Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUH 25. APRIL 1979 29 Friörika Jónsdóttir Ijósmóðir — Minning Nú er hún dáin, hún gamla afasystir mín, Friðrika Jónsdóttir á Fremstafelli, hún andaðist á Húsavík 8. marz s.l., og var jörðuð að Ljósavatni. Friðnka fæddist að Gvendarstöðum í Köldukinn 3. maí 1877, og hefði því orðið 102 ára á þessu ári. Hún var elzt þriggja alsystkina, barna Rannveigar Jónsdóttur og Jóns Kristjánssonar í Hriflu, en yngri bræður hennar þeir Kristján á Fremstafelli og Jónas, skólastjóri Samvinnuskól- ans, eru báðir dánir fyrir meira en áratug. Fimm ára að aldri fluttist Friðrika með foreldrum sínum að Hriflu í Ljósavatnshreppi, og þar ólust þau systkinin upp, ásamt eldri hálfsystkinum sínum tveimur. Þetta voru mikil harð- indaár, en heimilið var farsællegt og traust í fátækt sinni, og foreldrar og eldri systkini studdu hin yngri til nokkurs sjálfsnáms, eftir því sem fátæklegur bókakost- ur leyfði. Rannveig las húslestur á hverjum sunnudegi úr nýprent- uðum stólræðum séra Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ, sem lagði í kenningu sinni meginþunga á drengskap í mannlegum skipt- um, en mótmælti einarðlega kenn- ingunni um útskúfun og eilífar kvalir fordæmdra. En boðskap kristindómsins meðtóku börnin í samanþjöppuðu formi í lærdóms- kveri Helga Hálfdánarsonar. Enda sagði Friðrika í viðtali við Morgunblaðið á 100 ára afmæli sínu 3. maí 1977), að hún hefði alltaf beðið Guð í sínum erfiðleik- um um dagana, og oft hefði Guð hjálpað sér, það segði hún satt. En af eigin reynslu veit ég að þau systkinin höfðu Helga Hálfdánar- Um f jögur hundruð manns sóttu aðalf und Sjúkraliðafélagsins AÐALFUNDUR Sjúkraliðafélags íslands var haldinn laugardaginn 19. apríl á Hótel Loftleiðum. Fundurinn var fjölmennur, um fjögur hundruð manns sóttu fundinn. Tvö framboð voru til formanns, fráfarandi formaður Ingibjörg Agnarsdóttir, Borgarspítala, og Sigríður Kristinsdóttir, Klepps- spítala, fráfarandi varaformaður. Kosningu hlaut Sigríður Kristins- dóttir. Stjórnin var að öðru leyti sjálf- kjörin. Hana skipa: Málhildur Angantýsdóttir, Landakotsspítala, Dúna Bjarnadóttir, Borgarspítala, Sigrún Gísladóttir, Landspítala, Sigurbirna Hafliðadóttir, Landspítala, Halldóra Lárusdóttir Kleppsspítala og Anný Friðriks- dóttir, Landspítala. Úr stjórn gekk, samkvæmt eigin ósk, Þóranna Stefánsdóttir, Land- spítala. Þrjár milljónir hafa safnast í Málfrelsissjóð Tæpum tveimur milljónum úthlutað til 5 aðila STJÓRN Málfrelsissjóðs skýrði frá því nýlega á fundi að sjóðnum hefði áskotnast tæpar 3 milljónir króna frá stofnun hans 1 nóvem- ber 8.1. Hingað til hefur fé til sjóðsins safnast með fernum hætti: Útsendir hafa verið gíró- seðlar, fé sem komið hefur vegna áritunar höfunda á bækur sínar, fé sem safnaðist á samkomu sem haldin var til styrktar sjóðnum og ýmis frjáls framlög. Fé úr sjóðnum hefur verið út- hlutað 5 sinnum. Eftirtaldir aðilar hafa fengið fé úr sjóðnum: Guðsteinn Þengilsson fékk kr. 321.550, Garðar Berg 243.755, Svavar Gestsson 1.020.572, Helgi Sæmundsson 175.000 og Einar Bragi fékk 193.800. Samtals hefur verið úthlutað úr sjóðnum 1.954.677. í stjórn Málfrelsissjóðs eiga nú sæti: Jóhann S. Hannesson menntaskólakennari, Jónas Jónsson frá Ystafelli ritstjóri, Páll