Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.04.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. APRIL 1979 Valur með unnið mót m. -i *4 Jr-I -^^^^ VALUR svo gott sem tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu með því að vinna Fylki 3—2 á Melavellinum í gær- kvöldi. Þar með krækti Valur í aukastig fyrir mörkin þrjú. Staðan í háífleik var 2—0 fyrir Val. Fyrri hálfleikur var frekar slakur og mörkin sem þá voru skoruð frekar klúðursleg, eink- um frá sjónarhóli Fylkismanna. Fyrra markið skoraði Guðmund- ur borbjörnsson og það si'ðara ólafur Danivalsson í báðum tilvikum fengu þeir fólagar meiri aðstoð frá varnarmönnum Fylkis en nauðsyn var. Það lifnaði mikið yfir leiknum í síðari hálfleik og mátti þá sjá skínandi kafla hjá báðum liðum, Fylki ekki síður en Val. Það var þó Valur sem komst í 3—0 með marki Inga Björns Albertssonar úr víti, eftir að varnarmaður Fylkis hafði handleikið knöttinn. Sigurinn virt- ist í öruggri höfn, en 2 mörk á 3 mínútum hjá Fylki hleyptu spennu í leikinn, Valur hélt þó út. Hilmar Sighvatsson og Grettir Gíslason skoruðu mörkin, sem bæði voru gullfalleg. — gg. Liverpool á grænni grein Liverp<K)l getur nú vart annað en orðið enskur mcistari. en liðið opnaði sjö stiga ginnungagap í næsta lið er jafntefli náðist niður í Southampton. Dave Johnson skoraði fyrir Liverpool á 12. mínútu, cn Nick Holmes tryggði Southampton stig með glæsimarki á 76. mínútu. WBA missti endanlega af lestinni, en Úlfarnir björguðu sér örugglega úr fallhættunni með góðum sigri gegn Úlfunum. Úrslit leikja í gærkvöldi urðu þessi: 1. deild: Birmingham — WBA 1—1 Man. City — Middlesbrough 1—0 Southampton — Liverpool 1—1 Wolves — Derby 4—0 2. deild: Millwall - Fulham 0—0 Notts County — Leicester 0—1 Oldham — Wrexham 1—0 Preston — Cambridge 0—2 West Ham — Burnley 3—1 3. deild: Blackpool — Exeter 1—1 Carlisle - Watford 1—0 Colchester — Chesterfield 0—0 Hull City — Southend 2—0 Peterbrough — Swindon 2—1 Plymouth — Chester 2—2 Shrewsbury — Tranmere 2—1 Walsall - Bury 0-1 Mikil þátttaka í skíðafélagsgöngunni Hópganga Skíðafélags Reykjavíkur var haldin í Bláfjöllum laugardaginn 21. apríl. Gengnir voru 5 km í kvenna- og karlaflokkum. Kvennaflokkar voru tveir, 40 ára og yngri og 41 árs og eldri. Karlaflokkar voru fimm, 40 ára og yngri, 41—45, 46—50, 51—55, og 56 og eldri. Keppnin fór fram á flötunum vestan og ofan við Borgarskálann. Þátttaka var mjög mikil eða 57 göngumenn samtals, 23 konur og 34 karlar. Veður var eins gott og best var á kosið, logn og sólskin. hiti var 2—5 gráður, færi var mjög gott. Formaðurinn, Matthías Sveinsson, setti mótið með hvatningarræðu og s/ðan voru allir ræstir í einu. Göngubrautin var mjög góð og vel lbgð af þeim Guðmundi Sveinssyni og Ingólfi Jónssyni. Það var mjög mikil ánægja með þessa fjölmennustu skíðagöngu sem haldin hefur verið sunnanlands. Keppt var um mjög fallega verðlaunabikara í 7 flokkum sem gefnar voru af Jóni Aðalsteini Jónassyni, eiganda verslunarinnar Sportvals. Verðlaunaafhending var á mótstað, ennfremur var þar páska- eggjahappdrætti. Framkvæmd mótsins var í höndum Skíðafélags Reykjavfkur. Skíðafélagsgangan 1979 NE. KONUR 40 ÁRA OG YNGRI TÍMI 1. Guðbjörg Haraldsdðttir 16.37 •2. Lilja Þorleifsdðttir 18.05 3. Unnur B. Guðmundsdðttir 19.28 4. Þyri Laxdal 20.45 5. EHn I. Jðnsdóttir 23.52 6. Jðhanna Guðbjörnsdóttir 24.30 7. Frfða Pálmadóttir 24.50 8. Ásta Magnusdðttir 25.54 9. Sigríður Lúthersdðttir 26.11 10. Ragnheiður Sveinsdðttir 28.26 11. Bessí Jóhannsdóttir 29.03 KONUR41.