Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1979 23 Minning: Jótt Guðbjartsson framkvœmdastjóri Fæddur 23. september 1913. Dáinn 16. apríl 1979 í dag verður Jón Guðbjartsson forstjóri kvaddur hinstu kveðju frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að Sæbraut 18, Seltjarnarnesi, hinn 16. apríl sl. en undanfarin misseri hafði hann átt við mikinn sjúkleika að stríða. Jón var fæddur hinn 23. október, 1913 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðbjartur Ólafsson hafn- sögumaður og forseti Slysavarnar- félags Islands og Ástbjörg Jóns- dóttir kona hans. Bæði vóru þau af traustum ættum, m.a. var Guð- bjartur af svonefndri Kollsvíkur- ætt að vestan. Hugur Jóns beindist snemma að verzlunarstörfum, og byrjaði hann langan og merkan verzlunarferil sinn hjá Steindóri Einarssyni, sem rak bifreiðastöð hér í borg. Eftir tveggja ára starf þar hóf hann verzlunarstörf hjá Kristni heitnum Markússyni í verzluninni Geysi h.f. Minntist Jón þessara heiðursmanna ætíð með þakklæti og virðingu. Hann mun hafa öðlast hjá þeim gott vega- nesti, þar sem elja, nákvæmni og reglusemi var í hávegum höfð. Jón var maður sjálfménntaður, sem kallað er. Hann lauk námi í kvöldskóla K.F.U.M. Eigi varð samt séð, að menntunarskortur háði honum á lífsleiðinni, svo glæsilegur og heillandi sem hann var í allri framgöngu. Jón starfaði einnig um tíma í lögreglunni, og var það á árinu 1943 undir stjórn Agnars Kofoed-Hansen, þáverandi lög- reglustjóra. Síðan gerðist Jón sölumaður og síðar sölustjóri hjá 0. Johnson & Kaaber h.f., hjá þeim ágætu heiðursmönnum Ólafi John- son og Arent Claessen. Starfaði hann þar allt til ársins 1954, eða nánar tiltekið til 1. ágúst það ár, er hann gerðist einn af aðaleigendum Kristján Ó. Skagfjörð h.f. og um leið framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. Jón var einstaklega áhuga- samur um vöxt og viðgang fyrir- tækisins. Var lögð nótt við dag, ef svo má segja til þess að efla fyrirtækið á allan hátt. Reyndist hann eljusamur, sérlega ráðagóður og traustur stjórnandi. Á þeim 25 árum, sem fyrirtækið naut hans miklu starfskrafta, þá óx það úr því að vera 3 manna lítið fyrirtæki í það að verða ein stærsta innflutnings og heildverzlun landsins með tæplega 60 starfs- menn. Jón var sérstaklega hress og skemmtilegur í framkomu og átti hann auðvelt með að ungangast fólk. Eru okkur minnisstæð þau mörgu augnablik, er hann sagði sögur á sinn leiftrandi glettnislega hátt af atvikum eða mönnum, er hann hafði kynnst á lífsleiðinni. Já þær eru margar myndirnar, sem koma upp í hugann, þegar Jóns er minnst. Við eigum eftir að ylja okkur við þær í endurminningunni og erum þakklát fyrir. Jón var söngmaður góður, hafði mikið yndi af tónlist og söng. Hann tók sem ungur maður þátt í starfi Kling-Klang kvintettsins, sem söng við góðan orðstí hér í borg og víðar um landið. Þá var hann íþróttamaður á yngri árum, lék knattspyrnu með KR og var einftig skíðamaður ágætur. Það sama gilti um þessi viðfangsefni sem önnur, er hann tók sér fyrir hendur, að þar voru hlutirnir teknir föstum tökum, enda árangurinn eftir því. Þá starfaði Jón einnig mikið innan Sjálf- stæðisflokksins, var hann í full- trúaráði og fjármálanefnd flokks- ins um margra ára skeið, og innan Félags ísl. stórkaupmanna starf- aði hann einnig og var m.a. formaður tollanefndar þess. Jón var mikiil gæfumaður í sínu einkalífi, hann kvæntist 9. nóvem- ber 1947, Unni Þórðardóttur, mik- illi ágætiskonu og reyndist hún manni sínum með eindæmum vel í hans erfiðu veikindum. Heimili reistu þau sér fyrst að Vestur- vallagötu 3 og síðar að Sæbraut 18. Er heimili þeirra fagurt og höfð- inglegt í senn. Þeim varð tveggja barna auðið. Þau eru, Steinn lækn- ir f. 22.7 1951, kvæntur Jónínu B. Jónasdóttur, og eiga þau