Morgunblaðið - 25.04.1979, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.04.1979, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 Útflutningur frystra sjávarafurða SH: Hefur aukist um 90% það sem af er árinu FRAMLEIÐSLA frystihúsa inn- an Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, en þau eru nú 71 að tölu, frá áramótum til_ 15. aprfl er 37.200 smálestir. Á sama tíma í fyrra var framleiðslan 24.200 smálestir. Framleiösiuaukningin varð því 54%. Útflutningur SH á sama tíma varð 18.600 smálestir, en var í fyrra á sama tíma 11.100 og er aukning því 67%. Séu loðnuafurðir undanskildar var framleiðslan 27.800 smálestir, en í fyrra 22.200 eða aukning um 25%. Þessar upplýsingar fékk Morgun- biaðið í gær hjá Guðmundi H. Garðarssyni, blaðafulltrúa Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Hann sagði jafnframt, að áætlað Farmannaverkfallið: Fimm skip stöðvast í dag MORGUNBLAÐIÐ kannaði í gær hjá þremur stærstu skipafélög- unum, Eimskipafélagi Islands, Skipadeild SÍS og Hafskip, hvenær áhrifa farmannaverkfallsins færi að gæta hjá félögunum. Kom í ljós, að áhrifanna fari að gæta mjög fljótlega, sérstaklega hjá Skipa- deild SÍS og Hafskip. „Ástandið verður vægast sagt slæmt hjá okkur því strax í þessari viku munu 6 skip af 9 stöðvast," sagði Axel Gíslason forstjóri Skipa- deildar Sambandsins. „Mælifell er á Akureyri og stoppar strax. Dísarfell kemur til Reyðarfjarðar á miðviku- dag og stoppar strax og sama dag koma Helgafell yngra og Litlafell til Reykjavíkur og stoppa þá. Tvö skip til viðbótar koma síðan til hafnar fyrir helgina og stöðvast að sjálf- sögðu." Axel sagðist vona, að undanþága fengist til þess að skipa vörum upp úr skipunum. I mörgum skipanna væri varningur til bænda, t.d. áburður, sem mikilvægt væri að koma á ákvörðunarstað áður en vegir spilltust vegna aurbleytu. Guðmundur G. Sigurgeirsson hjá Hafskip hf. sagði að sum skipa félagsins væru á leiðinni til landsins og önnur í þann veginn að leggja úr erlendum höfnum og hefði verkfallið því fljótlega mikil áhrif á starfsemi félagsins. „Skaftá kemur til hafnar á fimmtudagsmorguninn og stoppar þá. Tvö skip til viðbótar koma á sunnudaginn og tvö síðustu skipin í næstu viku. Ástandið getur því varla verið verra.“ „Fyrsta skipið stoppar hjá okkur strax fyrsta daginn, Fjallfoss," sagði Árni Steinsson fulltrúi hjá Eimskipafélagi íslands. „Háifoss kemur síðan á laugardaginn og Brúarfoss á sunnudaginn og um miðja næstu viku tínast þeir inn Reykjafoss og Mánafoss. Síðustu skipin koma til landsins eftir 2—4 vikur ef verkfallið dregst á langinn." Sex mánaða fangelsi fyr- ir fjárdrátt í GÆR var kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur dómur í máli ákæru- valdsins gegn Páli Jakobi Líndal fyrrverandi borgarlögmanni fyrir að draga sér fé úr sjóðum Reykja- víkurborgar. Páll Líndal var dæmdur í 6 mánaða fangelsi. Þá var hann sviptur mál- flutningsréttindum fyrir héraðsdómi og Hæstarétti í 3 ár frá birtingu dómsins. Ennfremur var hann dæmdur til þess að greiða borgar- sjóði Reykjavíkur kr. 3.096.025.