Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 19 Víetnamska strandferðaskipið Ha Long yfiríullt af flóttamönnum strandað við hlið annars flóttamannaskips frá Víetnam, Skyluck, í höfninni í Hong Kong. Saudi Arabar slíta sambandi við Egypta Sýrlendingar sakaðir um hryðjuverkastörf í Egyptalandi Kairó, 24. aprfl. AP. EGYPTAR kölluðu í dag sendi- ráðsstarfsmenn sína heim frá Saudi Arabíu og Kuwait eftir að greind ríki höfðu ákveðið að r júfa stjórnmálasamband við Egypta vegna friðarsamningsins við ísrael. Þá var sagt frá því í dag Gyðingar flykkjast til Bandaríkjanna Rdmaborg, 24. aprfl. AP. MESTU loftflutningar á sovézkum Gyðingum til Banda- rfkjanna hófust f dag í kjölfar þess að dregið var úr takmörkunum á innflytjenda- leyfum í Bandarfkjunum að þvf er skýrt var frá í Rómaborg í dag, en þaðan fóru f dag 623 sovézkir Gyðingar í sérstökum leiguvélum og með tveimur áætlunarferðum. í þessari sömu áætlun hafa einnig verið rýmkuð leyfi fyrir víetnamska flóttamenn. Kvóti sá sem bandaríska ríkisstjórnin hefur samþykkt gagnvart þegnum frá Austur-Evrópu og Sovét- ríkjunum hefur hækkað töluvert og alls mun nú 25 þúsund Gyðing- um heimilað að koma til Banda- ríkjanna. í Rómaborg hafa undanfarna mánuði verið búsettir um tíu þúsund Gyðingar sem flestir eru komnir frá Sovétríkjunum, eftir að þar var dregið úr takmörkunum við því að þeir fengju að fara úr Skiptast á samningum Tel Aviv, 24 aprfl. Reuter. AP. ÍSRALAR og Egyptar munu á morgun innsigla gjörð friðarsamn- ings síns með því að skiptast á skjölum í Sinaieyðimörkinni og fer athöfnin fram við stöðina Um Khashiba. Að svo búnu munu ísraelar hefja að flytja fólk brott frá Sinai samkvæmt samkomu- laginu. Og mánuði eftir að skipzt hefur verið á staðfestum samning- um ríkjanna er gert ráð fyrir að viðræður hefjist milli ísreala, Egypta og fulltrúa Palestínu- manna um það fyrirkomulag á sjálfstjórn sem Isrealar munu veita hinum síðastnefndu á Gaza og Vesturbakkanum. landi. Langflestir þessara Gyðinga stefna að því að flytjast til Banda- ríkjanna. vj ^ <*r^ jf Veður víðaum heim Akureyri 2 alskýjaö Amsterdam 11 akýjaö AÞena 20 skýjaö Barlín 15 skýjao Barcelona 16 skýjað Bríiasel 9 rigning Franklurt 15 rigníng Gent 13 skýjað Helsinki 5 skýjað Hong Kong 29 bjart Jerúsalem 20 bjart Jóhannesarborg 18 akýjao Las Palmas 19 skýjao Lissabon 17 skýjað London 13 skýjaö Los Angeles 21 skýjað Madrid 21 bjart Majorka 18 skýjað Malaga 22 skýjað Miami 27 rigning Montreal 18 Sól Moskva 9 sól Nýja Delhi 39 bjart New York 27 skýjað Ósló 6 skýjað Parfs 16 rigning Rómaborg 17 rigning Reykjavík 4 alskýjað San Francisco 4 skýjað Stokkhólmur 5 skýjaö Sydney 22 sól Teheran 30 bjart Tel Aviv 22 bjart Tókíó 24 bjart Toronto 18 Sól Vancouwer 16 sól Vínarborg 16 bjart að Mauritanía hefði slitið stjórn- málasambandinu við Egyptaland af sömu ástæðu. Talsmaður egypsku stjórnar- innar sagði að þessi viðbrögð kæmu ekki á óvart og væri engin ástæða til þess að búast við því að þau hefðu í för með sér slit á efnahags- og viðskiptasamvinnu landanna, enda myndi slíkt verða meiri háttar áfall fyrir Egypta. Sérfræðingar segja að Egyptum sé