Morgunblaðið - 25.04.1979, Side 36

Morgunblaðið - 25.04.1979, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1979 M0RödN-íp| kafp/nu u I Jú, Kamalt módel, en hann gengur enn á sínum 6—7 ban- önum svo sem 10 km veg. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Fyrsta útspil í upphafi hvers spils krefst meir af varnarspilur- unum en flest annað, sem kemur fyrir við borðið. Og það var ein- mitt vandinn í sjöttu páskaþraut- COSPER Hvernig eiga bændur að tryggja sig gegn harðindum? Rögnvaldur Steinsson sem mun vera gamalreyndur bóndi, gerir athyglisverða athugasemd í þess- um dálkum h. 21. apríl vegna sjónvarpsþáttar um loftslags- breytingar, og vegna ummæla, sem ég lét þá falla. Honum þykir ég gera of lítið úr þýðingu hey- fyrninga til tryggingar gegn harð- ærum. Það sem ég benti á var hvað fyrningar hrökkva skammt, þegar loftslag versnar til lengdar. Eftir einn eða tvo vetur eru þær uppurn- ar, og þá blasir ekki annað við en að skera af heyjum, minnka bú- stofninn. Við fengum sjö slík ár í röð 1965—1971, þegar heyfengur var 15—20% minni af sama túni en hafði verið næstu fjóra áratugi á undan, miðað við sama áburð. Vetur og vor urðu auk þess gjaffelldari en áður. Þetta er sambærilegt við mögru árin sjö, sem sagt er frá í gamla testament- inu, því að ráð Jóseps við þeim var að safna fimmtungi af öllu korni í hlöður í sjö ár til þess að vera viðbúinn hallærunum. Hvað þá ef harðærin yrðu 77, eins og þau sem voru gengin á undan góðæriskafl- anum 1925—1964. Hvað hefði þurft stóra hlöðu til að búa sig undir annað eins? Víst eru fyrningar samt nauð- synlegar vegna einstakra harð- æra. En það er annað ráð sem er varanlegra og tæknin hefur fengið okkur í hendur. Eg skal reyna að skýra það með dæmum um bú- skaparlag tveggja bræðra. Sá eldri hefur 20 hektara tún og ber á það eins og nú tíðkast, um 110—120 kg köfnunarefnis á hekt- ara og önnur efni samsvarandi, auk búfjáráburðar. Öllu meiri áburður borgar sig yfirleitt afar illa. I góðæri fær hann með þessu næg hey handa bústofni, sem honum hentar og fyllir peningshús hans. En þrátt fyrir fyrningar fer það svo að eftir fárra ára harðindi verður hann að skera af heyjum. Dýrt húsrúm í hlöðum og fénað- arhúsum stendur autt, þetta er eins konar atvinnuleysi, tekjur lækka en kostnaður ekki. Sá yngri hefur jafn stóran bústofn. En hann hefur komið sér upp varanlegri harðindatryggingu. Hann hefur fjórum hektörum stærra tún en sá eldri. Þetta gerir ótrúlegan mun: hann þarf ekki að nota nema 60—80% af þeim áburði sem eldri bróðirinn þarf til þess að fá nóg hey í góðæri. (Þessar tölur skal ég rökstyðja ef þörf krefur). Þessi árlegi sparnað- ur er fljótur að borga ræktun þessara fjögurra hektara. Þegar harðnar í ári, tekur yngri bróðir- inn það til bragðs að bera meira en áður á tún sín. A kalárum eins og þeim sem við þekkjum, ber hann jafn mikið á og bróðir hans á hvern hektara og fær þá auðvitað 20% meira hey en hann, nóg handa óbreyttum bústofni. Vissu- lega aukast útgjöld hans, en allir mni. Þú varst með þessi spil í sæti suðurs. S. Á63 H. K8643 T. G5 L. K74 Vestur hóf sagnir á þrem tígl- ■ifr. um, sem sýndi langlit í tíglinum og lítið annað. Austur sagði það ©PIB lokasögnina, þrjú grönd. Hvaða útspil velur þú? Eftir svona sagnir er eðlilegt að gera ráð fyrir, að andstæðingarnir eigi nóg af slögum, t.d. sjö á tígul og tvo í hinum litunum. Lítið vit er í sögn austurs nema hann eigi góða samiegu við opnunarlitinn. Því er mikilvægt að finna strax veika blettinn og taka fimm slagi í hvelii. Og til að finna þennan veika blett spilum við út spaðaás. Þá fáum við að sjá borðið og fyrsta afkast norðurs. Norður S. 9742 H. 972 T. 2 