- með 19% ársvöxtum frá 1. janúar 1978 til greiðsludags. Loks var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í ríkissjóð, krónur 250 þúsund, og laun til skipaðs verjanda síns, krónur 250 þúsund. Haraldur Henrýsson skadómari kvað upp dóminn. Ákærði lýsti því yfir að hann óskaði að áfrýja dómn- íun til Hæstaréttar. LJÓsm. Mbl. ðl. K. M. væri, að heildarframleiðsla frysti- húsa innan SH fyrstu 4 mánuði þessa árs yrði um 42 þúsund smá- lestir. í fyrra varð hún 29.500 smálestir og er því áætlað að aukningin verði 42%. Útflutningur til dagsins í dag að meðtöldum skipum, sem eru að fara frá landinu er 25 þúsund smálestir, en var 13.400 í fyrra á sama tíma. Aukning er því um 90%. Afskipanir hafa því gengið mjög vel. Morgunblaðið spurði Guðmund hvernig afgreiðsla upp í gerða Rússlandssamninga væri, en Rúss- landsmarkaður hefur sérstaka þýð- ingu í sambandi við aðrar tegundir en þorsk. Guðmundur sagði að búið væri að senda um 5 þúsund smálest- ir upp í þann samning, sem gerður var við Sovétríkin vegna fram- leiðslu þessa árs, sem hljóðar upp á 9.900 smálestir. Eftir er að fram- leiða um 3 til 4 þúsund smálestir. Með tilliti til þessa er því allt útlit fyrir að framleitt hafi verið upp í Rússlandssamninginn upp úr miðju ári. Karfaframleiðslan hefur sér- staka þýðingu í sambandi við þann samning, þar sem samið var um sölu á 4.500 tonnum af karfaflökum, grálúðuflökum, keilu-, löngu- og steinbítsflökum. Um sölumöguleika á karfa á öðrum mörkuðum sagði Guðmund- ur H. Garðarsson, að auðvitað gerðu Sölumiðstöðin og fyrirtæki hennar sitt ítrasta til þess að tryggja sölu á þeim afurðum, sem frystihúsin framleiddu, þ.á m. karfa. Hann kvað við mjög harðan keppinaut að etja í Bandaríkjunum, sem væru Kanadamenn, en þeir hafa verið langstærstu seljendur karfaflaka á Bandaríkjamarkaði í áraraðir. Varðandi Vestur-Evrópu sagði Guð- mundur að innflutningur til Vest- ur-Þýzkalands, sem menn höfðu bundið vonir við, hefði aðeins orðið 750 smálestir á síðastliðnu ári. Af því magni munu um 75% hafa komið frá íslandi. Hins vegar hefðu V.-Þjóðverjar keypt ísaðan karfa og ufsa. Þróunin í Vestur-Þýzkalandi undanfarin ár hefur verið sú að fiskneyzla hefur minnkað og er áætlað að hún hafi dregizt saman um það bil um helming á síðastliðn- um 15 árum. Bretar kaupa hvorki karfa né ufsa, né aðrar Vestur-Ev- rópuþjóðir. Þá sagði Guðmundur aðspurður, að fyrir lægju tölur um sölu Cold- water Seafood Corporation í Banda- ríkjunum fyrir fyrstu 3 mánuði þessa árs. Samkvæmt þeim seldi Coldwater um 24 þúsund smálestir af frystum sjávarafurðum. Það voru einkum fiskflök, fiskblokkir og verksmiðjuframleiddar vörur.. Mið- að við sama tíma í fyrra var um 21% söluaukningu að ræða. Sölu- verðmæti þessara afurða fyrstu 2 mánuðina var 61,2 milljónir dollar- ar og var þar um 24% aukningu að ræða miðað við sama tíma í fyrra. Aðspurður um verðlagsþróun í Bandaríkjunum sagði Guðmundur H. Garðarsson: „Stöðugt er verið að vinna að því að reyna að fá betra verð fyrir afurðirnar." Banaslysid um borð í Dagnýju SJÓMAÐURINN sem lézt um borð í skuttogaranum Dagnýju frá Siglufirði á miðunum úti af Aust- fjörðum á sunnudagskvöld, hét Kristmann Hannesson. Hann var 43 ára að aldri, frá Vopnafirði. Hann lætur eftir sig þrjú börn og aldraða móður. Tveir dæmdir fyrir nauðgun NÝLEGA féllu í Sakadómi Reykjavíkur dómar í tveimur nauðgunarmálum og hlutu hinir ákærðu eins og tveggja ára fangelsi. Sverrir Einarsson saka- dómari kvað upp báða dómana. Hinn 9. apríl síðastliðinn var Hjörtur Hringsson, 19 ára gamall, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Var honum gefið að sök að hafa að morgni 3. júní 1978 brotizt inn í hús við Öldugötu í Reykjavík, stolið þar 184 þúsund krónum í peningum og síðan að hafa ráðist grímuklæddur. að sof- andi húsfreyjunni, sem var ein heima ásamt ungbarni, og ógnað henni með hnífi til