tvo ’syni, Jón og Hallgrím, sem voru miklir augasteinar afa síns, og Jónína Guðrún f. 15.6 1956, og er hún gift Guðmundi Ragnarssyni útvarps- virkja. Við samstarfsfólkið minnumst Jóns með þakklæti, hlýhug og virðingu, og teljum við, að minn- ingu hans verði best haldið á lofti með áframhaldandi vexti og við- gangi þess starfs, sem hann hafði lagt svo myndarlegan grunn að hjá Skagfjörð. Frú Unni, börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendum við dýpstu samúðarkveðjur. Stjórn og starfsfólk Kristján Ó. Skagfjörð h.f. „Góðar eru gjafir þínar, en betri þykir mér vinátta þín og sona þinna.“ Þannig mælti Gunnar við Njál forðum, er hann þáði góðar gjafir hans. Þeim dýrmætari var sá hugur, sem að baki bjó, vinarþelið, sem var jafnt í raun sem gengi. Það ber að þakka öðru fremur. Er svipast er um af sjónarhóli 25 ára samstarfs og vináttu, leitar margt á hugann. Þó staldrað sé við sérstakar stundir og staði, sem eru eins og vörður á langri leið, renna atvikin mörgu, stór og smá, saman í eina heild. Oft ráðast örlög og lífsstefna af lítt eftirtektarverðum atburðum. En síðar kemur fram, að þá hófst ný leið. Einkum á slíkt við, þegar sá verður á vegi, sem fyrr en varir er orðinn góður ferðafélagi og leiðsögumaður. Þó svo mér sé það löngu ljóst, gat ég ekki vitað það í fyrstu, hversu mikilvægt það reyndist lífi mínu og lífsheill, að hafa kynnst Jóni Guðbjartssyni. Brátt höfðum við bundist vináttuböndum, sem urðu sterkari og traustari eftir því sem árin liðu. Á margan hátt voru lífsviðhorf okkar áþekk. Það voru ekki orðin ein, sem lýstu samstöðu og gagnkvæmum skilningi heldur lík hugsun og afstaða, sem var þó með þeim hætti, að hvor gat miðlað öðrum væri þörf á. Jón var vinum hollur, heill og óskiptur. Hann var einbeittur og ákveðinn í öllum viðskiptum. Hann mat sjálfsbjargarviðleitni og dugnað flestum kostum fremur, því að sjálfur var hann atorku- samur og ósérhlífinn. Jón var frjór og skapandi í hugsun. Hann gaf ýmsu gaum þó ekki væri allt haft að orði, og honum var lagið þrátt fyrir raun- sætt viðhorf, að sjá hina björtu þræði í lífsmunstrinu. Sjálfur var hann lánsmaður á margan hátt enda hafði hann lagt sig fram til að ná því marki, en stundum þá gengið nærri þreki og kröftum. Hann átti góða að. Fjölskyldan var samhent. Eiginkonan var traust og skilningsrík og bjó honum þann skjólreit, þar sem kraftar endur- nærðust og vinum var heilsað. Starfsmenn Kristján Ó. Skag- fjörð h/f sjá nú á bak fyrirliða sínum, sem ötull og hugrakkur leiddi upp hæðirnar. Þeir fylgdu honum vel, því að gagnkvæmt traust og virðing var þeirra á milli. Það gagnkvæma traust skapaði þann anda samheldni og starfsgleði, sem var styrksta stoð- in undir öllum vexti og viðgangi fyrirtækisins. Þeir munu minnast foringja síns með því að halda þeirri stefnu, sem gefin var. Sá sem lengi var samferða hefur lokið vegferð sinni. Hann lifir ekki lengur í jarðneskum heimi nema í þakklátri minningu vina sinna, sem líta farna slóð. Sá tregi og sú sorg, sem þá vaknar, býr yfir sérstæðri fegurð, þeirri fegurð sem einkennir þakkarhug og þá bæn, sem leitar til hæða eftir huggun og styrk. Megi þaðan streyma líknarlind- ir, sem svala hverju særðu hjarta. Ingi Jónsson. Jón Guðbjartsson var einstakur maður, sem verður ógleymanlegur þeim fjölmörgu sem kynntust hon- um. Þeir sem voru honum aðeins málkunnugir munu fyrst og fremst muna hann vegna glað- værðar og hressileika, hann lífgaði upp á tilveruna hvar sem hann kom, sagði sína meiningu umbúða- laust og enginn komst hjá að taka eftir honum. Hann hafði góða frásagnargáfu og ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum, var fróður og minnugur og gat talað við hvern sem var um hvað sem var. Fjallað var um dægurmál, farið með spaug eða spakmæli, vitnað í