L. ÁD865 Vestur S. K8 H. 105 T. ÁD109863 L. 32 Austur S. DG105 H. ÁDG T. K74 L. G109. Suður S. Á63 H. K8643 T. G5 L. K74 Við sjáum strax að ekki þýðir að halda áfram með spaðann. Og þegar norður lætur sitt iægsta spil, tvistinn, verðum við ekki í vafa um framhaidið. Spiium laufi og vörnin tekur sína upplögðu slagi. Vonandi hefur þú ekki verið svo óheppinn að hafa ætlað að spila út hjartanu? Vertu ekki að æsa þig yfir þessu, þeir lofuðu að koma með útveggina í fyrramálið! Hverfi skelfingarinnar 27 — Við skulum láta það liggja á milli hluta í bili. Getið þér staðið á því að Bo Elmer hafi aldrei nokkru sinni komið heim til yðar þegar þér voruð einar heima. Vivi Paaske varð blóðrjóð í andliti og stamaði: — Ég get lýst því yfir í eitt skipti fyrir öll að það hefur aldrei verið neitt slíkt milli Bo og mín. Ég fortek svo sem ekki endilega fyrir það að hann hafi ekki einstöku sinnum komið inn fyrir og við höfum spjallað saman. En ekki vitundar ögn annað. Og það er sannleikur- inn f málinu. Næsti aðili sem kallaður hafði verið á vettvang var eiginmaður hinnar myrtu, Finn Christensen. Hann var fölur og fár og hendur hans voru á sífelldri órólegri hreyf- ingu þegar hann sat á móti lögregluforingjanum. — Ég harma að þurfa að vera að rifja þetta stöðugt upp fyrir yður, Christensen en við höfum áreiðanlega báðir áhuga á að málið upplýsist hið fyrsta og hinn seki fái makleg mála- gjöld. Rödd lögregluforingjans var lág og vinsamlcg. — Þér hafið skýrt frá þvf að á miðvikudagskvöldið hafið þér farið á Allay Cat og fengið yður bjór. Hálftíma sfðar í kvikmyndahús og eftir sýning- una beint heim. Er þctta ekki rétt með farið? — Jú. Kennarinn kinkaði kolli dimmur á svip. — Ég gat ekki spurt yður um það um daginn en mun nú nota tækifærið. Vissi konan yðar, að þér mynduð ekki koma heim fyrr en um ellefuleytið. — Já. Venjulega standa fundirnir allt kvöldið, en tveir kennaranna boðuðu veikinda- forföll á miðvikudaginn og þá komum við okkur ásamt um að ljúka fundinum fyrr og fresta þar til síðar. Og þá hugsaði ég með mér að þar sem Janny byggist ekki við mér strax ætti ég að nota tækifærið og sjá kvikmynd sem ýmsir af nem- endunum höfðu talað um. — Þér sátuð einn við borð í Alley Cat, að því er þeí hafið sagt? — Já, það cr alveg rétt. — Og þér munið ekki til þess að hafa séð neinn sem þér kannist við og gæti staðfest og að þér voruð þarna? Það er ekki beinlfnis vegna þess það skipti öllu máli. Ileldur bara svona formsins vegna. Kennarinn hristi höfuðið. — Það var gremjulegt, sagði lögreglustjórinn nánast við sjálfan sig. — Þjónninn á kránni man nefnilega heldur ekki til þess að hafa séð yður. 8. kafli Miðvikudagseftirmiðdag einn f byrjun marz kom leið- inda óhapp fyrir í verziuninni Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á islenzku. hjá David Petersen. Einhver hafði ýtt kcrtapakka f ógáti niður á gólfið og Lis Rugaard sem sá ekki niður á tærnar á sér vegna þungunar sinnar hrasaði um kertin með þeim afleitu afleiðingum að hún skall aftur fyrir sig og fékk roknajtögg á höfuðið. Hún var ekki komin til meðvitundar þegar hríðarnar byrjuðu og tuttugu mfnútum sfðar var hún komin á fæðingardeildina. Þremur vikum of snemma. Tage Rugaard kom til íæð- ingardcildarinnar í hinu mesta uppnámi skömmu sfðar. Það var ekki fyrr en seint um kvöldið að fæðingin var um garð gengin og hinn örþreytti eiginmaður komst heim til sín. Einmitt þetta sama kvöld gerðust miklir atburðir í ein- býlishúsahverfi Bakkabæjar rétt eina ferðina enn. Þctta var á dimmu kvöldi og ískaldur vindur næddi á milli húsanna og gerði að engu fullyrðingar veðurfraxtinganna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.