Morgunblaðið - 25.04.1979, Síða 3

Morgunblaðið - 25.04.1979, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 3 Ekkert íslenzkt sjónvarpsleikrit tekið upp á árinu? „Toppar á dagskránni ekki sneidd ir af til að fylla upp í lægðirnar” Sex starfsmenn sjónvarpsins rita útvarpsstjóra harðort bréf ALLAR LÍKUR eru á að ekkert íslenzkt sjónvarps- leikrit verði tekið upp hjá Sjónvarpinu fyrir sumarfrí og jafnvel ekkert á þessu ári. Sex starfsmenn Lista- og skemmideildar Sjónvarpsins hafa ritað útvarpsstjóra, útvarpsráði og ýmsum öðrum aðilum bréf þar sem þeir mótmæla harðlega þeirri stefnu, sem nú virðist ráða um að ekki verði gerð íslenzk sjónvarpsleikrit á árinu. Undir bréf þetta rita þeir Andrés Indriðason, Egill Eðvarðsson, Einar Þorsteinn Asgeirsson, Hrafn Gunnlaugsson, Tage Ammendrup og Þráinn Bertelsen. Vlrðingarfyllst, [f'V.uV-r-/ «« |ándré3 Indriðaoon c- *a_. Kgill ESvarBaaon fC* > ^ Einar l>otsteinn ígeirssor ^|/a1aAÍ llrafn Viunnlaut'3ffonv ^ Tage Ammendrup I’ráinn Bertelaaon Afrit sent: ótvarpsráði, menntainálaráðherra, vlðskiptaráðherra, íjármálaráð- herra, framkvaandastjóra sjónvarps, forstöðumanns Lista- og skemmti." deildar sjónvarps, formanni Félags íslenzkra leikara, formanni Rithöfundasamband8ins, formanni Félags íslenzkra leikritahöfunda og forseta Bandalags íslenzkra listamanna, þeim sex höfundum sem vaidir voru til að halda áfram á síðari hluta námskeiös um 1handritagerð. Bréfritarar vitna í samþykkt Útvarpsráðs frá 19. september síðastliðinn, þar sem talið er æskilegt að ekki séu tekin upp færri en átta sjónvarpsleikrit árlega. Þó er talið eðlilegt að talan lækki ef einhver verkefn- anna eru óvenju umfangsmikil eða kostnaðarsöm, en stefna ætti að því að frumflutt íslenzk leikrit og leiknar kvikmyndir nemi eigi minna en 8 klukku- stundum á ári og þá með talin barnaleikrit, sem flutt eru af atvinnuleikurum svo og mynda- flokkar og framhaldsmyndir ef um slíkt er að ræða. Síðan segir í bréfinu: „Þetta bréf er skrifað vegna þess að sú stefna, sem mörkuð er með ofangreindri samþykkt útvarps- ráðs varðandi leikritagerð út- varpsins verður að engu höfð á yfirstandandi ári og stefnir allt í þá átt að engin leikrit verði tekin upp á árinu." í bréfinu er getið námskeiðs þess sem sjónvarpið hélt með leikritahöfundum nú fyrir skömmu, en síðari hluti þess námskeið er alls óviss, þar sem hann átti að vera fólginn í vinnslu sex sjónvarpsleikrita í samvinnu við höfundana. Segja sexmenningarnir að fari svo að botninn detti úr þessari sám- vinnu við leikritahöfunda sé verr farið en heima setið. Benda þeir á að nú sé þegar orðið of seint að stefna að nokkurri sjónvarpsleikritagerð fyrir sumarfrí, þar sem lágmarks- undirbúningur fyrir upptöku séu þrír mánuðir, en nú séu rúmir tveir mánuðir í sumarfrí. „Sömuleiðis er augljóst að liggi ekki fyrir ákvörðun um upptöku sjónvarpsleikrita á hausti kom- anda fyrir miðjan maí er úti- lokað að nokkurt leikrit verði tekið upp á þessu ári.