Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1979 25 Þórjón Jónasson Ólafsvík-Minning Fæddur 11. maí 1908. Dáinn 18. apríl 1979. Anna Sigríður Jónsdóttir - Minning í dag verður útför Þórjóns Jónassonar gerð frá Ólafsvíkur- kirkju. Mig langar til að minnast með örfáum línum þessa vinar míns og nágranna gegnum árin. Þórjón varð bráðkvaddur að heimili sínu Ennisbraut 23, Ólafsvík, síðasta dag vetrar á 71. aldursári. Á nýliðinni páskahátíð, tveimur dögum áður, hafði hluti brottfluttra barna hans verið í heimsókn. Að hafa börn sín og fjölskyldur þeirra í kringum sig var hans mesta lífsfylling. Þórjón var fæddur í Ólafsvík og átti þar heima alla ævina. Foreldr- ar hans voru Elín Jónsdóttir og Jónas Egilsson, oftast kennd við Brekkuhús í Ólafsvík. Börn þeirra voru fjögur, lifa tvær systurnar bróður sinn, Ágústa og Elín, báðar búsettar í Reykjavík. Á uppvaxtarárum Þórjóns í Ólafsvík voru kjörin kröpp, lífið enginn dans á rósum. Á heimili foreldra hans var lífstrúin sterk, hver stund notuð vel til að nýta þau efni sem hægt var að afla. Jónas Egilsson var góður sjómað- ur, velvirkur og laghentur, sér- stakur snyrtimaður í umgengni, Elín kraftmikil, glaðvær, gat alltaf séð broslegu hliðarnar á tilver- unni. Hún er enn á lífi, dvelur á elliheimilinu Grund í Reykjavík, varð 95 ára 13. apríl s.l. Þórjón átti í ríkum mæli bestu eiginleika foreldra sinna, hann var sérstaklega laghentur, hafði ánægju af smíðum, iðjusamur, notaði allar stundir til að lagfæra og endurbæta í kringum sig, smíð- aði sjálfur að hluta til híbýli sín og skepnuhús. Hann var glaðvær í eðli sínu, félagslyndur, var fljótur að koma auga á skoplegar hliðar tilverunn- ar, kímni hans var frábær, hrókur alls fagnaðar og hafði ánægju af margmenni og umræðum um þjóðfélagsmál, fylgdist vel með öllum hræringum í samfélaginu. Sem ungur maður tók hann virkan þátt í ungmennafélags- hreyfingunni svo og í stúkustarfi, nutu sín þar vel glaðværð hans og félagslyndi. Þórjón stundaði öll störf er fyrir féllu á æskuárum hans í Ólafsvík og var eftirsóttur. Þegar Hrað- frystihús Ólafsvíkur h.f. tók til starfa 1938—’39 var Þórjón einn af fyrstu fastráðnu starfsmönnum þess. Þar starfaði hann nær óslitið fram á síðari ár, að heilsa hans fór að bila. Hann var um árabil við afgreiðslustörf hjá Kaupfélaginu Dagsbrún og hin síðustu æviárin var hann eldvarnaeftirlitsmaður hjá Ólafsvíkurhreppi og eftir að sorpbrennsluofn var tekinn í notkun 1977 hafði hann þar einnig eftirlit. Hvar sem Þórjón starfaði, lagði hann sig fram um að skila vel unnu verki. Komu þar fram hinir meðfæddu eiginleikar hans, verk- lagni, snyrtimennska, trúverðug- heit. Hann var því vel látinn af öllum, bæði vinnuveitendum og starfsfélögum. Sterkustu eiginleikar Þórjóns komu þó fram í fjölskyldulífinu. Fjölskyldan var hans heila líf í gegnum blíðu og stríðu. Eiginkona hans var Lovísa Magnúsdóttir, Magnúsar Kristjánssonar frá Skógarnesi, smiðs og meðhjálpara í Ólafsvík og Kristinar Þórðar- dóttur konu hans. Þórjón og Lovísa hófu búskap ung að árum, nær eignalaus, en áttu næga trú á lífið og tilveruna og sú trú nægði þeim, þrátt fyrir vanheilsu og fátækt. Þau byggðu sér bæ, sem þau skírðu „Von“. Þar fæddust börnin eitt af öðru og 1947 fluttu þau í nýtt hús að Ennisbraut 23, þar sem þau hafa átt heima síðan, en Þorjón hafði eignast ræktun- arlóð útundir Enni. Þar byggði hann einnig skepnuhús, ráku þau þar smábúskap, kú og kindur, sem