þó í mun að halda bróðurlegum samskiptum við flestar Arabaþjóðirnar og meðal annars hafi egypska stjórnin sýnt það með því að fordæma mjög umbúðalaust árásir ísraela á stöðvar Palestínumanna í Líbanon. Hins vegar sagði innan- ríkisráðherra Egyptalands, Nabawi Ismail, frá því í dag að ýmsir sannanir hefðu fengist fyrir því að Sýrlendingar reyndu að undirbúa skemmdarverka- og undirróðursstarfssemi í Egypta- landi til að láta í ljós fjandsemi við friðarsamninginn. Sagði ráðherrann á blaðamannafundi að tveir menn, Sýrlendingur og Líbani, hefðu verið handteknir og þætti sannað að þeim hefði verið ætlað að vinna hryðjuverk í land- inu. Væri vitað til þess að Sýrlend- ingar og ýmsar aðrar Arabaþjóðir myndu reyna með öllum ráðum að kynda undir ólgu í landinu og yrði allt gert til þess að hafa hendur í hári slíkra aðila. Þetta gerðist 1974 — Portúgalskir liðsforingjar taka völdin í Portúgal — Gunther Guillaume, aðstoðarmaður Willy Brandt kanzlara, handtekinn, grunaður um njósnir í þágu Aust- ur-Þjóðverja. 1973 — Viðræðum milli Kissinger og Le Duc Tho í París komið í kring. 1957 — Sjötti flotinn siglir austur Miðjarðarhaf og Hussein konung- ur lýsir herlögum í Jórdaníu og lokar landamærum. 1945 — Fundur fulltrúa 45 þjóða í San Francisco til undirbúnings stofnun SÞ — Bandariskir og rússneskir hermenn mætast í Torgau við Saxelf, Þýzkalandi. 1920 — Yfirherstjórn Banda- manna felur Bretum verndar- stjórn í Mesópótamíu og Frökkum í Sýrlandi og Líbanon — Pólverjar hefja sókn gegn Rússum í Úkra- ínu. Tal í 2. sæti Larsen tapaði 2 biðskákum Montreal, 24. apr. Reuter. AÐ LOKNUM biðskákum hefur Mikhail Tal nú komizt í annað sæti á skákmótinu í Montreal en hann vann biðskák sína við Júgóslavann Lubomir Kavalek. í öðrum biðskákum dagsins urðu niðurstöður þær að Bent Larsen tapaði tveimur skák- um. sem hann átti í biðstöðu. Annarri við Jan Timman frá Hollandi og hinni við Hort frá Tékkóslóvakíu. Færeyingar undirbúa ferjukaup bórshöfn, 24. aprfl. Einkaskeyti til Mbl. LANDSSTJÓRN Færeyja lagði í dag tillögu fyrir Lögþingið um kaup á nýrri farþegaferju til siglinga á Norður-Atlants- hafi. Fram kemur að ferjan skuli leysa af hólmi ferjuna Smyril en afkastageta Smyrils hefur verið ónóg yfir sumarið. Smyrill hefur siglt milli Noregs, Færeyja, Skotlands og íslands, nánar tiltekið Seyðis- fjarðar. Smyrill verður notaður í siglingar milli eyja ef þessi tillaga nær fram að ganga. Með kaupum þessarar ferju skapast möguleikar á því að halda uppi reglulegum farþegasiglingum árið um kring milli þessara landa. Ekki hefur verið neinn far- þegaflutningur sjóleiðis sem neinu nemur síðan Gullfoss var og hét. Hann hætti siglingum fyrir tíu árum. Nú eru búnar níu af átján umferðum í þessu móti. Karpov er efstur með 6Vi vinning og Tal og Portisch með sex vinninga. Síðan kemur Ljubovic frá Júgóslavíu með 5Vi vinning. Húbner frá V-Þýzkalandi með fimm vinninga og Timman með fjóra og háifan, Hort hefur fjóra vinninga, Spassky 3'/2 og Larsen 2 Vi. Kavalek rekur lestina með 1V2 vinning. 4 milljónir Kínverja atvinnulausir Pekinjt. 