“ „Að því er við fáum skilið er ástæðan til þess, að ekki er ráðist í að framfylgja stefnu útvarpsráðs, sem vitnað er til í upphafi, sú að sjónvarpsleikrit eru talin til hinna dýrari liða í dagskrárgerð, en stofnunin er nú, að sögn yfirmenna, fjársvelt og afnotagjöld langt undir því sem viðunandi getur talist." Benda bréfritarar á að árs- áskrift að dagblaði nemur 36 þúsund krónum, en afnotagjald af útvarpi 11.600 krónur á ári. Sömuleiðis kemur fram í bréf- inu að „síðasta hækkun á af- notagjöldum nam um 17% á sama tíma og verðbólgan í land- inu er meira en tvöfalt hærri, enda þýðir þessi „hækkun" beina lækkun á tekjum Ríkisút- varpsins". „Tilgangurinn með íslenzku sjónvarpi," segja bréfritarar, „hlýtur að vera að framleiða frambærilega dagskrá handa almenningi, en nú er svo í pottinn búið að dagskrárgerð beinist öðru fremur að gerð fastra þátta og dægurfluga. Það gefur auga leið að frambærileg dagskrá verður ekki gerð á stofnun, sem haldið er í fjár- svelti og hefur þess vegna ekki bolmagn til að þjóna tilgangi sínum.“ Niðurlag bréfsins er svohljóð- andi: „Við vilju-m hér með skora á yður, herra útvarpsstjóri, að kynna stjórnvöldum og fólkinu í landinu í hvert óefni stefnir og hvert fjársvelti og áhugaleysi stjórnvalda er að leiða stofnun- ina og jafnframt að berjast fyrir því að dagskrárgerð verði beint inn á þá braut að topparnir á dagskránni verði ekki látlaust sneiddir af til að fylla upp í mestu lægðirnar. I þeirri við- leitni heiturn við stuðningi okk- ar í hvívetna." Bréf þetta er sent útvarps- stjóra, útvarpsráði, mennta- málaráðherra, viðskiptaráð- herra, fjármálaráðherra, fram- kvæmdastjóra sjónvarps, for- stöðumanni Lista- og skemmti- deildar sjónvarps, form. Fél. ísl. leikara, form. Rithöfundasam- bandsins, formanni Fél. ísl. leik- ritahöfunda og forseta Banda- lags ísl. listamanna, þeim sex höfundum, sem valdir voru til að halda áfram á síðari hluta námskeiðs um handritagerð. Sexmenningarnir, sem undir þetta bréf rita, eru allir dag- skrárgerðarmenn lista- og skemmtideildar, leiklistarráðu- nautur Sjónvarpsins og deildar- stjóri leikmyndadeildar. Tillaga Jakobs Jakobssonar um haustsíldveiðar: Hringnótabátum f ækkað í 10 og þeir látnir greida leyf isgjald Sæki fleiri en 10 bátar um veiðarnar verði leyfi seld hæstbjóðanda JAKOB Jakobsson fiskifræðing- ur ritar grein í nýútkominn Ægi um síldveiðarnar við Suðurland og gerir þar grein fyrir tillögum sínum um fyrirkomulag sfldveið- anna haustið 1979. Þar leggúr han til að reknetaveiðar verði stundaðar áfram líkt og verið hefur en hringnótaskipum verði fækkað niður í 10 og þau verði látin greiða sérstakt leyfisgjald. Óski fíeiri skip en 10 eftir því að stunda veiðarnar komi til greina að selja sfldarleyfin hæstbjóð- anda. I grein sinni segir Jakob Jakobs- son orðrétt: Nokkrar umræður um stjórnun síldveiði á hausti komanda hafa þegar átt sér stað á vegum sjávar- útvegsráðuneytisins. I þeim um- ræðum hef ég einkum lagt áhyrzlu á eftirfarandi atriði: 1. Sjávarauðlindir íslendinga verði nýttar á sem hagkvæmastan hátt miðað við afrakstursgetu eða veiðiþol hverju sinni. 2. Ef gert er ráð fyrir að rekneta- veiðar yrðu lítt breyttar á hausti komanda er lagt til að stjórnun hringnótaveiðanna verði hagað sem hér segir: a) Leyfi til hringnótaveiða verði veitt 10 vel búnum hringnóta- skipum og koma þá 2.000 tonn síidar í hlut hvers skips. b) Áætlaður rekstrarkostnaður slíkra skipa í tvo mánuði ásamt nokkrum hagnaði verði dreginn frá andvirði 2.000 tonna og mis- munurinn verði lágmarks leyfis- gjald. c) Ef fleiri en 10 skip óska að kaupa síldveiðileyfi sbr. lið (b) hér að ofan, kemur til greina að selja þau hæstbjóðendum enda uppfylli þeir öll nauðsynleg skilyrði. d) Síldveiðileyfi verði háð ýmsum skilyrðum, sem ráðuneytið kann að telja nauðsynleg t.d. um löndun hjá hinum ýmsu söltunarstöðvum, hugsanlega stjórnun löndunar sem e.t.v. yrði í