Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1979 37 VELVAKANDI SVARAR ÍSÍMA 0100KL. 10— 11 FRA MANUDEGI sjá, að aðstaða' hans er betri en eldri bróðurins, og það hvort sem vel eða illa árar. Meginkosturinn við þetta búskaparlag, bæði fyrir bændur og þjóðfélagið í heild, er sá, að með þessu hverfa áraskipti í framleiðslu búvöru, en þau eru alltaf til bölvunar. Þetta er aug- ljóst ef framleitt er eingöngu fyrir innlendan markað, en ekki skiptir þetta minna máli vegna útflutn- ings. Þá ríður á að halda magninu stöðugu, svo hægt sé að standa við samninga, ella eyðileggjast mark- aðir og verð fellur. Við þetta má svo bæta, að sanngjarnt er,, að aukin útgjöld bænda vegna harðinda séu reikn- uð, þegar verð búvöru er ákveðið. Þá er hins vegar rétt að ríkið greiði vörurnar niður sem þessu svarar til að tryggja jafna sólu. Það sem hér hefur verið sagt, getur staðist í grundvallaratrið- um, þótt ekki sé tekið í dæmið það kjarnfóðurvandamál, sem nú er við að etja, en ekki er tækifæri að ræða hér. Rögnvaldi Steinssyni sendi ég svo kveðju mína. Páll Bergþórsson. • „Opið bréf til foreldra og skólamanna" Gleðilegt sumar. Mig langar til þess að biðja þig, Velvakandi góður, að birta þetta „opna bréf" frá mér til lesenda þinna, um land állt'. — Efni þess á erindi til landsmanna allra. Það er gleðileg staðreynd að hugur fólks til náttúru landsins hefur farið batnandi nú hin síðari árin. Enda er sá hópur orðinn æði stór, sem lagt hefur gjörva hönd á plóginn við að rækta hugarfarið gagnvart náttúru landsins. — Nú fer sá tími senn í hönd að fuglarnir velji sér hreiðurstað og hreiðurgerð að hefjast. Hinir fyrstu eru þegar búnir að verpa, svo sem hrafninn, haförninn og dílaskarfur. — En það sem ég vildi vekja athygli á er að allir sem unna fuglalífinu í landinu taki höndum saman og beiti áhrifum EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU ~^X3> ^^ 22480 20°/i o AFSLATTUR af öllum sloppum og samfestingum pessa viku. sérverslun konunnar <LS v UJííllJ^jíoCl Laugavegi19 Reykjavik sínum í þá veru að hvetja unglinga og börn til þess að leggja fram sinn skerf til að auðga og bæta fuglalífið með því að kveikja ekki í sinu út um holt og móa. Sinu- brunatíminn stendur nú sem hæst og því hættan meiri. Vildi ég að lokum beina orðum mínum til forráðamanna æskufólks, til skólastjóra og kennara, um að hefja áróður gegn sinubruna, ræða við unga fólkið um að sinubrunar geta valdið dauða fugla, eyðilegg- ingu hreiðra og komið styggð að fuglum sem eru í leit að hreiður- stæði. — Sinubrunar séu því ákaf- lega neikvæð aðgerð og ógn við hið fábreytta fuglalíf í landi voru. Það gefst vonandi tími til þess að skrifa annað opið bréf og hvetja almenning til baráttu gegn úðun trjágarða, sem líka er skaðvaldur og það grófur í fuglalífinu. Það sakar ekki að vita þá staðreynd að því er okkur hefur verið tjáð, að það svæði. sem sinueldur hefur farið yfir sækir mófuglinn a.m.k. ekki í aftur í leit að heppilegu hreiðurstæði í tvö sumur eftir að sinan var brennd þar. Að lokum skal þess getið að bannað er að kveikja alla elda innan lögsagnarumdæmis Reykja- víkur og þar með sinuelda. Fuglavinir í Reykjavík. • Enn um vísuna í Velvakanda í gær birtist vísa eftir Jónatan Þorsteinsson. Hafði kona nokkur beðið Velvakanda um að auglýsa eftir fyrri helming þessarar vísu þar sem hún kunni þann síðari. Eggert Benónýsson hafði sam- band við Velvakanda og kvað hann vísuna sem birtist í Velvakanda í gær vera afbökun af upphaflegri gerð vísunnar. Þar er vísan færð upp á Jakob þann sem nefndur er en upphaflega gerð vísunnar telur Eggert vera þannig. Þessi jörðin frjóvgað fær féð hjá bónda kænum. Auðurinn vex en grasið grær í götunni heim að bænum. _ Attu vandrœðum með þakið? 6, HÖGNI HREKKVÍSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.