Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1979 Þátttakendur í gæðingakeppninni, sem fram fór á Skeifudaginn voru bæði úr röðum nemenda og heima- manna á Hvanneyri og voru kepp- endur alls 11. í A-flokki alhliða gæðinga stóð efstur Lárus, leirljoá, blesóttur, 6 vetra, undan Slöngvi frá Halakoti og Ljósku frá Laugardæl- um, knapi Helgi Eggertsson, Selfossi með 8,13 í einkunn. Önnur varð Snör frá Vesturkoti, Skeiðum, brún, 7 vetra undan Stormi frá Ólafsvöllum og Jörp, knapi Baldur I. Sveinsson með 7,23 í einkunn. I þriðja sæti varð Sindri, grár, 5 vetra, ætt ókunn, knapi Magnús Lárusson með eink- unnina 6,97. Af hrossum í B-flokki varð efstur Bliki, moldjarpur, 11 vetra, ættaður frá Kríthóli, Skag., knapi Anna María Flygenring með 8,47 í eink- unn. Annar varð Glanni, rauðbles- óttur, 7 vetra, ætt ókunn, knapi Sigurður Halldórsson með einkunn- ina 8,03 og í þriðja sæti var Putti, jarpstjörnóttur, 6 vetra undan Tví- fara 819 og Brúnku 3076, knapi Kári Berg með einkunnina 7,93. Að lokinni verðlaunaafhendingu bauð Magnús B. Jónsson, skólastjóri viðstöddum til kaffidrykkju í mötu- neyti skólans. Úr röðum nemenda bændaskól- anna hafa komið margir hestamenn, sem góðum árangri hafa náð í tamningu og sýningu hrossa. Það er því miður hversu aðstaða til hesta- halds á Hvanneyri er orðin léleg og væri þarft verk þar úr að bæta. Um það verkefni þurfa að taka höndum saman forsvarsmenn skólans, land- búnaðarins, hrossabænda og hesta- manna. Mikill áhugi er meðal nem- enda fyrir því að koma upp hring- velli á Hvanneyri. Þessum áhuga eiga forráðmenn skolans að fagna og virkja frumkvæði nemenda í þessu máli en lafa það ekki niður falla vegna einhverra smáatriða, sem auð- veldiega má leysa með góðum vilja. Hrossarækt hefur jafnan verið einn þáttur íslensks landbúnaðar en stundum sökuð um að vera ekki til búdrýginda. Hlutur hrossaræktar- innar í búskap verður varla bættur með því að lata fræðslu um hana liggja í láginni. Okkur er sagt aö það þurfi að efla aukabúgreinar og víst er að hrossarækt getur þar orðið til búdrýginda, ef rétt er að málum staðið. — t.g. Sigurður V. óskarsson frá Akureyri fékk Eiðfaxabikarinn fyrir góða umhirðu og umgengni f hesthúsi og hér er hann að kemba í hesthúsinu að lokinni keppni. Umsjón« Tryggvi Gunnarsson SKEIFUDAGURINN var haldinn á Hvanneyri sunnudaginn 8. marz s.l. og var að þessu sinni auk keppni um Morgunblaðsskeifuna, efnt til gæðingakeppni og keppt bæði í A- og B-flokki. Morgunblaðsskeifan er verðlaun, sem Morgunblaðið gefur árlega og veitt eru þeim nemendum hændaskólanna á Hólum og Hvann- eyri, sem bestum árangri ná þá um veturinn í tamningu hrossa. Sigur- vegari í Skeifukeppninni á Hvann- eyri að þessu sinni varð Hróðmar Bjarnason frá Hvoli f ölfusi á Blika, brúnskjóttum, 4 vetra, und- an Stfganda 728 frá Hesti og Möðru 3993 frá Arabæ f Flóa. Áhugi hefur verið mikill á hesta- mennsku meðal nemendanna á Hvanneyri í vetur og hafa þeir verið með 37 hross á húsi en alls eru nemendur skólans í vetur um 80. Voru öll pláss í hesthúsinu á staðn- um fullskipuð. Bæði voru þetta hross, sem þegar höfðu verið tamin og önnur, sem þarna fengu sína fyrstu tamningu en venja er að þau hross, sem nemendur ætla að keppa á í Skeifukeppninni verða að vera ótamin, þegar þau koma að Hvann- eyri. Að þessu sinni tóku 19 nemend- ur þátt í Skeifukeppninni en dómar- ar voru frá Félagi tamningamanna. Sem fyrr segir varð sigurvegari í Skeifukeppninni Hróðmar Bjarna; son á Blika og fékk hann 69 stig. í öðru sæti varð Stefán Sturla Sigur- jónsson, Sauðárkróki á Dofra, gráum, 6 vetra, ættuðum frá Skarðsá í Skagafirði með 65 stig. Ármann Ólafsson frá Litla-Garði, Sæmund- arhlíð í Eyjafirði varð í þriðja sæti á Ófriði, jörpum, 6 vetra undan Svarti 777 og Lipurtá með 63 stig. Félag tamningamanna veitti þeim þátttakanda í Skeifukeppninni, sem sat hest sinn best og náði bestu sambandi við hestinn, viðurkenningu og afhenti formaður félagsins, Þor- valdur Ágústsson Hróðmari Bjarna- syni þessa viðurkenningu. Þorvaldur dæmdi í Skeifukeppninni ásamt Við- ari Halldórssyni. Áfhenti Þorvaldur einnig