Morgunblaðið - 25.04.1979, Page 21

Morgunblaðið - 25.04.1979, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 21 i Þórshafnarbátarnir Litlanes og Fagranes liggja bundnir saman í vökinni á Krossavík, sjórinn hreyfist ekki _ og veðrið er aðgerðalaust. Áhafnir bátanna drepa tfmann með því að spila. tefla og horfa á sjónvarp. (Ljósmynd Már Óskarsson). Skemmdir á bátnum urðu þó að ég held minni en ætla mátti. — Hjá okkur á Krossavík hefur verið aðgerðalaust veður allan tímann og á daginn hafa bátarnir verið bundnir saman. Hafísinn var notaður til að frysta fiskinn, sem var um borð, en ágætlega hafði aflast. Um borð í Fagranesinu eru um 7 tonn, en um 5 tonn í Litlanesinu. Ef bátarnir losna ekki innan tveggja daga er ég þó hræddur um að þessi afli sé ónýtur. Við höfum fengið vistir frá Þórshöfn og hafa Krossavíkur- bændur verið okkur ákaflega hjálp- samir. Við á Litlanesinu urðum vatnslausir í dag, en enn er eitthvað af vatni í Fagranesinu og fengum við vatn hjá þeim í dag. — Meðan veður breytist ekki er öllu óhætt en ef hann kemur með austanátt getur verið hætta á ferðum. Okkur getur þá hreinlega fryst upp í fjöru, en hún er þó sem betur fer ekki mjög stórgrýtt þarna, sagði Óli Þorsteinsson að lokum. Þess má geta að Litlanesið er 12 tonn og á því voru 4 menn, en nú standa 2 menn vakt í einu. A Fagra- nesinu, sem er 51 tonn, er 6 manna áhöfn en tveir standa vaktir. hafa þegar byrjað bygg- ingu flugskýlis á Reykja- víkurflugvelli og er áætlað að það rúmi tvær flugvél- ar, kosti um 35 milljónir króna og verði tilbúið eftir um tvo mánuði. Að sögn Hreins Haukssonar framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins á félagið eina flugvél af Piper Apache-gerð. Mikill áhugi er á að kaupa skrúfuþotu af gerðinni Solitaire frá Mitsubishi-verk- smiðjunni, en sú vél sem áhug- inn beinist helzt að rúmar 10 farþega og kostar nú frá 150 milljónum króna. Að sögn Hreins er ætlunin að Flugferðir reki flugstarfsemi á breiðum grundvelli og þá ekki sízt al- mennt leiguflug á milli landa. Er þá einkum haft í huga flug með varahluti hingað til lands og snöggar ferðir til Evrópulanda t.d. á sýningar. TWarfqr með núsjöfruim hœtti á landinu Morgunblaðið hafði í gær samband við nokkra fréttaritara sína úti á landsbgggðinni og fara frásagnir þeirra hér á eftir: Grímsstaðir á Fjöllum: Mikið vetrarríki „Hér er mikið vetraríki en nú eftir margra daga norðanátt er að birta upp og sér til sólar," sagði Benedikt Sigurðsson á Grímsstöðum á Fjöllum. „Hingað hefur ekki verið fært á bílum í vetur en Fjallahreppur hefur keypt snjóbíl sem hefur leyst samgönguvandann. Hefur bíllinn bæði sótt vörur og keyrt krakka til og frá skóla þar sem ekki hefur verið bílfært milli bæja. I dag verður farið að opna leiðina að Fjöllum bæði að austan og frá Mývatnssveit og sagði Benedikt Fjallabúa fagna því að komast í vegasamband. „Við erum farnir að þrá sumarið eins og aðrir og hér er nú mjög gi tt veður en snjórinn er mikill." lellissandur: Vertíðin gengið mjög vel „Vertíðin hefur gengið mjög vel og aflabrögð bátanna betri en í fyrra," sagði Rögnvaldur Ólafsson