holdlegs sam- ræðis. Ennfremur var hann dæmdur fyrir minni háttar þjófn- aðarbrot. I gær, 24. apríl, var Ragnar Sigurðsson, 34 ára, dæmdur í eins árs fangelsi fyrir nauðgun. Var honum gefið að sök að hafa tekið unga stúlku upp í bifreið sína við Melatorg í Reykjavík að kvöldi til 24. mars 1978 og í stað þess að aka henni heim upp í Breiðholt að hennar ósk, að hafa ekið með hana út á Suðurnes á Seltjarnarnesi, þar sem hann þvingaði hana til holdlegs samræðis í bifreiðinni með hótunum um að hún myndi að öðrum kosti hafa verra af. Báðir dómarnir eru óskilorðs- bundnir. Mennirnir tveir voru ennfremur dæmdir til að greiða málskostnað og verjandalaun. Hafnarfjörður: Þátttöku í hlutafjár- aukningu Olíumalar hf. hafnað BÆJARSTJÓRN Haínar- fjarðar samþykkti í gær með 9 samhljóða atkvæðum að hafna þátttöku í hlutafjár- aukningu Olíumalar hf. Einn bæjarfulltrúi var fjar- verandi og annar sat hjá. Tillagan var flutt af bæjar- ráði. SAMNINGANEFNDIR vinnuveitenda og farmanna á fundi klukkan 22.15 í gærkveldi, er vinnuveitendur afhentu hugmyndir sínar að lausn kjaradeilunnar og farmenn höfnuðu hálfri annarri klukkustund sfðar. Vinstra megin eru farmenn, en hægra megin vinnuveitendur. Ljósm. Mbi. Kristján. FarmannaverkföH FARMANNAVERKFALL hófst í nótt eins og getið er á forsíðu Morgunblaðsins í dag, en rétt fyrir miðnætti höfnuðu farmenn hugmyndum vinnuveitenda, sem lagt höfðu fram útfærðan stýri- mannasamning án launatalna. í þessum hugmyndum vinnuveit- enda fólst kerfisbreyting á launa- kjörum yfirmanna, sem að mati vinnuveitenda áttu að koma báð- um aðilum til góða, m.a. koma f veg fyrir að kostnaður við útgerð ykist. í þessum hugmyndum var m.a. breyting á formi alls konar auka- greiðslna, sem greiddar hafa verið fyrir vaktir og við sérstök störf um borð. í tillögum vinnuveitenda var rætt um að afnema þessar auka- greiðslur, en þær yrðu síðan metn- ar með öðrum hætti. Þá var sett fram hugmynd um 40 stunda vinnuviku, sem þýddi aukna frí- daga eða 2 frídaga fyrir hverja 5 unna daga, en til þessa hafa farmenn fengið 2 fridaga fyrir hverja 7 unna daga. Að sögn Þorsteins Pálssonar, fram- kvæmdastjóra VSÍ, er þetta í grófum dráttum sá grundvöllur, sem vinnuveitendur treysta sér til þess að ræða við farmenn á. Verkfallið, sem nú er skollið á, er verkfall yfirmanna, sem eru í 5 félögum af samtals 11, sem hags- muna eiga að gæta í samningum við farskipaeigendur. Verkfall yf- irmanna á farskipum var síðast í maímánuði árið 1974 og voru þá öll yfirmannafélögin eina viku saman í verkfalli. Samningar tókust við fjögur félaganna að þeirri viku liðinni, en stýrimenn héldu áfram í verkfalli tvær vikur í viðbót. Stóð farmannaverkfall því í 3 vikur samfleytt. Langt verkfall varð um áramót- in 1971—1972. Þá fóru hásetar í verkfall, sem stóð í 5 vikur. Árið áður eða í maí 1970 hafði einnig verið farmannaverkfall, en þá setti ríkisstjórn bráðabirgðalög og sigldu þá skipin, en farmenn sögðu upp stöðum sínum og vegna upp- sagnanna kom til verkfalls hinn 10. október, sem stóð í um það bil 3 vikur. Þó voru það ekki öll skip, sem stöðvuðust þá, þar sem ein- staka farskipseiganda tókst að ráða nýtt fólk á skipin. Var þá ekki um eiginlegt verkfall að ræða, heldur fjöldauppsagnir á skipun- Þá ber þess að geta, að á árinu 1977 gerðu matsveinar verkfall, sem þó stöðvaði ekki skipin, þar sem samningar náðust 9 klukku- stundum eftir að verkfallið skall á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.