Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 Því ertu að skamma stjórnina, þú varst ekkert betur staddur í tíð fyrri ríkisstjórnar? Gengishækkun inn- lendra orkulinda Það er stórundarlegt að til skuli vera á okkar landi fjöldi manna, þar með taldir stjórnmálaforingj- ar og jafnvel heilir stjórnmála- flokkar, sem beinlínis vilja gengis- fall íslensks gjaldmiðils sem mest svo að i skjóli þess geti þrifist alls kyns spilling sem grefur undan bæði andlegu og viðskiptalegu jafnvægi þjóðfélagsins. Og undur mega það heita, að þeir flokkar sem kenna sig við alþýðu skuli beinlínis koma í veg fyrir að nokkuð sé gert til að hindra að verðbólgan færi þjóðinni efnahagshrun og það er áreiðan- lega skammt í það ástand þegar enginn skattpíning dugir lengur og ætíð eru í gangi stórar lántökur erlendis sem nær eingöngu eru notaðar í hina botnlausu ríkishít. Núverandi ríkisstjórn er nú rétt eins og kerlingin í kvæðinu sem ætíð eyddi öllu því sem karlinn að dró og var það þó ekkert smáræði, eins og nefnt kvæði lýsir meistara- lega. Segja má að aðeins eitt ljóð lýsi þjóðinni í núverandi ástandi vinstri stjórnarmiðaldamyrkurs en það er hin mikla gengislækkun íslenskra orkulinda. Bæði er það hin gífurlega olíuverðshækkun og kjarnorkuleysið í Bandaríkjunum sem leitt hefur í ljós hina miklu áhættu sem fylgir notkun kjarn- orkunnar. Vitað er að úranbirgðir heimsins þrjóta eftir nokkur ár. (Ekki ósennilegt að olía og úran þrjóti á svipuðum tíma). Fátt lýsir betur tvöfeldni hins heiftarlega áróðurs róttæklinga gegn kjarnorku og yfirleitt notkun annarrar orku en olíu. En ekki er mótmælt einu orði hinum mikla svartadauða sem olían veldur, bæði á láði og legi og í lofti. Það er líka athyglisvert að sósíallöndin, til dæmis Rússar, sem eru nú einu sinni olíuríkasta þjóð heimsins, reisa fjölda kjarnorkuvera og geysistórra vatnsvirkjana. Þeir vita að þeir þurfa mikla olíu í allt herbákn sitt sem nú má segja að spenni klær sínar um allan heim. Líka er þeim efalaust ljóst að olíulindirnar þrjóta. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Áfram skal haldið með úrlausn- ir páskaþrautanna. I þeirri fimmtu var spurt hvaða hætta leyndist í vörn gegn fjórum spöð- um og hvaða spili væri spilað eftir fyrsta slaginn. Vestur gaf og allir voru utan hættu. Austur S. DG98 H. 5 T. KDG4 L. ÁK105 Suður S. Á7 H. Á9764 T. 0 L. G9862. Sagnirnar gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður P P 1T 1 H 1S 2 H 4 Spaðar Félagi þinn í norður spilaði út hjartagosa. í hjartaásinn lét vest- ur drottninguna og þá var komið að ákvörðun þinni. Sennilega var úrlausn þessarar þrautar skemmtilegust af öllum þrautunum sjö. Eftir þennan slag er vitað, að vestur á hjartakóng- inn. Það þýðir, að norður á í staðinn annað háspil og liggur beint við, að það sé einmitt tígul- ásinn, þar sem ætla verður spaða- kónginn á hendi sagnhafa. Er þá nokkuð sérstakt við að spila bara tígulníunni og ætlast til að fá að trompa tígul? Nei, út af fyrir sig er ekkert sérstakt við það. En ekki má gleyma, að félagi þinn í norður er einnig við borðið og honum verður eðlilega ljóst, að þú vilt fá að trompa tígul. En hann veit ekki hvort þú átt einn eða tvo tígla. Hann þarf því að velja og getur gert úr um möguleika varn- arinnar haldi hann þig vera með t'-'spil. Þá gefur hann fyrsta tígul- inn og ætlar þér að spila litnum ■ : t* f.a væri út af fyrir sig vel nleg ákvörðun en til að koma eg fyrir slíkan möguleika tekur ' tn lásinn ’r en þú spilar Iníu , 'orður ekki 'a .ram og sér að 1 ; öu. .e strax. ngöngu hjálpa Hverfi skelfingarinnar Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. 