Morgunblaðið - 25.04.1979, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.04.1979, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 Viðskiptaþing Verzlunarráðs fslands 1979: „Heimilaður verði gjaldf restur á aðflutningsgjöldum og komið á f relsi í gjaldeyrismálum” Einn starfshópur þingsins. Getur innflutn- ingsverzlunin aukið þjóðar- tekjur íslend- inga um 10 til 15% á 4 árum? Viðskiptaþing Verzlun- arráðs Islands 1979 um gjaldeyris- og utanríkisvið- skipti var haldið að Hótel Loftleiðum í gærdag. Hjalti Geir Kristjánsson, formaður ráðsins, setti þingið og sagði þá m.a., að aðalverkefni þingsins væri að móta ítarlega stefnu Verzlunarráðsins í gjald- eyris- og utanríkisviðskipt- um og útfæra hana nánar. Til þess að móta slíka stefnu væri Verzlunarráðið kjörinn vettvangur, því að aðild að ráðinu eiga flest helztu innflutningsfyrir- tæki landsins, iðnfyrir- tæki, samtök útflytjenda svo og sjálfstæð fyrirtæki í útflutningi, bankar lands- ins svo og skipafélögin flugfélögin, tryggingafé- lögin, flutningamiðlunin og þjónustufyrirtæki við ferðamenn. Þá sagði Hjalti Geir ennfremur, að um nokkurt skeið hefði nefnd á vegum ráðsins unnið ötullega að því að gera tillögur um ný lög, um gjaldeyris- og utanríkisviðskipti, svo og um breytingar á lögum um tollheimtu- og tolleftirlit og um tollskrá. Kjarninn í tillögunum, sem síð- ar á þinginu voru samþykktar samhljóða er: 1) Að koma á frjálsum gjaldeyris- viðskiptum og gengisskráningu. 2) Að gera innflutningsverzlun- inni kleift að bæta lífskjör þjóðarinnar. 3) Að skapa innlendum iðnaði traust starfsskilyrði innanlands og í útflutningi með raunhæfri gengisskráningu. 4) Að efla og örva vöruútflutning með auknu frjálsræði, án þess að skerða hagsmuni núverandi útflutningssamtaka. 5) Að bæta skilyrði fyrir aukinn útflutning á þjónustu með frjálslegri gjaldeyrislöggjöf. 6) Að koma á gjaldfresti á að- flutningsgjöldum, einfalda upp- gjör þeirra og innheimtu og gera þau réttlátari. 7) Að auka almenn mannréttindi og jafnrétti milli atvinnugreina með því að fella niður margvís- leg lög, sem að þarflausu skerða athafnafrelsi manna og frjáls samskipti okkar við önnur lönd. I sambandi við tölulið sex þar sem fjallað er um gjaldfrest á aðflutningsgjöldum má geta þess, að sérstök ályktun um það efni var samþykkt á þinginu. Hún er svo- hljóðandi: „Viðskiptaþing Verzlunarráðs íslands 1979 skorar á hæstvirtan fjármálaráðherra að beita sér nú þegar fyrir setningu löggjafar er heimili gjaldfrest á aðflutnings- gjöldum á grundvelli nýlegrar álitsgerðar nefndar um tollamál, sem skipuð var 29. apríl 1977 af þáverandi fjármálaráðherra, enda verði stjórn Verzlunarráðs gert kleift að fylgjast með og gera tillögur um endanlega gerð slíks frumvarps. Askorun þessari til skýringar og frekari áherzlu vísast til 16. kafla ofangreinds nefndarálits, en þar segir svo: Með hliðsjón af framan- greindum forsendum og með til- vísun til fylgiskjala, leggur nefnd- in eindregið til við fjármálaráð- herra, að tekin verði upp „tollkrít" hér á landi í því formi og með þeim takmörkunum, sem lýst er í þessu nefndaráliti í einstökum atriðum." Eftir ræðu formanns fluttu þrír frummælendur erindi. Þeir voru Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða h.f., sem fjallaði um þýðingu frjálsra gjaldeyrisviðskipta fyrir viðskiptalífið, Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Hildu h.f., sem fjallaði um útflutningsverzlunina, þ.e. öfluga útflutningsverzlun sem undirstöðu efnahagslegrar upp- Frá störfum Viðskiptaþings Verziunarráðs íslands 1979 sem haldið var á Hótel Loftleiðum í gærdag. 1 11111 $.