24. apríl. AP UM ÞAD BIL f jórar milljónir manna aí um 900 miiljónum íbúa Ki'na eru atvinnulausir og hefur þetta nokkrum sinn- um valdið „truflunum"4 að því er bandarískum þingmönnum var sagt frá. Þingmennirnir fengu einnig að vita að margir háskóla- menntaðir menn væru atvinnu- lausir eða hefðu verið sendir út á landsbyggðina til að vinna við landbúnað. Var þeim skýrt svo frá að þessa erfiðleika mætti rekja til ólgu og óstjórnar sem fylgt hefði í kjölfar menningar- byltingarinnar og nú ynnu stjórnvöld kappsamlega að því að uppræta þetta mein. Það var einn aðstoðarfor- sætisráðherra Kína, Li Xiannian (Li hsien-nien), sem sagði þingmönnunum frá þessu og sagði að víða hefðu fjöl- skyldur orðið að taka upp á sína arma atvinnulausan fjölskyldumeðlim og sjá fyrir honum. Sagði hann það m.a. mun á Kína og Bandaríkjunum, „þar tekur fjölskyldan ábyrgð en í Bandaríkjunum mundi vera ætlast til að ríkið gerði það". PRAVDA GEGN MONDALEFÖR Moskvu. 24. aprfl. AP. PRAVDA sagði í dag að nýafstaðin ferð Walters Mondale varaforseta Bandaríkjanna til þriggja Norðurlanda og Hollands endurspeglaði frekari viðleitni af hálfu Washingtonstjórnarinnar til að beita bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu þrýstingi. í grein Pravda sagði að Mondale hefði haft það hlutverk að kanna fúsleika hollenzkra, íslenzkra, danskra og norskra ráðamanna til þess að styðja stigmögnun vígbúnaðarkapp- hlaupsins. „Þeir fundir sem hann sat í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Ósló og Haag sýndu enn á ný, að Washington leggur sig í líma við að þvinga bandamenn sína til að standa við þær skuldbindingar sem þeir hafa tekið á sig," sagði Pravda og vakti athygli á að ferð Mondales hafði verið farin skömmu áður en kjarnorku- nefnd bandalagsins settist á rökstóla. 25. apríl 1915 — Landganga Bandamanna á Gallipoli hefst. 1905 — Transvaal fær stjórnar- skrá. 1898 — Bandaríkin segja Spáni stríð á hendur. 1864 — Lundúna-ráðstefna um Slésvíkurmálið hefst. 1859 — Vinna hefst við lagningu Súez-skurðar. 1859 — Stjórnarskrá tekur gildi í Austurríki — Páfaríkið gengur í lið með Sardiníu — Austurríkis- menn bæla niður uppreisn í Kraká. 1792 — Höggstokkurinn reistur í París. 1707 — Ósigur Breta við Almanza. Afmæli. Oliver Cromwell, enskur stjórnmálaleiðtogi (1599—1658) — Augustus Keppell, enskur aðmíráll (1725-1786) - Edward Grey, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1862-1933) - Guglielmo Marvoni, ítalskur útvarpsbraut- ryðjandi (1874-1937). - Andlát. William Cowper, skáld 1800 — J.F.K. Zöllner, vísindamaður, 1882. Innlent. Eldgos við Hrafnabjörg 1913 - f. Sveinn Pálsson 1762 — d. Hálfdán Sæmundarson á Keldum 1265 - Útkoma „Hljóðólfs" í Kaupmannahöfn 1850 — Hótel Reykjavík og 11 önnur hús brenna 1915 - Eldur í Hótel Sögu 1968 - Vorfundur utanríkisráðherra Norðurlanda í Reykjavík 1967 — 1972 Bygging áburðarverksmiðju í Gufunesi hefst 1952 — Mótmæla- stöður við fjögur íslenzk sendiráð 1970 - f. Jón J. Aðils 1869 - Davíð Ólafsson 1916. Orð dagsins. Mesta virðing sem við getum sýnt sannleikanum er að nota hann — Ralph Waldo Emer- son, bandarískur rithöfundur (1803-1882).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.