var á þessu tímabili lífsnauðsyn, ekki síst fyrir barnafjölskyldur í sjávarþorpum. Fjölskyldan öll var sérstaklega samhent að hjálpast að við þessa sjálfsbjargarviðleitni. Þau Þórjón og Lovísa eignuðust 10 börn og ólu auk þess upp tvö barnabörn. Þau misstu 3 börn sín, tvo drengi í frumbernsku og eina dóttur uppkomna, var þessi barna- missir mikil þolraun fyrir foreldrana. Kom þá best í ljós hversu sérstök kona Lovísa er. Rósemi hennar og æðruleysi er fágætur eiginleiki. Þetta er ekki síst aðdáunarvert, þar sem hún hefur ávallt átt við heilsuleysi að stríða. Hjónaband þeirra hefur ein- kennst af kærleika og samstarfi, þau hafa bæði átt hjartahlýju, sem gert hefur fjölskyldulífið bjart og hlýtt, sem sannast best á því hversu þessi stóri fjölskylduhópur heldur vel saman. Þótt börnin séu flest flutt í önnur byggðarlög, nýta þau allar stundir til að safnast saman heima í Ennisbraut 23, þar sem aldrei var of þröngt til að rúma allan hópinn. Og eitt vekur sérstaka athygli, að allur þessi stóri afkomendahóp- ur hefur að leiðarljósi reglusemi — bindindi. Börn þeirra Þórjóns og Lovísu eru: Kristín húsm. í Reykjavík, gift Einari H: Einarssyni starfsmanni hjá Vegagerð ríkisins. Ágústa húsm. í Reykjavík, gift Ottó Ragnarssyni múrara. Sigríður, hún lést 1958, var unnusta Páls Guðbjartssonar í Borgarnesi. Sigríður var efnis- stúlka og harmdauði öllum er hana þekktu. Anton húsasm.m. í Reykjavík, kvæntur Ernu Hartmarsd. Sævar, málaram. í Ólafsvík, kvæntur Ásdísi Kristjánsd. Ingibjartur trésm.m. Akranesi, kvæntur Kristínu Magnúsd. Steinunn, húsm. Reykjavík. gift Halldóri Jónssyni bólstrara. Elín, sjúkral. Reykjavík, gift Kristjáni Ág. Ögmundssyni sund- laugarverði. Bergþór, lést í frumbernsku. Þórjón, lést í frumbernsku. Fósturdætur: Hjördís, gift Þóri Þorvarðarsyni kennara í Sam- vinnuskólanum Bifröst og Hafrún gift Árna Möller, Þórustöðum, Ölfusi. Barnabörnin eru 19 og barna- barnabörnin 4. Öll eru börn þeirra Þórjóns og Lovísu velmetin og velgift, eiga falleg velbúin heimili. Þau hafa erft bestu eiginleika foreldra sinna. Allir synirnir eru ágætir iðnaðarmenn. Þórjón var stoltur af hæfni þeirra og velgengni. Næsta sunnudag á að ferma einn dóttursoninn í Reykjavík, sem ber nafnið Þórjón og síðar í vor á að ferma sonardóttur í Ólafsvík, sem ber nafnið Lovísa. Þetta er ein bjartasta hliðin á lífinu, fyrir fólk eins og Þórjón Jónasson og Lovísu er þetta lífs- fylling, sjá fjölskylduna stækka og nýja kynslóð taka við. Það fylgja þessum ungmennum sterkar og hlýjar framtíðaróskir. Þórjón Jónasson var persónu- leiki, sem eftir var tekið. Hann átti sinn þátt í að byggja upp í Ólafsvík. Hann lifði það að sjá þorpið sitt rísa upp úr fátækt og taka á sig svip velmegunar og framfara. Þetta kunni hann að meta og var glaður yfir. Eg hefi frá æsku verið nágranni Þórjóns og fjölskyldu hans. Milli fjölskyldna okkar hefur ávallt verið einlæg vinátta, fyrir þetta vil ég og mitt fólk þakka af heilum huga. Það hefur verið gott að eiga vináttu Þórjóns, af honum og lífsbaráttu fjölskyldu hans hef ég mikið lært. Fyrir hönd íbúa Ólafsvíkur flyt ég Þórjóni Jónassyni þakkir fyrir góða samfylgd. Við hjónin og börn okkar vottum Lovísu, börnum þeirra og fjölskyldum dýpstu sam- úð og sendum þeim hlýjar kveðjur. Blessuð sé minning Þórjóns Jón- assonar. Alexander Stefánsson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vcra í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Fædd 