ÁRSOGELDRI TlMI l.Inga Árnadðttir 20.33 2. Jarmila Hermannsdðttir 21.12 3. Guðrún Andrésdðttir 22.40 4. Sigrfður Pétursdðttir 22.43 5. Anna H. Sveinsdóttir 23.26 6. Ásthildur Eyjðlfsdðttir 23.38 7. EHsabet Gunnlaugsdðtrir 23.50 8. Pálfna Guðlaugsdðttir 25.13 9. Þorbjörg Sveinsdðttir 26.22 10. Ingibjörg Halldðrsdðttir 26.33 11. Jðrunn Eyjðlfsdðttir 29.09 12. Hulda Filipusdðttir 29.50 KARLAR 40 ÁRA OG YNGRI TÍMI 1. Hðrður Árnason 14.37 2. Kristján Snorrason 14.57 3. Trausti Svnn b jörnsson 15.57 4. Ólafur Pálmason 16.05 5. Gunnar Gunnarsson 18.14 6. Jðn Friðriksson 21.50 7. Einar Þðrðarson 25.51 KARLAR 41-45 ÁRA TÍMI 1. Matthfas Sveinsson 13.11 2. Sveinn Kristinsson 15.43 3. Pétur Pétursson 16.08 4. Pálmi Guðmundsson 16.48 5. Elfas Hergeirsson 17.30 6. Þorsteinn Hjaltason 18.28 7. UUar Sigurmundsson 20.32 KARLAR 46-50 ÁRA TÍMI 1. Bjarni Einarsson^- 17.38 2. Haukur Hergcrfsson 18.41 3. Sigurkarl Magnússon 19.03 4. Magnús Hallfreðsson 19.53 5. Páll Samúelsson 23.47 6. Kristðfer Jðhannesson 24.19 7. Brynlelfur Steingrímsson 24.54 KARLAR 51-55 ÁRA TÍMI 1. Haraldur Pálsson 14.08 2. Hbrður Hafliðason 17.16 3. Þorsteinn Bjarnar 18.44 4. Stefán Kristjinsson 19.26 5. Magnus Eyjðlfsson 22.44 6. Þðr Þorsteinsson 24.00 KARLAR 56 OG ELDRI TÍMI 1. Tryggvi Halldðrsson 16.38 2. Einar ólafsson 17.25 3. Árni Kjartansson 20.04 4. Ingðlfur Guðjðnsson 23.25 5. Gunnlaugur Bjbrnsson 23.51 6. Jðn Arason 26.20 7. Þðrður Árnason 28.40 • Júlíus Haístein, formaður HSÍ og Jóhann Briem, framkvæmdastjóri Frjáls Framtaks, með hinn giæsilega hikar á miiii sín. Mynd: — gg. Stórleikirni í aósígi ÚRSLITALEIKURINN í bikar- keppni HSÍ fer fram á sunnudag- inn og að öllum líkindum 1 Laugardalshöllinni. Hefst hann klukkan 20.15, en næsti leikur á undan er fyrir suma ekki minni leikur, en það er úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna. Hefst hann klukkan 19.00. Það er ekki ljóst hvaða lið leika til úrslita, þar sem leikir í undanúrslitum hafa enn ekki farið íram. í kvöld fer sá fyrri fram, en það er leikur Víkings og Vals, en hann hefst í Laugardalshöllinni klukkan 21.00. Síðari leikurinn fer fram á föstudaginn, einnig í Höllinni, og er það leikur ÍR og FH. Hefst hann klukkan 19.00. Þetta er f sjö'tta skiptið sem leikið er um bikar HSÍ, þetta er mjög ung keppni hérlendis. Til þessa hefur FH unnið bikarinn þrívegis, Vfkingur einu sinni og Valur einu sinni. FH hefur unnið bikarinn til eignar og er því nú leikið um nýjan og mjög glæsileg- an bikar sem Frjálst framtak og íþróttablaðið hafa af mikilli rausn gefið HSÍ. Verður keppt um hinn nýja bikar næstu fimm árin sem farandhikar, ásamt litlum fylgibikar sem vinnst til eignar. Það verður vafalítið hart barist í leiknum í kvöld. Valur og Víkingur hafa löngum eldað grátt silfur saman og skemmst er að minnast, að Valur lagði Víking í úrslitaleik íslandsmótsins fyrir skömmu. Víkingar eiga því harma að hefna, auk þess sem þetta er síðasti möguleiki þeirra á að tryggja sig í Evrópukeppnina næsta vetur. Valsmenn eru þegar íslands- meistarar, en möguleikinn á að vinna tvöfalt er fyrir hendi og því munu þeir ekki gefa sig. Ýmsir verða þarna fjarri góðu gamni, svo sem Viggó Sigurðsson, sem orðinn er félagsbundinn spænska liðinu Barcelona. Þá verður Einar Magnússon ekki með.meiðsli hans .hafa tekið sig upp. Sigurður Gunnarsson verður hins vegar með, er óðum að ná sér af meiðslum sínum. Valsmenn verða hins vegar með sitt sterkasta lið, Jón Pétur Jónsson verður með þrátt fyrir nýgerðan samning við Dankersen. Það verður ekki síður hamast á föstudagskvöldið. FH-ingar hafa eins og áður er getið þrisvar unnið bikarkeppnina og þeir hafa oftar en ekki unnið ÍR í deildarleikjum. En þetta er hins vegar bikar- keppnin og allt getur