Skúlason prófessor, Silja Aðal- steinsdóttir cand. mag. og Thor Vilhjálmsson rithöfundur. Aðalfundur Sveinafélags húsgagnasmiða Orla fór á atvinnuleysi upp úr síðustu áramótum Aðalfundur Sveinafélags húsgagnamiða var haldinn 29. marz s.l. Á fundinum flutti Tryggvi Þór Aðal- steinsson, fráfarandi for- maður, skýrslu um störf stjórnar á liðnu ári. Kom þar fram, að atvinnu- ástand var gott fram að siðustu áramótum, en þá fór að örla á atvinnuleysi í greininni. Samband bygg- ingamanna stóð að gerð rammasamnings um hvetj- andi launakerfi í iðngrein- inni á liðnu ári. Á árinu var gengið frá kaupum á orlofshúsi í Vatnsfirði á Barðaströnd. Tryggvi Þór, sem verið hefur formaður félagsins s.l. þrjú ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í stjórn voru kjörnir: Steinþór Jóhannsson formaður, Ingvi Tómasson varaformaður, Jón Þorvaldsson ritari, Kári Kristjánsson gjaldkeri, Hilmar Sigurðsson vara- gjaldkeri og Baldur Daníelsson og Bolli A. Ólafsson meðstjórnendur. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU son á hraðbergi til dauðadags, en hitt grunar mig, að kenningar séra Páls og Darwins hafi haft meiri áhrif á þau en fram kemur í fyrrnefndu viðtali í Morgun- blaðinu. Jónas Kristjánsson, bróðurson- ur Friðriku, lýsir því á einum stað hversu umhorfs var í ættsveit þeirra systkina á uppvaxtarárun- um: Þar drottnaði rósemi og frið- ur. Menn undu við sitt, en voru þó með hæglæti framsæknir til betri lífshátta. Um pólitík var aldrei deilt. Allir voru samvinnumenn og skiptu við annað hvort eða bæði kaupfélögin á Húsavík og Svalbarðseyri. Allir voru heima- stjórnarmenn og kusu Pétur Gauta til alþingis. Þingmálafundir á Ljósavatni voru eins og skraut- sýningar. Sigurður í Felli stjórn- aði fundi og þurfti litlu að beita af orku sinni. Pétur skýrði þjóðmálin við einhug flokksbræðranna. En léti einhver Valtýingur á sér bæra, var Steingrímur sýslumaður, bróð- ir Péturs, við höndina til að þagga niður í óróaseggnum. Var þetta gert til að skapa fjólbreytni í sýningunni, en ekki fyrir þá sök að Pétur væri eigi fullfær að standa fyrir máli sínu. Haustið 1910 fór Friðrika til Reykjavíkur og stundaði nám í ljógmæðrafræði veturinn 1910—11; námið var þá 6 mánuðir og aðalkennari Guðmundur Björnsson landlæknir, Þennan vet- ur var Jónas bróðir hennar kennari við Kennaraskólann, og bjuggu þau saman og höfðu með sér matarfélag. Jónas vildi, að hún legði fyrir sig meira bóklegt nám, t.d. tungumál, en hún svaraði því til, að „hún mundi ekki gjöra það víðreist um veröldina, að sér nægði ekki móðurmálið". Reyndist hún sannspá um þetta, en dönsku las hún sér til prýðilegs gagns, eins og margir af hennar kynslóð þar nyrðra, og kannski fleiri tungumál. Og alla ævi var hún leshestur mikill, og minnug með afbrigðum lengstum af. Jóhanna Friðriksdóttir skrifaði um Friðriku áttræða í Ljósmæðra- blaðið. Þar segir: „Ekki hafði Friðrika ráðið sig til náms fyrir neitt ákveðið umdæmi þegar hún fór í skólann. En svo vildi til skömmu eftir að hún kom í skól- ann, að stúlka nokkur, sem ætlað hafði að læra fyrir Súða- víkurherað, taldi sig þegar hún fór að kynnast náminu, ekki hafa nokkurt þrek eða áræði til að taka að sér ljósmóðurstarf, og síst þar í afskekktu umdæmi. Kom hún að máli við Friðriku og bað