Morgunblaðið - 25.04.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 25.04.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 15 Blómlegt félags- starf á síðasta ári Tryggvi Gunnarsson (t.v.) afhendir fyrir hönd Morgunblaðsins Hróðmari Bjarnasyni Morgunblaðsskeifuna. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson. Hestamennskan bœði til gagns og við- fangsefni í tóm- stundum á Hvannegri -Rœtt við Hróðmar Bjarnason sem vann Morgunblaðsskeifuna í ár Aðalfundur Sjálfbjargar: Nýlega hélt Sjálfsbjörg. félag fatlaðra Reykjavík, aðalfund sinn. í félagið gengu á árinu 27 aðaífélagar og 20 styrktarfélagar. Eru félagar nú 907. 530 aðalfélagar og 377 styrktarfélagar. Á árinu létust 15 félagar. „Það hafa sjaldan verið jafn- margir af nemendum hér með hross eins og í vetur og reyndar hefur víst sjaldan áður verið jafnmikið um hestvant fólk meðal nemenda og í vetur. Fleiri hefðu líka gjarnan viljað vera með hross hér í vetur en hesthúsið var yfirfullt.“ sagði Hróðmar Bjarna- son. sá er vann Morgunblaðs- skeifuna á Hvanneyri í stuttu spjalli við blm. Mbl. „Aðstaðan til að vera með hross hér er ekki mjög góð. Hesthúsið er undir fjárhúsinu og þar er bæði lágt undir loft auk þess, sem loftræsting er slæm og hland frá fénu á efri hæðinni rennur niður á tveimur stöðum í húsinu. Ýmis óþrif í hrossunum virðast fylgja hesthúsinu, lús lagðist á nær öll hrossin fyrr í vetur og 10 dögum fyrir Skeifukeppnina fór að bera á múkki í hrossunum og nú má heita að það heyri til undantekninga, ef hrossin eru ekki með múkk. Miðað við aðstæður í landbúnað- inum fyndist manni að það mætti hlúa betur að hestamennsku og hrossarækt á Hvanneyri en gert er. Það er alltaf verið að tala um að við þurfum að leggja meiri rækt við að temja hross til sölu á erlendan markað og á bændaskól- ana kemur fólk alls staðar að af „Meðal nemenda er áhugi fyrir að koma upp hringvelli hér og bæði Landssamband hestamanna- félaga og Hestamannafélagið Faxi hafa veitt fjárstuðning við það verkefni en framkvæmd verksins strandar á því að skólayfirvöld hafa ekki viljað lata land undir völlinn. Af þeirra hálfu er því borið við að ekki sé ljóst, hvernig eigi að stjórna vellinum, þó að við höfum bent á að í því efni mætti komast að samkomulagi við Hestamannafélagið Faxa um að þeir hefðu umsjón með vellinum á sumrin en Grani á veturna. Hér á Hvanneyri er líka aðstaða sem upplagt væri að nýta til reið- námskeiða á sumrin, því hér er bæði mötuneyti og hótelaðstaða, sem annars stendur ónýtt. Fram- kvæmdir við völlinn áttu að hefj- ast haustið 1977 en af því varð ekki vegna neitunar skólayfirvalda og það er því óvíst, hvernig þetta mál fer.“ Vaxandi áhugi á hestamennsku Er áhugi fyrir hestamennskunni almennur meðal nemenda? landinu, þannig að fræðsla á þessu sviði þar ætti að skila sér út í sveitirnar aftur. Eiginleg kennslá í hesta- mennsku er nánast engin utan nokkra tíma sem aðallega fjalla um ræktun og byggingu hrossa. Undanfarna vetur hefur Reynir Aðalsteinsson komið og kennt reiðmennsku í nokkurn tíma en svo var ekki í vetur. Hins vegar leiðbeindi Þórir Magnús Lárusson, sem vann Morgunblaðsskeifuna í fyrra, okkur nokkuð. Það er vissu- lega munur á Hvanneyri og Hólum að þessu leyti. A öðrum staðnum er þetta skyldugrein en á hinum mætir þessi grein einhverri tregðu hjá ráðamönnum. Auk þess gagns, sem nemendur geta haft af hestamennskunni þá er þetta mjög gott viðfangsefni í þeim tómstundum, sem gefast frá náminu," sagði Hróðmar. Hróðmar er við nám í bænda- deild skólans og sagði að sér líkaði dvölin á Hvanneyri vel. Þar væri góður félagsandi og aðbúnaður: nemenda góður. Hróðmar er sonur Bjarna Sigurðssonar, bónda og kennara á Hvoli í Ölfusi, og sagðist hann hafa byrjað að