Morgunblaðið - 25.04.1979, Síða 7

Morgunblaðið - 25.04.1979, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1979 7 Vandaö og athyglisvert þjóömálarit Samband ungra Sjálí- stæðismanna gefur út vandað tímarit um pjóö- mál og menningarmél, Stefni, sem erindi á til alls frjálshyggjufólks í landinu. í síðasta tölu- blaði (1,—2. tbl. ’79) eru fjölmargar ritgerðir, sem helgaðar eru efninu „Frjálshyggja og alræði“. Fjalla pær um samnefnda bók Ólafs Björnssonar hagfræðiprófessors, einstaka pætti hennar og áhrif á pjóðmálaumræðu hér á landi. Pétur J. Eiríksson hagfræöingur segir í lok greinar sinnar að umræöurnar um hag- kerfin tvö, sem Ólafur Björnsson hafi blásið lífi í með bók sinni „hafi leitt í Ijós fjölmörg atriði, sem benda til ótvíræðra kosta markaðskerfisins fram yfir miðstýrt kerfi, séð frá hagfræðilegu sjónar- miði.“ Hann segir „pað mikilvægt atriði að frjáls- hyggjumenn gefi gaum hagfræðilegum undir- stöðuatriðum lífsskoðun- ar sínnar, ekki síður en pólitískum og félags- fræöilegum.“ Pétur J. Eiríksson segir í grein sinni: „Friðpæging einstaklingsins veltur á prennu: 1. að samræmi sé milli framleiöslumark- miða og óska eínstak- lingsíns. 2. að samræmi sé milli raunverulegs sparnaðarhlutfalls og pess hlutfalls, sem einstaklingarnir óska eft- ir. 3. aö samræmi sé milli vinnu í reynd og óska einstaklinga um hlutfall milli vinnu og fritíma. Markaðskerfið sér sjálf- virkt um að fyrsta atriö- inu sé fullnægt en mið- stýrt hagkerfi fullnægir pví tæpast og pá aðeins með prautum. Neytenda- friðpæging samkvæmt tveim síðarí atriðunum á sér einungis stað í sósí- ölsku kerfi komi til mínnkun í hagvaxtar- hraða. Því eins og við höfum séð getur sósíalskt hagkerfi aðeins aukið hagvöxt fram yfir markaðskerfið með pví móti að gengið sé gegn óskum neytenda um hlutfall sparnaöar og neyzlu og vinnu og frí- tíma og Því einnig gegn neytendafriðÞægingu." „Sætsúrber" Davíö Oddsson borgar- fulltrúi varar m.a. við misnotkun hugtaka, er hann fjallar um viðfangs- efnið. Hann segir: „Þess- um mönnum og mörgum öðrum nægir ekki aö sjá að sósíalisminn hefur hvarvetna borið með sér frelsisskerðingu og kúg- un. Þeir falla fyrir kenn- ingum um að hasgt sé að ná fram „annars konar“ sósíalisma, — lýðræðis- legum sósíalisma. En einmitt slíkt glassúr á ógeðfelld hugtök sýnir glöggt, að höfðað er til manna, sem ekki mega af frelsinsu sjá og vilja setja Þaö í öndvegi. Þeir hafa hins vegar ekki áttað sig á aö sósíalismanum, alræðishyggjunni fylgir óhjákvæmilega miðstýr- ing, sem getur ekki átt samlíf við víðtækt persónufrelsi. Hugtakið stenzt pví naumast mikið betur en hugtakið sæt- súrber. Ólafur Björnsson gerir sér grein fyrir að bók eins og hans verður seint eða aidrei almenn iesning. En hún gefur áhugamönnum góðan styrk og er með lýsandi dæmum. og paö eru ein- mitt áhugamennirnir, sem hljóta að leggja mestan skerf til opin- berra umræðna og Þeim erpví að mæta, Þegar glassúrhugtakafræðing- arnir koma til leiks." _J Baóherbergisskápar Glæsilegir badskápar Margar geröir og stæröir Byggingavörur Sambandsins Suðurlandsbraut 32 ■ Simar 82033 ■ 82180 Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem minntust mín á 70 ára afmælisdegi mínum 13. apríl sl. með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum. Guö blessi ykkur öll. Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum. Dómara- námskeið Dómaranámskeið í íþróttagreinum. íþróttaráö L.H. efnir til námskeiðs fyrir íþróttadómara á félagssvæöi Fáks á Víöivöllum laugardaginn 28. apríl. Námskeiöiö hefst kl. 9.30 og er haldið í sambandi viö íþróttadeildarkeppni Hestamanna- félagsins Fáks. Áríöandi er aö þeir sem dæmt hafa undanfarin keppnistímabil mæti vegna væntanlegra dóm- starfa í sumar. Skráning fer fram á skrifstofu L.H. í Félagsheimili Fáks viö Elliðaár kl. 13—17 dag hvern, sími 86999. Dómaraskírteini veröa send verðandi dómurum eftir þetta námskeiö. íþróttaráö L.H. Vormót og varkaupstefna hestamanna á Suöurlandi veröur föstudag og laugar- dag 4. og 5. maí á Hellu. Dæmdir veröa tamdir stóöhestar sem ekki hafa komist í ættbók og tekin veröa til sölu tamin hross af aöildarfélögum. Þátttaka stóöhesta tilkynnist Magnúsi Finnbogasyni, Lágafelli. Þátttaka söluhrossa í Rangárvallasýslu tilkynnist Guöna Jóhannssyni, Hvolsvelli.en í Vestur-Skaftafellssýslu, og Árnessýslu til formanna Hestamannafélaganna. Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi fyrir 1. maí. ________________________Framkvæmdanefnd. Furumarkaður í Vörumarkaöinum Sjón er sögu ríkari Opiö til kl. 8 föstudag. Opið frá kl. 9—12 laugardag. Vorumarkaðurinn hf„ Armúla 1 A. Sími 86112.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.