Morgunblaðið - 25.04.1979, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.04.1979, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 JMttrgttttfyfafrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22400. Áskriftargjald 3000.00 kr. á ménuöi innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakió. Einstaklinginn i öndvegi Miklar umræður hafa farið fram um stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins, enda hefur hún vakið mikia athygli og sýnir svart á hvítu, að Sjálfstæðisflokkurinn er ákveðinn í því að hafa forystu fyrir frjálshyggju á íslandi, jafnframt því sem hann vill stuðla að velferð þegnanna og betra þjóðfélagi. Þetta verður að sjálfsögðu ekki gert í litlu landi nema með einhverjum afskiptum ríkisvalds- ins, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei hikað við að eiga aðild að svokölluðu „blönduðu hagkerfi", þar sem nauðsynlegt hefur verið, og örva afskipti ríkisvaldsins til velfarnaðar, þar sem það á við. Flokkurinn hefur aftur á móti reynt að stemma stigu við þeim gífurlega ofvexti, sem færzt hefur í ríkisbáknið, enda er nú svo komið, að Kerfið er að verða allsráðandi á íslandi og forystumenn vinstri flokkanna virðast ekki ráða við neitt. Alþýðuflokkurinn vann mikinn kosningasigur vegna þess, að hann taldi mönnum trú um, að hann væri ekki kerfisflokkur, heldur þvert á móti flokkur mikils svigrúms fyrir einstaklingana í landinu og frjálshyggju. En kjósendur hafa nú séð, hverja stefnu Alþýðuflokkurinn hefur tekið eftir kosningar og þá blasir sú sjón við, að stefna hans er ómenguð vinstri stefna með öllum þeim afskiptum ríkisvalds og Kerfis, sem hugsazt getur, a.m.k. er sú ríkisstjórn, sem hann á nú aðild að, með þessu marki brennd. Það er því nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr, að Sjálfstæðisflokkurinn beri fram trausta stefnu, byggða á frjálshyggju og þeirri íslenzku arfleifð, sem flokkurinn einn hefur fram að færa og á rætur í stefnuskrá hans, þegar hann var stofnaður fyrir 50 árum. Þar er megináherzla lögð á sjálfstæði landsins og framtak einstaklings- ins, slegin skjaldborg um frelsi, mannhelgi og velferð þegnanna. Það er í þessu grundvallaratriði, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hafa ávallt átt samleið. Skattpíningin er orðin skelfileg á íslandi. Það hefur raunar sýnt sig, að hún er minni í þeim bæjarfélögum, þar sem sjálfstæðismenn hafa haldið meirihluta sínum, s.s. Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellssveit. Nú er það þannig í fyrsta skipti í sögunni orðið dýrara að vera Reykvíkingur en t.a.m. íbúi þessara fyrrnefndu bæjarfélaga, vegna þess að útsvarsálögurnar verða minni undir meirihlutastjórnum sjálfstæðismanna en vinstri stjórninni í Reykjavík. Þetta er mikilvægt atriði, sem menn hafa ástæðu til að íhuga rækilega. Það fer vel á því, að umræðurnar um frjálshyggjuna og efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins fari fram á síðum Morgun- blaðsins, eins og raun hefur borið vitni. Auk sjálfstæðismanna hafa talsmenn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks tekið til máls hér í blaðinu um þetta mikilvæga atriði. Allir hafa fjallað málefnalega um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og pólitískir andstæðingar flokksins hafa gagnrýnt hana án sleggjudóma, en af sjónarhóli jafnaðarmanna annars vegar og marxista hins vegar. Sjálfstæðis- menn hafa ekki látið sinn hlut eftir liggja og hafa svarað kröftuglega hér í blaðinu, auk þess sem Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um frjálshyggjuna og stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Ungir sjálfstæðismenn hafa helgað síðasta Stefni þessu mikilvæga hugsjónamáli. Uppreisn frjálshyggjunnar fer ekki sízt fram undir þeirra merki. Það mun nær einsdæmi hér á landi, að stefnuskrá stjórnarand- stöðuflokks sé í brermidepli. Við hana eru bundnar miklar vonir, en stefna stjórnarinnar er með þeim endemum, að skopteiknari Morgunblaðsins, Sigmund, hefur ekki við að lýsa henni í