Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 92. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. F ar m ann averkf all hófst um miðnætti Sambandsstjórn VSÍ tekur afetöðu til verkbanns árdegis Bazargan sýnt tilræði? Teheran, 24. apríl. Reuter, AP. DR. IBRAHIM Yazdi, sem til skamms tíma var einn helzti aöstoÖarmaður Khomeinis trúar- leiðtoga og er mjög umdeildur, var í dag skipaður utanríkisráð- herra írans. Hann var áður að- stoðarforsætisráðherra, en tekur nú við embætti því, sem Karim Sanjabi lét af í mótmælaskyni við yfirgang byltingarráðanna. Bazargan forsætisráðherra skor- aði í dag á landsmenn að vinna bug á hefnigirni sinni og snúa sér að enduruppbyggingu landsins. Óstaðfest frétt var á kreiki í dag þess efnis, að lögreglan hefði handtekið mann nokkurn grunað- an um að hafa ráðgert að ráða Bazargan af dögum. VERKFALL yfirmanna á farskipum skall á um miðnætti, er samninganefnd yfirmannanna hafnaði hugmyndum vinnuveitenda um lausn deilunnar, sem þó voru settar fram án talna um launagreiðslur. „Þetta var óskóp lftið að okkar mati," sagði Ingólfur Ingólfsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands, f samtali við Morgunblaðið í nótt, „og að okkar mati gefur það hvorki tilefni til frestunar né vonar um að þetta deilumál lcysist mjög fljótt." Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, sagði f nótt, að samhandsstjórn VSÍ hefði verið boðuð saman til fundar í dag klukkan 11 og þar yrði tekin afstaða til þess, hvort stjórnivi ákvæði boðun verkbanns með 7 daga fyrirvara eða heimilaði framkvæmdastjórn VSÍ að boða það. Vinnuveitendur afhentu samn- inganefnd farmanna útfærðan stýri- mannasamning í gærkveldi klukkan 22 eins og þeir hugsa sér hann. Þorsteinn Pálsson kvað samninginn verða lagðan fram sem hugmynd, en ekki sem beint tilboð, enda hefði ekki reynzt nægur tími til þess að full- reikna hann tölulega. Sáttasemjari hefði óskað eftir frestun og í ljós hefði komið, að full rök hefðu verið fyrir þeirri beiðni. Framkvæmda- stjóri VSÍ kvað vinnuveitendur halda áfram að vinna „pakkann", sem fjallaði um ákveðna kerfisbreyt- ingu, en hefði ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir útgerðirnar. Ingólfur Ingólfsson, forseti FFSÍ, kvað það vera ásetning farmanna að halda áfram að vinna að samninga- gerð, svo að deilan mætti leysast sem fyrst. Hann kvað stefnt að þyí að halda nýjan sáttafund á morgun, fimmtudag, þar eð vinnuveitendur teldu sig þurfa þann tíma til þess að ljúka þeim verkefnum, sem átt hefðu að liggja fyrir fundinum í gær. Hann kvað farmennina og mundu nota tímann til þess að gera efnislegar athugasemdir við hugmyndir vinnu- veitenda og móta gagntillögur. 99 Uganda frelsað" Naíróbí, 24. aprfl. AP. Reuter. ÞÚSUNDIR flóttamanna frá Úganda fögnuðu í dag innilega hinum nýja utanríkisráðherra landsins. þegar hann kom í heim- sókn til Kenya og tilkynnti lönd- um sínum, að land þeirra „hefði verið frelsað" og að aldrei framar þyrfti nokkur maður að flýja frá Úganda. Her hinnar nýju stjórnar sækir hægt áfram á þeim slóðum þar sem hermenn Amíns fyrrum for- seta ráða enn lögum óg lofum, en mótstaða er sögð lítil. Ekkert hefur spurzt til Amíns sjálfs frá því að fréttir hermdu að hann hefði komið í skyndiheimsókn til íraks. 011 farskip farin á sjó, nema Kljáfoss. sem liggur í kverkinni norðan við tollstöðvarhúsið, en hann var síðasta skip út úr höfninni rétt fyrir miðnætti í nótt. Ljósm. mw. rax. Muzorewa hlaut 65% atkvæða Salisbury, 24. aprfl. AP, Reuter. ABEL Muzorewa biskup sagði í dag að fyrsta verkefni sitt sem forsætisráðherra fyrstu meiri- hlutastjórnar blökkumanna í Rhódesíu yrði að binda enda á stríðið við skæruliða í landinu en það hefur nú staðið í sex ár og kostað 16 þúsund manns lífið. Flokkur Muzorewas hlaut 51 af 100 þingsætum í hinu nýja þingi Rhódesíu, en mikinn meirihluta atkvæða eða 65%. Hvítir menn hafa 28 þingmenn, en aðrir flokkar blökkumanna 21. Flokkur sr. Sitholes, sem er einn blokkumannaleiðtoganna í núverandi bráðabirgðastjórn, hlaut aðeins 12 þingsæti og hefur Sithole krafizt rannsókn- ar á framkvæmd kosninganna og sakað stjórnendur þeirra um að hafa beitt brögðum. Þriðji blökkumannaleiðtoginn í bráða- birgðastjórninni, Chirau ættar- höfðingi, náði ekki kjöri á þing. Harðar aðgerðir ísraela í Líbanon Jerúsalem, Belrut, Kaíró, 24. aprfl AP. Reuter. ÍSRAELSKAR herflugvélar, stór- skotalið og fallbyssubátar gerðu í dag harðar árásir á stöðvar Palestínuskæruliða í S-Líbanon í dag í hefndarskyni fyrir árás hryðjuverkahóps skæruliða inn í ísrael sl. sunnudag. Yfirvöld í Líbanon sögðu í dag, að þessar árásir ísraela hefðu alls kostað 15 manns lífið. Egypzka stjórnin fordæmdi árásirnar á S-Líbanon harðlega í dag og sagði þær geta haft neit- kvæð áhrif á <riðarsamning Begin vill dauðadóma yfir hryðju- verkamönnum ísraels og Egyptalands. í Jerúsalem var hins vegar tilk-ynnt að skipzt yrði á staðfestingarskjöl- um vegna friðarsamnings ríkjanna á miðvikudag eins og ráðgert hefði verið. Hundrað fjölskyldna flýðu í dag frá suðurhluta Líbanons og leituðu skjóls norðar í landinu vegna loftárása og stórskotaliðsárása ísraela, að því er líbanskir embættismenn sögðu. Begin forsætisráðherrra Israels sagði í dag að hann myndi beita sér fyrir því að hryðjuverkamenn sem sekir yrðu fundnir um „óvenjulega grimmilega" glæpi yrði framvegis dæmdir til dauða, en dauðarefsingu er nú ekki beitt í ísrael. Þessi yfirlýsing forsætis- ráðherrans er talin byggð á hryðjuverkaárásinni sl. sunnudag, en þá voru tvö lit.il börn meðal fórnarlambanna fjögurra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.