Eiðfaxabikarinn, sem veittur er sem viðurkenning fyrir góða umhirðu og umgengni í hesthúsi og hlaut þau verðlaun Sigurður V. Óskarsson frá Akureyri. Skeifu- keppnin á Hólum Félagar Grana riða í hópreið heim að skólanum að lokinni keppni. Á BÆNDASKÓLANUM á Hóium urðu úrslit í keppninni um Morgunblaðsskeifuna þau að sigurvegari varð Sigurður Kristinsson, Víðivöllum í Skaga- firði en hann tamdi í vetur hryss- una Irpu, jarpa 5 vetra, ættaða úr Kjósinni. Næstir að stigum og jafnir urðu Sæþór Steingrímsson frá Akureyri og Stefán Leifur Rögnvaldsson. Hestamennska er skyldugrein við Bændaskólann á Hólum og annast Magnús Jóhannsson ráðs- maður kennsluna. Voru því allir nemendur skólans, 18 að tölu, með hross í þá tvo mánuði, sem þessi kennsla stóð yfir. Að sögn Sigurðar Kristinssonar er kennslunni í hestamennsku hagað þannig að kennt er fjórum sinnum í viku í rúma klukkustund í senn. Hann sagði að aðstaðan væri ágæt en að vísu væri hesthúsið orðið gamalt og væri nú vonast til að byggt yrði nýtt hesthús á næstunni. Nemendur þurfa ekki að gefa hrossunum en þeir moka undan þeim og hirða þau að öðru leyti. „Ég tel allveg sjálfsagt að hafa hestamennsku sem skyldugrein við bændaskóiana, því að þetta er þroskandi og til mikils gagns fyrir nemendur, hvort, sem þeir hafa áður komist í kynni við hesta- mennsku eða ekki,“ sagði Sigurður Kristinsson. Stefán Sturla Sigurjónsson varð annar í Skeifukeppninni á Dofra. Hestar Keppt um Morgunblaðs- skeifuna á Hvanneyri Skömm hversu illa er búið að hestamennsku og hrossarækt á Hvanneyri — Rætt við Sigurbjöm Bjömsson, formann Grana HESTAMANNAFÉLAG nemenda Bændaskólans á Hvanneyri heitir Grani og eru á þessu ári liðin 25 ár frá stofnun félagsins. Hefur félagið jafnan staðið fyrir keppni meðal nemenda á vorin um hver hefði náð bestum árangri f tamn- ingum yfir veturinn en á öðru starfsári félagsins hóf Morgun- blaðið að gefa sem verðlaun í þessari kepppni, Morgunblaðs- skeifuna. og hefur keppnin upp frá því verið nefnd Skeifukeppn- in. Núverandi formaður Grana er Sigbjörn Björnsson úr Reykjavík, nemandi í búvísindadeiid skólans. Við spurðum Sigbjörn hvcr væri tilgangur félagsins? Fleiri kennsiustundir á vegum félagsins en skólans „Tilgangur félagsins er að meginhluta að bæta kunnáttu nemenda og stuðla að meiri og aukinni fræðslu um hestamennsku umfram það, sem skólinn sjálfur annast. Á vegum skólans er kennsla um þetta í lágmarki, því að hingað koma stundakennarar og kenna 10 stundir yfir veturinn um byggingu, líffærafærði hrossa, fóðrun, helstu stofna í landinu og farið er 'í gegnum helstu mælingar. Reiðkennsla er engin nema á vegum félagsins en félagið reynir að fá hingað nokkra fyrirlesara á hverjum vetri og einhverja til að leiðbeina í reiðmennsku. I reynd fá nemendur fleiri kennslustundir á vegum félagsins í hestamennsku heldur en á vegum skólans. Það er skömm til þess að vita hversu illa er búið að hesta- mennsku og hrossarækt hér á Hvanneyri, því að hrossarækt er ein af þremur aðalbúgreinum landsmanna og sú eina sem ekki er niðurgreidd. Og ég er þeirrar skoðunar að hestamennsku mætti gera skyldugrein hér eins og á Hólum.“ Sigbjörn Björnsson, formaður Grana. Hesthúsið í kjallara fjárhússins Hvernig er aðstaða nemenda til að vera með hross hér? „Aðstaðan er mjög léleg hvað húsakosti viðkemur en hesthúsið er í kjallara fjárhússins. Nefnd á vegum félagsins er að vinna að tillögum um endurbætur á hús- næði með sem minnstum tilkostn- aði. Þó skólayfirvöld hér hafi ekki sinnt þessu sem skyldi mega menn ekki horfa fram hjá því að þau hafa orðið að berjast fyrir hverri krónu og hafa í mörg horn að líta. Skólayfirvöld hafa óskað eftir leyfi til að lata teikna nýtt hús í stað fjárhússins og hesthússins en það mál er enn í deiglunni. Því miður virðist ekki vera áhugi fyrir að koma upp góðri aðstöðu til hestamennsku hér og reyndar virðist litið á hestamenn sem annars flokks þjóðflokk hér.“ Gerð hringvallar strandar á skólayfirvöldum Nú hafa verið uppi ráðagerðir að koma upp hringvelli hér á Hvann- eyri. Hvað líður því máli?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.