fréttaritari Mbl. á Hellissandi. „Veiðin var sæmileg í gær, allt upp í 18 tonn. En sjómennirnir eru hér mjög óánægðir með að klippt skyldi hafa verið svo fyrirvaralaust á vertíðina því að reynslan hefur sýnt, að aflabrögð í maí hafa verið mjög góð oft á tíðum. Nú stendur hins vegar til að eitthvað af bátunum fari á línu þegar netin verða tekin upp um mánaðamótin." Rögnvaldur sagði að veður hefði verið ágætt í vetur og lítið um landlegur hjá sjómönnum. „Nú er allur snjór hér farinn og mjög góð færð um héraðið," sagði Rögnvaldur að lokum. Aðalstræti á Patreksfirði. I’atreksfjöröur: Brúðkaupsveisla og sextugsafmæli „TÍÐARFAR hefur verið ágætt hér í vetur, snjólítið og aldrei regiulega vont veður,“ sagði fréttaritari Mbl. á Patreksfirði, Páll Ágústsson. „Það er eins og við höfum stungist út úr óveðrinu sem geysað hefur í vetur þar sem það hefur ekki náð til okkar. Afli hefur verið hér prýðilegur og hæstu netabátarnir komnir með um 1000 tonn og þar að leiðandi mjög mikil atvinna hér í vetur og oft unnið lengi fram eftir á kvöldum og um helgar. Félagslíf hefur verið ágætt. Bridge- og taflfélag starfa af fullum krafti og tvær stórar veislur voru haldnar hérna í félagsheimilinu í þessum mánuði og var önnur brúðkaupsveisla. Það voru Kristín Viggósdóttir og Ásgeir Karlsson sem giftu sig en á annað hundrað manns sóttu veisluna sem var mjög myndarleg í alla staði. Þann 18. apríl hélt frú Ingveldur Magnúsdóttir upp á sextugsafmæli sitt í félagsheimilinu. Hátt á annað hundrað manns sóttu veisluna, margar ræður voru fluttar og dansað fram eftir nóttu. Ingveldur hefur unnið hér mikið að félagsmálum og rak hér matsölu um árabil og á hér marga vini eins og hennar mikla veisla ber með sér. Búið er að opna veginn til Reykjavíkur en hann er aðeins fær jeppum. Hið langþráða samband við akvegi landsins kemur því að litlum notum til að byrja með. En eins og allir vita er þjóðvegurinn til Vestfjarða lokaður allan veturinn, ólíkt því sem er annars staðar á landinu." Páll sagði að lokum, að smábátaeigendur væru byrjaðir að mála og ditta að bátum sínum og væru sem óðast að setja á flot. „Nokkrir þeirra byrjuðu á handfærum og grásleppu en afli þeirra var fremur rýr til að byrja með.“ FRÁ SUÐUREYRI VIÐ SÚGANDAFJÖRÐ - Snjó leysir úr f jöllum, vertíðarbátar liggja við bryggju, en minni hátarnir bíða sumarsins á fjörukambinum. (Ljósmynd Jón P. Ásgeirsson). Súgandaf jöröur: » Fyrsta fjölbýlishúsið „Afli línubáta hér hefur verið lélegur frá síðustu mánaðamótum þar sem ís og veður hömluðu eðlilegri sjósókn framan af mánuðinum," sagði Halldór Bernódusson fréttaritari Mbl. á Suðureyri við Súgandafjörð. „Steinbítsganga hefur ekki komið á mið Vestfjarðarbáta í neinum mæli en þorskur í afla bátanna er svipaður og undan farin ár. Skuttogarinn Elín Þorbjarnardóttir hefur aflað sæmilega en núna í vikunni var hann frá veiðum í tvo daga vegna bilunar í rafal. Botnsheiði er nú orðin fær og vegir í byggð að verða þurrir en á heiðinni er krap og klaki ennþá. Miðað við árstíma er hér ferkar lítill snjór. Umhleypingar hafa verið í veðri í allan vetur og erfið tíð til sjósóknar. Fyrri hluti aprílmánaðar var sérstaklega leiðinlegur hvað tíðarfar snertir. Halldór sagði að tveir smærri bátar sem gera út frá Súgandafirði, hefðu hafið handfæraveiðar og fleiri myndu byrja næstu daga. „Afli hefur verið sæmilegur miðað við árstíma en gæftir stirðar vegna ótíðar.