skáldskap, farið með ljóð eða rifjaðir upp liðnir dagar. Sjálfur var Jón vel hagmæltur, þó hann flíkaði því lítið. Við sem kynntumst honum bet- ur, þekktum á honum fleiri hliðar. Hann var duglegur og ósérhlífinn og var gæddur sjálfsaga, stjórnsemi og forystuhæfileikum í ríkum mæli. Þeir eiginleikar komu vel fram í því hvernig hann byggði upp fyrirtækið Kristján Ó. Skagfj- örð h.f. Hann safnaði að sér ungu fólki, sem hreyfst með af eldmóði hans og dugnaði. Hann lét sér mjög annt um starfsfólkið og var tamt að líta á sig sem uppalanda, sem treysti mönnum um leið og hann leiðbeindi þeim og kenndi. Honum var ljóst að hagsmunir fyrirtækisins og starfsfólks fór saman, og þeir sátu ávallt í fyrirrúmi. Ef kapítalistar sem hann væru á hverju strái, væru sjálfsagt engir sósíalistar til. Hann lagði áherzlu á að rækja sem best skyldurnar við viðskiptaaðilja fyrirtækisins, bæði utanlands og innan, og fyrir það ávann hann sér virðingu og traust. Hann var hreinskilinn og opinskár og gjör- samlega laus við allt tildur og prjál. Hann hafði jafnvel á orði, að sér fyndist fráleitt að fyrirtækinu yrði lokað, þegar útför hans færi fram. Hann var ódeigur, erfiðleik- ar og vandamál stældu hann og hvöttu, slíkum málum var gjarnan mætt með spaugi í fyrstu, en þau svo leyst með alvöru og festu. Hann var fljótur að taka ákvarð- anir og frá þeim var ekki hvikað. Kannski lýsti þolgæði hans og sálarstyrkur sér best í hinum miklu og langvinna veikindum hans. Enginn vissi betur en hann sjálfur, að þeirri baráttu gat ekki lokið nema á einn veg. Þetta er orðin hástemmd lýsing, en svona var hann og sem slikur mun hann lifa. Ekkert er ofsagt en margt ósagt. Það var ómetanlegt að fá að kynnast og starfa með honum og fyrir það vil ég þakka af heilum hug. Fjölskyldu hans votta ég innilega samúð. Bragi Ragnarsson. Hinn 16. apríl lést að heimili sínu Jón Guðbjartsson forstjóri. Jón hafði ekki gengið heill til skógar undanfarin ár, hinn mikli keppnismaður háði harða baráttu fram á síðustu stundu. Jón sagði oft í hita leiksins hjá Skagfjörð: „Leiknum er ekki lokið fyrr en dómarinn flautar leikinn af.“ Með fádæma dugnaði og þraut- seigju tókst Jóni að byggja fyrir- tækið Kristján Ó. Skagfjörð hf. upp og gera að stórfyrirtæki á íslenzkan mælikvarða. Rekstur Skagfjörð var allsérstakur á mörg- um sviðum og yrði of langt mál að nefna það hér, en Jón sagði oft, er hann var að útskýra rekstur fyrir- tækisins: „Á íslandi þurfa menn alltaf að veiða fisk úr sjó og borða, þess vegna rekum við veiðarfæra- og matvörudeild." Þessar tvær deildir hafa verið burðarásar fyr- irtækisins. í skjóli þessara deilda hafa verið byggðar upp aðrar deildir. Kynni mín af Jóni hófust vegna starfsemi nýrrar deildar, Tölvudeildar Skagfjörðs. Kynni okkar stóðu yfir í rúm fjögur ár, en Jón Guðbjartsson mun ætíð vera mér minnisstæður fyrir kjart og fádæma dugnað. Ég votta fjölskyldu Jóns Guð- bjartssonar mína dýpstu samúð. Frosti Bergsson. í dag er til moldar borinn í Reykjavík svili minn Jón Guð- bjartsson. Þykir mér við eiga að minnast hans stuttlega. Ber margt til þess, en næst liggur að minnast á, að kona mín og dætur eiga honum meira að þakka en nokkr- um manni öðrum. Það er sannast að segja, að Jón var sí og æ reiðubúinn að brjóta sig í mola fyrir þær og það svo mjög, að flestum mundi þykja ótrúlegt, hversu annt honum var um þessa vini sína. Ætli kærleikurinn hafi ekki verið einna sigursælastur í þeim verkum, svo sem stundum hefur borið við áður. En nú, þegar hann er allur, sé ég eftir því, að ég kom mér aldrei til þess, meðan hann lifði, að þakka honum, svo sem vert var. Það mun alveg óhætt að segja, að Jón Guðbjartsson fékk snemma á sig það orð, að hann væri öðrum mönnum verklundaðri, úrræða- góður, heppinn og djarfur í fram- Fæddur 