gerst. FH-ingar hafa verið ærið misjafn- ir í vetur allt frá því að vera rúmlega frambærilegir og niður i það að vera bókstaflega lélegir. Þeir gerðu vel að vara sig á ÍR og vanmeta liðið ekki, því að þegar á reyndi í vetur kom í ljós að ÍR-ingar eru til alls líklegir. FH verður með sitt sterkasta lið að öðru leyti en því að óvíst er hvort að Guðmundur Árni Stefánsson getur leikið vegna meiðsla á fæti. Það hefur frekar stækkað hópur- inn hjá ÍR en hitt og heyrst hefur að bæði Asgeir Elíasson og Vil- hjálmur Sigurgeirsson hafi æft á fleygiferð að undanförnu. Síðan verður úrslitaleikurinn á sunnudagskvöldið eins og áður sagði og á á mánudagskvöldið lýkur handboltavertíðinni form- lega með lokahófi í Sigtúni, loka- hófi sem standa mun allar götur til klukkan tvö um nóttina. Þar verða afhent ýmis verðlaun og fleira gert mönnum til skemmtun- ar. — gg- Bjartsýnismenn Á blaðamannafundi með for- ráðamönnum og þjálfurum félag- anna i undanúrslitunum, Víkingi, Val, ÍR og FH var m.a. mikið spurt um undirbúning og fyrir- ætlanir hvers félags um sig. Árangurinn er að nokkru leyti eftirfarandi: Hilmar Björnsson, þjálfari Vals: „Ég spáði okkur öruggum sigri í leiknum um daginn og það kom á daginn. Ég held hins vegar að leikurinn nú verði ekki eins örugg- ur og þá á ég aðallega við það, að við höfum ekki fyrir jafn miklu að berjast og þá. Þó finnst mér sem ákveðinn fjölmiðill sé að brýna okkur með því að afsaka frammi- stöðu Víkinga í síðasta leik okkar og því þurfum við hugsanlega að sanna fyrir alþjóð öðru sinni hvort liðið er í raun betra. Við höfum haldið okkar striki í æfingum og æfingaleikjum, en ég kann þó að breyta nokkuð hópnum fyrir leikinn þó að allir séu heilir," sagði Hilmar að lokum. Hannes Guðmundsson, varaform. handkn.deildar Víkings: — Við höfum ekki slegið slöku við nema síður sé, enda ætlum við að hefna ófaranna gegn Val um daginn. Það hefur þó ruglað undir- búning okkar nokkuð, að til skamms tíma höfðum við reiknað með að Viggó Sigurðsson fengi leyfi til að leika leikinn en nú fyrir skömmu varð það skyndilega Ijóst að svo verður ekki. Það setur að sjálfsögðu strik í reikninginn hjá okkur. — Sigurður Gunnarsson verður hins vegar örugglega með, honum batnar óðum af meiðslum sínum og verður örugglega orðinn góður. Öðru máli gegnir með Einar Magnússon, hann gengur nú um draghaltur og þarf væntanlega að fara í einn uppskurðinn enn, meiðsli hans hafa tekið sig upp á ný. Hákon Bjarnason, formaður ÍR: — Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því, að við höfum yfirleitt beðið lægri hlut í leikjum okkar gegn FH, en stefnum þó ákveðið á sigur. Við höfum ekki slakað á á æfingum, en höfum þó orðið að æfa í litlu húsnæði þar sem við misstum tíma okkar í Höllinni um páskana. — Við erum með mjög ungt lið, meðalaldur er aðeins 23,2 ár og kappar eins og Ásgeir Elíasson, Vilhjálmur Sigurgeirsson og jafn- vel fleirí hafa æft að undanförnu. Ingvar Viktorsson, formaður handkn.deildar FH: — Við teljum að ef við vinnum ÍR, verði sjálfur úrslitaleikurinn mun léttari, við reiknum sem sagt með mjög erfiðri mótspyrnu sagði Ingvar. — Við höfum æft daglega eftir því sem hægt er, þ.e.a.s. að við höfum ekki fengið inni í stóra húsinu í Hafnarfirði upp ásíðkast- ið, við höfum ávallt átt í brösum með bæjaryfirvöldin með æfinga- tíma þar, samt er húsið „hvílt" langtímum saman. í svona basli höfum við ávallt lent og ekki er fyrirsjáanlegt annað en að svona verði málum háttað áfram. Þessa dagana æfum við í smákompu með 8x16 metra sal og spilum þar körfubolta eins og við eigum lífið að leysa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.