Morgunblaðið - 25.04.1979, Page 22

Morgunblaðið - 25.04.1979, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 Ráðherrar Alþýðubandalags: Tökum ekki þakkar- bréf Carters til okkar töluðu þeir um nauðsyn þess að styrkja atvinnuvegi Suðurnesja þann veg, að vinnueftirspurn á Keflavíkurflugvelli skipti ekki máli. Fyrir fáum dögum hefðu þó bæði Kjartan Ólafsson og Stefán Jónsson ráðist að Suðurnesjamönn- um vegna ágangs þeirra í hrygningarstofninn og meðferð þeirra á sjávarfangi til vinnslu. Oddur vék að atvinnumálum Suðurnesja almennt og taldi þörf að athafnir kæmu í stað orða stjórnmálamanna til uppbyggingar þar syðra. UM SL. ÁRAMÓT störfuðu í fullu eða hlutastarfi 400 einstaklingar með erlent ríkisfang á Keflavíkurflugvelli í tengslum við varnarliðið, auk eftirlitssveita varnarliðs- ins sjálfs. Þar af vóru 279 einstaklingar í fjölskyldum varnarliðsmanna (makar og börn), sem skráðir vóru í ýmsum þjónustustörfum, og 121 sérhæfður einstakling- ur, sem sinnti ýmsum tæknistörfum og kennslu. Engin breyting frá fyrra ári Þetta kom fram í ræðu Bene- dikts Gröndals, utanríkisráðherra, er hann svaraði fyrirspurn Gunnlaugs Stefánsson- ar (A) um atvinnumál á Keflavík- urflugvelli. Ráðherra sagði að nær engin breyting hefði hér á orðið frá fyrra ári. Nú væru 400 útlendingar í borgaralegum störfum (vóru 398), fjölskyldumeðlimir varnarliðs- manna 279 (vóru 272) og sérhæft vinnuafl í tengslum við varnarliðið 121 (vóru 126). Ráðherrann sagði að utan varn- arsvæðis byggju nú aðeins tvær fjölskyldur varnarliðsmanna (mið- að við sl. áramót), sem báðar hyrfu af landi burt í ár. í lok febr. sl. hefðu 40 fjölskyldur manna, er sinntu borgaralegum störfum í tengslum við varnarliðið, búið utan svæðis, í mörgum tilfellum væri annað hjóna íslenzkt. Vitað væri og að um 20 fjölskyldur varnarliðs- manna hefðu sótt landið heim sem túristar og dvalið hér skemmri eða lengri tíma á liðnu ári. Benedikt sagði að fjöldi erlendra, borgaralegra starfsmanna á vellin- um myndi ekki vaxa á þessu ári og varnarliðið hefði ekki sagt upp öðrum starfsmönnum en þeim, sem gerzt hefðu sekir í starfi: 4 vegna svonefnds hjólbarðamáls og 1 vegna smygls. Utanríkisráðuneytið hefði og hnikað málum þann veg til, að ekki hefði komið til uppsagna hjá verktökum, þótt vinnutími hjá sumum þeirra hefði stytzt. Þá sagði ráðherra að leggja þyrfti áherzlu á að byggja upp þá atvinnuvegi, útveg og iðnað, sem ekki mættu í dag viðvarandi og fyrirsjáanlegri atvinnuþörf á Suðurnesjum. Starfsemi, sem ekki greiðir gjöld Gunnlaugur Steíánsson (A) þakkaði svör ráðherra. Hann vék að því að í tengslum við varnarliðið væru þjónustustofnanir, sem ekki greiddu gjöld til ríkis né sveitarfé- laga á Suðurnesjum. Hann lagði og áherzlu á, að byggja þyrfti upp þá atvinnuvegi á vegum landsmanna sjálfra suður þar, sem dregizt hefðu aftur úr í atvinnulegri þróun hér á landi undanfarin ár. Ekki þarf að þakka Alþýðubandalagi Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, minnti á sér- stakt þakkarbréf Carters, forseta, sem Mondale, varaforseti hefði fært núv. ríkisstjórn á dögunum, vegna dvalarleyfis fyrir varnarlið. Sagði Svavar að Alþýðubandalagið tæki þessar þakkir ekki til sín. Vera liðsins væri smán. Einangrum varnarliðið Kjartan ólaísson (Abl) mót- mælti harðlega þeim hugsunar- Atvinnumál á Keflavík- urfhigvelli rœdd á Alþingi hætti, sem fram hefði komið í kvörtunum Gunnlaugs Stefánsson- ar, þess efnis, að sveitarfélög á Suðurnesjum nytu ekki skatts af erlendri þjónustustarfsemi í tengslum við varnarliðið. Þvert á móti bæri að fagna því, að sveitar- félögin hefðu ekki fjárhagslegan hagnað af herdvölinni. Hann gagn- rýndi og, að fjölskyldur varnarliðs fylgdu varnarliðsmönnum. Meðan varnarliðið væri hér ætti það að lifa einangruðu herbúðalífi. Ámóta og neyzluþörf uppmælingaaðals Sighvatur