Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 39 Leonid Brezhnev f ær verðlaun í bókmenntum Moskvu, 23. aprfl. Reuter. AP. LEONID Brezhnev forseti hefur verið sæmdur bókmenntaverðlaunum Leníns fyrir æviminning- ar sínar í þremur bindum og óþreytandi baráttu fyrir friði. Minningar Brezhnevs fjalla um heimsstyrjöldina síðari, endurreisnina eftir stríðið og landbúnaðarbyltingu á óræktuð- um svæðum í Kazakstan fyrir 25 árum. Þær birtust upphaflega í bókmenntaritinu Novi Mir og hafa síðan verið þýddar á öll helztu tungumál heimsins og endurbirtar í risastóru upplagi í blöðum, tímaritum og í bókar- formi sem skyldulesning fyrir alla sovézka borgara. Einnig hefur verið lesið upp úr þeim í útvarpi og sérstakar ráðstefnur hafa verið haldnar fyrir virka flokksmenn til þess að rannsaka þær. Ritari rithöfundasambands- ins, Georg Markov, formaður dómnefndar bókmenntaverð- launa Leníns, segir í Pravda, að þúsundir sovézkra verkamanna hefðu tilnefnt „hjartnæm og gáfuleg" skrif Brezhnevs. Markov sagði að þrjú ritverk Brezhnevs, „Malaya Zemlya" (Litla land), „Endurfæðing" og „Nýræktarlöndin" hefðu flutt sannleikann um sovézku þjóðina til endimarka jarðarinnar. „Þess eru engin dæmi að minn- ingar samtímastjórnmálamanns hafi orðið svona vinsælar," sagði Markov. Hann kvað minningar Brezhnevs gerólíkar skrifum og bókum annarra stjórnmála- manna — líklega vestrænna — sem boðuðu stríð, fjandskap við aðrar þjóðir og útþenslu. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Sovétríkjanna fær verð- launin sem eru venjulega veitt kunnum rithöfundum. Brezhnev Leonid Brezhnev í marskálks- búningi hefur líka fengið öll helztu heiðursmerki heraflans. A 72 ára afmæi sínu í desember í fyrra fékk hann tvær orður: þriðju gullstjörnu sína og sjöundu Lenínorðuna. Verðlaunaveitingin var aðal- fréttin í kvöldfréttatíma sov- ézka sjónvarpsins. 50.000 flýja inn í Thailand Bankok, 23. apríl. AP. UM 50.000 Kambódíumenn sem flúðu inn í Thailand um helgina héldu kyrru fyrir meðfram landa- mærunum í dag á sama tíma og andstæðar fylkingar Kambódíu- manna og Víetnama voru að sækja til svæðisins. Fréttamenn á staðnum segja að Kambódíumennirnir, þar á meðal þúsundir hermanna stjórnar Pol Pots, hafi komið sér upp bráða- birgðaskýlum beggja vegna landa- mæranna um 30 km suðvestur af thailenzka landamærabænum Aranyaprathet. Thailenzk yfirvöld segja að ástandið á landamærunum sé „ótryggt" og ráðlagður var brott- flutningur fjölskyldna landa- mæralögreglumanna sem búa nálægt landamærunum í Aranyaprathet. Stjórn Heng Samrin og víetnamskt herlið hafa haldið uppi stórsókn meðfram landmærunum og virðast hafa hrakið leifar hers Pol Pots lengra inn á hrjóstrug svæði í Suðvestur-Kambódíu. Utvarp stjórnarinnar i Phnom Penh hélt því fram í dag að herlið hennar hefði upprætt hersveitir Pol Pots í syðsta og vestasta héraði Kambódíu, Koh Kong, með aðgerðum sem hófust 15. apríl. Utvarpið sagði að herlið Pol Pots hefði flúið inn í frumskóga Koh Kong þar sem það gæti fengið vopn og matvæli en væru „algerlega sigraðir". Þetta er fjöll- ótt svæði og gamalt athvarf upp- reisnarmanna. Harðara stríði spáð í Rhódesíu Karpov efstur að nýju Montreal, 23. aprfl. AP. HEIMSMEISTARINN Karpov sigraði Ljubojevich og Kavalek í biðskákum úr fyrri skák- um í gær og komst þar með í efsta sæti. í biðskákunum vann Ljubojevich Portisch sem hafði verið í efsta sæti. Ljubojevic gerði einnig jafntefli við Hiibner. Lar- sen vann Kavalek. í 10. umferð á morgun, þriðju- daginn, teflir Karpov við Hubner, Ljubojevic við Larsen, Hort við Portisch, Spassky við Tal og Timman við Kavelek. Salisbury, 23. aprfl. AP. TALNING hófst í kosningunum um meirihlutastjórn blökku- manna í Rhódesíu í dag að við- stöddum erlendum eftirlitsmönn- um og blaðamönnum. Jafnframt segja öryggissveitir Rhódesíu að þær búi sig undir auknar árásir skæruliða sem höfðu lýst því yfir að þeir ætluðu að cyðileggja kosningarnar. Sigurstranglegasti flokkurinn í kosningunum er flokkur Abel Muzorewas biskups, Sámeinaða afríska þjóðarráðið, og gert er ráð fyrir því að hann fái mestöll þingsæti blökkumanna sem eru 72. Þar með verður Muzorewa biskup fyrsti forsætisráðherra Zimbabwe-Rhódesíu eins og landið verður kallað. Muzorewa hefur heitið því að reyna að telja skæruliða á að leggja niður vopn og snúa aftur