26 tíroa hafði ég sterklega á til- finningunni að það væri sum- um eins konar sport að vita hvort þeir gætu fengið okkur til fylgilags við þá. Svo hættu þeir þegar þeir uppgötvuðu að við hlógum að þeim. Eftir að hafa borið fram nokkrar spurningar til viðbót- ar þakkaði lögreglustjórinn fyrir samtalið og Merete var fylgt tii dyra. Mortensen horfði aðdáunaraugum á eftir henni. — Það er nú eitthvað sér- staklega eggjandi við lesbískar stúlkur, sagði Jacobsen hugs- andi, þegar dyrnar iokuðust á hæla henni. — Finnst yður það já, sagði Mortensen. Frú Paaske var sú næsta sem kom inn. Henni fannst hún vera orðin snarringluð eftir aliar þessar yfirheyrslur. — Fáið yður sæti, frú Paaske, sagði iögreglustjórinn og kveikti í wndlinum sínum. Hann blaðaði í skýrslubunkan- um og dró fram nokkur blöð. — Þér eruð sjálfsagt að verða leiðar á þvf að gefa skýrslur geri ég ráð fyrir, sagði hann og brosti kurteis- lega til hennar. Hún kinkaði kolli. — Ég get ekki neitað því að þetta mál er farið að þreyta mig töluvert. Ég skil hcldur ekki hvernig á því stendur að þið virðist alltaf hafa nóg að spyrja mig um. — Að þessu sinni er það framburður annarra vitna sem hefur gefið tilefni til þess, sagði lögregluforinginn. — Svo að ég snúi mér beint að efninu, frú Paaske: þér lentuð í rifrildi við nábúa yðar rétt eftir jólin. — Við Inger? — Já, Inger Abilgaard. Frú Paaske leit hikandi á hann en sagði ekkert. — Nú skal ég hjálpa yður af stað, sagði lögregluforinginn. Þér komuð út úr húsinu yðar, og frú Abilgaard stóð í dyrun- um hjá sér og tók á móti vörum frá kaupmanninum. Munið þér eftir því? Hún roðnaði. — Nú, já. Þá er það Caja sem hefur sagt frá því. — Já, alveg rétt. Dóttir kaupmannsins. Hún segir að þér hefðuð verið í miklu upp- námi. — Það er alrangt. Ég var sallaróleg. — Um hvað snerist rimman. — Ég bað Inger einfaldlega að biðja vin sinn um að hlífa gerðinu í næsta skipti sem hann kæmi í heimsókn til henn- ar. — Hvað áttuð þér við með þvf? — Ég átti við það að vinur hennar hafði orðið að hraða sér mjög á brott daginn áður og ruðzt gegnum gerðið hjá okk- ur. Ég held að maður Inger hafi komið eitthvað óvænt hcim. — Og vinurinn var Bo Elm- er? - Já. — Dóttir kaupmannsins virtist eitthvað þykja þetta óþægilegt. — Án efa. Hún er svo skotin í rithöfundinum að hún er hreint að farast... — Það var kannski af ásetn- ingi sem þér völduð tfmann til að gefa þessa yfirlýsingu? — Hvað eigið þér við? — Ég á við að kannski hafið þér viljað láta Caju heyra þetta líka. Frú Paaske brosti kuldalega en svaraði ekki. — Og kannski þér hjjfið ver- ið eilítið afbrýðissamar? — Afbrýðissamar. Nei, ekki til að tala um. Ég hef aldrei haft samskipti við Bo og kæri mig ekki um þau. — Samt sem áður er það nú svo frú Paaske að nokkur vitni hafa fullyrt að Elmer hafl heimsótt yður nokkrum sinn um meðan maðurinn yðar var ekki heima. — Nei, nú gengur öldungis fram af mér. Hver hefur eigin- lega farið með þann þvætting?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.