Björgvinsson (A) vitnaði til skrifa Magnúsar Kjart- anssonar um það nýja hlutverk Alþýðubandalagsins, að „auka neyzluþörf uppmælingaaðals". Vera þess í ríkisstjórn, sem aðili væri að varnarsamningi við Banda- ríkin, án nokkurra skilmála í stjórnarsáttmála um hið gagn- stæða, bæri og þessu nýja hlutverki Alþýðubandalagsins eftirtektar- vert vitni. Sighv. minnti á sam- þykktir síðasta þings um atvinnu- áætlun fyrir Suðurnes, sem yrði fullunnin á komanda hausti. Alþýðubandalagið og atvinnuöryggið Karl Steinar Guðnason (A) þakkaði utanríkisráðherra, að at- vinnuöryggi íslenzks starfsfólks á Keflavíkurflugvelli væri nú meira en áður. Það talaði sínu máli um heilindi Alþýðubandalagsmanna, sem í orði vildu gera Suðurnes óháð atvinnu á vellinum, að þeir hefðu í ríkisstjórn beitt sér gegn því að þangað fengist togari. Hann fjall- aði og um Suðurnesjaáætlun Fram- kvæmdastofnunar, sem fullbúin yrði í haust. Gustur á sorp- haugi vallar Stefán Jónsson (Abl) sagði hvorki Carter né Mondale þurfa að þakka Alþýðubandalagi herdvöl hér. Orð og efni virtust breytast á leið frá eyrum til munns Sighvats Björgvinssonar, sem lag hefði á því að gera Alþýðubandalagsmönnum upp skoðanir og afstöðu. Gott væri að gustaði á Alþingi úr öllum áttum, jafnvel að Karl Steinar bæri í þingsali gust að sorphaugum Keflavíkurflugvallar. Stefán and- mælti því, að Alþýðubandalagið hefði staðið gegn atvinnuhags- munum Suðurnesjamanna. Um gildi starfa og framtíðarmið Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði áherzlu á brýna nauðsyn þess að byggja upp traustara atvinnulíf á Suður- nesjum innan ramma þjóðar- búskapar okkar. Um það ættu allir að geta orðið sammála; á sama hátt og mikill meirihluti landsmanna væri fylgjandi varnarsamstarfi okkar við vestrænar þjóðir. Það hefði verið stefna fyrri stjórnar að draga úr vinnuframlagi varnarliðs- ins í þeim störfum, sem borgaralegt starfslið gæti innt af hendi. Þau störf, sem íslendingar vinna í tengslum við varnarsamstarf okkar, eru þjóðnýt störf, og ekki ástæða til að setja þau í ljós tortryggni eða neikvæðrar gagn- rýni. Þrátt fyrir þetta ber okkur, sagði Geir, að halda þann veg að málum, að við verðum ekki sem þjóð eða landshlutar, fjárhagslega háðir dvöl varnarliðsins. Ég fagna því líka út af fyrir sig, sagði Geir, að Alþýðubandalagið, sem nú á sæti í ríkisstjórn, hefur hvorki sett fram kröfur um úrsögn úr Nató né brottför varnarliðsins í stjórnarsáttmála. Kjartan Ólafs- son hefði og rætt um hvern veg skyldi haga dvöl varnarliðsins hér á landi, meðan það dveldi hér, sem einnig talar sínu máli. Rangt hjá Karli Steinari Einar Ágústsson, fv. utanríkis- ráðherra, mótmælti því, sem hann taldi hafa fram komið hjá Karli Steinari, að hann (EÁ) hefði gert eitthvert samkomulag um, að her- menn mættu ganga í borgaraleg störf. Þetta væri rangt. Hann fullyrti, að ekki hefði í hans ráð- herratíð verið annað af því tagi en það, að varnarliðsmenn hefðu mál- að eina skemmu. En litlu væri Vöggur feginn. EÁ tók undir það með KÓ, að meðan varnarlið væri hér, ætti varnarliðssvæðið að vera sem mest einangrað. Skoraði hann á núv. ríkisstjórn að hefja byggingu nýrrar flugstöðvar, sem væri forsenda að skýrum mörkum milli eftirlitsstarfa varnarliðsins og annarrar starfsemi. Alþýðubandalagið og fisk- vinnslan á Suðurnesjum Oddur Ólafsson (S) sagði þá Alþýðubandalagsmenn syngja annað lag nú en þegar útvegsmál Suðurnesjamanna hefðu verið á dagskrá Alþingis fyrir páska. Nú Ráðherrann og vara- forsetinn í Árnagarði Nokkrir framangreindra þing- manna tóku aftur til máls. Svavar Gestsson mótmælti því að Alþýðubandalagið hefði staðið gegn togaraútgerð á Suðurnesjum. Minnti hann á tillögu Gils Guðmundssonar og Geirs Gunnars- sonar um Suðurnesjaáætlun. Karl Steinar Guðnason tók undir orð Geirs Hallgrímssonar um, að