stunda hestamennsku fyrir alvöru, þegar foreldrar hans fluttust að Hvoli 1971. „Áhuginn virðist fara vaxandi og í vetur hafa óvenjulega margir verið með hross hér. Nemendur hafa sýnt mikla ræktarsemi við sín hross og það er synd að aðstaðan skuli ekki vera betri — og þó stöku maður haldi því fram að hestamennskan hafi slæm áhrif á námið, þá held ég að hún hafi fleiri kosti en galla, því að hesta- mennskan dregur leiðann úr mönnum, sem hér dvelja og skapar möguleika til að nota tómstund- irnar. I vetur voru 37 hross á vegum nemenda hér en alls eru nemendur um 80 og ég veit að fleiri hefðu viljað vera með hross, hefði plássið í hesthúsinu leyft það. Við sem viljum bæta aðstöðuna ti! hestahalds hér gerum okkur alveg grein fyrir því að aðrar búgreinar eiga líka erfitt upp- dráttar á Hvanneyri en við teljum þó að þetta gæti fylgst að því að kostnaður við slíkar umbætur ætti ekki að þurfa að vera mikill," sagði Sigbjörn Björnsson, formaður Grana. Með honum í stjórn eru Stefán Sturla Sigurjónsson, Sauð- árkróki og Kolbeinn Sigurðsson, Hvítárholti, Hrunamannahreppi, Árnessýslu. Félagsstarf á árinu var mikið, en stærsta átakið var jafnréttis- gangan, sem félagið efndi til þ. 19 sept. s.l. og farin var til að vekja fólk til umhugsunar um aðstöðu fatlaðra í borginni. Gizkað var á, að um 8—10 þús. manns hefðu tekið þátt í göng- unni. Sjálfsbjörg á Akranesi bauð félögum í Reykjavík í heimsókn til sín föstudaginn 2. júní s.l. Um 50 manns heimsóttu Akranes- félagið. Frá félaginu sátu 14 fulltrúar síðasta þing samtakanna, sem Akureyrarfélagið sá um, en þinghald fór fram dagana 10.—22. júní s.l. á Hrafnagils- skóla í Eyjafirði. Haldið var upp á 20 ára afmæli félagsins 27. júní með kaffisamsæti í félagsheimilinu að Hátúni 12. Fjölmenni sótti félagið heim og bárust því marg- ar góðar gjafir. Farið var í eitt ferðalag, var það þriggja daga ferð til ísa- fjarðar. Á árlegum basar félags- ins seldist fyrir rúmlega ellefu hundruð þúsund krónur. Dans var kenndur nú í febrúar, kennari Helga Þórarinsdóttir danskennari. Spiluð var félagsvist eftir ára- mót. Fyrir jól var tvisvar haldið „opið hús“. Tvisvar var efnt til leikhúsferða. Haldnar voru haust- og vorskemmtanir og einnig árshátíð á Hótel Loft- leiðum. Stofnað var birdgefélag innan félagsins. Zophanías Benedikts- son stjórnar spilunum. Félags- málanefnd efndi til „Litlu jóla“ í des. Voru þau haldin nú í fyrsta sinn. I janúar var spilað bingó. Félaginu barnst boð frá borgarstjórn að tilnefna mann í nefnd, sem starfa á að tillögu- gerð um úrbætur í málefnum fatlaðra. Rafn Benedkitsson formaður félagsins var tilnefnd- ur fulltrúi félagsins í nefndina. I janúar s.l. opnaði félagið eigin skrifstofu að Hátúni 12. Skrifstofumaður er Guðríður Olafsdóttir. Er skrifstofan opin alla virka daga frá kl. 10—12 f.h. og kl. 2—5 e.h. Eirtnig er op;ð á miðvikudagseftirmiðdögum frá kl. 5—7. Áður rak félagið skrif- stofu í samvinnu við landsam- band Sjálfsbjargar. Stjórn félagsins skipa nú: Rafn Benedkitsson formaður, Sigurður Guðmundsson vara- formaður, Vilborg Tryggvadóttir ritari, Ragnar Sigurðsson gjald- keri og Guðríður Ólafsdóttir vararitari. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • SÍMAR: 17152*17355 Hvaó langar yfefcur hdstí.... .... bfla? NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80 MARGIR STÓRVINNINGAR MIÐI ER MÖGULEIKI 100 bílavinningar á 1,5 til 2 milljónir hyer. Þar af þrír valdir bílar: SIMCA MATRA RANCHO í maí MAZDA 929 L Station í ágúst FORD MUSTANG í október. Auk þess sumarbústaöur, vinningar til íbúöakaupa, utanferöir og fleira. Sala á lausum miöum og endurnýjun flokksmiöa og ársmiöa stendur yfir. Dregiö í 1. flokki 3. maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.