höndum Síldarútvegs- nefndar, ráðuneytis eða annars aðila. Þá yrðu leyfin að sjálfsögðu háð almennum reglum um lokun svæða, lágmarksstærð síldar, rétt Hafrannsóknastofnunarinnar til að hafa eftirlitsmann um borð o.s.frv. e) Sömu markmiðum og að framan greinir má að sjálfsögðu einnig ná með því að miða hráefnisverð við útgerðarkostnað og láta mismun- inn renna í tiltekna sjóði sem stjórnvöld gætu síðan ráðstafað t.d. til að þróa nýjar verkunar- og vinnsluaðferðir og til að afla nýrra markaða fyrir síldarafurðir. Það kemur fram í grein Jakobs, að tillagan um fækkun hringnóta- skipanna sé til komin fyrst og fremst vegna þess hve illa hring- nótaveiðarnar gengu í fyrrahaust eins og mönnum er eflaust í fersku Jakob Jakobsson minni. Á vertíðinni þá var heimil- að að veiða 35 þúsund tonn í reknet og hringnót og stunduðu 170 bátar veiðarnar. Hafréttarráðstefnan: Rússar styð ja réttind- in á Reyk janeshrygg Athyglin beinist að Rockallsvæðinu Gent, 24. aprfl. RÚSSAR hafa undirstrikað við íslendinga að þeir styðji rétt- indi okkar utan 200 mflnanna á Reykjaneshrygg og breytt til- lögu sinni til að tryggja það að hún skerði ekki þessi íslensku fiskveiðiréttindi. Önnur nefnd ráðstefnunnar fjallar um allt það sem okkur varðar mestu og er á fundum frá morgni til kvölds. Þar þarf að gæta rétt- inda sem þegar eru komin í drög að hafréttarsáttmála en annars beinist athygli íslend- inga nú að neðansjávarslétt- unni umhverfis Rokkinn og Hattonbankann. Áður en fundir ráðstefnunnar hófust á mánudagsmorgun hittu fulltrúar íslands rússnesku sendinefndina á sérstökum fundi til að ræða réttindi á neðansjávarhryggnum og til- lögu Rússa í því efni. Rússar lögðu áherslu á að þeir hefðu aldrei hugsað sér að skerða réttindi íslands á Reykjanes- hryggnum. Buðust þeir til að fella niður úr tillögu sinni þá setningu, sem Hans G. Andersen hafði mótmælt í ræðu fyrir helgina, en taka þess í stað, í aukagrein, orðalag sem tryggði okkur réttindi. Síðar um daginn flutti rússneski full- trúinn svo ræðu í sjöttu samn- inganefnd sem er undirnefnd annarrar aðalnefndarinnar og ræddi þar sérstöðu Reykjanes- hryggjar, sem væri „eðlilegt framhald" Islands og ætti því að hafa hafsbotnsréttindi. „Réttindi okkar á þessu svæði ættu því að vera alveg tryggð eins og málin standa nú,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Athygli okkar beinist því fyrst og fremst að svæðinu vestur að Rokknum. Þar er um mjög flókna stöðu að ræða en fjögur ríki gera þar tilkall til hafsbotnsréttinda, það eru Bret- ar, írar, Færeyingar og íslend- ingar. í dag áttum við fund með Færeyingum og tveim dönsku fulltrúanna um þetta mál og var ákveðið að halda umræðunum áfram. Verður þá látið á það reyna hvernig Islendingar og Færeyingar geta gætt sameigin- legra réttinda í samræmi við þingsályktun sem Alþingi af- greiddi 22. desember sl. en Lögþing Færeyinga hefur ályktað á sama veg. Stöðugir fundir eru nú í annarri nefnd þingsins og undirnefndum. Á ýmsum svið- um hefur talsverður árangur náðst en annars staðar lítill. Reiknað er með, að á morgun verði minna um stóra fundi en því meira um þreifingar og viðtöl. Á fimmtudag og föstudag verða síðan lokafundirnir í þessari lotu. Árangur og mis- heppnaðar tilraunir til árangurs verða þá teknar saman í eina heild og síðan er gert ráð fyrir að taka til enn einu sinni í sumar þar sem frá verður horfið nú.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.