íslenzkir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli ynnu þörf störf í þágu varnarsamstarfs okkar. Hann ítrekaði, að Alþýðubandalag- ið léki tveim skjöldum í hagsmuna- málum Suðurnesja. Svava Jakobsdóttir taldi að þakkir Carters og Mondale sýndu, að varnarliðið væri hér í þágu Bandaríkjanna en ekki okkar. Benedikt Gröndal sagði varnar- liðið vera hér í þágu sameiginlegra varna. Það væri liður í að tryggja varnaröryggi vestrænna þjóða og Atlantshafsbandalagið hefði tryggt frið í Evrópu í 30 ár. Hann sagði að sá nýtízku útbúnaður, sem Mondale hefði fjallað um í ræðu sinni, hefði spannað tvennt: 1) nýjustu gerð radarflugvéla, nokkurs konar fljúg- andi radarstöðvar, sem væru óvopnaðar eftirlitsvélar, og mjög mikilvægar því eftirlitsstarfi á hafsvæðinu umhverfis landið, sem varnarliðið sinnti; 2) nýja gerð af minni eftirlitsvélum, búnum full- komnum rafeindatækjum, sem einnig hefðu nýlega verið teknar í notkun. Þá minnti BGr á að Ragnar Arnalds, menntamálaráðherra, hefði tekið á móti Mondale í Árna- garði, sem væri á sinn hátt tákn- rænt fyrir stöðu Alþýðubandalags- ins í dag. Stefán Jónsson (Abl) vék enn orðum að Sighvati Björgvinssyni sem hann taldi hafa rangtúlkað fyrri orð sín. Hann mótmælti og að hann hefði í einu eða neinu höggvið að Suðurnesjamönnum. Ragnar Arnalds upplýsti, að hann og Mr. Mondale hefðu ekkert rætt nær í íslandssögu en frá því fyrir aldamótin 1400. Eggert Haukdal um iðngarða: Ekkert nýtt fjármagn fært til iðnaðarins í UPPHAFI þessa þings lagði ég ásamt hv. 5. þm. Sunnl. fram þátill. um iðngarða, svohljóð- andi með leyfi hæstv. forseta: „Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að undirbúa löggjöf um byggingu iðnaðarhúsnæðis með samstarfi einstaklinga, félags- samtaka og sveitarstjórna og með stuðningi ríkisins. Hafa skal samráð við Samband ísl. sveitarfélaga, Iðnlánasjóð, Iðn- þróunarsjóð, Byggðasjóð, Félag ísl. iðnrekenda og Landssam- band iðnaðarmanna. Könnun þessari og undirbúningi skal hraðað svo sem unnt er.“ Till. þessi fékk mjög góðar undirtektir hjá iðnrh., svo og þm. úr öllum flokkum. Því miður hefur till. enn ekki verið afgreidd úr n., en þess er að vænta, að n. geri það nú strax eftir páskana. Hún var send ýmsum aðilum við umsagnar og munu umsagnir vera jákvæðar. Engum dylst, að aukin fjár- magnsútvegun til byggingar Iðngarða vítt og breitt um landið yrði stórefling fyrir iðnaðinn og þjóðina í heild. Hafa raunar verið byggðir bæði í Reykjavík og víðar, þótt skort hafi stuðning. Á iðnkynningar- ári var bent á byggingu Iðn- garða sem mikilsvert tæki til þess að efla iðnaðinn í landinu og sveitarfélögin tóku þetta mjög upp og hafa lagt mikla áherslu á framgang þess. Það frv., sem hér liggur fyrir, sem ráðh. hefur nú reifað, ber vissulega að þakka. Þetta er vissulega viðurkenning og nokkur stefnumótun og mjór er mikils vísir. Harma ber hins vegar, að ekki er í því meiri nýir tekjustofnar en raun ber vitni. Ekki er óeðlilegt, að hluti þess fjár, sem rynni til Iðngarða kæmi úr Iðnlánasjóði. En með þessu frv. eru lánaveitingar til annarra þátta iðnaðarins skertar sem nemur hinu nýja framlagi til lánadeildar Iðn- garða. Ekkert nýtt Ijármagn er fært til iðnaðarins með þessu frv. Sannarlega hefði það verið æskilegra, að lánadeild Iðn- garða hefði farið af stað með meiri glæsibrag en hér liggur fyrir, en þó ber að þakka það, sem gert er, og með samþykki þeirrar till. um Iðngarða, sem liggur fyrir Alþ. og ég gat um fyrr, muni ríkisstj. vonandi fela þeim aðilum, er þar segir, að undirbúa framtíðarlöggjöf um Iðngarða svo sem raunar kom fram í máli ráðh. áðan, þar sem tryggt verði stóraukið fjármagn til byggingar iðnaðarhúsnæðis og þar með treystur grundvöllur að þessum atvinnuvegi iðnaðin- um, sem hlýtur að taka við stórum hluta af því vinnuafli, sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.