15. maí 1965 Dáinn 22. marz 1979 Ég átti að ferma hann tveimur dögum fyrir 14. afmælisdag hans. Þá hefði ég sagt við hann: „Vertu trúr allt til dauða, og Guð mun gefa þér kórónu lífsins." í stað þess varð það hlutskipti mitt að mæla yfir moldum hans. Síðan er liðinn mánuður. Hvað gat ég sagt? Ég hef enga skýringu á reiðum höndum, hvaða vald var að verki, þar sem hinni skömmu ævi hans lauk. Var það tilviljun ein, eða voru það fyrirfram ákveðin örlög, sem stefndu honum á vinnustað- inn, rétt áður en slysið átti að henda? Vangaveltur okkar — hérna megin inóðunnar miklu — hljóta að vera eins fánýtar og allar tilraunir til að hugga þá, sem syrgja. Huggun getum við litla veitt. Hún verður að koma innan frá með tíð og tíma, vaxa upp úr jarðvegi kristins hjartalags. En þótt ég geti hvorki útskýrt né huggað, vil ég ekki láta hjá líða að þakka það, sem vel var gert. Mér eru efst í huga viðbrögð Kristins, þegar ágreiningur reis meðal hinna fullorðnu um, hvorum bæri að sjá um að moka kirkjutröpp- urnar, hreppnum eða safnaðar- nefndinni. Hann tók þá verkið að sér. Hann lét klukkuna vekja sig fyrir allar aldir á sunnudags- morgni, 11. febrúar, og klukkan 10, þegar fyrstu söngmennirnir voru að tínast á æfinguna, heilsuðu þeir honum — þreyttum, en ánægðum — þar sem hann var að ljúka við kvæmdum öllum. Slíkur máttur fylgdi honum stöðugt, hvar sem hann fór. Hann tók við forsjá firmans Kristján Ó. Skagfjörð h.f. árið 1953, ef ég man rétt. Það firma var þá harla smátt í sniðum, þótt það stæði á gömlum merg. Við fast taumhald Jóns óx það ört og dafnaði. Nú er það eitt umsvifa- mesta fyrirtæki landsins í sínum greinum. Síðar meir var hann líka riðinn við ýmiss önnur fyrirtæki í Reykjavík. Starfsemi þeirra fyrir- tækja er mér ókunnari en svo, að ég geti um hana skrifað af nokk- urri þekkingu. Hitt er víst, að það er enginn hægðarleikur, ekkert liðléttingsverk að koma styrkum stoðum undir alls kyns verzlun- arstarfsemi og láta hana bera ávöxt. Um umsýslu Jóns í þessu efni kann ég þó það eitt að segja, að hann lagði sál sína í hana. Lagði einatt allar árar út. Gott er þá að minnast þess, að starfið færði honum í senn mikla ánægju og mikinn ávöxt. Jón gerðist heilsuveill siðari árin, en bar sjúkleika sinn harð- mánnlega. Síðasta árið lá hann löngum rúmfastur. Hann hélt þó áfram störfum, ef af honum bráði. Mér þykir líklegt, að hann hafi þá orðið að beita sig fullri hörku. Jón Guðbjartsson kvæntist glæsilegri konu, Unni Þórðar- dóttur. Kynning hans við Unni varð, að því er hann sjálfur sagði, höfuðviðburðurinn í lífi hans. Unnur er fágæt kona, tápmikil, fríð sýnum og kvenleg, ein þeirra kvenna, sem sæmir sér hvarvetna vel. í þeim veikindum, sem Jón mátti þola um árabil, annaðist hún hann af fádæma nærgætni og ræktarsemi. Börn þeirra Unnar og Jóns eru tvö, Steinn læknir, kvæntur Jón- ínu Jónasdóttur, cand. juris og Jónína Guðrún, gjaldkeri gift Guðmundi Ragnarssyni, útvarps- virkja. Ekki kann ég á svona stundu nein þau orð að mæla, er til huggunar mættu verða. En Unni og þörnum hennar votta ég ein- læga samúð. Minningin um góðan dreng og kæran eiginmann og föður verður þeim dýrmæt eign á veginn fram. Kristján Eiríksson. efstu og síðustu tröppuna. Fyrir bragðið verður hans minnzt í hvert skipti, sem kirkjutröppurnar í Hrísey verða mokaðar. Vilhjálmur Kristinn var trúr allt til dauða, og — húsbóndinn í hinum nýju híbýlum hans mun segja við hann: „Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr; yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ Mér er ljúft að hugsa til þess, að hann muni greiða götu mína á tröppunum að musteri Guðs, ef mér verður auðið að koma þangað, sem hann dvelst nú. Kári Valsson. Vilhjálmur Kristinn Guðjónsson - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.