Morgunblaðið - 25.04.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.04.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 I mokfiski og ÞAÐ VAR líflegur afli, sem skipverjar á skuttogaranum Dagrúnu frá Bolungarvík fengu eftir um þriggja tíma tog á veiðisvæðinu úti af Horni skömmu fyrir páska. Mikil aflahrota var þá hjá togurunum og landaði Dagrún þá um 180 tonnum eftir veiðiferðina, en þetta hal gaf 30—35 lestir. Hávarður Olgeirsson var skipstjóri á Dagrúnu f þessari veiðiferð og þurfti hann eins og aðrir skipstjórar á togurunum að giíma við hafísinn þessa daga og á minni myndinni sést ís úti af Straumnesi. (Ljósmyndir Gunnar Hallsson). Ilsiliíltll|§ Góðar gæftir á Vestfjörðum í marzmánuði: Aflinn þriðjungi meiri en í fyrra GÆFTIR MÁTTU heita góðar og stöðugar allan marzmánuð og afli yfirleitt góður í öll veiðarfæri úr Vestfirðingafjórðungi. Töluverður hafís var kominn á fiskislóðirnar í lok mánaðarins og hafði það nokkur áhrif á veiðarnar síðustu dagana, sérstaklega hjá togurunum. Óvenjulega mikill þorskur var í afla línubátanna allan mánuðinn, en að jafnaði er línuaflinn nær eingöngu steinbítur á þessum árstíma. Var þetta allt vænn göngufiskur og telja sjómenn að þetta hafi verið eftirstöðvar göngunnar, sem togararnir fiskuðu úr í febrúar og virtist fylgja loðnugöngunni suður með Vestfjörðum. Heildaraflinn frá Vestfjörðum í mánuðinum var 11.505 lestir og var heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 26.805 lestir. í fyrra var aflinn í marz 7.698 lestir og heildaraflinn 19.237 lestir. Aflahæstur línubáta í marz var Ólafur Friðbertsson frá Suðureyri með 209.5 lestir í 18 róðrum. Aflahæstur netabáta í marz var Garðar frá Patreksfirði með 433.8 lestir í 16 róðrum. Af togurunum var Guðbjörg frá Isafirði aflahæst í marzmánuði með 561.6 lestir í 4 löndunum, en hún var einnig aflahæst í marz á síðasta ári með 377.6 lestir, einnig í 4 löndunum. Heildaraflinn í hverri verstöð í marz: 1979: 1978: Patreksfjörður 2.643 lestir (1.793 lestir) Tálknafjörður 448 lestir (283 lestir) Bíldudalur 304 lestir (252 lestir) Þingeyri 775 lestir (602 lestir) Flateyri 1.004 lestir (606 lestir) Suðureyri 1.035 lestir (790 lestir) Bolungarvík 1.721 lestir (1.084 lestir) ísafjörður 2.931 lestir (1.910 lestir) Súðavík 644 lestir (378 lestir) 11.505 lestir (7.698 lestir) Janúar/febrúar 15.300 lestir (11.539 lestir) 26.805 lestir (19.237 lestir) Brlflge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Frá Bridgefélagi Kópavogs S.l. fimmtudag hófst barometer tvímenningskeppni félagsins með þátttöku 20 para. Spiluð eru tölvugefin spil og fá þátttakendur afrit af tölvugjöf og skorblaði að lokinni hverri umferð. Besta árangri náðu: stig Óli M Andreasson — Guðmundur Gunnlaugsson 48 Júlíus Snorrason — Barði Þorkelsson 46 Gunnlaugur Sigurgeirsson — Jóhann Lúthersson 40 Gróa Jónatansdóttir — Kristmundur Halldórs. 32 Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 19 Keppninni verður haldið áfram n.k. fimmtudag kl. 20.00 í Þinghól Hamraborg 11. Á föstudaginn kom Birdge- félag Selfoss i heimsókn til Bridgefélags Kópavogs og spil- uðu sex sveitir frá hvorum aðila. Keppt var um bikar sem Óli M. Andreason gaf til þessarar keppni og bar Kópavogur sigur úr býtum að þessu sinni. Frá Bridgesambandi Reykjanesumdæmis Áður auglýst undankeppni í tvímenning fer fram í Stapa miðvikudaginn 25. þ.m. og hefst kl. 19.30 stundvíslega. Keppendur geta skráð sig á staðnum og eru spilarar úr bridgefélögunum í Reykjanes- umdæmi hvattir til að fjöl- menna. Stjórn BRÚ. Útboraun í Philios litsjónvarpstæki frá 150 þús. ' " “ \ iwmm PHILIPS ...mestselda sjónvarpstækió 1 !§|!1| í Evrópu. • r-~rn / Þaö er sitt hvaö aö sjá hlutina í lit eöa svart/hvítu. Nú hefur þú tækifæri til aö láta langþráðan draum um litsjónvarpstæki rætast. Philips svíkur ekki lit. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 — SÆTÚN 8 - 1 5655

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.