heim þegar þing þar sem blökku- menn verða í meirihluta hefur tekið til starfa. En 90.000 manna lið hefur verið kallað út vegna kosninganna, fjöl- mennara lið en nokkru sinni áður í Rhódesíu, og yfirmenn hersins segjast búa sig undir að mæta auknum árásum skæruliða. Skæruliðar gerðu fyrstu meiri- háttar borgarárás sína eftir kosn- ingarnar í nótt þegar þeir skutu úr fallbyssu á hús Borrowdale, 32 km norður af miðborg Salisbury, en engan sakaði. I gær sögðust Rhódesíumenn hafa gert loftárásir á stöðvar skæruliða í Zambíu og eyðilagt þær þegar rhódesískir hermenn á landamærunum á Zambezi-fljóti höfðu orðið fyrir harðri eldflauga- Skæruliðaleiðtogarnir Robert Mugabe og Joshua Nkomo hafa sagt að þeir ætli að herða á stríðinu og kollvarpa fyrstu ríkis- stjórninni undir forystu blökku- manna. Karpov er nú efstur með 6 'k vinning af níu mögulegum, Portisch er með sex og Ljubojevic 5'k. Tal og Hubner eru jafnir með fimm vinninga hvor. Síðan koma Timman og Spassky með 3 'k vinn- ing hvor, Hort með þrjá, Larsen 2'A og Kavalek l'k vinning. Aðstaða fanga bætt Buenos Aires, 23. aprfl. AP. ALBERTO Rodriguez V'arela dómsmálaráðherra Argentínu skýrði frá því í dag að á næstunni yrði aðbúnaður þeirra 2.700 pólitískra fanga sem eru í landinu verulega bættur. I þessu felst að ættingjar fang- anna og lögmenn fá að heimsækja þá oftar. Einnig verður aðstaða til náms, lestrar, íþrótta og annarrar iðju í fangelsunum bætt. Hægri sigrar í Japan Tokyo, 23. aprfl. AP. SIGURGANGA hægri manna og miðjumanna hélt áfram í annarri umferð bæjar- og sveitarstjórnar- kosninga í Japan í gær en vinstri frambjóðendur töpuðu mikilvæg- um embættum. Frambjóðendur hægri manna og miðjumanna unnu kosningar um 98 bæjarstjórastöður, framfara- sinnar 19, óháðir 34 og smáflokkur eina. í Futtsu suður af Tokyo fékk enginn frambjóðandi meirihluta og þar verður kosið aftur. í borgunum Kunitachi og Koganei á Tokyo-svæðinu, gömlu vígi vinstri flokkanna, töpuðu tveir frambjóðendur sem nutu stuðnings sósíalistaflokksins og | Arabar mótmæla Vínarborg, 23. aprfl AP FULLTRÚAR Arabaríkja hættu við þátttöku í ráðstefnu arabískra og evrópskra fréttastofnana í dag vegna þátttöku fulltrúa Egyptalands. Auk fulltrúa fréttastofnana hættu fulltrúar stjórnmálaflokka úr Arabaríkjunum þátttöku í ráðstefn- unni, en hún er nú haldin þriðja sinni. kommúnistaflokksins fyrir nýjum frambjóðendum íhaldsmanna. Fyrri umferð kosninganna fór fram 8. apríl og þá unnu frambjóð- endur íhaldsmanna og miðju- manna 14 af 15 fylkisstjóra- embættum sem kosið var um. Kjörsókn í gær var 76.09% og hefur aldrei verið minni. Kjóll Shams prinsessu, eldri systur íranskeisara, boðinn upp af byltingarmönnum. Ekki fvlgdi sögunni hversu hátt menn vildu greiða fyrir gripinn. S(mamynd ap. Trúin á Gud eykst hjá Bretum og færri telja Jesú son Guds SAMKVÆMT skoðana- könnun sem GALLUP— stofnunin brezka gerði fyrir brezka blaðið The Sunday Telegraph kemur í ljós að brezkur almenningur trúir í auknum mæli á Guð og himnaríki, en trúin á Jesús sem son Guðs og guðlegt vald Biblíunnar fer þverrandi. Niður- stöður þessar eru fengnar með samanburði við samskonar kannanir frá fyrri árum. I ljós kom að 96 af hundraði þeirra sem sækja guðsþjónustu a.m.k. einu sinni í mánuði trúa á Guð, og að 52 af hundraði þeirra sem sjaldan eða aldrei sækja guðsþjónustu trúa á Guð. Af hinum fyrrnefndu trúðu 78 af hundraði á vist í himnaríki að loknu jarðlífi, og 39 af hundraði þeirra síðarnefndu voru þeirrar skoðunar. Einnig kom í ljós að fleiri og fleiri trúa á ýmsa anda og lífskrafta. Eldra fólki er gjarn- ara að trúa á Guð, en yngra fólki á ýmsa anda og lífskrafta. Kom í ljós að roskið fólk er íhald- samara í trúarefnum en ungt fólk. Þótt færri telja nú en áður að Jesú hafi verið Guðssonur er mikill meirihluti brezks almennings þeirrar skoðunar að svo sé. Um 55 af hundraði sögðu að svo væri, 25 af hundraði sögðu Jesú hafa verið venju- legan mann, sjö af hundraði sögðu söguna um hann vera tilbúning og 13 af hundraði höfðu ekki skoðun á málinu. Loks kom í ljós að 80 af hundraði þeirra sem fóru til messu a.m.k. einu sinni í mánuði töldu Biblíuna ómissandi fyrir hina kristnu kirkju, en aðeins 49 af hundraði þeirra sem sjaldan eða aldrei sóttu messu voru á þeirri skoðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.