hana í öllum bænum að leysa sig frá því að þurfa að taka þetta erfiða umdæmi. Játti Friðrika því, og fór þangað að loknu námi vorið 1911. En hin hvarf frá ljósmóðurnám- inu. í Súðavíkurumdæmi starfaði Friðrika í þrjú ár; var þar stöðugt yfirferðar og sjóferðar vondar. Þá voru þar oft um 12 fæðingar á ári. Föst árslaun ljósmóður voru þá um 70 krónur á ári, og 3 krónur fyrir fæðinguna; hrökk þetta ekki fyrir lífsnauðsynjum, þó húsaleiga væri þá meira gjöf en gjald. Vorið 1914 fluttist svo Friðrika aftur til átthaga sinna, og varð þar lögskip- uð ljósmóðir. Fór hún að Fremsta- felli til Kristjáns bróður síns, bónda þar. Og hefur hún síðan átt þar heimili. Hún hefur umvafið ættfólk og heimili ástúð og umönnun, og nýtur nú í ríkum mæli ávaxta af þeirri fórn sinni hjá börnum og barnabörnum þeirra hjóna, og öllum ættmenn- um sínum, yngri sem eldri". Laun héraðsljósmæðra voru þannig, að ekki varð af þeim lifað: árið 1919 hækkuðu þau í u.þ.b. 250 kr. á ári en þá voru algeng vinnu- konulaun 700 kr. auk fæðis og húsnæðis, og laun talsímakvenna 1500 kr. Og væri Friðrika ennþá héraðsljósmóðir í Köldukinn væru árslaun hennar um 300 þús. kr. enda sagði einn háttvirtur þing- maður í umræðum um kjör héraðsljósmæðra á þinginu 1928: „Þessir starfsmenn hafa lengi farið á mis við háu launin, og þeir verða að gera það framvegis; sú ánægja, sem þeir hafa haft af starfinu, hefur verið mikill hluti launanna, og þannig mun það einnig verða framvegis". En væri Friðrika enn á lífi, fengi hún um 1000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði ljósmæðra. Friðrika starfaði sem lögskipuð ljósmóðir í 43 ár, lengst af í Ljósavatnshreppi, og náði um- dæmið frá Náttfaravíkum og Naustavíkum fram að Öxará. Þegar hún lét af störfum hafði hún tekið á móti 267 bórnum, þar af fernum tvíburum og einum þribur- um. Eitt barn hafði hún tekið á með töng, og yfirleitt var hún það sem kallað er „heppin ljósmóðir", en í þeim eiginleika segja kunn- ugir, að mannvit og stilling séu drýgstu þættirnir. Ekki var umdæmi Friðriku greiðfært yfirferðar, enda kenndi hún mér þessa vísu: III er hún Kinn fyrir utan StaA. ei mig þangað langar: Þar má enginn þvert um hlað þurrum fótum ganga. I afskekktum sveitum voru ljós- mæður iðulegar eina læknishjálp- in, bæði fyrir menn og skepnur, og við sjúkdóma jafnt sem fæðingar. „Var þá gott að geta leitað til hygginnar ljósmóður, sem var heppin í starfi og hyggin í ráðum, því oft voru líka önnur vandamál heimilinna borin undir hennar álit og úrræði", segir Jóhanna Friðriksdóttir í áðurnefndri afmælisgrein. Enda minnist ég þess vel, er ég fór um hreppinn með Friðriku fyrir einum 15 árum, hve hlýlega henni var tekið á bæjum, hvar sem við komum. Friðrika giftist aldrei, né eign- aðist eigin börn. En hún reyndist börnum Kristjáns bróður míns og barnabörnum hinn mesti haukur í horni, og studdi jafnvel sum til náms. Hún tók virkan þátt í uppeldi þeirra, kenndi þeim að vinna, og lesa dönsku á forn Faamilie Journal, og reyndist sú kunriatta þeim haldgóð í stórræð- um. Um aldraða foreldra sína sá hún um meðan þeir lifðu, og um eldri hálfsystur sína, Helgu, sem var heilsulítil. Og slíkt var álit hennar heima fyrir, að eigi þótti fullráðið, nema hún væri þar með í ráðum. Friðrika -æktaði