15. júní 1926 Dáin 14. ápríl 1979 Hún Anna okkar var að kveðja. Þó að barátta undanfarinna vikna við erfiðan sjúkdóm hafi sýnt að um tvísýnu væri að ræða, kom fregnin eins og högg. Mann setur hljóðan og hugurinn reikar. Því er þessi indæla vinkona okkar tekin frá ástvinum og heim- ili og ótal vinum eldri og yngri? Hún, sem var svo rík af þeim eiginleikum, sem okkar köldu ver- öld skortir í dag. Hún með vakandi gáfurnar, hlýja brosið og gleði í hjarta, alltaf að rétta öðrum hjálparhönd, telja kjark í sjúka, styðja aldna og unga, opna heimilið sitt vinum og vensiafólki, alltaf ef einhvern vanda bar að höndum. Manni fannst eins og alltaf nyti sólar í nánd við hana. Hvers vegna var hún tekin? Að þessu er spurt á slíkum stundum, en svar er okkar þroska ekki unnt að finna. Bara trú og að fá að njóta bjartra minninga um góða konu og indæl- an vin og þakka fyrir af hjarta að hafa fengið að vera samferðamað- ur um nokkurra áratuga skeið. Hún er burt kölluð laugardaginn fyrir páska, á einum dimmasta degi kristinnar trúar og fer inn í hið skærasta ljós upprisunnar til eilífs lífs. Þarna má kannski finna ein- hvers konar svar? Anna Sigríður Jónsdóttir var fædd 15. júní 1926 á Siglufirði, dóttir þeirra sæmdarhjóna Jóns Þorkelssonar síldarmatsmanns frá Siglufirði, sem nú er látinn, og konu hans Sigurlaugar Davíðs- dóttur, sem er Húnvetningur að ætt en býr nú hér í Reykjavík. Eftirlifandi eiginmaður Önnu er Sveinbjörn Egilsson bankafulltrúi, sonur hins þekkta aflamanns Egils Jóhannssonar frá Akureyri og Guðnýjar fyrri konu hans. Þrjár dætur áttu þau Sveinbjörn og Anna, Guðnýju flugfreyju, Sigur- laugu læknanema og Önnu Dís, sem er nemandi í menntaskóla. Þessari vinafjölskyldu okkar hefur maðurinn með ljáinn greitt þungt högg og myrkur grúfir yfir, en skærast skín ljósið í myrkrinu, indælt ljós bjartra minninga leiðir þessa velgerðu vini okkar áfram veginn og þroski og gáfur veita þeim styrk í raun. Við og fjölskylda okkar öll þökk- um af hjarta fyrir allt. Þökkum fyrir alla þá miklu hjálp, sem við höfum notið hjá fjölskyldunni « Otrateig 10, þar sem var eins og okkar annað heimili, sérstaklega meðan við bjuggum úti á landi. Þökkum þann styrk og þá hjálp, sem Anna var, þegar veikindi og erfiðleikar hrjáðu fjölskyldu okk- ar, þökkum fyrir svo margt, svo margt. I okkar trú er það líf og ljós, að við erum þess fullviss, að vel hefir verið tekið á móti Önnu er hún kom yfir móðuna miklu. Þetta er leið okkar allra fyrr eða síðar, en þakkir og hlýjar bænir, sem minn- ingar vekja, þá horft er eftir góðum vini, er honum eða henni gott veganesti. Megi Drottinn blessa aldraða móður, eiginmann og dætur og alla ástvini aðra og hjálpa þeim að sjá ljósið, sem minningarnar varpa fram á veginn. Þ6 við KÍstum svartan sal aí 8orgar þungrum dómi stígur upp úr dimmum dal Drottins sólarljómi. Sigrún og Páll. Hún Anna Jónsdóttir æskuvin- kona mín er dáin. Hvernig á ég að sætta mig við það, við sem áttum eftir að gera svo margt sarnan, fara í ferðalög og í sumarbústaðinn þar sem kyrrðin var og róin, þegar allir voru sofnaðir þá að ganga úti í nóttinni á votu grasinu og ræða saman um lífið og tilveruna því að Anna lét allt mannlegt sér við koma, eða sitja í kjarrivaxinni laut við lítinn læk, hlusta á hjalið í honum og minnast æskudaganna á Siglufirði, því hann var sérstakur staður í þá daga, með öllum sínum ys og þys í síldinni, horfa á drekkhlaðna síldarbátana