Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 33 fclk í fréttum + Þetta unga fólk er úr Barnaskólanum í Garði en þar var haldinn „Greace“-dans- leikur fyrir nokkru. Þau urðu hlutskörpust í keppninni um að vera „sem klístruðust“ og heita Ingvar Jón Gissurarson og Guðríður Svanhvít Brynleifsdóttir. Gifti sig á kúrekastígvélum + Brezka pophljómlistar-stirnið Eric Clapton er hér staddur í borginni Tucson í Arizonafylki í Bandaríkjunum. — Draumur ungu stúlkunnar, sem er á myndinni, rætist: Hann gefur henni eiginhandarrithönd sína! — Þar í borg fékk hann gift- ingarleyfi fyrir sig og Patti Boyd, sem í eina tíð var gift einum Bítlanna, nefnilega George Harrison. Hafa þau reyndar búið saman frá því á árinu 1974. — Var hún þá enn gift Bítlinum, en fékk skilnað frá honum á árinu 1977. Clapton og Patti Boyd voru gefin saman í hjónaband í lítilli mexikanskri giftingarkapellu, sem þau höfðu fundið, er þau voru að leita í símaskrá. Kapellan er skammt frá Tucson. Clapton var í smók- ing við athöfnina og í snjóhvít- um kprekastígvélum. Hljóm- sveitarmenn hans voru við- staddir, alls um 30 manns, allir í smóking, á hvítum tennisskóm. — Þeir léku þó ekki á hljóðfærin sín. Músikina annaðist organisti kapellunnar, sem sagði að popp- stjarnan hefði ekki beðið um aðra tónlist en þá sem tíðkast við slíkar giftingarathafnir. Clapton hóf síðan tónleikaför um Bandaríkin. Karpov og Dali + Áður er Karpov stór- meistari hélt til skákmeist- aramótsins mikla í Montre- al í Kanada, hafði hann komið við í New York. — Á veitingastað einum þar í borginni hafði hann hitt sjálfan Salvador Dali, og er þessi mynd tekin þar af þeim félögum. Það er óþarfi að geta þess að það er Dali sem er til hægri á mynd- inni. ^J^Stjórnunarfélag íslands A | Stjórnarmenn — forstjórar og eigendur hlutafélaga Um áramót verður hljóðlát bylting í hlutafélögum við tilkomu nýrrarl hlutafélagalöggjafar. Á námskeiði Stjórnunarfélagsins sem haldið verður að Hótel Esju I fimmtudaginn 26. apríl kl. 14—16 eru útskýrðar þær breytingar sem I verða á lögum um hlutafélög. Þátttaka tilkynnist Stjórnunarfélagi íslands, Skipholti 37, símij k.82930. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Haldinn verður fundur í fulltrúaráðinu miðviku- daginn 25. apríl í Sigtúni og hefst hann kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kjör landsfundarfulltrúa á 23. landsfund Sjálfstæðis- flokksins. Ragnhiidur 2. Ragnhildur Helgadóttir, alþingism. flytur ræðu. Fundarstjóri: Davíð Oddsson borgarfulltr. Fulltrúar eru minntir á að fram- vísa skírteinum við innganginn. Stjórnin. EINSTAKT TÆKIFÆRI KÖRFUBfLL ■ I Ný uppgerður bíll frá verksmiðju erlendis. Góður bill á góðu verði ef gengið er frá kaupum strax. PÁLmR/On & VRL//On Ltd. /Egisgötu 10. Sími 27745. Kvöldsími 23949. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.