“ Halldór kvað atvinnuástand alltaf vera gott á Súgandafirði. „Hér er mikill atvinnurekstur og það þarf að flytja inn 40—50 manns allt árið til að halda öllu gangandi. Ráðningu er þannig háttað að frá hausti til vors er ráðið fólk frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi og er það ráðið í gegnum skrifstofu í London. Það kemur hingað í ágúst-september og er fram í maí en á sumrin er ráðið skólafólk af Reykjavíkursvæðinu og vinnur það hér yfir sumarmánuðina. Nýlega er flutt inn í fyrsta fjölbýlishúsið á Suðureyri og er það kallað „Kjarnahús". Þar eru 4 100 m2 íbúðir og 4 50 m2 íbúðir. Endanlegt verð á þessum íbúðum liggur ekki fyrir en áætlaðar tölur sýna að þær verða nokkuð fyrir ofan meðallag hvað kostnað snertir." Halldór kvað félagslíf vera blómlegt á Súgandafirði. Fyrir páskana var þar sýnt leikrit, „Orrustan á Hálogalandi“, undir stjórn Margrétar Oskarsdóttur. Leikrit hefur ekki verið sýnt á Súgandafirði í mörg ár og sagði Halldór það hafa fengið góða dóma. „Skákáhugi fer vaxandi í byggðarlaginu og starfar hér skákfélag með miklum blóma. Fyrsta firmakeppni í skák var haldin á Suðureyri um páskana,“ sagði Halldór að lokum. Ilólmavík: ísinn hamlar grásleppuveiðum Hér er ágætis veður, sagði Andrés Ólafsson fréttaritari Mbl. á Hólmavík. „Isinn er lónandi við fjörðinn sitt á hvað og lokar ýmist höfninni á Drangsnesi eða Hólmavík eftir því hvernig vindur og straumar eru. Bátar hafa þess vegna lítið komist á sjó og eins og er er hér atvinnuleysi bæði í frystihúsinu á Hólmavík og Drangsnesi. Drangsnesbátarnir voru farnir að leggja fyrir grásleppu áður en ísinn kom en þeir hafa að mestu leyti, ef ekki alveg, tapað netum sínum. Hólmavíkurbátarnir voru byrjaðir á hörpudisk en þeim veiðum var hætt bæði vegna íssins og þess að vinnsla þótti ekki borga sig. I dag er verið að opna veginn norður í Árneshrepp og er klaki sem óðast að fara úr vegum og þeir farnir að spillast töluvert. Við vonumst til að losna sem fyrst við ísinn, bæði er hann leiðinlegur og hamlar veiðiskap," sagði Andrés að lokum. Slrandasýsla: Langt í vorið „VIÐ erum hér algjörlega innilokaðir. Allir vegir eru ófærir hingað hvort sem er í lofti, á landi eða sjó,“ sagði Guðmundur Jónsson fréttaritari Mbl. í Strandasýslu. „Veturinn var snjóléttur framan af en nú er hér allt á kafi í snjó. Hafist hefur verið handa við að opna hingað vegi en hafísinn er hér enn úti fyrir og kemur í veg fyrir að hægt sé að leggja grásleppunetin. Grásleppan hefur verið mikil búbót hér og er því mjög bagalegt að ekki skuli vera hægt að hefja veiðarnar." Guðmundur sagði að búskapurinn gengi vel en það gæti orðið bændum erfitt ef vorið yrði slæmt. „Og hingað er ekki komið vor enn og virðist vera langt í það,“ sagði Guðmundur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.