Morgunblaðið - 25.04.1979, Side 24

Morgunblaðið - 25.04.1979, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 24 Minning: Guðlaug frá Ytri - Pálsdóttir Hjarðardal Þegar ég var að alast upp vestur í Önundarfirði fyrir meira en fimmtíu árum voru „Bæirnir" svo- nefndu dálítill heimur út af fyrir sig. Þar var mikill samgangur jafnt barna sem fullorðinna, og góð samvinna á mörgum sviðum. Eg held að fullyrða megi, að á milli þeirra fimm fjölskyldna sem þarna bjuggu, hafi myndast gagn- kvæm vinátta og traust, sem átti ríkan þátt í að ungviðið á þessum slóðum ólst upp í góðu og hollu andrúmslofti. A Þórustöðum bjó Hólmgeir Jensson dýralæknir ásamt konu sinni Sigríði Halldórsdóttur. Var Hólmgeir einn af nemendum Torfa í Ólafsdal, mikill félagsmálafröm- uður á yngri árum og góð hjálpar- hella þegar sjúkdómar herjuðu búfé manna. I Innri-Hjarðardal bjuggu foreldrar mínir, og auk þess á litlum hluta jarðarinnar sveitarsmiðurinn, Jón móðurbróð- ir minn, sem svo var skapi farinn að hann gat einskis manns bón neitað, en liðsinnti jafnan öðrum og spurði lítt eða ekki um borgun. í Hjarðardal ytri eða Stóra-Hjarðardal, eins og bærinn er einnig nefndur í gömlum skjöl- um, bjó sjálfur sveitarhöfðinginn, Kristján Jóhannesson, bráðgreind- ur hæfileikamaður. Hann var kjörinn hreppsnefndaroddviti Mosvallahrepps áratugum saman, enda þótt hann væri á öndverðum meið við meginþorra hreppsbúa í stjórnmálum, hann íhaldsmaður og síðar sjálfstæðismaður, en hinir flestir Framsóknarmenn. Vorið 1926 bættust í þennan hóp búenda á „Bæjunum" nýir húsráð- endur. Kristján í Ytri-Hjarðardal, sem þar hafði búið rausnarbúi ásamt Maríu seinni konu sinni, átti ekki nema helming jarðar og bústofns, en hinn helmingurinn var eign Sæmundar bróður hans, sem lengi hafði verið togarasjó- maður og hálfgerðar þjóðsögur gengu um vestra fyrir þrek og krafta. Nú var Sæmundur kvænt- ur glæsilegri fríðleiksstúlku ætt- aðri úr Önundarfirði, og þetta vor tóku þau við hálfri jörð og búi í Ytri-Hjarðardal. Hún hét Guðlaug Pálsdóttir, unga konan, sem nú gerðist hús- freyja á hálflendunni í Stóra-Hjarðardal. Hún andaðist 14. þessa mánaðar, síðust þeirra húsráðenda, sem settu svip á „Bæina" á æskuárum mínum. Langar mig til að minnast hennar með fáeinum orðum. Guðlaug Pálsdóttir var fædd 9. ágúst 1891 á Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði. Hún var elsta barnið í stórum systkinahópi, en tólf munu þau hafa verið Kirkju- bólssystkinin, sem upp komust. Foreldrar Guðlaugar voru Skúlína Stefánsdóttir og Páll Rósinkrans- son. Var Páll einn hinna mikil- hæfu bræðra frá Tröð, sem allir urðu atkvæðamenn, þrír þeirra rómaðir skútuskipstjórar. Páll var lengi skipstjóri á þilskipi, einnig eftir að hann hóf búskap á Kirkju- bóli. Þegar Guðlaug og Sæmundur komu að Ytri-Hjarðardal og hófu þar búskap, var ekki laust við að gætti nokkurrar óvissu og jafnvel kvíða um það, hvaða áhrif þessir nýju húsbændur hefðu á hið frið- sæla og allt að því lognværa mannlíf á „Bæjunum". Við vissum að Sæmundur hafði verið eftir- sóttur togaramaður og var talinn afrenndur að afli; kannske væri sægarpurinn harður í horn að taka og refsingasamur. Þær sögur fóru þegar af Guðlaugu konu hans, að hún væri mjög skaprík kona og stór í sniðum. En hér var engu að kvíða, og ekki geymi ég annað en góðar minningar um þau hjón bæði og heimili þeirra. Sæmundur reyndist mesti geðprýðismaður. Satt var það, Guðlaug hafði mikið skap og veittist ekki alltaf auðvelt að stjórna því. Hún var einörð og kappsfull og átti bæði metnað og reisn, enda sópaði að henni öðrum konum fremur, þegar hún kom prúðbúin á mannamót. Er óþarft að leyna því, að henni svipaði um suma hluti til Hallgerðar, sem sagði forðum: „Hvergi mun ég þoka, því að engi hornkerling vel ég vera“. En um hjónaband þeirra Guðlaugar og Sæmundar veit ég það sannast, að það hafi verið einkar gott. Olli því öðrum þræði rólyndi Sæmundar og mild skap- gerð. Hann dáði skörunginn konu sína, en hafði gott lag á að standa af sér hvassviðrið. Guðlaug var rausnarkona, sem vildi eignast og eignaðist fallegt heimili. Þau Sæmundur áttu tvö börn sem upp komust, Eirnýju tannsmið og Pál vélstjóra. Einnig ólu þau upp að öllu leyti sem sitt barn vandalausan dreng, Friðrik Sigurðsson. Hann gerðist sjómað- ur og er látinn fyrir nokkrum árum. Guðlaug missti Sæmund mann sinn árið 1954. Eftir það dvaldist hún lengst af með dóttur sinni hér í Reykjavík. Nokkur siðustu árin, eftir að heilsunni tók að hraka, var hún á Heilsuverndarstöðinni og naut þar góðrar aðhlynningar, sem hún var einkar þakklát fyrir. Þegar síðasti húsráðandinn í hinu litla en vinalega byggðarsam- félagi æsku minnar hefur kvatt þennan heim, minnist ég með þakklæti alls hins góða fólks, sem mótaði lífsstíl þessa samfélags. Guðlaug Pálsdóttir var einn eftir- minnilegasti persónuleikinn í þeim hópi. — Blessuð sé minning hennar. Gils Guðmundsson. Afmœlis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með gððu línubili. FRAMBOÐIÐ1979 Þrír Ameríkanar í fólksbílaflokki og þrír í jeppaflokki: Allt ekta Ameríkanar í styrk, lúxus og vönduðum frágangi. HIÐ OVÆNTAER VERÐIÐ: 5 - milljónir fyrir 4ra dyra Concordinn 5- fyrir 2ja dyra sportbílinn 5^ fyrir stationbílinn Og jepparnir: CJ5: 5 7- Cherokee: 1 - og Wagoneer: 81 milljónir! Sýnist þér ekki kominn tími til að þú fáir þér amerískan bíl? EITT ENN TIL ATHUGUNAR: Nú eftir uppstokkun á bílaumboðamálum okkar getum við einbeitt okkur að því aó veita eigendum bifreióa frá AM, American Motors Corp. bestu þjónustu á öllum sviðum. Allt á sama StaÓ(ísamstarfiviðMOTORh.f.) Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.