stíma inn lygnan fjörðinn færandi björg í bú og líf í bæinn, hróp og köll, ball á Siglunesinu á kvöldin þegar vinnan var búin, aldrei ofþreyttur, því þetta var allt svo gaman eða verða sér úti um árabát og róa út á Anlegg eða Fjörð, ég ræ, Anna situr í skutnum og syngur með sinni lágu sefandi röddu. Þetta var allt ævintýri. Þó að peningarnir væru ekki miklir til að spila úr, þá hefði Önnu þótt gaman að fá að læra meira því hún var mjög vel gefin, fljót að læra, sérstaklega tungumál og íslenzka var hennar kærasta námsgrein, en hún bætti sér það að nokkru upp með því að fara í Öldungadeildina, en gat því miður ekki lokið prófi vegna las- leika. Anna var fædd á Siglufirði 15. júní 1926, dóttir hjónanna Sigur- laugar Davíðsdóttur og Jóns Þor- kelssonar verkstjóra hjá S.R. Átta ára flyst Anna með Þórdísi ömmu sinni og móðurbróður Guð- mundi í hús, sem hann hafði nýlokið við að byggja, sem hjálp- arhella ömmu sinnar, sem þá var um sjötugt. Þar dvelst hún þar til hún hefur lokið gagnfræðaskólaprófi, en fer síðan í atvinnu suður á veturna eins og þá var títt. Um tvítugt fer hún í húsmæðraskólann á Laugar- vatni og lýkur þaðan prófi um vorið. Eftir að Guðmundur móður- bróðir hennar flyst til Reykjavíkur reynist Anna honum sem besta dóttir enda átti hann alltaf at- hvarf hjá henni, og mun hann syrgja hana sárt. í Reykjavík kynntist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum, Svein- birni Egilssyni eftirlitsmanni út- búa Landsbankans, og eignuðust þau þrjár dætur, Guðnýju flug- freyju, Sigurlaugu í læknanámi og Önnu Dís í menntaskóla. Dætrum sínum var Anna ein- stök móðir, fórnfús og mild og vildi allt gera þeim til hjálpar hvort heldur var í námi, eða starfi, enda hagaði hún vinnu sinni þann- ig að hún væri sem mest heima. Alltaf voru vinir þeirra og félag- ar velkomnir inn á þetta skemmti- lega og gestrisna heimili. Anna var ein af þessum fágætu konum sem allt vildu fyrir aðra gera, hjá henni var alltaf opið hús til gistingar og matar hvort sem var til einnar nætur eða mánaðar og ekki var Sveinbjarnar hlutur minni í gestrisninni. Síglöð og brosandi snerist hún í kringum mann og ekkert var ofgott fyrir þann sem kominn var. Margar ánægjustundir erum við hjónin búin að eiga með Önnu og Sveinbirni, bæði á heimili þeirra og á ferðalögum og vonuðumst við til að þær ættu eftir að verða miklu fleiri, en einhver okkur æðri ræður og verðum við að sætta okkur við- það, þó sárt sé, en samt er ómetanlegt að eiga minninguna um þessa tryggu og einlægu æsku- vinkonu. Megi góður guð styrkja Svein- björn, dæturnar, móður hennar og systur á þessari erfiðu stundu, en láta minninguna um hana verða sem ljós í myrkrinu. Helga Torfadóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu HELGU KRISTJÁNSDÓTTUR Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks gjörgæsludeildar Land- spítalans. Magnús Ingimundarson Ingimundur Magnússon Lilja Gunnarsdóttir Kristján Magnússon Pálína Oddsdóttir Vala Dóra Magnúsdóttir Guóni Kristjánsson Jórunn Magnúsdóttir Jón Elberg Baldvinsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför stjúpsonar míns og bróöur okkar GUÐMUNDAR BJARNASONAR netageróarmanns Óöinsgötu 20 A. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landspítalans deild 3 B og einnig til Hampiöjunnar. , ... Anna bórarinsdóttir Baldur Bjarnason Unnur Bjarnadóttir Erla Bjarnadóttir Auóur Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.