myndum sínum og nú síðast með frábærri teikningu af „þvílíku klambri (sem) getur ekki verið uppistaða heilbrigðrar löggjafar“, en þar á hann við efnahagsstefnu núverandi vinstri stjórnar. „Við erum komnir á loft strákar!?" segir undir myndinni, en hún sýnir Ólaf Jóhannesson, Benedikt Gröndal og Lúðvík Jósepsson á efnahags- skrifli stjórnarinnar og er það í líki flugvélar, en auðvitað „fljúga" þeir á bökum launþega í Farmannasambandinu, ASÍ, BHM, BSRB o.s.frv. Þeir eru nefnilega ekki komnir á loft, en afskipti þeirra af kjarasamningum eru murv alvarlegri en skerðing verðbóta, eins og launþegar nú vita. Ef svonefndir verkalýðsforingjar stæðu vörð um hagsmuni umbjóðenda sinna, en væru ekki tæki vinstri stjórnar; ef þeir hugsuðu einungis um faglega launabaráttu og hagsmuni síns fólks, þá yrði 1. maí nk. engin halelújaherferð fyrir þeirri vinstri stjórn sem nú situr. En hækjurnar fara áreiðanlega ekki að taka upp á því að ganga sjálfar. Það er sorglegt, hvernig málum launþegasamtakanna er komið, þegar svonefndir verkalýðs- foringjar misnota þau í þágu þeirra stjórnmálaspekúlanta, sem krefjast þess, að þeir afhendi þeim völdin og standi síðan vörð um kjaraskerðingar þeirra, hvernig sem raular og tautar, á sama tíma og þeir hafa gert aðsúg að þeim, sem hafa reynt að koma einhverju tauti við verðbólguskrímslið. Bátarnir tveir enn fastir í isnum á Þistilfirði: Hafísinn notaður til að ísa aflann Spjallað við Óla Þorsteinsson skipstjóra á Litlanesinu og fréttaritara Morgunblaðsins — JÁ, MENN eru mikið búnir að tefla og spila þessa síðustu daga og stanzlaust horft á sjónvarpið þegar það hefur verið, en sjónvarp er í báðum hátunum. Nú svo skutum við okkur í soðið, en annars hefur ósköp lítið verið við að vcra og ekki annað að gera en að bíða eftir að hann komi með rétta átt svo við losnum úr þessari prísund. Þessi voru orð óla Þorsteinssonar fréttaritara Morgunblaðsins á Þórs- höfn og skipstjóra á Litlanesinu, en sá bátur er ásamt Fagranesinu, einnig frá Þórshöfn, lokaður inni í ísnum á Krossavík undan samnefnd- um bæ í vestanverðum Þistilfirði. Þriðji báturinn, Faldur, festist talsvert utar í fsnum síðastliðinn föstudag, en varðskipið óðinn dró Fald út úr ísnum í fyrradag. Stýri bátsins var skemmt, en aðrar skemmdir ekki verulegar. Faldur hélt í gær til Neskaupstaðar, þar sem taka átti bátinn f slipp. — Við áttum eftir um hálfrar klukkustundar siglingu til Þórs- hafnar á föstudaginn þegar haft var samband við okkur og sagt að við yrðum að halda vel áfram, því eftir um klukkutíma yrði höfnin orðin lokuð af ísnum, segir Óli. — Aðeins 10 mínútum seinna var kallað í okkur og sagt að höfnin væri lokuð, þetta gerðist svo snöggt. Það var dimmt yfir og ísinn kom hreinlega æðandi á okkur utan úr sortanum. Við héldum að það væri fært til Raufarhafnar og lögðum af stað þangað. — Við tókum þó það ráð að leggjast yfir nóttina í Krossavík og voru allir bátarnir þrír þar um nóttina. Netin voru lögð og um morguninn var Faldur fyrstur til að draga þau. Hann var því á undan okkur af stað áleiðis til Raufar- hafnar, en þegar hann var kominn nokkuð af stað varð hann að snúa við vegna íssins. Hann lagðist síðan fyrir úti af Sauðá, en við gátum okkur hvergi hreyft. — Ég gæti trúað að það hafi verið ónotaleg vist hjá þeim um borð í Faldinum þá tvo sólarhringa, sem þeir voru fastir í ísnum. Fimm manns voru um borð í bátnum og ég á ekki von á að þeim hafi komið dúr á auga þennan tíma. Kvika var þar sem þeir voru og báturinn lamdist í jaka. Fyrrum hluthafar i Vængjum stofna flugfélag: Hafa áhuga á skrúfu- þotu til leiguflugs NÝTT flugfélag var fyrir nokkru stofnað í Reykja- vík og bíður nú eftir flug- rekstrarleyfi, en nokkuð er um liðið síðan sótt var um það. Stofnendur þessa fé- lags, sem heitir Flugferðir hf., eru fjórir af fyrrum hluthöfum í Vængjum hf., þeir Hreinn Hauksson, tJlf- ar Þórðarson, Erling Jóhannesson og Hafjiór Helgason og að auki Arni Guðjónsson. Flugferðir h.f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.