ekki búin að gleyma leirnum. Hún fylgdist nákvæmlega með því, sem hund- urinn „lét frá sér“, þangað til saurinn var „leirlitaður". Þá fyrst fór henni greinilega að létta. Orð barna geta stundum haft dulda merkingu og spurningar þeirra geta verið „dýpri" en okkur grunar. Það er því nauð- synlegt að gefa þeim oft góðan tíma til þess að hugsa og spyrja. Sum þurfa lengri tíma en önnur. Það er óþarfi að „setjast á rökstóla" seint að kvöldi. En foreldrar læra fljótt að umgang- ast börnin sín og lesa af atferli þeirra, hvernig þeim líður. Rólegt kvöld — góöarsögur og bænir Stundum erum við miskunn- arlaus og viljum, að börnin hlýði okkur skilyrðislaust, eins og áður hefur verið minnst á. Þau fá engan tíma til þess að undir- búa sig. Uppgötvum við allt í einu, að háttatíminn er kominn fyrir löngu, öskrum við á þau: „Viltu koma þér inn eins og skot. Þvoðu þér, burstaðu í þér tennurnar, taktu til eftir þig, slökktu ljósið frammi...“ Þau fá engan undirbúnings- tíma, engan tíma til aðlögunar. Þau eiga bara að hlýða og það strax. Þetta er óréttlátt á allan hátt. Börnin þurfa tíma. Okkur hefði verið nær að fylgjast betur með tímanum! Okkur hefði verið nær að segja fimm mínútum fyrr: Nú eru fimm mínútur, þangað til þú átt að vera kominn í háttinn o.s.frv. Kvöldtíminn, tíminn eftir að þau eru háttuð, er oft þýðingar- mikill tími, sem vert er að gefa gaum. Stundum er þetta eini tími dagsins, sem barnið hefur mömmu eða pabba „út af fyrir sig". Eini tíminn, sem foreldr- arnir hafa með bornunum sín- um í friði og ró. þar sem allt er ekki á fleygi ferð í alls kyns látum og bægslagangi. Þá er gott að slaka svolítið á og taka sér góðan tíma. Lestur góðra bóka, sem ekki eru alltof of spennandi eða skemmtilega æs- andi, hefur oft róandi og góð áhrif á börnin. Þau hafa líka gaman af að heyra frá „gömlu góðu dögunum“ og lífi foreldra sinna (ef þau eru þá ekki sífellt að vitna í það, að allt hafi verið svo miklu betra þá!) Mörgum börnum finnst líka gott og þægi- legt að við raulum fyrir þau baeði söngva. ljóð og sálmavers, þó að við syngjum með okkar nefi. í bænum og kvöldversum er mikill styrkur og kemur einlægni þeirra á sviði trúarinn- ar okkur oft á óvart. Börn þurfa reglu, þau þurfa aga í kærleika. Þau hafa oftast best af reglulegum svefni. Kom- ist óregla á svefninn, er oft erfitt að komast inn í „sama taktinn" aftur. Við skulum því reyna að vanda vel til „kvöld- tímanna", þeir geta orðið okkur dýrmæt reynsla og börnunum til öryggis og aukins þroska. Á ólíku aldursskeiði purfa börn mismunandi mikinn svefn. Margir kennarar kvarta yfir pví, að sífellt fleiri börn komi vansvefta í skólann, og komi pað niður á náminu m.a. Og margir foreldrar kvarta yfir pví, að peir eigi erfitt meö aö koma börnunum í rúmið á kvöldin, að sjónvarpið sá „sterkl afl“ o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.