\ v4e%.W ¥ x i ' \ 1 : ; * ' * * il byggingar, og Árni Gestsson, for- stjóri Glóbus h.f., sem fjallaði um innflutningsverzlunina, þ.e. hversu mikið gæti heildverzlunin bætt lífskjör þjóðarinnar? í erindi sínu lagði Sigurður Helgason mjög þunga áherzlu á að nauðsynlegt væri að koma á algeru frelsi í gjaldeyrismálum okkar, og sagði í því sambandi að slíkt myndi efalaust opna íslenzkum fyrirtækjum eða einstaklingum leið til að spreyta sig á erlendum mörkuðum. Um reynslu Flugleiða sagði Sigurður, að vegna alþjóð- legrar starfsemi Flugleiða hefðu þeir haft kynni af og fengið nokkra reynslu í samskiptum við erlendar lánastofnanir. Langstærstur hluti af langtímafjárfestingum félags- ins hefði verið erlent fjármagn. Hann sagði að þessi kynni af erlendum lánastofnunum hefðu verið mjög fróðleg og góð. I erindi sínu gagnrýndi Þráinn Þorvaldsson hversu treglega hefði gengið í sambandi við iðnþróun og útflutningsaukningu á þessum áratug. Hann sagði þar tvær ástæður aðallega liggja 'að baki. Annars vegar röng viðhorf þeirra opinberu aðila, sem eiga að fjalla um kerfisbreytingar vegna iðnþró- unar og hins vegar mannaflaskort- ur til að gera breytinguna að veruleika. I lokaorðum sínum sagði Þráinn: „Frá stríðslokum fram á þennan áratug hafa skil- yrði verið óhagstæð til sköpunar fjölbreyttara atvinnulífs. Nú síð- ustu ár hafa þau tækifæri, sem fyrir hendi hafa verið, ekki verið nýtt til fulls. Skortur á starfslegri aðstöðu á stærstan þátt í því, hvernig til hefur tekizt, en grunn- forsendanna er að leita í röngum viðhorfum og mati á iðnþróun, verzlun og viðskiptum. Þetta ástand leiðir af sér skort á hæfu fólki til uppbyggingarstarfa. Framtíð útflutningsframleiðsl- unnar er á sviði neytendamarkað- ar, og til þess að geta tekist á við þau verkefni, þarf að gefa góðan gaum að starfsþjálfun í markaðs- og sölumálum.“ í erindi sínu sagði Árni Gests- son, að hann væri sannfærður um að innflutningsverzlunin gæti auk- ið þjóðartekjur Islendinga um 10—15% á fjórum árum, og bætt lífskjör allra landsmanna sem því nemur, ef hún fengi betri starfs- skilyrði. Þessi tekjuaukning myndi verða til með fernum hætti: 1) Með bættum viðskiptakjörum. 2) Með sparnaði í eigin rekstri. 3) Með sparnaði í opinberum rekstri. 4) Með betri þjónustu við aðrar atvinnugreinar og vexti þeirra. — í þessu sambandi þyrftu stjórn- völd að gera eftirtaldar aðgerðir: 1) Gefa gjaldeyrisverzlunina frjálsa. 2) Afnema verðlags- ákvæði. 3) Aflétta hömlum af erlendum vörukaupalánum. 4) Af- nema tolla og önnur aðflutnings- gjöld. Árni sagði að síðustu að hann teldi, að hvorki stjórnvöld né almenningur hefðu efni á því að hafna þessari kjarabót, sem væri innan seilingar, ef leyfi fengist til að sækja hana. Seinni hluta dags störfuðu svo sjö starfshópar sem fjölluðu um eftirfarandi efni: 1) Frjáls gjald- eyrisviðskipti og gengisskráningu. 2) Fjármögnun utanríkisviðskipta, erlendar lántökur og fjármagns- flutninga. 3) Skipulag inn- og útflutnings og áhrif þess á inn- lenda framleiðslu og vörudreif- ingu. 4) Fríverzlunarsamninga, Gattviðræður og þátt utanríkis- viðskipta í þjóðarbúskapnum. 5) Gjaldfrest á aðflutningsgjöldum og tollamál. 6) Samvinnu og sér- hæfingu í utanríkisviðskiptum. Samskipti innflytjenda, banka, farmflytjenda, flutningamiðlara, tryggingafélaga og útflytjenda. 7) Þjónustu Verzlunarráðs íslands við inn- og útflytjendur og fjar- skipti við útlönd. Að síðustu voru almennar um- ræður, þar sem tillögur laganefnd- ar, niðurstöður umræðuhópa og ályktanir voru ræddar og af- greiddar. Hjalti Geir Kristjánsson formaður Verzlunarráðsins sleit þinginu en þingforseti var Þor- steinn Pálsson forstjóri Vinnuveit- endasambands Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.