garðinn sinn, sem kallað er, og alla ævi sína vann hún mest öðrum: „Mín bezta skemtun var að taka á móti bless- uðum elsku börnunum". sagði hún 100 ára. Þótt ég kynntist henni ekki mikið, er hún mér afar minnisstæð fyrir marga hluta sakir: Af orðum hennar stafaði djúpum gáfum og góðvilja og reynslu, því jafnvel í hnotskurn mannlísins í Köldukinn er vafa- laust að finna allt róf mannlegra örlaga, fyrir þá, sem getu hafa til þess að skilja. Og auk þess varð hún elzt allra minna ættingja. Sigurður Steinþórsson. Jón Norðkvist Viggósson -Minning Fæddur 27. febrúar 1951. Dáinn 4. apríl 1979. Vinur minn, Jón Norðkvist Viggósson, er dáinn, hann var burtkallaður í blóma lífs síns aðeins 28 ára að aldri. Hann lést af slysförum þann 4. apríl s.l. Það er erfitt að sjá á bak ungum manni sem átti svo margt ógert í lífinu, þung raun fjölskyldu hans er hann ávallt unni og hafði alltaf mjög góð sambönd við. Ég þekkti Nonna lengi, alveg frá barnæsku, og veit því hvern mann hann hafði að geyma, en það stoðar lítt að reyna í fáum orðum að lýsa þessum látna vini, til þess var hann of sérstakur. Mér kemur þó fyrst í hug hve ríka kímnigáfu Nonni hafði og hann sá alltaf björtu hliðar lífsins. Sendi- bréfin er hann skrifaði voru listaverk hvert út af fyrir sig. Þegar hann hélt utan til þess að skoða heiminn og til að uppfylla gamlan draum sinn, sendi hann mér alltaf bréf örðu hvoru. Reyndi hann þá að gefa mér sem réttasta mynd af þeim stað, þeirri borg eða bæ er hann var staddur í og notaði þá gjarnan skemmtilegar tilvitn- anir er gæddu frásögnina lífi á svo einstakan hátt að unun var að lesa. Nonni átti marga góða vini, vini sem gátu treyst honum og vissu að ef á reyndi myndi hann ekki bregðast þeim. Við strákarnir er vorum samtíða Nonna Viggós í æsku hans á Hlíðarveginum og seinna er við urðum fulltíða, hljót- um að tengja minningu hans góðum manni og sérstökum félaga, ekki er hægt að hugsa til æskuár- anna öðru vísi en minnast hans með gleði. Sagt er að tíminn lækni öll sár, en þótt ókomin ár kunni að slæva sorgina mun ég ávallt hugsa til Nonna með virðingu og þakka það er hann hefur með vináttu sinni og félagsskap veitt mér gegnum árin. Betri samferðamann er ekki hægt að hugsa sér. Megi góður Guð blessa foreldra hans og systkini og veita þeim styrk í sorg þeirra. Sigurður Bjarni Hjartarson Vinur minn, Jón Norðkvist Viggósson, er látinn. Brottkallaður frá lífs síns ævintýri í landi sem ég og aðrir vinir hans þekktum aðeins af afspurn og í draumum okkar. Nonni kemur aldrei aftur og við sem áttum því láni að fagna að teljast vinir hans eigum aðeins eftir minninguna um góðan dreng og skemmtilegan. Þeir eru margir sem láta sig dreyma um að kanna ókunn lönd og líferni fjarlægra þjóða, en fæstir frarnkvæma þá hugsjón sína. Til þess þarf mikið áræði og mikinn dug. Þrátt fyrir að eftir þrjú ár hafi hnattreisan aðeins verið hálfnuð, þá var það auðveldari helmingurinn sem eftir var og stefnan var heim á leið. Við sem fengum að njóta litríkra bréfa hans biðum í ofvæni eftir að fá hlutdeild í ævintýrinu mikla og njóta frásagnar hans. En þá kem- ur helfregnin og okkur setur hljóða í vanmætti okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. Siggi Gríms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.